Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 20

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 20
Helgar 20 blaðið Islendingar í fimmtánda sæti Ófympíumótið í Manila á Fíl- ippseyjum, sem verður sett næstkomandi sunnudag, er án efa sterkasta ólympíuskákmót allra tírna. Það hefur sérstöðu að því leytínu tíl, að upp úr rústtun fallinna Sovétríkja koma sveitir frá öllum lýðveld- unum og hinum nýfrjálsu Eystrasaltsþjóðum. Þetta þýðir heilmikið fall á skráðu gengi Is- lendinga, sem möig undanfarin mót hafa reiknast meðal tíu bestu þjóðanna. íslendingar verða samkvæmt meðalstíga- tölu fjögurra íyrstu borða í fimmtánda sæti og það verður að segjast eins og er að það sæti verður ekkert sérstakt keppikefli á þessu mótí. Hitt er svo annað mál að baráttan verður geysilega hörð. Nýju sveitimar hafa á að skipa mörg- um lítt þekktum skákmönnum sem þyrstir í að sanna getu sína. Islenska sveitin er þannig skipuð að Jóhann Hjartarson teflir á 1. borði, Margeir Pétursson á 2. borði, Helgi Olafsson á 3. borði og Jón L. Ama- son á 4. borði. 1. varamaður er Hann- es Hlífar Stefánsson og 2. varamaður er Þröstur Þórhallsson. Búast má við að þeir Hannes og Þröstur tefli mun meira en varamenn á síðustu ólym]> íumótum. Islenska sveitin er „þétari" en oftast áður og ætti að eiga þokka- Iega möguleika á góðu sæti. Hannes Hlífar Stefánsson mætir sterkur á sitt fyrsta ólympíumót. Hann hefur staðið sig frábærlega vel á þessu ári. Þröstur hefur teflt minna en er að mörgu leyti ákjósanlegur liðsmaður, hefur til að bera mikla baráttugleði sem án efa mun skila sér. Hvað undirbúning liðsins varðar var ekki farið í æfingabúðir eins og fyrir þijú síðustu ólympíumót. Þá hafa engar reglulegar skákæfmgar verið haldnar sem gæti reynst baga- legt. Hópurinn hélt utan 1. júní og hefúr sveitin tæpa viku til að ná úr sér beltahrollnum og aðlagast lofts- laginu og mataræði í Manila. Tíminn fyrir mótið ætti að geta nýst vel til skákrannsókna. Undirbúningur annar en skáklegur hefur verið til fyrir- myndar. Síðustu vikumar fyrir brott- for var mikil áhersla lögð á líkams- rækt af ýmsu tagi og Gunnar Eyjólfs- son var með reglulegar öndunar- og einbeitingaræfingar. Ólafsson En þá snúum við okkur að öðrum sveitum ólympíumótsins. Það liggur fyrir að algengasta tungumálið meðal keppenda verður æstkæra ylhýra rússneskan. Og svo blandast saman við þunglyndislegar geiflur og grett- ur, heimspekilegt augnaráð, lykt af a- evrópsku tóbaki og önnur óþefjan. En það er allt í lagi því andlegur leiðtogi íslensku sveitarinnar hefur kennt okkur að láta ekki truflast af slíku. A pappímum er sveit Rússa sú sterkasta á mótinu. Það liggur þó ekki fyrir hveijir tefla en ég