Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 19

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 19
Helgar 19 blaðið Otrúlegur en sætur sigur „Fótboltinn er skrítin íþrótt,“ sagði Ás- geir Elíasson, þjálfari íslenska landsliðs- ins, eftir að liðið hafði borið sigurorð af því ungverska í forkeppni HM i Búdapest í íyrradag, 2:1. Þrátt fyrir aragrúa færa tókst Ungveij- um ekki að nýta sér nema eitt á sama tíma og landinn nýtti sín og uppskar óvæntan sigur fyrir vikið og það á útivelli. Slíkt mun ekki hafa gerst siðan 1980 þegar leikið var ytra gegn Tyrkjum. Sigurinn gegn Ungveijum var því kærkominn og hlýtur að efla landsliðsmennina til enn frekari dáða. Mörk íslands skoruðu þeir Þorvaldur Örlygsson og Hörður Magnús- son sem kom inná sem varamaður í stað fyrirliðans Sigurðar Grétarssonar, þegar um hálftími var eftir af leiknum. Sannast sagna var upphaf leiksins ekki beysið af Islands hálfú og var alveg ótrú- legt að sjá til leikmannanna á vellinum. Sendingar rötuðu ekki rétta leið og sjálfs- traustið virtist lítið sem ekkei:. Ur því rættist þó í seinni hálfleik þótt hurð skylli oft nærri hælum við íslenska markið. Áð öðrum leikmönnum ólöstuðum var Birkir Kristinsson markvörður hetja liðsins og sannaði það og sýndi að hann er besti markmaður landsins. Næstu leikir íslands í forkeppni HM verða ekki fyrr en í byijun október þegar Grikkimir koma og ytra viku seinna gegn Samveldi sjálfstæðra ríkja. Samkvæmt mótaskránni áttu Islendingar heimaleik gegn Júgóslövum í byijun september en vegna refsiaðgerða Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna gegn Serbum og útilokun þeirra á alþjóðlegum mótum, virðist sá leikur vera úr sögunni. Markahrók- urinn Hörö- ur Magnús- son var ekkert að tvinóna vió hlutina þeg- ar hann fékk tæki- færi til a& sýna sig og sanna ó Nep-leik- vanginum i Búdapest. Mynd: Kristinn. Knattspyrnuveisla sumarsins Landslió Frakka og Englendinga ver&a í sviósljósinu ósamt landslióum sex annarra þjóóa ó Evrópu- móti landslióa sem fram fer í Sviþjóó dagana 10. - 26. júni næstkomandi. Þessa og næstu daga flykkj- ast evrópskir knattspymu- áhugamenn tíl Svíþjóðar því næstkomandi miðvikudag, 10. júní, hefst þar Evrópu- mót landsliða í knattspymu. Opmmarleikur mótsins verð- ur viðureign Svía og Frakka í Stokkhólmi. Alls taka átta landslið þátt í mót- inu og verður leikið í tveimur riðl- um. Auk Svía og Frakka em i fyrsta riðli Englendingar og Danir, en þeir síðastnefhdu tóku sæti Júgóslava sem var vikið úr keppninni. í hinum riðlinum em Hollendingar, Þjóð- veijar, Samveldi sjálfstæðra ríkja og Skotar. Liðin í fyrsta riðli leika í Stokkhólmi og í Malmö en í hinum riðlinum verður leikið í Gautaborg og Norrköping. Undanúrslitaleikim- ir verða síðan spilaðir í Stokkhólmi og Gautaborg. I síðastnefhdu borg- inni fer svo fram sjálfúr úrslitaleik- urinn. Eins og sjá má af þessu verða þama samankomin helstu landslið álfúnnar þótt einhveijir kunni að sakna landsliða Italíu, Spánar og Belgíu, sem ekki náðu að tryggja sér þátttökurétt í forkeppninni. Á Evrópumótinu verða leiknir alls fimmtán leikir og þar af verða þrett- án sýndir í beinni útsendingu í Sjón- varpinu og upptökur frá tveimur leikjum. Það verður því af nógu að taka á skjánum þann rúma hálfa mánuð sem keppnin varir, en henni lýkur fostudaginn 26. júní. Jöfn keppni Við fyrstu sýn mætti ætla að Frakkland og England ættu greiða leið í undanúrslitin úr sínum riðli þar sem fyrirfram er ekki búist við miklu af heimamönnum og Dönum sem mæta til leiks án mikils undir- búnings. Hins vegar er aldrei hægt að afskrifa Svíana sem hafa það um- fram hin liðin að þeir leika á heima- velli. Frakkamir verða að teljast sig- urstranglegastir í riðlinum og nægir í því sambandi að minna á gengi þeirra í forkeppninni þar sem þeir unnu í sínum riðli með fúllu húsi stiga. Þá eiga Englendingar einnig að hafa alla burði til að ná langt. Hvað hinn riðilinn varðar er það nokkum veginn morgunljóst að nú- verandi Evrópumeistarar, Hollend- ingar, og núverandi heimsmeistarar, Þjóðveijar, munu komast áffarn í undanúrslitin. Annað teldist til meiriháttar tíðinda í knattspymu- heiminum og verulegt áfall fyrir þessar þjóðir. Þótt landsliði fyrrum Sovétrikjanna hafi vegnað vel á knattspymuvellinum hafa miklar breytingar orðið þar eystra og líklegt að það muni hafa