Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 16

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 16
Helgar 16 blaðið Ekki er allt sem sýnist Maður er sisona að lesa fréttir héðan og þaðan og allt í einu kemur það upp í hugann að þær eigi sér samnefhara. Samnefnarinn er þessi: Ekki er allt sem sýnist. Svo hefur löngum verið en kannski aldrei sem nú á dögum upplýs- ingaþjóðfélagsins, þegar upplýsingin drekkir öllum skÚningi með ofgnótt sinni og ótímabærri ftjósemi. Hlutleysi Svía Við vorum til dæmis vön að gera ráð fyrir þvi að hlutleysi Sví- þjóðar, mitt á milli hemaðar- blakka, væri meiriháttar pólitísk staðreynd í heiminum. Nú þegar kalda stríðið er búið kemur smáfrétt um að það hafi alltaf verið „opinbert leyndarmál“ að hvað sem liði opinberu hlut- leysi Svíþjóðar þá hafi sænski herinn í raun haft náið samstarf við Nató. Þetta kemur nátúrlega ekki með öllu á óvart: Sviar hölluðust að Vesturveldum í megindráttum, en það var gott fyrir bæði Finna og fleiri að þeir amk. sýndust hlut- lausir. Allt er það skiljanlegt. En hugsið ykkur allar þær formæl- ingar sem yfir Svía hafa dunið, bæði hér og hjá Amrikönum, fyrir hlutleysið. Sem hver góður og gegn Heimdellingur lét sér verða tilefni til að fimbulfamba um sviksemi vinstrikrata við lýðræðið og frelsið og vísan laumuveg inn í Gúlagið sjálft. Saddam og Bush Annað dæmi: svo hefúr sýnst sem Bush Bandaríkjaforseti ætti sér ekki rammari óvin en Saddam Hussein íraksforseta. Hann líkti þeim þijóti við Hitler eftir innrás- ina í Kúveit og sendi á hann óvíg- an her. Nú er það rétt að Bush og hans menn töldu nauðsynlegt að reka Saddam Hussein burt úr Kúveit. Ekki vegna þess að þeir hefðu áhyggjur af frelsi og mannréttind- um í því forríka kotríki (en enn bólar ekkert á þeim gæðum í því landi). Ekki vegna þess að þeir hefðu áhyggjur af þjóðarmorði á Kúrdum í Irak. Heldur blátt áfram vegna þess að Bandaríkin vilja ekki að eitt ríki (Irak) komist yfir of mikið af olíulindum heims. Og nú vita menn að Flóabar- daginn kom til vegna gífurlegra pólitískra heimskupara Georges Bush. Hann ákvað, eftir að ófriði lauk milli írans og íraks, að fela „tryggingu öryggis á svæðinu" á hendur Saddam Hussein. Banda- rísk blöð eru um þessar mundir fúll með upplýsingar um það, hvemig opinberir sjóðir og lán- tökuheimildir voru notuð með vafasömum hætti, þingið blekkt og breitt yfir ljósfælin viðskipti - allt til þess að styrkja stjóm Iraks. Beina þangað miljörðum dollara sem m.a. vom notaðir til að efla írakska herinn. Bush tók svo sannarlega þátt í að skapa þann Hitler sem hann þóttist vilja tortíma. Og einnig það tal var bara til að sýnast. Þeg- ar búið var að reka Iraksher burt ffá Kúveit, kom í ljós að Banda- ríkjastjóm kaus heldur að láta þennan „Hitler Austurlanda nær“ sitja áfram, en að ríki hans splundraðist í uppreisn Shíta og Kúrda, sem Vesturveldin höfðu gefið sviksamleg fyrirheit um stuðning. Bergmann CIA og Stasi Okkur sýndist líka að varla væm til eðlilegri andstæður og fjandmenn en bandariska leyni- þjónustan CIA og Stasi, leynilög- regla Austur-Þýskalands sem var. En hér er ekki heldur allt sem sýnist. Vitanlega var t.d. fúllt af stað- bundnum átökum og hreyfingum sem áttu sér ýmist vemdara í CIA eða Stasi. Leyniþjónustumar þjálfúðu og vopnuðu liðsmenn andófshreyfinga hér og þar í heiminum eða þá að þær studdu við bakið á lögregluvaldinu á hveijum stað. Svo átti