verð illa svik- inn ef Kasparov og Karpov verða þar ekki í fararbroddi og síðan Jusupov á 3. borði. En er þessi sveit ömgg gegn þeirri frá Ukraínu með Ivantsjúk og Beljavskij á fyrstu borðum? Eða sveit Armeníu með Vaganian, Akopan og síðasta skákmeistara Sovétrikjanna, Minasjan á efstu borðum. Og hvemig skyldu sveitir Eystrasaltsþjóðanna spjara sig? Ehlvest fer fyrir sveit Eist- lendinga og Lettar tefla fram Sirov og Tal. Allt er þetta harla athyglisvert en á Vesturlöndum em líka margar harðskeyttar sveitir. Englendingar verða með Short, Speelman, Adams, Nunn og Chandler. Hollendingar með Timman, Piket og Van der Wiel. Vandamólið mikla: Kamsky-feðgar Bandaríska sveitin er mikil ráð- gáta, afar undarlega samsett. Þar var hart barist um hvert sæti og í banda- riska skáksambandinu blása menn á einhver affek í útlöndum. Bandarísku Elo-stigin, sem fáir taka mark á, gilda til hálfs við alþjóðlegu Elo-stigin. Yasser Seirawan má lúta því að tefla á 3. borði þótt hann hafi farið fyrir bandarísku sveitinni mörg undanfarin mót og staðið sig eins og hetja. Gata Kamsky tefldi ekki í Novi Sad 1990 þvi ekki var gengið að kröfú hans um sæti á 1. borði. En þar mun hann sitja nú og alræmdur karl faðir hans er með í for. Rustam Kamsky er svo illa þokkaður af bandarískum skákmönn- um fyrir alls kyns uppátæki að búið er að banna hann í skáksölum vestra. Návist hans í Manila boðar ekki gott fyrir móralinn í bandarísku sveitinni. Það er búið að ákveða að engir liðs- fúndir verði haldnir. Einhver Yermo- linski, sem fáir þekkja og flutti frá Sovétríkjunum þegar vistin þar gerð- ist döpur, teflir á 2. borði, Christian- sen á 4. borði, Gulko er 1. varamaður og Benjamin 2. varamaður. Og hví skyldi drengurinn sætta sig við hið staðnaða bandaríska skáklíf? Hann stefnir leynt á heimsmeistaratit- ilinn. Þar stendur í vegi höfuðand- stæðingurinn Garrij Kasparov, sem eflir því sem þeir Kamsky-feðgar vilja meina, lét eitra fyrir þeim mat- inn þegar skákmótið í Linares stóð yfir 1991. Kasparov er búinn að eiga í útistöðum við við Anatolij Karpov og allt Kerfið. Kannski vill Garrij nú frið og njóta ávaxtanna af erfiði sínu. En þá spretta fram þessir illa innrættu feðgar og nýtt stríð virðist óumflýjan- legt. Gata mætti Garrij á skákmótinu í Dortmund á dögunum. Heimsmeist- arann þótti æði þykkjuþungur þegar hann stóð upp frá borðinu. Orrusta haíði tapast: Dortmund 1992; 3. umferð: Gata Kamsky - Garrij Kasparov Kóngsindversk vöm 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. R13 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. Rd2 a5 10. a3 Rd7 11. Hbl ÍS 12. b4 Kh8 13. f3 Rg8 14. Dc2 Rgf6 15. Rb5 axb4 16. axb4 Rh5 17. g3 Rdf6 18. c5 Bd7 19. Hb3 Bh6 (Eftir maraþonviðureign Karpovs og Kasparovs í Tilburg í fyrra hefúr hin glannalega riddarafóm heims- meistarans, 19... Rxg3, verið rann- sökuð ofan í kjölinn.) 