Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 5

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 5
Helgar 5 blaðið Uppreisn gegn skrifræðinu „Sigur lýð- ræðisins" er sagt um höfnun dönsku þjóðarinnar á Maast- richt-samkomulaginu um aukinn samruna Evr- ópu, þvert gegn vilja allra yfirvalda. Og nú óttast samrunasinn- ar vaxandi andstöðu í öðrum löndum. Fólk virðist vera að rísa upp gegn fjarlægu og ólýðræðislegu miðstýringarvaldi sem stjómmálaleiðtogar, eigendur stórfyrir- tækja og hátt settir embættismenn eru stöðugt að víkka út í nafni „óhjákvæmilegrar þróunar". A Norðurlöndimum magnast andstaðan gegn því að fóma sjálfstæði með aðild að bandalagi sem stefnir þvert gegn hefðum þessara landa um lýðræði, upplýsingastreymi og lausn mála með frjálsum samningum. „Ef Evrópubandalagið væri ríki sem sækti um aðild að EB, yrði um- sókninni hafiiað. EB stenst nefnilega ekki eigin kröfur um lýðræðisagði skoski Evrópuþingmaðurinn David Martin. Ástæðan er uppbygging Evrópubandalagsins og starfshættir. Samþjöppun valdsins á hendur sér- fræðinga í Briissel er einnig ástæðan fyrir vaxandi andstöðu almennings. Bákn í hnotskurn Löggjafarvald í Evrópubandalag- inu liggur hjá embættismönnum og ráðherrum, sem ekki sækja umboð sitt til kjósenda. Fundir þessara að- ila, framkvæmdastjómar og ráð- herraráðs, em auk þess leynilegir og það er beinlínis bannað að skýra frá því hvemig einstakir aðilar greiddu atkvæði. Engar reglur em til um rétt almennings til upplýsinga. Framkvæmdastjómin er ráð emb- ættismanna sem skipaðir eru af rík- isstjómum EB-ríkjanna. Hún fer með ffamkvæmdavald bandalagsins og hefur jafnframt einokunarrétt á því að leggja ffam tillögur að nýjum lögum. Hvorki ríkisstjómir aðildar- ríkjanna né EB-þingið geta komið með slíkar tillögur. Embættismönn- unum í Framkvæmdastjóminni er bannað að taka tillit til ákvarðana þjóðþinga eða ríkisstjóma í heima- löndum sínum. Ráðherraráð EB hefúr síðasta orð- ið í ákvarðanatöku innan bandalags- ins. Innan ráðsins fara ríki með mis- mörg atkvæði eftir fólksfjölda. Rík- in skiptast einnig á um að fara með formennsku í ráðinu, sex mánuði í senn. Ráðherraráð getur í síauknum mæli tekið ákvarðanir í krafti meiri- hluta svo einstök ríki geta ekki kom- ið í veg fyrir þær. EB-þingið er kosið beinum kosn- ingum í aðildarlöndunum. En það hefúr aðeins mjög takmörkuð völd og kjósendur í hveiju landi geta ein- ungis haft áhrif á hluta þingfulltrúa. Danir kjósa til dæmis aðeins sextán fúlltrúa af fimmhundruð og átján. Þetta valdalitla þing hefúr verið kallað stærsti kjaflaklúbbur Evrópu. Þingið kemur saman í Strassborg á mánaðarfresti með æmum tilkostn- aði. I Brússel er herskari skrifFinna og sérffæðinga stöðugt að störfúm þar sem embættismannakerfið spýr út aragrúa reglugerða og skýrslna í hverjum mánuði. Aðildarríkin fá út- hlutað stöðugildum í hlutfalli við fólksfjölda enda skiptir miklu máli fyrir hagsmuni þeirra að hafa „sína menn“ á lykilstöðum í embæltis- mannaveldinu. Fyrir utan hina opinberu yfir- byggingu eru þúsundir „lobbýista“ sem hafa það að aðalstarfi að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir nefnda og ráða Evrópubandalagsins. í