Helgarblaðið - 06.03.1992, Page 11
Burt með bandorminn
-fullt atvinnuöryggi
I ar er barattudagur
kvenna 8. mars haldinn und-
ir kjörorðinu Burt með
bandorm ríkisstjóminarinnar
- fullt atvinnuöryggi. Fund-
ur verður haldinn á Hótel
Borg sunnudaginn 8. mars
klukkan 14:00. Ávörp flytja
Guðrún Kr. Óladóttir, vara-
formaður Sóknar, Sigríður
Kristinsdóttir, formaður
Starfsmannafélags rjkis-
stofnana, Steinunn Óskars-
dóttir, formaður Röskvu,
Svanhildur Kaaber, formað-
mnn| r ■ - -
¥
ur Kennarasambands Is-
lands, og Ágústa Þorkels-
dóttir, bóndi á Refstað. Á
milli ávarpa flytja konur
söng og gamanmál.
Ávarp dagsins
Alþjóðlegur baráttudagur
kvenna 8. mars er í ár haldinn
í skugga niðurskurðar og at-
vinnuleysis.
Konur óttast þær grundvall-
arbreytingar sem aðgerðir rík-
isstjómarinnar munu valda í
þjóðfélaginu.
Konur á fiskreit. Þessa
mynd gaf Barbara Áma-
son MFIK árib 1974.
Þegar atvinnuleysi er orðið
viðvarandi, bitnar það fyrst og
ífemst á konum.
Ennþá ríkir sú hefð í þjóð-
félaginu að karlmaðurinn sé
fyrirvinnan, þrátt fyrir þá
staðreynd að konur séu úti-
vinnandi til þess að afla sér og
sínum lífsviðurværis.
Viðvarandi atvinnuleysi er
valdatæki atvinnurekenda til
að halda niðri launum og það
er staðreynd að konur eru á
lægstu laununum í dag.
Konur á íslandi geta ekki
tekið á sig launalaust þær
skyldur velferðarþjóðfélags-
ins sem hingað til hafa verið
greiddar úr sameiginlegum
sjóðum.
Sagan hefúr sýnt að í
kreppuástandi hafa konur ver-
ið sendar heim og misrétti og
stéttaskipting fengið að
blómstra.
Krafa kvenna á íslandi er:
Bætt heilbrigðisþjónusta, betri
skólar, samfelldur skóladagur,
dagvistun fyrir öll böm og
dagvinnulaun sem hægt er að
lifa af.
Krafa kvenna 8. mars 1992
er fullt atvinnuöryggi.
Samtök kvenna á vinnu-
markaði, MFÍK, Kvennalist-
inn, Alþýðubandalagið o.fl.
Avarp beint af sænginni
Að þessu sínni er alþjóðlegur
baráttudagur kvenna 8. mars
haldinn undir kjörorðinu Burt
með bandorm ríldsstjómarinn-
ar - fullt atvinnuöryggi. Að
venju er tekið upp mál sem er
ofarlega á baugi í þjóðfélaginu
og snertir konur sérstaklega.
Dagurinn á sér langa sögu,
bæði hérlendis og erlendis.
Hann á rætur sínar að rekja til árs-
ins 1857, en þá lögðu konur í baðm-
ullariðnaði í New York niður vinnu
til að krefjast styttri vinnutíma og
sömu launa fyrir sömu vinnu og karl-
ar í sömu störfúm.
Á alþjóðakvennaráðstefnu í Kaup-
mannahöfn árið 1910 lagði þýska
baráttukonan Clara Zetkin það til að
þessi dagur yrði gerður að alþjóðleg-
um baráttudegi kvenna og var það
samþykkt. Þá höfðu konur á Nýja-
Sjálandi haíl kosningarétt síðan 1893,
konur í Finnlandi fengu réttinn 1906
og konur í Austurríki fengu takmark-
aðan kosningarétt árið 1903.1 öðmm
löndum höfðu konur einfaldlega ekki
þennan sjálfsagða rétt, þrátt íyrir sí-
aukna þátttöku í atvinnulífi hins iðn-
vædda heims. Sérstaða Finna var
mikil því ráðstefnuna í Kaupmanna-
höfn sóttu þær þijár konur sem fyrstar
vora kosnar á þing í Finnlandi. Bar-
áttan snerist meðal annars um að
koma í veg fyrir stríð þessi fyrstu ár.
8. mars 1913 lögðu verkakonur í
Rússlandi niður vinnu í trássi við lög-
reglubann og þennan dag árið 1917
hófst afdrifaríkt verkfall verkakvenna
í Pétursborg. Það verkfall dró á eftir
sér skriðu annarra verkfalla og var
ásamt þeim undanfari rússnesku bylt-
ingarinnar.