20. Hc3 Bf4I? (Enn og aftur kemur Kasparov með nýja hugmynd og þessi er jafn- vel enn glæfralegri.) 21. cxd6 Rxg3 22. hxg3 Rh5 23. gxf4 Rxf4 24. Bc4 Rh3+ 25. Khl Dh4 26. Rb3 (Kasparov hafði stólað á góð færi eftir 25... Dh4 en nú kemur á daginn að fráskákir riddarans em hvítum hættulausar. Atlagan hefúr geigað. í framhaldinu leggur Kasparov nokkr- ar gildrur fyrir hinn 17 ára gamla andstæðing sinn en allt kemur fyrir ekki.) 26... fxe4 27. Dh2 Hf5 28. f4 Hh5 29. Dg3 Dxg3 30. Hxg3 exf4 31. Bb2+ Kg8 32. dxc7 Bxb5 33. Bxb5 fxg3 34. Kg2 Rg5 35. d6 Hh2+ 36. Kxg3 Hxb2 37. Bc4+ Kg7 38. d7 - og Kasparov gafst upp. Góð heimsókn - gott mót Pólsku bridgespilaramir sýndu það og sönnuðu á af- mælismóti Bridgefélags Reykjavikur um síðustu helgi, að pólskur bridge er trúlega sá bestí í heiminum í dag. Sveit Pólverja sigraði örugglega í sveitakeppni 34 sveita og Bal- icki og Zmudzinski sigruðu einnig örugglega í 70 para tví- menningskeppninni. Heimsókn þessara bridgespilara frá Póllandi, Bretlandi og Svíþjóð er einn merkasli viðburður í bridge- sögu okkar. Allar vom sveitimar mjög vel skipaðar. Stjóm Bridgefé- lags Reykjavíkur á heiður skilinn fyrir gott undirbúningsstarf. Eins og fyrr sagði, sigruðu pólsku spilaramir í sveitakeppni 34 sveita. í 2.sæti urðu Bretar, sem urðu jafnir Svíum í 3.sæti. 1 4.sæti urðu svo HM-spilarar okkar (án Jóns Baldurs- sonar), í 5.sæti þeir Friðjón Þórh., Jón Þorv., Omar Jónss., og Júlíus Snorra. og í ó.sæti sveit skipuð þeim Hauki Harð., Vigni Hauks., Andrési Þórarinssyni og Halldóri Þórólfs- syni. A föstudeginum var spiluð sýn- ingarkeppni milli gesta og 3 liða frá Islandi. Skemmst er frá því að segja að erlendu spilaramir „rúlluðu“ yfir okkar menn. Bestum árangri náði sveit Tryggingamiðstöðvarinnar með 41 stig (4 undir meðalskori) úr 3 leikjum. Þar stóðu sig best þeir Hrólfur Hjaltason og Sigurður Vil- hjálmsson sem áttu góða leiki. A laugardeginum hófst svo 70 para tvímenningsmót í Perlunni. Spilaðar voru 4 umferðir. Þar stóð keppni milli Pólveija og Breta og er upp var staðið, urðu lokaúrslit þessi: 1. Balicki-Zmudzinski Póllandi 1133 stig. 2. Forrester-Robson Bret- landi 1105 stig. 3. Hjördís Eyþórs- dóttir-Ásmundur Pálsson BR 1054 stig. 4. Sundelin-Fallcnius Svíþjóð 1040 stig.5. Jón Baldursson-Sigurð- ur Sverrisson BR 1034 slig.6. Her- mann Lárusson-Ólafur Lárusson BR 1022 stig 7. Jassem-Kowalski Pól- landi 1006 stig. 8. Þórður Bjömsson- Þröstur Ingimarsson Kópavogi 999 stig.9. Guðlaugur R. Jóhannsson- Öm Amþórsson BR 997 stig.10. Jónas P. Erlingsson-Valgarð Blöndal Br 994 stig.Aðstæður til spila- mcnnsku í Pcrlunni voru ekki upp á hið allra bcsta, þrátt fyrir ágætt úl- sýni. Þcir Agnar og Krislján skiluðu sínu af miklu öryggi. Þetta vargóð heimsókn. 