Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 12

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 12
Helgar 12 blaðið Allir íslendingar þekkja Eddu- hótelin þótt ekki hafi allir gist þar að sumri til. Margir hafa hinsveg- ar búið þar í heimavist því að hót- elin 17 eru skólahús á veturna. í dag, fbstudag, verður 17. hótelið tekið í notkun cn það er Hótel Edda á Þelamðrk sem er rétt fyrír utan Akureyri. Að sögn Tryggva Guðmundssonar, forstöðumanns Edduhótelanna, hefur mikil uppbygging átt sér stað undan- farin ár þótt hótelunum hafí ekki fjölgað fyrr en nú. Undanfarin tvö ár hefur til dæmis verið lög áhersla á að endumýja 300 rúm. Þar eð flest hót- elin eru heimavistir og hafa verið lengi, hafa mörg rúmin verið í styttra lagi, hönnuð fyrir böm, sagði Edda á Þelamörk opnuð í dag Tryggvi. Nú ættu allir að geta teygt úr sér á Edduhótelunum. í fyrra gistu 64.000 manns á Eddu- hótelunum í um 650 gistiherbergjum. Töluvcrð aukning hefur átt sér stað undanfarin ár. Flest herbergin eru án baðs og em stiluð uppá fjölskyldur að mestu leyti, sérstaklega í verð- lagningu. Meirihluti gesta cr útlend- ingar en um 35 prósent em íslending- ar, sagði Tryggvi. í sumar verða allskyns ný tilboð í gangi fyrir íslendinga sérstaklega. Boðið verður upp á fimmtu nóttina fría. Þannig að þegar gestur kemur á hótelið fær hann passa sem hann læt- ur stimpla í og einnig næstu nótt, hvort sem það er á sama stað eða á öðm Edduhóteli. Fyrir fímmtu nótt- ina greiðir hann ekkcrt. Tryggvi sagði að þetta væri til dæmis hugsað fyrir þá sem vildu ferðast lengra og hentar ágætleg fyrir þá sem fara hringinn. Venjulega gista menn ekki lengur en 1 -2 nætur í senn. Þá er einnig fjölskylduafsláttur af matseðli en böm upp að fimm ára aldri fá frítt að borða með foreldrun- um og böm á aldrinum 6-12 ára greiða hálft verð. Þá geta foreldrar tekið böm sín með sér i tveggja manna herbergi og fengið dýnu undir þau. Sofi þau í eigin svefnpoka er þessi þjónusta ókeypis. Uppbúið aukarúm kostar hinsvegar 800 krón- ur. Tryggvi sagði að íslendingar nýttu sér hótelin betur með árunum enda Edduhótelin verfta sifellt vinsælli meóal íslendinga. Hótelib ab Skógum undir Eyjafiöllum er við Skógafoss. lærðu menn það í útlöndum að búa á hótelum. Það getur verið betra að bóka herbergi fyrirfram þótt ekki væri nema daginn sem lagt er af stað. Það er stundum fullt á vii hótelunum þar sem útlendingar' sig og gera það langt ffarn í tiinahna. Best getur verið að ferðast í júni þvi mest ásókn er í hótelin í júlí og firam- an af ágúst. Tveggja manna herbergi með handlaug kostar 4.000 kr. nóttin og fylgi bað herberginu kostar það 5.800 la. Fyrir einsmannsherbergi er gjald- ið að sama skapi 3.000 og 4.200 kr. Þriggja manna herbergi kostar 4.800 kr. Svefhpokapláss kostar frá 700 kr. og uppí 1.200. Og fyrir morgunverð þarf að greiða 700 kr. Ferðaskrifstofa íslands rekur Edduhótelin en fyrirtækið er að tveimur þriðju hlutum í eigu starfs- manna sem keyptu hlutinn af ríkinu þegar Ferðaskrifstofu ríkisns var breytt í hlutafélag árið 1988. Valkyrjur og