Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 2
Helgar d— blaðið
Menningarpólitísk glíma
„Mér finnst það standa
okkur næst að sinna
okkar eigin þjóðararfi,"
sagði Sveinn Einarsson,
höfundur leikgerðar og
leikstjóri Bandamanna-
sögu, sem frumsýnd
verður í Norræna húsinu
á morgun, laugardag, kl.
17.
Bandamannasaga er eina
frumsýningin á Norrænu leik-
listardögunum sem hefjast nú
um helgina. Að sögn Sveins
er söguefnið sígilt og fjallar
um kapphlaup um auð og
völd. Bandamannasaga segir
af manni sem auðgast af sjálf-
um sér en þeir sem sitja fyrir
við kjötkatlana reiðast því og
grípa til sinna ráða.
„Þetta er gamansaga sem
liggur mikið f samtölum og
því hentar hún vel fyrir leik-
hús.“
Sveinn sagði að hann not-
aði allar mögulegar aðferðir
nútímaleikhúss til að segja
nútímafólki söguna, m.a. er
tónlist notuð á afar nýstárleg-
an hátt og höfúndur hennar,
Guðni Franzson, er með á
sviðinu. Þá leika brúður gerð-
ar af Helgu Steffensen tölu-
vert hlutverk í sviðssetning-
unni.
„Þessi saga hefur verið mér
hugstæð um langan tíma. Það
má segja að það hafi verið
menningarpólitísk glíma við
eigin þjóðararf að færa hana í
leikgerð. Upphaflega vann ég
söguna fyrir útvarp og þá
rakti sögumaður þráðinn.
Þessi leikgerð er allt öðruvísi
og möguleikar leikhússins
nýttir til hins ýtrasta.“
Sveinn sagði að óvíst væri
um hvort leikritið yrði tekið
upp aftur í haust á Íslandi, en
þegar hefúr hópnum sem að
því stendur verið boðið til
Finnlands i október og einnig
hafa Færeyingar sýnt því
áhuga að fá hópinn til sín.
Leikendur eru Borgar
Garðarsson, Jakob Þór Ein-
arsson, Ragnheiður Elfa Am-
ardóttir, Felix Bergsson og
Stefán Sturla Siguijónsson.
Auk ffumsýningarinnar á
morgun verður Bandamanna-
saga sýnd mánudaginn 8. júní
kl. 17, miðvikudaginn 10.
júní kl. 18, laugardaginn 13.
júní kl. 17 óg sunnudaginn
14. júni kl. 17.
Draumur
sem rætist
hér og nú
Hún situr þreytuleg
en sæl á svip í göml-
um, flottum sófa. Við
erum stödd uppi í
risi gamla hússins að
Amtmannsstig 1 þar
sem áður var Torfan.
Búmannsklukkan
heitir veitingastaður-
inn sem Steimmn
Bergsteinsdóttir rek-
ur nú þarna ásamt
frænku sinni.
Maður hefur sannarlega
ekki á tilfinningunni að
staðurinn sé aðeins nokk-
urra daga gamall. Það er
eins og sérhver hlutur hafi
verið hér frá upphafi, allt
frá rósóttu bollapörunum
upp í fallegu, gömlu klukk-
umar. En engin þeirra
gengur rétt! hugsar Hnýsan
sem er auðvitað of kurteis
til að hafa orð á þessu við
Steinunni og áttar sig ekki
á samhenginu fyrr en eftir
dúk og disk. Samkvæmt
orðabók Menningarsjóðs er
búmanns-klukka nefnilega
„klukka sem er höfð t.d. 1-
2 klst. of fljót til að dags-
birta notist betur við
vinnu.“ Þama hlýtur að
vera komin skýringin á
óvenjulegu nafni staðarins.
En snúum okkur nú að
Steinunni; hvers konar
manneskja er það eiginlega
sem hættir sér út í rekstur
veitingahúss á þessum síð-
ustu og verstu tímum?
Hverra manna ertu?
