Helgarblaðið - 06.03.1992, Síða 4

Helgarblaðið - 06.03.1992, Síða 4
^ _ Helgar 4 blaðið n Lægra orkuverö Svissneska fyrirtækið Al- usuisse hefur farið fram á að orkuverð til álversins í Straumsvík verði lækkað. Forstjóri Landsvirkjunar telur ekki neinar forsendur til að breyta núverandi orkusamningi við fyrritæk- ið. Meirihlutinn meb Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í Ölfushreppi er fylgjandi starfrækslu með- ferðarhcimilis fyrir ósak- hæfa geðsjúka afbrotamenn að Sogni. Þannig eru aðeins 17% kjósenda frekar eða al- farið á móti. Þetta kom fram í könnun sem Fólags- vísindastofnun Háskólans gerði á vegum heilbrígðis- ráðuncytisins á viðhorfum íbúa hreppsins til málsins. Færeyingar bjóöa síld I viðræðum Islendinga og Færeyinga um veiðiheim- ildir hafa þcir síðastnefndu boðið Ísiendingum að veiða tvö þúsund tonn af síld í færeyskri lögsögu. Á móti vilja Færeyingar halda sín- um kvóta innan íslenskrar lögsögu. Bróóabirgóasam- komulag Á milli sameiningar- nefnda Borgarspítala og Landakotsspítaia hefur ver- ið gert bráðabirgðasam- komulag um sameiningu spítalanna. Koslnaður við verkið er áætlaður um 435 miljónir króna í ár Atvinnulausum fjölgar Atvinnulausum í Reykja- vík hefur Ijölgað um allt að fjórðung á milli fcbrúar og mars. Sé miðað við sama tíma í fyrra eru tvöfalt fleiri atvinnulausir nú en þá. Til marks um aukninguna má nefna að Verslunarmanna- félag Reykjavíkur hefur orðið að láta fólk vinna aukavinnu við atvinnuleysi- skráningu. Allir fremstu skákmenn landsins, ásamt nokkrum erlendum, taka þátt í al- þjóðlegu skákmóti sem haldið er í Reykjavík. Mót- iö er í ellefta styrkleika- flokki. Ferja sjósett Vestmannaeyjafcrjan var sjósett i vikunni hjá skipa- smíðastöð i Flekkefjord í Noregi. Gert er ráð fyrir að fetjan verði aflient Vest- manneyingum í lok maí. Öskudagurinn Skólafólk gerði sér daga- mun á öskudaginn og norð- ur á Akureyri var kötturinn sleginn úr tunnunni. Sigur ó aröbum íslenska landsliðið í fót- bolta sigraði lið Sameinuðu arabísku furstadæmanna tvívegis í vikunni. Þrír róöherrar Aðeins þrír ráðherrar af tíu hafa verið á landinu undanfarið; allir hinir voru i Helsinki á þingi Norður- landaráðs. Heima voru Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Jón Baldvin utanríkis- ráðherra lá veikur heima. 1 wM 1 MEBfMlfl ■HBHHilHi HHHH kns DH hBHHKhhI &ÉH Hffili Ester Sigurbjörnsdóttir, ræstingakona ó Borgarspitalanum Mynd: Kristinn. Ollu má nú venjast „Eg vil vinna, það er skemmtilegra að eldast þannig og manni líður bet- ur á meðan,“ segir Ester Sigurbjömsdóttir, ræstinga- kona á Borgarspítalanum. Hún er nýkomin „á aldur“ - farin að fá ellilaun. En hún sótti um vinnu heiðar- lega og vill hætta heiðar- lega og líst þess vegna ekki vel á hugsanlega uppsögn. Hún vill fá að fara sjálf á eigin forsendum. En hún er hress og ekkert amar að, og hvers vegna ætti maður þá ekki að vinna? spyr hún. Vinir og kunningjar spyrja hana samt af hverju hún haldi áfram að vinna, orðin þetta gömul, löggilt gamalmenni einsog menn hafa í flimtingum. Hversu hress hún er, þótt hún skúri upp og niður stigana á Borg- arspítalanum frá átta á morgnana lil klukkan eitl á daginn, þakkar hún því að á Borgarspítalanum fær starfsfólkið ókeypis leikfimi með aðstoð sjúkraþjálfara auk þess sem hún fer í sundlaugina á staðnum. „Ég hefði ekki getað haldið áfram án þess og ég lít á þetta sem heil- mikla kjarabót,“ segir Ester. En hún