andapollur Fólk villist stundum af þjóðvegi 1 inná þjóðveg 97 og hafnar þá gjaman á Reyðarfirði. Þar geta ferða- mennimir veitt í Andapoll- inum og síðan heimsótt val- kyrjumar sem reka Val- kyrjukrána á staðnum. Hún verður reyndar ekld opnuð fyrr en 13. júní - en það styttist nú óðiun í það. Reyðarfjörður er að komast á ferðamannakortið og það má þakka frægð Andapollsins. Að sögn Gunnars Jónssonar, sem starfar á skrifstofu hreppsins, var laxaseiðum sleppt í lænu fyrir utan bæinn og í fyrra var farið að selja veiðileyfi á stað sem er kallaður Andapollurinn. Þetta varð óhemju vinsælt meðal innlendra ferða- manna en á Reyðarfirði er ferða- mannaþjónustan stíluð upp á ís- lendinga. Andapollurinn kom staðnum sem sagt á kortið. Við stefnum að því að fólk dvelji hér í 5-6 tíma á daginn en ekki bara rétt yfír blánóttina, sagði Elísabet Benediktsdóttir, ein Val- kyijanna í bænum. Ein forsenda þess að menn staldri við í bænum er að þar sé fyrir hendi veitinga- sala en einsog í flestum þorpum hringinn í kringum landið er tjald- stæði á staðnum. Ur þeirri brýnu þörf ferðamanna að næra sig ætla Valkyrjumar að bæta. Þær opna á laugardaginn eft- ir viku Valkyrjukrána þar sem verður hægt að kaupa sér mat og vín. Þetta verður fyrsti staðurinn sinnar tegundar á Reyðarfirði. Þjónustan er hugsuð jafnt fyrir ferðamenn sem heimafólk. Það eru fjórar konur sem standa að þessum veitingarekstri: Valkyijur hf. Eklci nauðugt ánægt Einnig verður farið af stað með matsölu og jafnframt annarskonar upplyflingu.það er að segja dans- leikjahald með hljómsveitinni Upplyftingu á opnunarkvöldinu. Sem sagt alhliða skemmtun í Val- kyrjukránni. Elísabet sagði að hingað til hefði ekkert verið gert fyrir ferðamenn sem hefðu slæðst til bæjarins. Fyrsta skrefið er þetta sem gert hefiir verið en auðvitað er ætlunin að halda fólki enn lengur á staðn- um en 5-6 tíma, það er bara byij- unin. Það er heldur ekki ætlunin að halda fólki nauðugu, heldur ánægðu. í sumar verður einnig bryggju- hátíð á Reyðarfirði en það er tveggja daga hátíð og mjög skemmtilegt fyrirbæri, sagði Elísa- bet. Fengnir verða trúbadúrar úr Reykjavík og hljómsveitir auk inn- fæddra skemmtikrafta. Boðið verður uppá harmónikutónlist og það verður dansað á bryggjunni. Elísabet sagði að það hefði verið mikil vakning í bænum undanfarið um að gera eitthvað í ferðamálum. Þar væri veitingasala og gisting forsendan áframhaldandi starfs. Valkyrjumar spruttu upp úr at- vinnuátaki á staðnum. Astæðuna fyrir þessari vakningu sagði Elísa- bet vera margt fólk á aldrinum 30- 50 ára auk þess sem fyrirtæki á staðnum þörfnuðust menntaðs fólks. Því fylgir ýmis önnur starf- semi. Þá sagði Elísabet að bærinn væri í rífandi vexti, síðastliðið ár fjölgaði bæjarbúum um 2,5 prósent og eitthvað svipað árið áður. Valkyrjur Það er ekki að ástæðulausu sem konumar fjórar taka upp Valkyiju- nafnið. Þær minna á upprunalegt hlutverk valkyijanna og ætla sér ekki að verða eftirbátar þeirra. Valkyijumar vora í þjónustu Oð- ins og þær réðu úrslitum á vígvell- inum, sagði Elísabet. Þær völdu þá sem