444 Sumarbridgc í Reykjavík gcngur afar vcl þcssa dagana. Síðasta mánu- dag mættu 49 pör til lciks, scm er besla þátltakan til þessa. Ákvcðið hefur verið að brcyla fyrirkomulagi í Sumarbridgc. Á þriðjudögum mun vcrða boðið upp á Mitchcll-spila- mcnnsku mcð sama sniði og cr á mánudögum. Húsið opnað kl. 18 og spilamcnnska hefst kl. 19. Sumarbridge verður því þann- ig:Mánudagar og þriðjudagar; Spila- mcnnska hcfst kl. 19 (Mitchell báða dagana), fimmtudagar; Spilað í riðl- um og húsið opnað kl. 17. Spila- ntennska í síðasta riðli hefst kl. 19 og á laugardögum hefst spila- mennska kl. 13.30. 444 l.umferð VISA- bikarkeppninnar 1992: 1. Ómar Olgeirsson, Reykjavík- Haukur Ámason, Tálknaf 2.Karl Sigurðsson, Hvammslanga- Guðjón Stefánsson, Borgamesi. 3.Tryggvi Gunnarsson, Akureyri- Karl G. Karlsson, Sandgerði.4.Eskey hf., Gestur Halldórsson, Homaf.-Magn- ús Ólafss. Rvík.5.EyjóIfur Magnús- son, Reykjavík- Símon Símonarson Rvík.ó.Jón St. Kristinsson, Stykk- ish.- Gunnlaugur Kristjánss., Rvík.7.1ngibergur Guðm., Skaga- strönd- Eirikur HJaltason Rvík.8.Sigfús Þórðarson, Selfossi- Agnar Öm Arason, Rvík.9.Bjöm Dúason, Sandgerði-Baldur Bjart- marsson, Rvík. 10.Suðurlandsvídíó, Aðalsteinn Jörgensen-Spoti, Kristján Kristjánsson, Reyðarfirði.l l.Máln- ingarþjónustan, Valtýr Pálsson, Sel- fossi-Eyfirsk matvæli, Máni Laxdal, Eyjafirði.l2.Guðmundur H. Sigurðs- son, Hvammstanga-Vinir Hafnar- Ijarðar, Sigurjón Harðarson, Hafnar- firði. 13.Esso, Birgir Öm Steingríms- son, Kóp.-V.Í.B Om Amþ., Rvík.M.Eyþór Jónsson, Sandgerði- Hlíðarkjör, Rúnar Einarsson hf. Þessa umferð þarf að spila fyrir sunnudaginn 5. júlí. Sú sveit sem tal- in er upp á undan á heimaleik. Alls em 46 sveitir með í VISA- Bikar keppni Bridgcsambandsins. Eftirtaldar sveitir sitja yfir í fyrstu umferð: 1. Guðlaugur Sveinsson, Reykja- vík.2. Roche, Haukur Ingason, Reykjavík.3. TVB 16, Ólafur H. Ól- afsson, Reykjavík.4. Herðfr, Pálmi Kristmannsson, Rcykjavík.5. Óli Þór Kjartansson, Kefiavík.6. Amór Ragnarsson, Garði.7. Tryggingamið- stöðin, Rvík.8. Stefanía Skarphéð- insd., Skógum.9. S. Ármann Magn- ússon, Sigmar Jónsson, Reykja- vík.lO.Sigurður Ivarsson, Reykja- vík. 11 .Eðvarð Hallgrímsson, Reykjavík.l2.Jón Þorvarðarson, Reykjavík.13 Guðmundur Ólafsson, Akrancsi.l4.RafIog hf., Hjálmar S. Pálsson, Reykjavík.l5.Bjami R. Brynjólfsson, Sauðárkróki.ló.Guð- mundur Eiríksson, Reykjavik.17.Ice- con, Guðmundur Guðmundsson, Reykjavík. 18.Gísli Hafliðason, Reykjavík. 