þessa iðju veija stórfyrirtæki og samtök stórfé. Skilvirknin kostar lýö- ræöið Effir að nefnd stærstu iðnjöfra Evrópu hittist í París árið 1983, urðu kröfumar um einn samræmdan markað háværari. Skömmu síðar var fomilega ákveðið að stefna að aukn- um sammna Evrópu. Skilvirk stjómun á ferlinu þýddi að fóma varð áhrifum einstakra ríkja að hluta. Samræming markaðsað- stæðna og trygging stöðugleika felur í sér að fleiri svið færast undir eina yfirstjóm og áhrif þjóðþinga minnka. Bent hefúr verið á að skil- virkni bandalagsins kosti almenning lýðræðisleg áhrif. Með Maastricht á að stíga stærra skref í þessa átt. Og ef fjölga á að- ildarríkjum verður að draga vem- lega úr áhrifúm smáríkja. Áætlanir Jacques Delors, forseta Fram- kvæmdastjómarinnar, um skipulags- breytingar EB í kjölfar útvíkkunar, ollu straumhvörfúm í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í Danmörku. Draga verður úr atkvæðavægi smá- ríkja í þinginu og innan ráðherra- ráðsins. Smáríki geta vart fengið fulltrúa í Framkvæmdastjómina þar eð hún yrði þá of stór. Þau geta heldur ekki vænst þess að fara með formennsku í ráðherraráðinu. Og að öllum líkindum er óframkvæman- legt að nota fleiri tungumál innan bandalagsins. Byggðomál og frjálsir samningar Fátt virðist því benda til þess að EB framtíðarinnar verði lýðræðis- legra en það er í dag og leiða má sterkar líkur að hinu gagnstæða. Þessari þróun vom Danir nieðal annars að hafna og það er þessi framtíðarsýn sem eflir andslöðuna við inngöngu í Evrópubandalagið á hinum Norðurlöndunum. Með höfnuninni á Maastricht- samkomulaginu hafa Danir rofið einhver álög. Skyndilega virðist þetta kerfi ekki jafn óhagganlegt og óhjákvæmilegt og áður og andstað- an gegn Evrópunauðhyggjunni glæðist. I Skandinavíu má búast við harðnandi átökum um Evrópumálin. Líkt og víðar em það stjómmála- leiðtogar og fulltrúar stórfyrirtækja sem reka á eftir en andstaðan getur orðið öflug. Lýðræðishefðir og upp- lýsingaskylda í stjómsýslu em rót- gróin fýrirbæri í Skandinavíu. Fólk vill hafa áhrif á sín mál og fylgjast Maastricht í stuttu máli Samkomulaginu, sem leiðtogar ríkja Evrópubandalagsins gerðu með sér í Maastricht, er ætlað að gera samstarfið innan EB enn nánara. Hið nýja EB á að ná yfir fleiri svið, stjómkerf- ið er gert skilvirkara og valda- meira og brautin er mdd fyrir sífellt víðtækari samruna. I stuttu máli er stigið stórt skref í átt til sambandsrílds. Hið evrópska ráð, oftar nefnt leið- togafundir, fær fomilegt vald til að leiða pólitík EB og getur bætt nýjum sviðum undir vald hins nýja Evrópu- sambands. Framkvæmdastjómin, Ráðherra- ráðið, EB-þingið, EB-dómstóllinn og önnur stjómsýslutæki EB verða eig- inleg stjómvöld Evrópusambandsins í stað þess að fara með takmörkuð völd á skýrt afmörkuðum sviðum. Neitunarvald einstakra ríkja innan ráðherraráðsins er takmarkað við enn færri svið en áður. Áhrif EB-þingsins em lítillega aukin, en ekki cr hróflað við einokunarrétti Framkvæmda- stjómarinnar til að leggja fram tillög- ur að nýjum lögum og reglugerðum. Dómstóllinn er styrktur í sessi og fær möguleika til að herða á sammn- anum með því að dæma þá, sem ekki framfylgja dómum hans, til