dóu, fóra með þá til Valhallar og þjónuðu víkingunum þar. Val- höll er paradís fólks með víkinga- blóð í æðum þannig að þær fjórar á Reyðarfirði ætla sér ekki lítið hlut- verk. Ferðir ferða- félaganna um helgina Um hvítasunnuhelgina verður Ferðafélag íslands með ferðir á Snæfellsnes, á Öræfajökul, í Skaftafell og Þórsmörk. Utivist verður með ferðir í Bása og á Ör- æfajökul líka. FI minnist þess um helg- ina að 60 ár era liðin ffá því félagið skipulagði sína fyrstu ferð á Snæfellsnes og á jökulinn. Gist verður að Görðum í Staðarsveit. í ferðinni Öræfajökull- Krist- ínartindar-Morsárdalur verð- ur gengið á Hvannadals- hnjúk. Gist verður á Hofi (svefnpokapláss) eða í tjöld- um. Þá verður einnig ferð í Þórsmörk er vinsæl og þrátt fyrir að Húsadalur sé lokaður má tjalda i Langadal einsog þessi stúlka hefur gert. Hvaá er islenskara en tjaldútilega? Skaftafell þar sem gengið verður um þjóðgarðinn, einnig gist að Hofi. í Þórs- merkurferð félagsins verður gist í Skagfjörðsskála í Langadal og farið í göngu- ferðir um Mörkina. Hægt verður að fara heim hvort- tveggja á sunnudag eða mánudag. Einnig er i boði einsdagsferð á hvítasunnu- dag. Utivist verður með ferð í Bása í Þórsmörk og verður gist í skála félagsins þar. Þá verður ferð á Öræfajökul og geta menn tekið með sér gönguskíði ef menn eiga. Þar verður gist í tjöldum. Báðar ferðimar standa frá föstudegi ffam á mánudag. Básaferðin kostar kr. 5.900 fyrir félagsmenn en 6.500 fyrir aðra. Þetta er sama verð og um venjulega helgi. Öræfajökulsferðin kostar 8.900 fyrir félagsmenn og 9.800 fýrir hina. Því er lofað að gönguhraðinn á jökulinn verði ekki meiri en svo að allt venjulegt fólk geti tekið þátt göngunni. Áferd um Suðurland kynnastferdcunenn einhverri margbrotnustnfegurd landsins í Þjórsárdal HEKLA - GJÁIN - HÁIFOSS - HJÁLP Gönguleið um LAXÁRGLJUFUR LANDNÁMSBÆRINN STÖNG - BÚRFELLSVIRKJUN Stutt er til LANDMANNALAUGA og VEIÐIVATNA FÉLAGSHEIMILIÐ ÁRNESI Býður ykkur velkomin til að njóta alls þessa. Vekjum athygli á góðri staðsetningu, aðstöðu og þjónustu. * Nýtt gistiheimili með 10 tveggja manna herbergjum * Uppbúin rúm, hreinlætis- og eldunaraðstaða * Svefnpokapláss íyrir allt að 40 manns * Tjaldstæði * Heitir pottar og góð snyrtiaðstaða * Leiktæki og íþróttaaðstaða * Nýlenduvöruverslun og bílaverkstæði * Breytt fyrirkomulag á veitingum. Aðeins opið fyrir hópa sem hafa pantað. FÉLAGSHEIMILIÐ ÁRNESI Síðasti áningastaðurfyrir Sprengisandsleið Símar 98-66044 og 98-66048 NJÓTTU ÞESS AÐ VERA TIL! Komdu á Selfoss um hvítasunnuna og taktu þátt í Sunnusœlunni með okkur! *Við bjóðum gistingu í sumarhúsum, þrjór nœtur í 2 m. stúdíóíbúðum með uppbúnum rúmum.... ‘Fjölskyldutilboð d tjaldsvœðinu ‘Morgunverðarhlaðborð ‘Hestaferð í sveitinni ó laugardag, 2 klst 600 kr. á mann *Grillveisla ó laugardagskvöld ‘Dansleikur með "Skrlðjöklum" eftir miðnœtti ó sunnudagskvöld 1.500 kr. á mann . Fordrykkur innifalinn *Frítt í sundlaugina og heitu pottana! hóPet SELFOS5 Eyrarvegi 2 Sími 98-22500 v/Engjaveg sími 98-22999 4

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.