Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 7

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 7
Helgar ~J blaðið Skelfing grípur um sig á landsbyggðinni Fólk á landsbyggðinni óttast að heilu byggðarlögin muni þurrk- ast út verði ferið að tillögum Al- þjóða hafrannsóknaráðsins og þorskkvótinn skertur um heil 40%, eða um 100 þúsimd tonn á næsta fiskveiðiári. Ljóst er að þetta áfall getur riðið baggamuninn hjá mörgum sveitarfé- lögum. Velflest sveitarfélög á Vest- fjörðum munu vart rísa undir þessum samdrætti, sem og mörg minni sveit- arfélög á Snæfellsnesi, Norðurlandi og Austfjörðum, sem tekið hafa þátt í enduruppbyggingu sjávarútvegsins heima i héraði. Hins vegar vill fólk ekki trúa því að óreyndu að kvótinn verði skorinn niður mn þessi ósköp og vonast til að stjómvöld muni taka tillit til sjónar- miða landsbyggðarinnar og þá sér- staklega þeirra svæða sem byggja af- komu sína meira eða minna á veiðum og vinnslu á þorski. Það mun þó ekki koma í ljós fýrr en eftir að Haírann- sóknastofhun hefúr birt tillögur sínar um þorskkvótann og aðra kvóta þann 15. júní næstkomandi. Hvað gerir Davíð? Margir minnast nú orða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, þegar hann lýsti því yfir sl. sumar, að hann vildi styrkja byggðakjama víða um land með því að aðstoða fólk við að flytja frá smærri sveitarfélögum. Ótt- ast margur að þessi umræða muni nú affur skjóta upp kollinum einkum þar sem fyrstu viðbrögð ráðamanna og atvinnurekenda hafa verið að þessi tiðindi kalli á aukna hagræðingu. Samkvæmt þvi sem fram kemur í niðurstöðum Alþjóða hafrannsókna- ráðsins bendir allt til þess að hrygn- ingarstofh þorsks hafí minnkað úr því að vera vel yfír miljón tonn milli ár- anna 1955 og 1960 í rúmlega 200 þúsund tonn í ár. Þessu til viðbótar hafa allir árgangamir frá 1985 verið undir meðallagi og árgangurinn frá 1986 er sá Iélegasti síðustu 37 ár. Fari svo að spár þeirra svartsýnustu gangi eftir og stjómvöld skeri þorsk- kvótann niður um 100 þúsund tonn og leyfilegur þorskafli næsta físk- veiðiárs, ffá 1. september 1992 til 31. ágúst 1993, verði aðeins 150 þúsund tonn sem samsvarar 175 þúsund tonna afla, i stað 265 þúsund tonna í ár, er nokkuð ljóst, að öllu óbreyttu, að gífúrlegur fólksflótti verður frá sjávarútvegsplássunum með hrikaleg- um afleiðingum fyrir land og þjóð. Utflutningstekjur mimu þá minnka um 12 - 15 miljarða króna, atvinnu- leysi mun aukast og verða um 7%, tekjur sveitarfélaga munu minnka, svo ekki sé talað um erfíðleika þeirra sveitarfélaga sem hafa fjárfest í sjáv- arútvegi til að efla atvinnulífið, auk þess sem margföldunaráhrif sam- dráttarins munu birtast í einni eða annarri mynd á öllum sviðum þjóðfé- lagsins. Þessar staðreyndir em eilítið kald- hæðnislegar í ljósi þess að ástand fiskistofhanna hefúr algerlega verið á ábyrgð okkar sjálfra eftir að fúllnað- arsigur vannst í landhelgisstríðunum með útfærslunni í 200 mílur árið 1975. Stefán Garðarsson bæjarstjóri í Olafsvík segir að ef farið verði að til- lögum Alþjóða hafrannsóknaráðsins verði það rosalegur skellur fyrir bæj- arfélagið og raimar allt Snæfellsnesið og landið. „Við getum ekki hugsað þá hugsun til enda hvaða áhrif það mundi hafa“. Olafsvík er eitt