Helgarblaðið - 05.06.1992, Side 13
Helgar 13 blaðið_
Uppslitið
blóm vex
ekki aftur
í sumar
Helga K. Einarsdóttir, forma&ur Landvaróafélags íslands, hefur ókve&nar sko&anir ó nóttúruvernd ó
Islandi. Mynd: Kristinn.
Hún hefúr ákveðnar skoðan-
ir á náttúrvemd og ferðaþjón-
ustu. Hún vill takmarka
rútuferðir og auka gönguferð-
ir inn á hálendi landsins, á
friðlýstum svæðum sem em í
hættu vegna ágangs ferða-
manna.
Það má margt gera áður en grípa
verður til þess ráðs að loka svæðum.
Hún gagnrýnir Ferðafélag íslands
fyrir að veija ekki öllum ágóða af til
dæmis Landamannalaugum í svæðið
sjálft og hún gagnrýnir niðurskurð á
íjárframlögiun til náttúruvemdar.
Hún heitir Helga Kristin Einarsdóttir
og hefúr verið formaður Landa-
varðafélagsins í fjögur ár.
„Landvörður er starfsmaður Nátt-
úruvemdarráðs, stundum ferðafé-
laga eða sveitarstjóma, og vinnur
við gæslu á friðlýstum svæðum og í
þjóðgörðum landsins. Þetta er skil-
greiningin,“ sagði Helga. Landvörð-
ur vinnur yfirleitt eingöngu á sumrin
en félagið hefúr barist fyrir því að fá
heilsárslandverði á þeim stöðum þar
sem ekki er þjóðgarðsvörður. Þjóð-
garðsverðir em eingöngu á Þlng-
völlum og í Skaftafelli.
Landverðir em á býsna mörgum
stöðum, bæði í þjóðgörðunum í
Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum,
þar sem Helga hefúr unnið sem
landvörður. Landverðir hafa verið í
friðlandi að fjallabaki en núna em
bara landverðir við skálavörslu í
Landmannalaugum og það telur
Helga að sé mikil afturfor. Farið var
fram á að landvörðum yrði fjölgað í
ár en þess í stað þess var þeim fækk-
að. Þá em landverðir í friðlandi
Herðubreiðarlinda og Öskju, en þar
em starfandi 5-6 landverðir i sam-
vinnu Ferðafélags Akureyrar og
Náttúruvemdarráðs. Einnig em
landverðir í Mývatnssveit og á
Hveravöllum.
Sjá um vemd og gæslu
,d.andvcrðir eiga annarsvegar að
sjá um vemd þess lands sem þeir em
settir yfir og gæslu gegn skemmd-
um, lögbrotum og þess háttar. Hins-
vegar eiga þeir að sjá um móttöku
ferðamanna og ffæðslu til þeirra.
Við höfúm litið mjög stórt á
ffæðsluhlutverkið. Við höfúm litið
svo á að ffæðsla væri undirrót hug-
arfarsbreytingar. Þó að stöku sinn-
um þurfi að banna eitt og annað er
miklu betra að menn segi sér sjálfir
að svona nokkuð eigi ekki að gera
eða að svona eigi að gera,“ sagði
Helga.
Hún benti á að yfirleitt væri fólk
velviljað en að það áttaði sig ekki
alltaf á hlutunum. Til dæmis að
blóm sem er slitið upp í sumar vex
ekki aftur upp fyrr en að ári ef það
gerir það þá sem er ekki víst.
„Það kom fyrir í Asbyrgi fýrir
tveimur ámm að þangað kom stór
hópur með börit. Ég hugsa að eftir
hálfan dag hafi varla nokkurt blá-
gresisblóm staðið eftir. Allir fóm að
tína blóm án þess að hugsa út i það.
En þegar þeim var bent á þetta
skildu þau þetta mjög vel,“ sagði
Helga.
Um 40 landverðir vom að störfúm
síðastliðið sumar en í félaginu em
milli 80 og 90 manns. Hlutverk fé-
lagsins er tviþætt, annarsvegar er
það hagsmunatæki félagsmannanna
í launabaráttunni og öllu því og
hinsvegar er félagið einnig sjálfl
náttúmvemdarfélag.
Það má segja að deila landvarða
um hlutverk sitt við yfirmenn sína í
Náttúruvemdarráði síðastliðið haust
í sambandi við línulögn vegna
Fljótsdalsvirkjunar hafi komið land-
vörðum á hugarkort landsmanna. I
mótmælum sínum við ffamkvæmdir
á ffiðuðum svæðum sýndu land-
verðir sjálfstæði í starfi þar sem lögð
var áhersla á vemdun landsins á
kostnað ákvarðana yfirboðaranna.
Helga sagði að það mál allt hefði
hreinsað andrúmsloffið milli land-
varða og Náttúruvemdarráðs og að
nú væri sambandið mjög gott.
En starfið er mikið og krefjandi
og Helga bendir á að ríkið geri út á
brennandi náttúruvemdaráhuga
landvarða. Þeir fá til dæmis ekki
greidda meiri yfirvinnu á dag en
sem nemur tveimur tímum þrátt fyr-
ir að marga daga og jafhvel flesta
daga séu unnir 6-8 tímar i yfirvinnu.
Krefjandi en fjölbreytt
„Þetta er náttúrlega mjög
skemmtilegt starf en erfitt," sagði
Helga og benti á hina miklu yfir-
vinnu. „Það sem bjargar málunum er
hversu fjölbreytt það er. Maður er
ekki að gera sömu hlutina allan dag-
inn,“ sagði Helga.
