Helgarblaðið - 05.06.1992, Síða 4

Helgarblaðið - 05.06.1992, Síða 4
Þegar þið eruð nálægt „Ég hafði lengi haft áhuga á að leggja eitthvað af mörkum til hjálp- arstarfs, en það var nú samt svo að þegar búið var að greiða reikninga ffá Húsnæðisstofnun, raftnagn, hita og önnur nauðsynleg útgjöld heimil- isins, þá var ekkert eftir til að greiða giróseðlana ffá hjálparstofhunum. Þeir sátu því á hakanum,“ sagði Ingvi Þór Kormáksson. Til að ráða bót á þessu ákvað hann að nota tónlistina til að styðja gott málefni. Það var vinur hans sem benti honum á samtökin Bamaheill. Ingvi Þór hafði samband við Bama- Ingvi Þór Kormóksson og Stefán S. plötu til stu&nings Barnaneill. Mynd: heill og í samvinnu við samtökin ákvað hann að semja lög við nokkur ljóð eftir m.a. Hannes Pétursson, Þórarin Eldjám, Steinunni Sigurðar- dóttur og Isak Harðarson, sem flest tengjast bömum á einhvem hátt, og gefa út á hljómplötu. Ingvi Þór lagði Stefánsson hafa gefiá út hljóm- Kristinn. áherslu á að þetta væm ekki bama- vísur, heldur gætu allir, jafnt ungir sem aldnir, haft gaman af ljóðum og lögum. Auk þess em á plötunni nokkur lög sem hann hefúr samið við eigin ljóð. Ingvi Þór fékk Stefán S. Stefáns- son saxófónleikara og tónskáld til liðs við sig og sá Stefán um útsetn- ingar og upptökustjóm, en þeir höfðu áður starfað saman að útgáfú Ljóðabrots. Hljómplatan kom út í vikunni og nefiiist hún: Þegar þið er- uð nálægt. Bamaheill fá allan ágóða af sölu plötunnar. „Tónlistin ber höfúndi sínum vitni en er samt ólík Ljóðabroti,“ sagði Stefán. „Þetta er mun glaðværari tónlist og mikið um suður-amerísk áhrif. Tónlistin er aðgengileg og grípandi.“ Stefán sagði að ekki væri komið á hreint hvort plötunni yrði fylgt eftir með tónleikahaldi, en vissulega hefðu þeir áhuga á því. Hópurinn sem að þessu stendur er hinsvegar mjög stór og því erfitt að ná honum saman. „Það vom margir sem lögðu hönd á plóginn og eiga þakkir skildar," sagði Ingvi Þór. „Margir vilja leggja sitt af mörkum líkt og ég og með þvi að kaupa plötuna eignast þeir góðan grip fynr tiltölulega lágt verð auk þess sem þeir styðja gott málefni. Þau Berglind B. Jónasdóttir, Guð- rún Gunnarsdóttir og Egill Olafsson sjá um söng á hljómplötunni en Þórir Baldursson, Bjöm TTioroddsen, Matthías Hemstock, Gunnar Hrafns- son og fleiri sjá um undirleik. Hljómplatan var tekin upp i Stúdió Stemmu undir stjóm Sigurðar Rún- ars Jónssonar. Sala á hljómplötunni fer ffam í gegnum síma og er boðið upp á ókeypis heimsendingarþjónustu. Þeir sem vilja tryggja sér eintak geta gert það í síma 654260. ■ Allir lista- menn hafa verið börn Laugamesið er einn af fá- um stöðum í höfuðborg- inni þar sem hægt er að njóta ósnortinnar náttúru og hvergi annars staðar er norðurströnd Reykjavíkur óbreytt af manna höndum. í Laugamesi em margar fomminjar og þar er einn- ig Listasafn Siguijóns Ól- afssonar, sem Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns, hef- ur á undanfomum árum byggt upp sem eina virk- ustu listamiðstöð höfuð- borgarinnar. Listasafnið er með fjölskyldu- daga i samvinnu við Arbæjarsafn og í tengslum við Listahátíð nú í júní. Fjölskylduhátíðin er tviþætt; annarsvegar það sem fram fer innan dyra safnsins og hinsvegar ýmis athafnasemi utanhúss. Henni er stýrt frá sirkustjaldi sem reist hefur verið við safnið. Draumurinn stígvél I safninu hefur verið sett upp sýning á æskuteikningum Sigur- jóns Olafssonar. Birgitta Spur, forstöðumaður safnsins, sagði að Sigurjón hefði teiknað allar þess- ar myndir áður en hann fór er- lendis til náms. Elstu myndimar em frá árinu 1920 en þá var Sig- urjón 11 ára að aldri. Það eru dýramyndir, af svönum, skjald- bökum, ísbjömum og fleiri dýr- um. Við hlið myndanna er ljós- mynd af Sigurjóni ellefu ára þar sem hann stendur við vegg sem myndir hans hafa verið hengdar á, þar á meðal nokkrar af þeim myndum sem eru á sýningunni. Birgitta segir að þessi mynd sé tekin í bamaskólanum á Eyrar- bakka þar sem nemendur hafi sýnt myndir sínar. Flestar teikningarnar á sýning- unni em úr safni æskuteikninga sem hjónin Gísli Ólafsson, bróðir Sigurjóns, og Kristín Einarsdóttir gáfu safninu 1989. Birgitta staðnæmist við mynd af dreng með öfugt kaskeiti, tunnuhlemm sem skjöld og trés- verð, í stuttbuxum og stígvélum. Hún segist telja þetta sjálfsmynd og stígvélin hafi verið draumur þessa unga pilts, sem einungis átti sauðskinnsskó. Lítið sem ekkert er varðveitt af yngri teikningum eftir Sigurjón og ekkert frá námsárum hans í Kaupmannahöfn. „Hann gerði