Friðarsamtök í fangabúöum
Undir lok seinni heimsstyijaldar-
innar héldu konur frá fjölmörgum
löndum leynifund í fangabúðunum í
Ravensbrack í austanverðu Þýska-
landi. Fundurinn var haldinn 8. mars
1945. Konumar strengdu þess heit að
stofna alþjóðleg kvennasamtök sem
hefðu það á stefnuskrá sinni að vinna
að íriði í heiminum og koma í veg
fyrir frekari heimsstrið. Að stríðinu
loknu stofnuðu þær Alþjóðasamband
lýðræðissinnaðra kvenna hinn 1. des-
ember 1945. MFIK eru dóttursamtök
þessara samtaka og vora stofnuð
1951.
Frá stofnun hafa MFÍK haldið bar-
áttufundi í tilefhi af 8. mars og frá
öndverðu hefur það verið helsta verk-
efni samtakanna að beijast gegn vera
bandarísks hers hér á landi.
Framan af voru MFÍK ein um það
að halda upp á 8. mars hér á landi en
nýja kvenffelsishreyfingin, sem fýrst
tók að láta á sér bera á sjöunda ára-
tugnum, gaf þessum degi æ meiri
gaum. 8. mars 1985, i lok kvennaára-
tugar Sameinuðu þjóðanna, stóðu til
dæmis á þriðja tug kvennasamtaka að
dagskrám í tilefni dagsins.
Baráttuefni dagsins hafa verið jafn
margvísleg og dagamir hafa verið
margir; árið 1959 snerist baráttan
gegn framleiðslu og tilraunum með
kjamorkuvopn, 1989 gegn kynferðis-
legu oíbeldi gagnvart konum.
Nú snýst baráttan um að tryggja
velferðarkerfið og atvinnuöryggið og
koma fjöldamargar konur og samtök
þeirra að því.
Baráttudagur sem átti uppruna að
rekja til fárra Evrópuþjóða er nú hald-
inn hátíðlegur í flestum löndum Evr-
ópu, Asíu, Afriku, Norður- og Suður-
Ameríku og í Ástralíu. Barátta
kvenna þennan dag hefur einkennst af
baráttu fyrir kvenréltindum og friði.
Kraföist friöar af sænginni
Uppákomur á baráttudaginn hafa
verið með ýmsu móti. Flest ár hefúr
verið í mörgu að snúast en önnur ár
hefur minna verið um að vera. Þór-
unn Magnúsdóttir, sem er í stjóm
MFÍK, hefur verið virk í þessari bar-
áttu frá upphafi. Hún sagði við Helg-
arblaðið að árið 1959 hefði hún tekið
eftir því, þar sem hún lá á fæðingar-
deild Landspítalans nýbúin að eignast
sitt yngsta bam, að lítið virtist um að
vera. „Eg settist því upp og skrifaði
stutta grein í Þjóðviljann," sagði hún.
I þeirri grein hvatti hún mæður og
verðandi mæður til að hefja upp raust
sína og krefjast griða fyrir bömin.
„Geislavirkt ryk hefur svifið yfir land
okkar og við spyijum með ótta og
kvíða: Hefúr geislun andrúmsloftsins
þegar farið yfir það hámark, sem telja
má óskaðlegt bömum okkar,“ skrifaði
Þórunn af fæðingardeildinni. Baráttan
8. mars 1959 snerist einmitt um þá
kröfu að hætt yrði við tilraunir með
og framleiðslu á kjamorkuvopnum.
Réttum 20 áram síðar vora bömin
einnig í öndvegi því 8. mars það ár
hófst undirskriftasöfnun við kröfúna
um næg og góð dagvistunarheimili
fyrir öll böm. Fimm árum áður hafði
hinsvegar Chile verið í forgranninum
á hinum alþjóðlega baráttudegi
kvenna - s''o stiklað sé á mjög stóra.
Árið þar á eflir var Kvennaárið geng-
ið í garð og 8. mars var hvatt til þess
að gera Heimsþing Kvennaársins,
sem átti að vera um haustið, að há-
punkti ársins. En markmið ráðstefn-
unnar var að auka gagnkvæman
skilning og sameina þá sem vinna að
því að efla jafnrétti, framþróun, ffelsi
þjóðanna og frið. Hápunktur ársins á
Islandi varð hinsvegar Kvennafrídag-
urinn 24. október.
Hvítar stmdur
á sólríksta staó Spánar
- li U O T T F A 1 i A li D A G A R -
30 APRÍL 2« MAI 4 JÚNÍ 11 JÚNÍ
ia JÚNÍ 25 JÚNÍ 2 JÚLÍ 0 JÚLÍ 10 JÚLÍ
9Q «<) JÚLÍ 30 JÚLÍ 0 ÁGÚST 13 ÁGÚST 20 ÁGÚST
27 ÁGÚST 3 SEPT. 10 SEPT. 17 SEPT. 24 SEPT.
v r r
2 VIKUR, 2 IIBUÐ
46.360-
SKATTAR 0G GJÖLD
KR 3.450.- PR MANN
FERÐA5KR1FSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16, sími 62 14 90
Midada vid gengi 8 janúar '92