þeirra sjávarútvegsplássa sem fjárfest hafa í sjávarútvegi til að efla atvinnulífið i bænum og því er viðbúið að áfallið verði afar þungt fyrir bæjarsjóð og raunar svo að hann rísi ekki undir þvi. Tortryggni Karitas Pálsdóttir varaformaður fiskvinnsludeildar VMSÍ og bæjar- fulltrúi á Isafirði segir að þjóðin öll verði að taka á sig þennan skell, ef af verður, og vinna sig sameiginlega út úr aðsteðjandi vanda. „Ef ekki er ekki um annað að ræða en að pakka sam- an“. Hinu er þó ekki að leyna að innan raða hagsmunaaðila í sjávarútvegi eru þeir til sem ekki eru tilbúnir að kok- gleypa þessar upplýsingar um ástand þorskstofhsms og hafa bent á ýmis- legt máli sínu til stuðnings. Til að mynda hefúr Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins bent á að lélegir árangar hafa gefið meira af sér en tilefni gaf í upphafi og eins hafi verið þokkalegri þorskafli á grunnslóð heldur en á hefðbundnum togaraslóðum. Þar að auki hefúr hann gagnrýnt togararallý- ið með þeim rökum að togað sé sam- kvæmt gömlu veiðimunstri og því gefi það ekki rétta mynd. Á móti hafa talsmenn Hafrannsóknastofhunnar bent á aflaskýrslur skipstjómamanna sem sýna að þorskafli fari minnkandi samfara lélegum þorskárgöngum. Þessu til viðbótar hafa þeir átalið stjómmálamenn fyrir að hafa látið undan þrýstingi hagsmunaaðila á undanfömum árum þannig að veiði- heimildir hafa verið mun rýmri en það sem Hafrannsóknastoftiun hefúr talið ráðlegt með þeim afleiðingum sem nú em að koma ffam. Náttúruhamfarir Þótt samdrátturinn í þorskveiðum muni hafa áhrif á allt þjóðfélagið mun hann bitna harðast á þeim sjávarplássum sem em á svokölluðu norðursvæði. Þau hafa það sammerkt að hafa að engu öðm að hverfa verði þorskkvótinn skorinn niður við trog og niðurskurðurinn verði í hlutfalli við kvóta hvers og eins. Það er því ekki að undra þótt Vestfirðingar leggi það til að sérstakt tillit verði tekið til sérstöðu þeirra við úthlutun þorsk- kvóta á næsta fiskveiðiári. Það getur þó verið sýnu erfiðara i verki en orði því enginn telur sig vera of vel hald- inn í núverandi kerfi. í þessu sam- bandi er vert að hafa það í huga að þorskkvótinn hefúr verið skorin niður um heil 40% á undanfömum árum og hvorki meira né minna en tæp 20% í fyrra. Þótt Austfirðingar standi kannski I þeirri erfi&u stö&u sem vib blasir er þa& mat margra ai verulega megi sló ó sársauka atvinnuleysis til sjós og lands meJ eflingu smá- bátaútger&ar og minni skipa. Sérstaklega þegar þa& er haft í huga a& smábátaútger& skapar meira en þrefalt fleiri störf en togaraút- ger&. sýnu betur að vígi en Norðlendingar og Vestfirðingar með sína loðnu, síld og humar segist Finnbogi Jónsson ffamkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar vera orðlaus yfir þessum tillögum Al- þjóða hafrannsóknaráðsins: „Eg trúi þessu ekki ennþá. Fyrir okkur mundi 40% samdráttur þýða kvótaskerðingu uppá 2.200 tonn sem yrði alveg hrikalegt áfall“. I Bolungarvík hafa menn róið lí- ffóður til að halda sjávarútvegfyrir- tækjum Einars Guðfinnsonar hf. gangandi og viðbúið að fyrirtækið og bærinn muni ekki geta staðið þetta áfall af sér. „Þetta em skelfilegar fféttir og þær verstu sem ég hef heyrt“, segir Ólafúr Kristjánsson bæj- arstjóri. Hann segist fastlega