einhver áhrif á getu þess liðs sem nú leikur undir nafni Samveldis sjálfstæðra ríkja. Fyrir Skota er það áfangi út fyrir sig að hafa komist til Svíþjóðar en ekki er búist við því að þeir verði öðrum liðum fjötur um fót. Engu að síður þykir nokkuð ljóst að Evrópumótið verður keppni mjög jafnra liða þar sem ekkert má útaf bera ef ekki á illa að fara. Þar mun því reyna á út- sjónarsemi og reynslu leikmanna með það í huga að enginn leikur er tapaður fyrr en flautað er til leiks- loka. Við undirbúning liðanna hefur það háð þjálfúrum sumra þeirra hvað þeir hafa haft skamman tíma til að stilla saman strengina. Þar vegur þyngst að margir af máttar- stólpum landsliðanna átta em ný- búnir eða rétt að ljúka erfiðu keppn- istímabili með sínum félagsliðum. Mörgum er það kannski enn í fersku minni hvað hollensku snillingamir, Marco van Basten, Rijkaard, Gullit og Koeman virkuðu þreyttir og þungir í síðustu heimsmeistara- keppni og svo var um fleiri máttar- stólpa í öðrum liðum. Þótt flestir knattspymuáhuga- menn séu seinþreyttir til vandræða hafa sænsk stjómvöld mikinn við- búnað vegna keppninnar til að tryggja að allt fari eftir settum regl- um, jafnt innan vallar sem utan. Meðal annars verða leikmenn lyfja- prófaðir eftir hvem leik og verða tveir leikmenn úr hveiju liði prófað- ir. Jafnframt hafa sænsk stjómvöld haft nána samvinnu við ensk, þýsk og hollensk yfirvöld til að koma í veg fyrir að þarlendir óeirðaseggir komist til Svíþjóðar. Þessi viðbúnaður og margt annað sem huga þarf að við undirbúning Evrópumótsins, sem og sjálft móts- haldið, kostar auðvitað dijúgan skildinginn. Engu að síður er það mat heimamanna að sá kostnaður muni skila sér til baka og gott betur. Þá binda sænsk ferðamálayfirvöld miklar vonir við Evrópumótið og sérstaklega við þá auglýsingu sem Svíþjóð mun fá i umfjöllun evr- ópslö'a fjölmiðla um keppnina. Enda hafa Svíar lagt metnað sinn i að gera mótshaldið sem veglegast og að það gangi eins hnökralaust fyrir sig og kostur er. -grh Toppliðin nyrðra Þvert ofan í allar spár tróna Akureyrarliðin Þór og KA á toppi 1. deildar karla í knatt- spymu eflir að leiknar hafa verið tvær umferðir af átján. En eins og kunnugt er þá var þessum liðum spáð falli í upphafi mótsins. í þriðju umferð, sem hefst á mánudaginn, annan í hvítasunnu, verður stórleikur nyrðra þegar topp- liðin Þór og KA mætast. Þar mætast án efa stálin stinn því fátt þykir betra í röðum beggja en að vinna sigur i innbyrðis viðureign. Af öðrum leikjum í þriðju umferð má nefna að Skagamenn fá Framara í heimsókn. Þetta verður fyrsti heimaleikur þeirra gulklæddu í 1. deildinni í sumar og því mjá búast við mikilli stemmningu á Skagan- um, þótt það skyggi eitthvað á gleði heimamanna að Sigurður Jónsson verður í leikbanni. Eflir háðulega útreið gegn Þór Ak. i fyrstu umferð, 1:0, tóku Framarar sig saman í and- litinu gegn KR á dögunum og rúll- uðu yfir Vesturbæjarliðið í Laugar- dalnum, 3:1. Á mánudaginn mætast einnig Víkingar og Valsmenn í Stjömu- grófinni og trúlega vilja Víkingar hefha ófaranna frá því síðast þegar þessi lið mættust í Meistarakeppni KSI. Þá léku Valsmenn sér að Is- landsmeisturunum og unnu verð- í fyrstu tveimur umfer&um 1. deildarinnar i knattspymu hafa veriB skoruB 29 mörk sem lofar gó&u fyrir fram- haldiö. Mynd: Kristinn. skuldaðan sigur. Þá fá FH-ingar ÍBV í heimsókn í Kaplakrika. Þar er að duga eða drepast fyrir Eyjamenn sem em enn án stiga þrátt fyrir að hafa leikið fyrstu tvo leiki sína heima í Eyjum. Þriðju umferð lýkur svo þriðju- daginn 9. júní þegar KR- ingar fá Breiðablik í Frostaskjólið. Vesturbæj- arliðið hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum en Breiðablik ekkert. Þá hefst þriðja umferð í 2. deild á morgun, laugar- dag, með leik Víðis í Garði og BÍ. Umferðinni lýkur svo á annan í hvítasunnu með leikjum Sjömunnar og Fylkis, Grindavíkur og Selfoss, Leifturs og Þróttar R. og ÍR og Keflvíkinga. Fyrir umferðina er Fylkir og Þróttur R efst í deildinni með sex stig og hafa unnið báðar sínar viðureignir til þessa. 1. DEILD Fj. leikja U J T Mörk Stig ÞÓR 2 2 0 0 2:0 6 KA 2 1 1 0 5:3 4 FH 2 1 1 0 5:4 4 VALUR 2 1 1 0 3:2 4 FRAM 2 1 0 1 3:2 3 VÍKINGUR 2 I 0 1 2:3 3 ÍA 2 0 2 0 3:3 2 KR 2 0 1 1 3:5 1 ÍBV 2 0 0 2 2:4 0 UBK 2 0 0 2 1:3 0 Föstudagurinn 5. júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.