Eg er borinn og bamfædd-
ur Reykvíkingur. Foreldrar
mínir em Sigríður Krist-
jánsdóttir frá Hellu á Ár-
skógsströnd og Bergsteinn
Jónsson frá Prestbakkakoti
á Síðu. Þau fluttust ung til
Reykjavíkur og hafa búið
hér alla tíð síðan. Mér
finnst ég nú alltaf dálítill
Norðlendingur því ég fór
norður á hverju sumri fram
yfir fermingu og iðulega
austur Iíka. Og ég er alveg
ómöguleg ef ég kemst ekki
norður í ber á haustin. Eg á
eina systur, Sigurbjörgu
Elfu sem er táknmálstúlkur
fyrir heymarlausa.
Heimilishagir:
Ég er gift Sigurði G. Tóm-
assyni, ritstjóra Dægur-
máíaútvarps Rásar 2. Við
höfum verið gift í tuttugu
ár og eigum synina Berg,
sem er fimmtán ára, og
Stein sem er að verða níu.
Við búum í Breiðholtinu
ásamt Galínu frá Búlgaríu,
sem hefur verið hjá okkur
síðan í vetur, að ógleymdri
síamslæðunni Blíðu-Lóu.
Aldur, menntun og fyrri
störf:
Ég er 42 ára og lauk kenn-
araprófi frá KI 1969. Að
því loknu fór ég í Mynd-
lista- og handíðaskólann
og útskrifaðist úr textíl-
deild 1973. Sem unglingur
vann ég m.a. í fiski og á
sumarhótelinu á Laugar-
vatni - þessu gamla, virðu-
lega í héraðsskólanum. Þar
kviknaði mikill áhugi á
matargerð enda var þessi
tími eins og eitt allsherjar
matreiðslunámskeið hjá
snillingnum Áma kokki.
Ég var líka í Grasagarðin-
um í Laugardalnum. Þar
var gott að vera fyrir blóm-
elska manneskju eins og
mig. Að námi loknu
kenndi ég, vann á bama-
geðdeild, tók þátt í stofnun
gallería á borð við Lang-
brók og Sólon Islandus og
vann í mörg ár sem textíl-
hönnuður hjá Hildu hf.
Fyrir þremur ámm opnaði
ég svo kaffihúsið Tíu
dropa við Laugaveginn.
í hvaða stjörnumerki
ertu?
Krabbanum. Þess vegna er
ég svo heimilisleg.
Ertu með einhverja
dellu?
Já, margar. T.d. garðdellu,
gamdcllu og kattadellu -
auk þess sem ég safna arm-
böndum.
Hver vildir þú vera ef þú
værir ekki þú?
Heimsfræg ballerína.
Hvaða bók lastu síðast?
Ástríðuna eftir Jeanette
Winterson í þýðingu Silju
Aðalsteinsdóttur.
Á hvaða plötu/disk hlust-
aðirðu síðast?
Hér er alltaf músik. Hlust-
aðu, þetta er Adagio eftir
Albinoni.
Ertu sú sem þú sýnist?
Það er nú svo misjafnt
hvemig fólk sér mann.
Áttu þér draum?
Ég hef átt mér marga
drauma og mér finnst einn
þeirra vera að rætast hér og
nú.
Hvað skiptir máli?
Að vera heilbrigður og
eiga heilbrigð böm.
Er þér meinilla við eitt-
hvað?
Já, rógburð og illt umtal
um náungann.
Hver er þinn helsti löst-
ur?
Stjómsemin.
En kostur?
Sú sama stjómsemi.
Hefurðu migið í saltan
sjó?
Nei, ekki get ég nú sagt
það þótt auðvitað hafi ég
komið á skip, t.d. Hríseyj-
arferjuna.
Hvernig heldurðu að sé
að búa með þér?
Ábyggilega erfitt en ekki
er nú Bubbi farinn enn!
Ertu matvönd?
Við skulum orða þetta
þannig að ég geti ekki
borðað vondan mat.
Ertu í einhverju félagi?
Já, ég er soroptimisti.
Ertu handlagin?
Já, ég hef erft það úr báð-
um ættum. Mamma er
hreinn snillingur í höndun-
um og pabbi er besti bók-
bindari sem ég þekki.
Hvernig myndirðu verja
stóra vinningnum?