víst að heita að skjólstæðingar Stasi væm að berjast fyrir Byltingunni en skjólstæðingar CIA fyrir Frelsinu, en einnig það er einatt missýning. Hér virkar það lögmál fyrst og ffemst að óvinur míns óvinar er minn vinur - málstaðurinn sem fær laumulega vopn getur svo verið svívirðulegur eða virðulegur ogallt þarámilli. En svo er annað: leyniþjónus- tumar stóðu brátt áffam í ljós- fælnu vopnabraski og samkmlli við þá sem aldrei spyija til hvers eigi að nota vopn heldur um það hve mikið má á þeim græða. Og sem kaupmenn dauðans áttu þær samskipti sem nú em að koma upp á yfirborðið eins og annað. Það fylgdi með sögunni á dögun- um að Islendingur var i einhveiju dularfullu milliliðshlutverki í þeim viðskiptum. Og nú gæti virst sem allir ættu að hneykslast á þessum íslendingi og samböndum hans í Austur- Berlín. En viti menn: það dettur engum í hug. Það dettur engum í hug áð kalla hann kaupmann dauðans eða þessháttar (eðli vopna er nefúilega það að þau drepa einhvem fyrr en síðar). Miklu heldur finnst manni að upp gjósi nokkur aðdáun á ævintýra- manninum - sem var í sambandi bæði við Sasi og CIA - vegna þess að hann var áreiðanlega að því barasta til að græða á því sjálfur. Þar með er hann ekki bara stikkfrí, heldur nánast vammlaus fyrirmynd um landann sem kann „að finna tækifærin og nota þau“. Andóf ungkrata Við getum líka spurt að því hvort allt er sem sýnist héma á heimaslóðum. Því fer vitanlega fjarri. Tökum ungkratana sem vom að búa sig undir flokksþingið sitt. Svo gæti sýnst sem hjörtu þeirra slægju með Jóhönnu Sig- urðardóttur og félagsmálakratism- anum og á móti Jóni Baldvin og samevrópsku markaðstrúnni. En þetta er missýning náttúr- lega. Ekki barasta vegna þess að ungkratar heyktust á því að lýsa sérstökum stuðningi við Jóhönnu (af ótta við að espa óilukku mann- inn hann Jón Baldvin). Heldur vegna þess að þeir vilja gera tvennt í senn. Þeir vilja andæfa því að Jónam- ir og þeirra armur hefúr bmgðist velferðarkerfinu í ríkisstjómar- samstarfinu við Davíð Oddsson. Þeir vilja tekjujafnaðaraðgerðir og eitthvað minni niðurskurð á heil- brigðiskerfi og menntakerfi. Þama - í félagsmálageiranum - em þeir eins og vinstramegin við Jón Baldvin. En í Evrópumálum em þeir að minnsta kosti á sama punkti og hann - ef ekki hinu- megin við hann, ef svo mætti að orði kveða. Þeir vilja inn í Evrópubanda- lagið og engar refjar. Þeir hafa nefnilega ekki tekið mark á þeim áróðri sem Jón Baldvin veifaði fyrir nokkmm mánuðum: að samningar um EES séu aðferð til að komast hjá því að ganga í Evr- ópubandalagið. Þeir vita - eins og við sem höfúm andæft EES - að evrópskt efnahagssvæði er ekki annað en fordyri að EB. Og þeir vilja inn og það sem fyrst. Og ungkrötum sýnist sem þetta sé allt í lagi. En það er vitaskuld mesti misskilningur. Það er nefnilega þverstæða í sjálfú sér að vera á móti Jóni Baldvin í velferðarmálum en með honum í Evrópumálum. Það sem hann hefúr skrifað upp á í heil- brigðiskerfinu og lánasjóðsmálum námsmanna, sem og vaxandi tekjumunur á ríkum og auralitlum - það er allt meir í ætt við þá Evr- ópu sem Jón Baldvin vill laga sig að en gamlan féíagsmálakratisma. Sama má segja um versnandi stöðu verklýðshreyfingarinnar, sem er nokkuð tryggð með aðlög- un að reglum og lífsstíl EB. Dæmið getur ekki gengið upp hjá ungkrötum. En þeir sjá það náttúrlega ekki. Vegna þess að þeir hafa innri þörf fyrir að allt sýnist vera í lagi - og öngvan sið- ferðilegan kjark til að horfast í augu við það sem er. Listahátíð er hafin Listahátíð hófst laugardaginn 30.