2.umferð 1. Bjöm Dúason, Sandg./Baldur Bjartmarss. Rvík-Ingibergur Guðm.Skagastr./Eiríkur Hjaltason Rvík. 2.Guðlaugur Sveinsson Rvík.- Guðmundur Ólafsson, Akranesi. 3.TVB 16, ÓlafurH. Ólafsson, Rvík.-Eskey hf., Gestur Halldórsson, Homafirði/ Magnús Ólafsson, Reykjavík. 4.Jón St. Kristinsson, Stykkish./Gunnlaugur Kristjánss. Rvík.-Guðm. H. Sigurðsson, Hvammstanga/Vinir Hafnarfj., Sig- urjón Harðarson, Hafnarfirði. 5.Raftog hf., Hjálmar S.Pálsson, Rvík-Roche, Haukur Ingason, Rvík. ó.Sigurður lvarsson, Rvík-Jón Þor- varðarson, Rvík. 7.ÓH Þór Kjartans- son, Keflavík- Guðmundur Eiríks- son, Rvík. 8.Gísli Hafliðason, Rvik.-Eyþór Jónsson, Sandg./Hlíðakjör, Rúnar Einarsson, Hafnarfirði. 9.Herðir, Pálmi Kristmannsson, Egilsstöðum- Eðvarð Hallgrímsson, Rvík. 10 Tryggvi Gunnarsson, Akureyri/Karl G. Karlsson, Sandgerði-Amór Ragn- arsson, Garði. 11 .Ömar Olgeirsson, Rvík/Haukur Ámason, Tálknafirði- Suðurlandsvídeó, Aðalsteinn Jörgen- sen, Rvík/Sproti, Kristján Kristjáns- son, Reyðarfirði. 12.Stefanía Skarp- héðinsdóttir, Skógum-S. Ármann Magnússon, Reykjavík. 13.Bjami R. Brynjólfsson, Sauðárkr.-Essp, Birgir Öm Steingrímsson, Kóp./V.Í.B. Öm Amþórsson, Reykjavík. 14.Karl Sig- ursson, Hvammstanga/Guðjón Sté- fánsson, Borgamesi-Sigfús Þórðar- son, Selfossi/Agnar Öm Arason, Reykjvík. 15.Málningarþjónustan, Valtýr Pálsson, Selfossi/Eyfirsk mat- væli, Máni Laxdal-Icecon, Guð- mundur Guðmundsson, Rvík. ló.Tryggingamiðstöðin, Sigtryggur Sigurðsson, Rvík.-Eyjólfur Magnús- son, Rvík/Símon Símonarson, Rvík. 444 I sýningarkeppni B.R. gegn er- lendu gestunum á Holiday Inn, voru spiluð sömu spil í öllum leikjum. Eitt af þessu spilum var þetta; 4Kxx 9ÁK <sÁDxxx ❖ÁKx 48xx ÓDx Oxx ❖DGxxxx 4Á109xx Oxxxxx Oxx ❖x Flest pörin „náðu“ 6 spöðum á þetta spil, en fæst af þeim unnu þó slemmuna. Sannaðist ekki þar gamla reglan; Ef þú leggur á spilin verður þú að vera maður til að vinna úr þeim lokasamningum sem sagngleð- in kemur þér í. Vinningsleiðin í spilinu er fal- leg;Ut kemur hjartagosi (kom víðast út). Þú tekur á ás og fjarlægir kóng í hjarta. Spilar spaða upp á ás (besta spilamennskan) og spilar hjarta. Trompar lágt í borði og Austur yf- irtrompar. Austur spilar laufadrottn- ingu, þú tekur á ás og kóng í laufi, tekur spaðakóng og trompar þriðja laufið heim. Tekur síðan spaðatíu og Vestur er vamarlaus, með síðasta hjartað og kóng/gosa i tígli þriðja. Hin leiðin er að leggja niður spaðakóng og ás í trompi, spila hjartanu og sama staða er göldruð fram í lokin. Tígulkóngur verður alltaf að liggja í spilinu, til að fá 12 slagi og hæpið er að þú ráðir við trompleguna 4-1. 4DG ÓGlOxx <>KGxx ❖xxx Föstudagurinn 5. júnf

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.