Fyrst myndi ég klára húsið
mitt, sem hefur verið í
byggingu síðustu fimmtán
árin, og auðvitað garðinn
líka. Svo færi ég í heims-
reisu.
Hvernig finnst þér að
fólk eigi helst að vera?
Glaðlynt og góðhjartað.
Ferðastu með strætó?
Nei, ég þoli ekki strætó.
Kanntu brauð að baka?
Já, og ég nýt þess að baka
ekki síður en að elda góðan
mat.
Fer herinn?
Nú veit ég ekki.
Viltu að Austurstræti sé
göngugata?
Já, en þá vil ég jafnframt
að eitthvað sé gert til að
það standi undir slíkri
nafngift. Þama ætti til
dæmis að selja Iistiðnað en
ekki akríldulur og harðfisk.
Það er nóg af slíkum vam-
ingi í Kolaportinu.
Hvað er það sem þú hef-
ur ekki glóru um?
Líklega talsvert margt.
Hvenær varðstu hrædd-
ust um dagana?
Þegar ég var sex ára og
lokaðist inni á klósetti.
Síðan hef ég þjáðst af inni-
lokunarkennd.
Hvað er fegurð?
Sakleysi.
Hvernig viltu verja ell-
inni?
Ég vil búa í miðbæ
Reykjavíkur með fallegt
útsýni yfir Tjömina og/eða
Esjuna - og fullt af bama-
bömum í kringum mig.
Hraftihildur
fékk leik-
skáldaverð-
launin
Hrafnhildur Hagalín Guð-
mundsdóttir hlaut í gær Leik-
skáldaverðlaun Norðurlanda, en
þau voru afhent í fyrsta skipti í
Borgarleikhúsinu í gærkvöld.
Hrafnhildur fékk verðlaunin fyrir
leikrit sitt Ég er meistarinn, en
það er frumraun hennar við leik-
ritun og var sýnt við mjög góðar
undirtektir í Borgarleikhúsinu.
Það er Leiklistarsamband Norð-
urlanda sem veitirverðlaunin, en
þau nema 50 þúsund dönskum
krónum. Alls voru fimm leik-
skáld lilnefhd til verðlaunanna,
eitt ftá hvetju Norðurlandanna.
Ellert og
skýringtn
Forsíðan á nýjasta heíli tímarits-
ins Heimsmyndar virkaði sem
skýring fyrir þá sem lásu laugar-
dagspistil EUerts B. Schram í DV
fyrir nokkuð mörgum mánuðum
um ósögð skilaboð konu hans.
Greinin var hin skemmtilegasta
lesning þar sem ritstjórinn lýsti þvi
hvemig eiginkona hans fengi hann
til að sinna hinum ýmsu heimilis-
verkutn. Ef hann kæmi til dæmis
að ryksugunni einsamalli á stofú-
gólfinu vissi hann að hann ætti að
ryksjúga gólfteppin. Þetta þótti
honum hin ágætasta tilhögun.
Það versnaði hinsvegar i því
þegar hann álpaðist eitt sinn inn í
eldhúsið og lá þá ekki nema tíma-
ritið Bleikt og blátt á eldhúsborð-
inu. Ekki var Ellert alveg viss irni
hvaða skilning hann ætti að leggja
í þessi hugsanlegu skilaboð konu
sinnar.
Skýringin er nú komin fúndin; á
forsíðu Heimsmyndar má sjá Ág-
ústu Jóhannsdóttur með EUert B.
Schram á bijósti, þ.e.a.s. Ellert
yngri. Það þarf því varla að fara í
neinar grafgötur um það hvað kon-
an vildi.
Upptekinn
ÍEmli
Leiklistarskóla íslands var slitið
fyrir nokkru. Mun meira var við-
hafl við skólaslitin en venjulega
því að skólinn var jafnframt að
kveðja Helgu Hjörvar, sem gegnt
hefúr embætti skólastjóra undan-
farin ár. Það vakti hinsvegar at-
hygli að eftirmaður hennar í starf-
inu, Gísli Alffeðsson, var ekki við-
staddur skólaslitin. Þegar farið var
að grennslast fyrir um ástæður þess
kom í ljós að Gísli var upptekinn
við að leika í Emil í Kattholti.
Föstudagurinn 8. mai