|maí. Þar eð Helgarblaðið er vikublað verður því miður ekki haegt að gera nema fáeinum tónleikum hátíð- arinnar skil í blaðinu. Á hátíðisdögum láta menn fögur orð falla um listina. Og var það einnig gert við setningu þessar- ar listahátíðar. Tón- listargagnrýnandi Helgarblaðsins hefur lýst því yfir opinber- lega að því meiri há- menning sem sé í lífi okkar því betra. Og hann meinar það. Listin er honum meira virði en flest annað. Svo mun um fleiri sem betur fer. Og aumur er sá maður sem er gjörsneyddur tilfinn- ingu fyrir fegruð. Islendingar búa við þá velmegun að geta leyft sér að njóta listar. Það er bara sjálfsagður hlutur. En við er- um ekki eina þjóðin á jarðarkringl- unni. Og það er skelfilegt til þess að hugsa að hundruð miljóna jarðarbúa búa við þvílíka eymd að orð eins og menning og list verða alveg mein- ingarlaus hugtök fyrir þá herskara. Þór Guðjónsson Hámenning og jafnvel menning yfirleitt er sérréttindi þeirra ríku. Hér á landi hefúr menningin þó ver- ið sameign allra sem á annað borð hafa hæfileika til að njóta hennar. Islensk menning hefúr ekki verið séreign yfirstéttanna. En margt bendir til að þetta sé nú að breytast. Stéttaskipting fer mjög vaxandi meðal þjóðarinnar. Það em þegar risin upp sannkölluð slömmhverfi í Breiðholtinu þótt fæstir kæri sig um að vita það. Sífellt er verið að þrengja að menntunarmöguleikum láglaunafólks. Ef svo heldur fram sem horfir mun listmenning á Is- landi verða forréttindi tiltölulega fárra sem best em settir efnalega. Þetta er mikið áhyggjuefni þótt það virðist þvi miður ekki valda list- dómurum minnstu umhugsun. Is- lenskir listdómarar em algjörlega Iokaðir inni í fílabeinstumi fínna lista og virðast engan áhuga hafa á list og listnautn í neins konar félags- legu samhengi. Það er alvarlegt mál fyrir ffamtíð menningarinnar. Fyrstu tónleikar listahátíðar vom í Háskólabíói á laugardaginn. Þá söng sænski tenórsöngvarinn Gösta Winbergh með Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjóm Mats Liljefors. Hljómsveitin lék forleikinn að Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart og Valdi örlaganna eftir Verdi og forleikinn að La gazza larda eftir Rossini. Og gerði það skammlaust. Þá lék hún einnig Sænskan hátíðarforleik eftir August Söderman. En stjama tónleikanna var auðvit- að Gösta Winbergh. Hann söng fyrst tvær aríur úr Don Giovanni eftir Mozart. Og gerði það einstak- lega vel. Þá söng hann tvær ftægar aríur eftir Puccini. Önnur var úr La Boheme en hin úr Tosca. Ekki var söngur hans síðri þar. Hann er mjög agaður söngvari og gæddur fágætri einbeitingu. Hann söng líka aríu úr II Trovatore eftir Verdi og aríu úr Lohengrin eftir Wagner. En sá söngur var daufari í dálkinn. Þá flutti hann nokkur sænsk lög. Win- bergh er lýrískur og fágaður með af- briðum og nær á tónleikum þeirri athygli áheyrenda sem varla næst nema í ópemhúsum. En hann er ekki tiltakanlega glæsilegur og til- komumikill í söng sínum. Hann er ekki stórtenór — ef ég má taka svo illa til orða. Og hann stenst ekki samjöfnuð við Jussa Björling og Nicolai Gedda sem honum er þó likt við í kynningu Listahátiðar. Húsavíkurkaupstaður býður fferðamenn velkomna til Húsavíkur Njótið dvalarinnar Föstudagurinn 5. júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.