greiðslu sekta. Allir fyrri dómar EB-dóm- stólsins em formlega viðurkenndir sem hluti af lögum Evrópusam- bandsins. Setja á upp sameiginlegan gjaldmiðil 1999 og sameiginlegan seðlabanka sem stýrir gjaldeyrismál- um og á að tryggja stöðugleika. Sett em ströng skilyrði um stjóm ríkis- fjármála. Utanrikis- og öryggisinál verða hluti af samstarfinu með sameigin- lega stefnu að markmiði. Valdsvið Evrópusambandsins á að víkka út svo það nái yfir vegabréfamál, menntamál, menningu, heilsugæslu, neytendamál, iðnað og þróunarsam- vinnu. Félagsmál og atvinnumark- aðspólitík skulu heyra undir Evrópu- sambandið sem getur tekið meiri- hlutaákvarðanir á þeim sviðum, meðal annars varðandi vinnuvemd og vinnuumhverfi. Samvinna verður tekin upp á sviði löggæslu, stefnumótunar í málefnum innflytjenda, fíkniefnavama og upp- lýsingaskipta um glæpamál. grannt með ákvarðanatöku. Þama stangast hefðir EB á við norrænar hefðir. Sem dæmi um svona árekstra má nefna kjarasamninga á vinnumark- aði. Á Norðurlöndum er þátttaka í verkalýðsfélögum almenn og hefð fyrir þvi að leysa mál á vinnumark- aði í ftjálsum samningum. Sunnar í álfunni er þessu öðmvísi farið, þátt- taka í félögum lítil og kjarasamning- ar bundnir í lög. Fyrir ári tilkynnti Framkvæmdastjóm EB að kjara- samningar í einu EB-landi giltu ekki gagnvart launamönnum frá öðm EB-landi sem ynnu þar tímabundið, nema þeir væm bundnir í lög. Svona ákvæði geta haft gífurleg áhrif á vcrkalýðsfélög og vinnumarkað í Skandinavíu. Annað dæmi er ffamkvæmd byggðastefnu. Til að koma í veg fyr- ir að lönd skekki samkeppnisstöð- una á markaðnum er bannað að reka byggðastefnu gagnvart einhveiju svæði nema það hafi verið viður- kennt sem aðstoðar þurfi af yfir- stjóm byggðamála hjá Fram- kvæmdastjóminni í Brússel. Búast má við að ákvæði af þessu tagi hafi mikil áhrif í umræðunni. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Dan- mörku hefur skapað mikla óvissu innan EB og þeirra ríkja sem hugðu á inngöngu á næstunni. Rómarsátt- málanum verður ekki breytt eins og fyrirhugað var þar eð allir hefðu orðið að samþykkja. Vegna and- stöðunnar við Maastricht-samkomu- lagið eða einstaka hluta þess innan margra rikja EB, er næsta óhugsandi að hefja samninga um breytingar. Slíkt tæki varla nokkum endi. Hugs- anlegt er að leggja hugmyndir um sammna til hliðar um stundarsakir en Frakkar og Þjóðveijar mega ekki heyra á það minnst. Líklegast er að hin ríkin reyni að halda sínu striki og svo verði Danir „neyddir til að segja já í annarri umfcrð", eins og Mogens N. Pedersen, prófessor í stjómmálafræði við háskólann í Oð- insvéum, orðaði það. Að öðrum kosti hyrfu þeir úr bandalaginu. En til þess að verða aðilar að EB þurfa ný ríki að ganga að því sam- komulagi sem Danir voru að hafna og mætir vaxandi andstöðu í öðrum löndum. Líklega þurfa þau einnig að sætta sig við skert áhrif í nýju Evr- ópusambandi. Þetta gæti orðið nokkuð stór biti að kyngja. Amar Gudmundsson FERÐAMENN Gisting í glæsilegum herbergjum með baði Tveggja manna kr. 5.400,- Eins manns....kr. 4.000,- Hótel Ósk Vogabraut 4 Sími 93-13314 AKRANESI Föstudagurinn 5. júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.