búast við að stjóm Fjórðungssambands Vestfirðinga muni standa fyrir sam- eiginlegum fundi allra hlutaðeigandi aðila í fjórðungnum til að ræða hvemig eigi að brcgðast við þessum ótíðindum. „Við Islendingar verðum að hætta að beijast innbyrðis og taka sameiginlega á þessum vanda ef ekki á illa að fara með tilheyrandi byggða- röskun og atvinnuleysi". Norður á Siglufirði hefúr á síðustu misserum gætt meiri bjartsýni en oft áður í atvinnumálum og í sumar em fyrirhugaðar meiri ffamkvæmdir af hálfú bæjarins en verið hefúr í langan tíma. Hafþór Rósmundsson formaður verkalýðsfélagsins Vöku og fýrrver- andi framkvæmdastjóri Sjómanna- sambands íslands segir að fólk þar nyrðra sé skelfingu lostið yfir þessum tíðindum um fýrirhugaðan samdrátt í þorskveiðum á næsta fiskveiðiári. Hins vegar hafi aflabrögðin verið með þeim hætti að ýmsa Siglfirðinga var farið að renna í grun að eitthvað hlyti að vera að. „Ef ástand þorsk- stofhsins er með þeim hætti sem lýst hefúr verið og afleiðingamar verða eftir því þá flokkast þetta ekki undir neitt annað en náttúnihamfarir. í því ljósi er það mín persónulega skoðun að þennan vanda verði menn að leysa sameiginlega og hætta öllu karpi og þrasi á meðan“. -grh Meiri niðurskurður - aukin þjónustugjöld Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra telur að bregðast verði við hugsanlegum 40 pró- sent niðurskurði á aflaheimild- um með því að spara í rílds- geiranum þannig að dregið verði iir þjónustu eða þeir látnir borga fyrir opinbera þjónustu sem hafa efiii á þvi. Það er velferðarkerfið sem er undir hnífhum einsog allt síð- astiiðið ár. Friðrik benti á í viðtali við Helg- arblaðið að vandinn nú væri töluvert öðmvísi en fýrir ári síðan. Ef fari á versta veg þýði þetta fjögurra mil- jarða króna tap fýrir ríkissjóð. En hann sagði að nú væri vandi fýrir- tækjanna alvarlegri og að það gæti komið slíkur afturkippur í atvinnu- lífið að það tæki mörg ár fýrir þjóð- félagið að vinna sig út úr því ástandi. „Ríkisfjármálin em aðeins hluti vandans og nú er nauðsynlegt að draga úr hvorttveggja opinberri neyslu og einkaneyslu, ef það er ekki gert fer viðskiptahallinn upp í 25 miljarða króna á ári“, sagði Frið- rik. Hann sagði að leita yrði arð- bærra atvinnutækifæra og útilokaði ekki erlenda lántöku ef tryggt væri að fjárfestingin væri arðbær. Friðrik sagði að það væri að minnsta kosti ljóst að ekki væri að vænta aukning- ar tekna hjá ríkissjóði á næsta ári og að menn yrðu að spara sem kostur væri. Með því til dæmis að draga úr þjónustu eða þá nteð því að láta þá sem hafa efni á borga fýrir opinbera þjónustu, til dæmis í heilbrigðiskerf- inu. Komi til þess að þorskkvótinn verði skorinn um 40 prósent (og þó það verði eitthvað minna) þá hefur það áhrif á allt þjóðfélagið. Margir óttast að fiskveiðivandinn nú verði vatn á myllu ftjálshyggjuaflanna að baki ríkisstjóminni og gerðar verði miklar kröfúr um niðurskurð, þjón- ustugjöld og einkavæðingu, einsog orð fjármálaráðherra benda reyndar til. Össur Skarphéðinsson er varafor- maður sjávarútvegsnefhdar Alþingis og hefúr barist gegn niðurskurði til velferðarmála. Hann sagði að vissu- lega byggist hann við því að þeir sem vildu ganga harðar að velferð- arkerftnu myndu nota vandann