cr sammála mörgum um að það sé ekki hægt að hrópa húrra fyrir Sóknartaxtanum sem hún er á. Hún fær fyrir vinnuna um 35 þúsund krónur á mánuði en starfið telst rúmlega 60 prósent starf. Auk þess fær hún nú rúmar 12 þúsund krónur í ellistyrk. „Þetta er búbót,“ segir hún og bætir við að það gæti enginn lifað á þessum launum ef ekki kæmi lil önnur fyrirvinna. Hún, einsog svo margar aðrar konur á hennar aldri, Ræsting fór út á vinnumarkaðinn þegar hún var búin að koma bömunum íil manns. Nú er hún búin að vera að vinna í rúm 20 ár og síðastliðin fimm ár í skúringunum á Borgar- spítalanum. Hún er komin eins hátt í launatöxtunum og hægt er en ómenntaðar konur sem skúra eru ekki hátt skrifaðar í launatöxt- um á íslandi. Ekki segist hún vera mikil baráttukona, hún taki því sem að henni sé rétt. En vegna launanna hefur hún verið sjálf- stæðari en ella enda aldrei litið á sín laun sem beina nauðsyn til að lifa og því ef til vill eytt þeim á annan hátt. Hún vill ekki segja að litið sé vanþakklátum augum á starf henn- ar, hins vegar sé það þess eðlis að menn taki ekki eftir því. „En þetta er andlaust starf,“ seg- ir hún, „og maður tekur það ekki með sér heim.“ Henni fannst erfltt að byija ræstingastarfið á Borgar- spítalanum því að það er einmana- legt; vélrænt skúrar hún sama gólfið, sömu stigana, dag eftir dag. Á stórum vinnustað er and- rúmsloftið ópersónulegt og þess- vegna er Ester einmana í vinnunni sinni. „Það eru engin tjáskipti og það er hvimleitt, en öllu má nú venjast,“ segir Ester. Henni finnst hún einungis vera einn hlekkur í keðjunni, í ræstingakeðju eins af stærslu vinnustöðum landsins. „Maður er svolítið eins og Palli var einn í heiminum,“ segir hún. Hún er eigi að síður hress og vill ekki kvarta yfir starfmu. „Eg er þakklát meðan ég hef vinnu og meðan ég get unnið,“ segir hún. Henni finnst starfið ekki erfitt; „Þetta er það sem ég kunni þegar ég fór út á vinnumarkaðinn." Hún er líka þakklát fyrir það að hún hefur hingað til ekki þurft á hjálp kerfisins að halda. Lágu launin eru búbót vegna þess að bömin eru uppkomin og húsið er borgað. Annars gæti hvorki hún né aðrir lifað af þessu. „Það hefur enginn nógu hátt kaup núna nema þá for- réttindahópamir,“ segir Ester og það er dagljóst að hún tilheyrir ekki neinum forréttindahópi. Vantar bindiefni? mæðrahyggja nú á dögum? Barátta Svo margt vefst fyrir mér um þessar mundir. Þokukcnndir þank- ar á sveimi í einhverjum hug- myndagraut - hvergi skýrar línur, hvergi örlar á ákveðnum skoðun- um, öll fyrirbæri lífsins hafa a.m.k. tvær hliðar...Öðru vísi mér áður brá. Stundum fæ ég á tilfinninguna að einhversstaðar hafi ég lokað dymm án þess að vcita því sérstaka eftirtekt, og þegar ég nú hyggst skreppa í geymsluna og grípa til gamalkunnugra viðhorfa að viðra í pistli - þá em dymar harðlæstar. Banka, cn það svarar cnginn. Lyk- illinn týndur. Allt í kringum mig em hinsvegar aðrar dyr, sumar m.a.s. opnar i hálfa gátt. Og þama stend ég, tví- stígandi í einhveiju hálfrökkri - verður mér boðið inn? Á ég að taka af skarið og ráðast til inngöngu? Skrcppa á útsölu kannski - hug- myndir á hálfvirði, nolið tækifær- ið...Máta nýjar skoðanir. Þjóðemishyggjan, til dæmis. Er hún ekki löngu hætt að klæða mig? Þarf ég ekki að fá mér nýja? Stétta- baráttan - er hún úr sögunni? Kvennabaráttan? Heitir hún ekki - hvcr ncnnir að bcrjast lcngur? A maður ckki að fylgjast með tísk- unni? En tiskan Icyfir allt - cr