vinnuteikningar og rissmyndir af höggmyndunum á ýmis bréfsnifsi. Sennilega hefur Hótel Sauðaárkróki - Sími 93-36717 Bjóðum meðal annars upp á: *71 rúmgott herbergi m/sturtu í fögru umhverfi Sauðárgils. *Eina svítu, tilvalið fyrir brúðkaupsafmælið eða aðra rómanu'ska tilburði. *AIlar veitingar í vistlegum matsal. *Koníaksstofu með ami. *Síðast en ekki síst, mjög gimilega sérrétti scm hlotið hafa mikið lof þeirra sem reynt hafa. *Hvernig væri að sækja Drangey heim í sumar- leyfinu og líta inn hjá okkur í leiðinni? *Frá hringveginum í Varmahlíð er aðeins 15 mín. akstur til Sauðárkróks. ;!;& i;á:; I i I M : Krakkarnir fylgjast spenntir me& brú&uleikhúsi Jóns E. Gu&mundssonar. Myndir: Kristinn. honum þótt það tímasóun að vera að teikna verkin þegar hann gat unnið þau beint í efnið,“ segir Birgitta. Rauðkrítarteikningamar á sýn- ingunni em flestar frá iðnskólaár- um Sigurjóns. Þær vom unnar undir leiðsögn Bjöms Bjömsson- ar og skera sig úr fyrir listræn vinnubrögð. „Tilgangurinn með þessari sýn- ingu er m.a. að kynna æskuteikn- ingamar fyrir börnunum í dag og gera þeim grein fyrir að allir listamenn hafa eitt sinn verið böm. Það hvetur kannski sum bömin áfram en ég geri þeim jafnframt grein fyrir því að þegar Sigurjón var að alast upp vom lit- ir og pappír ekki jafn sjálfsagðir hlutir og nú. Þá reyndi á skilning aðstandenda hans og þann skiln- ing hafði hann í ríkum mæli.“ Birgitta segist hafa spurt fjög- urra ára drengsnáða hvaða mynd honum þætti flottust. Sá stutti gekk rakleitt að mynd af höfuð- kúpu og benti á hana fullur lotn- ingar. Flugdrekar og brú&ur A neðri hæðinni í Listasafninu fer fram ýmis starfsemi. Þar em haldnir tónleikar, m.a. munu nemendur Suzuki-skólans halda tónleika í safninu laugardaginn 13. júní. Salurinn hefur verið skreyttur með flugdrekum og japönskum flugum. Þetta eru litskrúðug verk og sagði Birgitta að litadýrðin í salnum væri mun meiri en venju- lega. Donald Forest Ream hefur gert flugdrekana sem hanga uppi í safninu. Ream var bandarískur eðlisfræðingur sem settist að á ís- landi ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Jónsdóttur Ream list- málara, þegar hann komst á eftir- launaaldurinn. Donald Ream sneið og saumaði litrika flug- dreka eftir nákvæmum teikning- um og flaug þeim á Landakots- túni við mikinn fögnuð bama. Ream Iést í fyrra en flugdrekamir em í eigu Bjargar Hafsteins. Þá em í safninu nokkrar jap- anskar flugur úr hríspappír og bambus, sem Björg Þorsteinsdótt- ir listmálari hefur lánað á sýning- una. Einnig prýðir pappírsverk eftir Björgu endavegg salarins. Verkið er unnið úr japönskum pappír og litaði listakonan sjálf pappírinn. Þegar okkur bar að garði í Listasafninu var Jón E. Guð- mundsson með brúðuleikhússýn- ingu. Krakkamir fylgdust spennt með skrautlegum brúðunum og höfðu auðsæilega mjög gaman af og það sama gilti um fullorðna fólkið sem var í fylgd með böm- unum. Brúðuleikhússýningamar eru á hverjum þriðjudegi meðan á fjöl- skylduhátíðinni stendur og er vissara að panta miða fyrir há- degi. Sirkustjald og ratleikir „Með þessari hátíð emm við að gera safnið aðgengilegt fyrir krakkana og samtímis tengjum við Laugamessvæðið við safnið. Þetta svæði er náttúrugimsteinn og mjög ríkt af fomminjum,“ sagði Birgitta. Boðið er upp á ratleiki um nes- ið. Krakkamir fara i hálftíma göngutúr með fullorðnum og læra að rata eftir korti. Krakkamir svara loks nokkmm spumingum og sunnudaginn 14. júní verður svo dregið úr lausnum og veitt verðlaun. Þá mun Margrét Hallgrímsdótt- ir borgarminjavörður verða með leiðsögn um svæðið á hvita- sunnudag og annan í hvítasunnu. Laugamess er íyrst getið í Njálu, en Hallgerður langbrók bjó þar um tíma. Bæjarhóllinn á nes- inu er friðlýstur, en hann vitnar um að byggð hafi lengi verið á svæðinu. Þá má sjá í landslaginu margar minjar, t.d. á Laugames- túninu, en þar em gamlar garð- hleðslur. Kirkjugarðurinn sunnan við bæjarhólinn er talinn vera frá því um 1200 og einnig er hægt að sjá steina úr hleðslu Holdsveikra- spítalans. Fyrir framan safnið hefur verið komið upp miklu sirkustjaldi sem leigt var af Kolaportinu. I tjaldinu er miðstöð fyrir ratleiki auk þess sem gestir geta málað eigin myndir og skreytt sína eigin flug- dreka sem em til sölu í tjaldinu. Sunnudaginn 14. júní verður svo flugdrekahátíð við safnið þar sem krakkamir munu láta drekana sína svífa um loftin blá, auk þess sem aðrir em velkomnir með eig- in flugdreka. Föstudagurinn 29. mai

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.