Um niðurskurðinn á ffamlögum
til Náttúmvemdarráðs segir hún að
það sé nánast svívirðing og þrátt fyr-
ir að vel hafi verið tekið í það að
fjölga landvörðum og allir hafi við-
urkennt nauðsyn þess, þá sé einsog
Ijármálaráherra sé Guð almáttugur
og niðurstaðan hafi orðið sú versta
hugsanlega - að landvörðum var
fækkað.
„Niðurskurðurinn þýðir aukið
vinnuálag á þá sem eftir em auk
þess sem Náttúmvemdarráð hefúr
þurft að sleppa nýffamkvæmdum og
viðhaldi ýmisskonar. Þetta þýðir erf-
iðari aðstöðu en það sem við horfúm
mest í er að þetla er afturfor á sviði
náttúruvemdar. Við höfúm lagt til
grundvallar starfinu undanfarin ár þá
sannfæringu okkar að umhverfis-
vemd sé undirstaða lífsms á jörð-
inni. Við höfum líka lagt til grunda-
vallar þá hugmynd að það séu nauð-
synleg mannréttindi að eiga aðgang
að óspilltri náttúm," sagði Helga.
Hún vill fleiri Heiðmerkur, það er að
segja óspillta, opna náttúm í ná-
grenni þéttbýlisstaða.
Helga vill einnig ganga útffá því
að reglan sé að svæði eigi að vera
óspillt. En síðan eigi að taka ffá
svæði sem þurfi nauðsynlega að
nota, til dæmis til virkjanaffam-
kvæmda eða til uppbyggingar ferða-
þjónustu.
Það er alveg klárt að ásókn ferða-
manna í suma staði er of mikil og
landið í hættu. „En það er líka vegna
skorts á skipulagi,“ segir Helga. Hún
vill til dæmis ekki leyfa rútuferðir
inn í Landmannalaugar þannig að
allir sem þangað fari gisti á staðn-
um. Hún bendir á að hugsanlega
mætti koma upp gistiaðstöðu í
mynni Þjórsárdals og fara þaðan í
dagsferðir inní Landmannalaugar.
Gisting á staðnum ætti að einskorð-
ast við Með þessu móti myndi
ágangur minnka mikið, en staðurinn
liggur undir skemmdum vegna
fjölda ferðamanna. Þar vom tæpar
20.000 gistinætur síðastliðið sumar.
Þetta telur Helga að væri ákjósanlegt
fyrirkomulag og mætti taka upp
víða. Það er að segja að hafa gistiað-
stöðu fjarri viðkvæmustu stöðunum
en nógu nálægt til þess að dagsferðir
henti vel.
Hún gagnrýnir einnig Ferðafélag
íslands sem hún hefúr verið félagi í
um 30 ára skeið. Hún telur að gisti-
gjöldin sem félagið fær á staðnum
fari ekki öll til baka til svæðisins þar
eð FÍ hafi ekki lagt út í mikinn
kostnað þar. En hún vill að hagnað-
ur af hveijum stað fyrir sig fari ein-
göngu í uppbyggingu á þeim stað.
Þannig myndu vinsælustu staðimir,
þar sem mestur ágangur er, fá mest
fé.
Hún sagði að fyrr en síðar kæmi
að því að stýra þyrfti ferðamönnun-
um inn á hálendið og jafhvel að
takamarka fjölda þeirra. Þá sagði
hún að í Evrópuumræðunni yrðu
menn líka að ræða þann hugsanlcga
möguleika að ísland yrði eini óspillti
staðurinn í Evrópu. Spumingin er
hvort við ráðum við það.
Vaxtarbroddur
Helga telur að það sé vaxtar-
broddur í íslenskri ferðaþjónustu
þrátt fyrir allan þennan ágang. En
hún vill að menn hugsi í smáum ein-
ingum og varar við stórgróðahugsun
einsog í sambandi við ferðaþjónustu
bænda. „Island er lítið land og það
þarf að byggja upp hér margar smá-
ar einingar og fáar stórar,“ sagði
Helga.
Þá sagði hún að það þyrfti að
byggja upp minjagripaframleiðslu
sem byggði á handverki en ekki
fjöldaframleiðslu. Leggja þyrfli góð-
ar gönguleiðir víða og koma upp
kamaraðstöðu og sorphirðu á leiðun-
um. Hinsvegar þyrftu menn að
spyija sig hvort þörf væri á göngu-
leið í hvert skipti. Því merkt leið er í
sjálfú sér skemmd á óspilltri náttúm.
Það er margt að varast. í ferðaþjón-
ustunni þarf að stíla meira upp á vet-
urinn heldur en gert er og það þarf
að huga betur að nýjum landsvæð-
um, sagði Helga.
„Það er margt sem þarf að gera en
til þess þarf peninga og vilja,“ segir
Helga sem vill þó varðandi allar
breytingar ástunda mátulega íhalds-
semi.
G. Pétur Matthíasson
Njótið
G
E
I
S
L
A
S
P
I
L
A
R
I
lífsins í sumarfríinu
Aksturinn getur verið langur og vandasamur
en hann er skemmtilegur meS Pioneer
n Dcm 1 LJ LJ.
DEH 690 geislaspilari og útvarp meS: þjófavörn, 2 x 30W
magnara, 24 st. minni, sjólfleitara og margt fleira
Þú átt skiliö það besta
Verð 39.780 stgr.
44.200 afb.
VERSLUNIN
1
HVERFISCÖTU 103 : SIMI25999
Umbo&smenn um allt land
u
T
V
A
R
P
S
T
Æ
K
I
Föstudagurinn 5. júní