það ckki? Svo frjáls og víðfeðm í dag, tískan. Vcrtu bara cinsog þú vilt, ciskan, það tekur cnginn cftir því hvort scm cr. Það liorfir hvcr í sinn spcgil. Ég reyni að mynda mér skoðun á þjóðinni. Dctlur í hug: hér áður fyrr var þjóðin cin hcild. Allir hlustuöu á sömu útvarpsstöð og horfðu á sömu sjónvarpsstöð og gátu þcssvegna jannað samhljóða í kaffitímum úti um allt land. Undu glaðir við sitt. Eini munurinn á fólki var sá að sumir lásu Moggann og aðrir Þjóðviljann - og þeir vom jafnvel til sem lásu einhvcr önnur blöð en það skipti ekki svo miklu máli. Nú hefur þjóðinni verið splundr- að - eða skipt upp í markhópa, einsog það heitir. Maður mætir í kaffitíma og hvað heyrir maður? Einn hcfur horft á sjónvarpið, ann- ar á stöð tvö og sá þriðji jafnvel á einhveija geimstöð. Einn hefur hlustað á gufuna, annar á rás tvö, þriðji á Bylgjuna, fjórði á Aðal- slöðina og svo man ég ekki hvað Haraldsdóttir skrifar þær heita fleiri. Hugsaðu þér tvær manneskjur, lesandi góður: önnur sofnar út frá Ijúfum og sígildum tónum gufunnar, Mozart eða Schu- bcrt, og hin út frá bollaleggingum Sigurðar Péturs Harðarsonar um það t.d. hvaða „innréttingar“ þelta gcti vcrið sem fólk er að tala um að setja upp í Aðalstræti - einhverjar ganialdags eldhúsinnréttingar, kannski? Og svo spilar hann eitt- hvað hressilegt til að ýta burt óvissunni. Veit sem er, að hann slagar hátt upp í Hemma Gunn hvað snertir vinsældir meðal þjóð- arinnar. Algjör ástmögur. Nei, hvað geta þessar tvær manneskjur átt saineiginlegt? Ekki nokkum skapaðan hlut. Enda með öllu óvíst að leiðir þeirra liggi sam- an í kaffitíma daginn eftir. Það vantar semsé þetta fræga bindiefni. Þetta sem sameinar þjóð- ina. Jötungripið. Mér sýndist ég lika sjá grein um það í Mogganum uin daginn að Ríkisútvarpið ætti að gegna því hlutverki að sameina þjóðina. Og nú brcgður svo við að ég veit ekki hvort ég er sammála því. Held meira að scgja að það sé fullt af fólki í þessu landi sem mig langar ekkert til að sameinast. Held ekki lengur að íslensk þjóð sé sú besla í heimi. Rcyndar cr langt síðan ég hætti að trúa því. F.n upp á síðkast- ið finnst mér liafa farið fjölgandi þcim andartökum í Iífi inínu sem ég eyði í að dæsa mæðulega yfir einhvetju því í fari þjóðarinnar sem mér fellur illa. Það er nú til dæmis þessi ríkisstjóm. En ég held að Spaugstofan sjái um að afgreiða liana - fyrir nú utan að hún auglýs- ir sig vitanlega best sjálf. Svo var það þessi furðulega uppákoma í sambandi við Eistlendinginn - þú vcist hvað ég á við, lesandi góður. Finnst þér það ekki pínlegt mál? Mér líka. Sérstaklega viðtal Unnar Úlfarsdóttur við gamla manninn í Sjónvarpinu. Það var ekkert venju- legt fréttaviðtal. Hefði það verið fréttaviðtal, þá hefði fréttamannin- um nægt að spyrja einnar spuming- ar og fá eitt svar. En það var af- stöðumyndandi og gott ef það átti ekki að sameina þjóðina...Meðvit- að eða ómeðvitað. Var það ekki Voltaire sem sagði að hver maður ætti að rækta sinn garð? Ætli það hafi ekki bara verið rétt hjá honum, þegar allt kemur til alls? AíTarasæl- ast væri náttúrlega að hver maður ræktaði sinn skika án þess að setja um hann girðingu. A endanum rynnu svo skikamir saman í einn dýrðarinnar aldingarð, fjölbreyttan og margskrúðugan. En að fara að sameinast um vafasaman málstað í nafni einhvers sem sumir kalla þjóðemi — ég held varla, takk. Föstudagurinn 6. mars

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.