Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 8

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 8
Helgar 8 blaðið Stofnbrautin, sem mun bera umfer&ina frá Sætúninu og áfram vestur eftir, kemur til meb aá liggja eftir hafnarbakkanum hér norban vib Tollhúsib, Hafnarhúsib og yfir á Mýrargötu. Veriá er a& fjarlægja bryggjupollana „af götunni". Einnig eru hafnar framkvæmdir viS ab færa hafnarbakkann út um allt ab niutiu metra til aft skapa at- hafnasvæ&i og viölegukant fyrir skemmtifer&askip. Mynd: Kristinn. Gamla höfnin í Reykjavík hefur lengst af sett svip á lífið í bænum enda nánast hluti af miðbænum. En nú hafa allir almennir vöruflutningar flust yfír í Sundahöfn og hlutverk gömlu hafharinnar mun breytast. Yms- ir telja að endurskipulag hafnarsvæðisins og tengsl þess við Kvosina sé eina leiðin til að glæða miðbæ Reykjavíkur lífi á ný. Vonin felst í lifandi fiskihöfin, athafinasvæði smábáta, skemmtiferðaskipa, lista, versl- unar og ýmissar þjónustu. Forsendan er að höfnin sé jafnframt hluti miðbæjarins. Því sæta áætlanir um lagningu Geirsgötu á hafinarbakkann norðan við Hafinarhús og Tollhús, harðri gagmýni. Óttast er að svo stór umferðaræð skeri á tengsl hafnar og miðbæjar og dragi úr aðdráttarafli svæðisins. Samkvæmt samþykktu aðal- skipulagi á Geirsgatan að verða ein af stofnbrautum borgarinnar og þar með megin umferðaræð. Henni er ætlað að létta á umferð í Tryggva- götu með því að taka við af Sætún- inu. Geirsgatan tengir því Sætún og Mýrargötu sem verður stofnbrautin áfram vestur á Eiðisgranda. Hugmyndir og framkvæmdir Margvíslegar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í tengslum við skipu- lag Kvosar og hafnar. í höfninni er byijað að undirbúa útfærslu Mið- bakka, norðan við Hafnarhús, um allt að níutíu metra. Þar með er rýmt til fyrir Geirsgötunni og jafn- ftamt sköpuð aðstaða fyrir skemmtiferðaskip inni í gömlu höfninni. Hafharhúsið á að verða miðstöð fyrir ýmsa miðbæjarstarf- semi, svo sem verslanir, veitinga- hús og listagallerí. Hugmyndir eru um að byggja glerþak yfir garð Hafnarhússins og yfirbyggða göngubrú út ffá þriðju hæð þess, yfir Geirsgötuna og niður á Mið- bakka. Ný strætisvagna- og þjónustu- miðstöð á að rísa austan við Toll- húsið, þar sem nú er smurstöð og bensínstöð. Þessi umferðarmiðstöð yrði þannig staðsett á mótum þriggja stofnbrauta, Geirsgötu í vestur, Sæbrautar í austur og Lækj- argötu og Sóleyjargötu í suður. Ennfremur er gert ráð fyrir nýju bílageymsluhúsi vestan við Hafnar- hús, þar sem bílastæði Akraborgar voru áður. Líf í höfn og bæ Starfsemin á hafnarsvæðinu er aðdráttarafl gömlu hafharinnar. Því skiptir miklu hvað þar fer fram. Auk þess sem vesturhöfhin mun áffarn verða útgerðarhöfh hafa komið upp hugmyndir um markað, veitingahús eða jafnvel söfn í aust- urhöfhinni. Þegar er komin þar að- staða fyrir smábáta. Faxamarkaður mun að öllum líkindum starfa áfram og settar hafa verið fram hugmyndir um smásölumarkað í tengslum við hann. En sú hugmynd sem hvað mestr- ar hylli nýtur er aðstaðan fyrir skemmtiferðaskipin í gömlu höfn- inni. Þegar eru hafnar ffamkvæmdir við að stækka Miðbakka. Jóhannes Ingólfsson hjá Hafnarstjóm sagði að með þessari bættu aðstöðu myndu um sjötíu prósent þeirra skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, geta lagst að inni í gömlu höfhinni, í stað þess að nota Sunda- höfh. Þær þúsundir ferðamanna sem koma með skipunum eiga því að geta gengið beint ffá borði og inn í miðbæinn. Göngubrúin yfir Geirsgötuna og inn í Hafharhúsið á að tengja Mið- bakkann við Kvosina. Frá markaðs- °g þjónustuhúsinu á að verða greið leið yfir á Grófartorg og fyrirhugað Borgartorg, þar sem nú er Stein- dórsplanið. Borgartorgið gæti orðið bæði skjólsælt og sólríkt torg, auk þess sem það er umkringt gömlum og sögufrægum húsum. í tengslum við komur skemmti- ferðaskipanna er gert ráð fyrir ým- iss konar þjónustu. Til dæmis verð- ur að koma upp aðstöðu fyrir fólks- flutningabíla og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Ennffemur eru uppi hugmyndir um að boðið verði upp á útsýnisferðir um sundin og að Viðeyjarfeija sigli ffá gömlu höfh- inni í miðbænum. Jóhannes Ing- ólfsson sagði hugsanlegt að gamli dráttarbáturinn Magni yrði hluti af uppfyllingunni á Miðbakka og lát- inn hýsa upplýsingamiðstöð. „Magni er fyrsta stálskip sem smíð- að er á Islandi og vemdaður sem merkur hluti af siglinga- og iðn- sögu landsins,“ sagði Jóhannes. Umdeild hra&braut yfir höfnina Þrátt fyrir það yfirlýsta markmið að efla tengsl hafiiar og miðbæjar óttast margir að lagning stofnbraut- ar milli hafnarbakkans og miðbæj- arins verði til þess að skera þama á milli. Umferðaræð á borð við þá Geirsgötu, sem nú á að hefja ffam- kvæmdir við, mun eyðileggja að- dráttarafl hafharsvæðisins að mati þessa fólks. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og fulltrúi minnihlutans í skipulags- nefhd Reykjavíkur, hefúr mótmælt lagningu Geirsgötunnar á þessum stað. Hún sagði hafharsvæðið eina útvíkkunarmöguleika miðbæjarins og því lífsspursmál að skera það ekki ffá. Guðrún benti á að víða er- lendis hefðu menn glímt við hlið- stæð vandamál með góðum árangri. Hún nefhdi Osló sem dæmi þar sem tekist hefur að varðveita tengsl hafnar og miðbæjar og skapa fjöl- breytilegt mannlff og starfsemi á hafharsvæðinu. Ef sú yrði raunin að Geirsgatan skæri á tengsl miðbæjar við höfhina er nær öll norðurströnd Reykjavík- ur vörðuð umferðaræðum. Aðgang- ur að sjávarströnd yrði aðeins á Laugamesi að sögn Guðrúnar. Hún nefhdi í þessi sambandi tillögur að stofnbraut um Hlíðarfót, á strönd Fossvogs neðan við kirkjugarðinn. Föstudagurinn 5. júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.