sem rök í sínum málflutningi. Hann sagði að meðan það væri sjálfsagt að eyða peningum ríkisins skynsam- lega þá væri líka nauðsynlegt að halda bölsýninni frá. Hann benti á margvíslega möguleika í stöðunni, til dæmis úthafskarfa sem Sovét- menn veiddu áður 100 þúsund tonn af en gætu ekki lengur. Við veidd- um aðeins níu þúsund tonn á síðasta ári. Hann benti á að beina mætti of- fjárfestingu í frystitogurum á þessi mið sem og á djúpkarfaveiðar. Hann benti einnig á að Frakkar væm að veiða mikið af blálöngu 40 mílum fýrir utan 200 mílumar og selja fýrir mikið fé. „Yfírvöld þurfa að kortleggja þessa hluti í stað þess að leggjast í víl í fjölmiðlum," sagði Össur. Kjarasamningar brostnir Þegar em atvinnurekendur og fleiri famir að tala um niðurfærslu- leiðina og krefjast launalækkunar og Davíð Oddsson forsætisráðherra tel- ur að forsendur nýgerðra kjarasamn- inga séu brostnar. Formaður Verka- mannasambandsins vill hinsvegar að verkalýðshreyfmgin hafi afl til að takast á við vandann og hafa áhrif. Þar hlýtur hann að vera að óska eftir samtakamætti alls vinnandi fólks. Stjómmálamenn em þó í biðstöðu þar til 15. júní að Hafrannsókna- stofnun kemur sínar tillögur um þorskveiðar á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Ríkisstjómin eða sjávarútvegsráðherra hefúr síðan tíma frarn að 15. ágúst að taka end- anlega ákvörðun um leyfilegt magn. Friðrik Sophusson sagði að næsta skref í fjárlagagerðinni yrði að hvert ráðuneyti fýrir sig kæmi með tillög- ur um niðurskurð. Það er þó einsog stjómmálamenn haft látið taka sig í bólinu í þessu máli. Margir hafa orðið til þess að benda á að niðurstöður Alþjóða haf- rannsóknaráðsins hefðu ekki átt að koma mönnum svo á óvart. Enda em þær niðurstöður fengnar eftir upplýsingum Hafrannsóknastofhun- ar. Þær tölur ættu að vera ríkis- stjóminni mjög aðgengilegar. Sam- skipti Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra em ekki upp á hið besta og kemur kannski engum á óvart En ágreiningurinn um hvað eigi eða megi gera við hlutabréf Fiskveiðasjóðs sýnir að þeir i for- sætisráðuneytinu sem aðhyllst frjáls- hyggjuna gera ekki mikið af því að leita álits eða ráða í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Steingrímur J. Sigfússon á sæti í sjávarútvegsnefhd Alþingis og hann óttaðist líkt og Össur að menn litu einungis á þá hlið er sneri að niður- skurði á velferðinni. „Það þarf að hugsa málið til enda og sjá hvemig má dreifa áfallinu yfir allt sviðið og gera það þannig viðráðanlegra," sagði hann. Þá sagði hann þá spum- ingu verða sífellt áleitnari hvort við hefðum efni á því að láta Evrópu- bandalagið fá þijú þúsund tonna kvótaaf karfa. Það er ljóst að sterk öfl innan Al- þýðuflokksins munu ekki sætta sig auknar skerðingar á velferðarkerf- inu. Hugmyndir Friðriks stangast til dæmis algerlega á við niðurstöðu nefndar Alþýðuflokksins um vel- ferðar- og ríkisfjármál sem á að skila áliti á flokksþinginu. Nefndin hafhar þvi að nota þjónustu- og not- endagjöld sem aðalfjármögnunarleið fýrir rikissjóð. Það er því ljóst að vandinn vegna síminnkandi þorsk- afla mun skerpa andstæður félags- hyggju og frjálshyggju í þjóðfélag- inu. -gpm Föstudagurinn 5. júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.