Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 9

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 9
.mrsttæti Vonarstrœti TJðmin ———---- Með bættri leguaðstöðu á Miðbakka mun stór hluti skemmtiferðaskipa geta lagst að í gömlu höfninni og þúsundir ferðamanna stíga ó land í sjólfum miðbænum. Stærri frystitogarar komast einnig beint að Faxa- markaði. Önnur hugmynd um lagningu stofnbraut- ar er að fara með hana á brú yfir hafn- armynnið og beina þyngri umferð þann- ig framhjá miðbænum. Geirsgatan myndi þá þjóna sem venjuleg miöbæjar- gata með rólegri umferð. Gamla höfnin getur rúmað ýmsa starfsemi. Smábátaút- gerö, bæði fiskibáta og skemmtibáta. Útsýnissiglingar um sundin og Viðeyjarferja gætu haft aðsetur í gömlu höfninni í miðbænum. A hafn- arbakkanum hefur fólk látið sig dreyma um markaði, ýmsa þjónustu og jafnvel söfn. Geirsgatan umdeilda. Stofnbrautin frá Sætúni og vestur Mýrar- götu sem á að hefja framkvæmdir við á næstunni. Deilt er um hvort hraðbrautin skeri gömlu höfnina frá miðbænum þar hún liggur ofanjarðar eftir hafnarbakkanum. Eldri hugmyndum um að leggja hana i göngum var hafnað vegna kostnaðar. Skemma Ríkisskipa er til sölu svo ekki er Ijóst hvaða starfsemi mun fara fram þar. Yfirbyggð göngubrú frá þriðju hæð Hafnar- húss, yfir Geirsgötu og niður á Miðbakka á að tengja miðbæjarstarfsemina og höfnina. Hafnarhús á að nýta undir miðbæjarstarfsemi svo sem verslanir, veitingarekstur og gallerí. Hugmyndir eru um að byggja glerþak yfir garð hússins. Grófartorg og Borgartorg gætu orðið skjólsæl og sólrík torg sem tengdu göngusvæði og torg miðbæjarins að Hafnarhúsi og gömlu höfninni. Hafnar eru framkvæmdir við að færa Miðbakka út og fá stóraukið athafnasvæði um leið og leguaðstaða er bætt. Strætisvagna- og umferðar- miðstöð á að rísa austan við Tollhúsið. ............................. Jarðhæð Tollhúss gæti nýst undir ýmsa miðbæjarstarfsemi í tengslum við höfnina. Höfn og bær: Pósthússtrætib, Dómkirkjan, Tollhúsiö og gamla höfnin. Nú er deilt um áhrifin sem stofnbraut þvert yfir hafnarsvæöiö hefur á áætlanir umlifandi tengsl hafnar og mióbæjar og ýmiss konar miöbæjarstarfsemi á hafnarsvæöinu. Mynd: Kristinn. Þar með væri sú strönd einnig vörðuð hraðbraut og Öskjuhlíðin afkróuð með umferðargötum. Yfir brú eba undir jöröu Á fúndi skipulagsnefndar þann 6. nóvember 1989 var lögð fram sú tillaga að Geirsgatan yrði lögð í jörðu þannig að umferðin frá Sæt- úni að Mýrargötu um Miðbakka færi um undirgöng framan við Hafiiarhús og Tollstöð. Þessi lausn var samþykkt, þótt kostnaðarsöm væri, þar eð hún þótti nauðsynleg til að hægt væri að tengja miðbæj- arstarfsemi við Austurhöfnina. I hverfaskipulagi fyrir miðbæinn frá 1990 er hugmyndin um göngin kynnt sem Hður í tengslum hafhar og miðbæjar. En fleiri hugmyndir hafa verið uppi um legu Geirsgötunnar. Sam- tökin Gamli miðbærinn lögðu til að stofhbrautin til vesturs frá Sæbraut lægju á brú yfir hafharmynnið svo að hafnarsvæðið sjálft yrði óskert af völdum umferðar. Gert var ráð fyrir að brúin lægi á Ingólfsgarði og yfir í Örfirisey. Þaðan myndi vegurinn svo tengjast stofnbrautum vestur á Seltjamames og Hring- braut. Á leiðinni yfir hafnarmynnið kæmu hvorki umferðarljós né hringtorg. Báðar þessar hugmyndir hafa verið lagðar til hliðar og samþykkt að leggja Geirsgötuna ofanjarðar yfir Miðbakka en að sögn Þorvalds S. Þorvaldssonar hjá Borgarskipu- lagi var jafhframt samþykkt að gera ekkert sem spillti fyrir því að síðar yrði hægt að setja Geirsgötuna í jörðu. Guðrún Jónsdóttir arkitekt telur að brú yfir hafnarmynnið væri ákjósanlegasta lausnin. Hún bendir á að þungaflutningar frá atvinnu- svæðum í Örfirisey fæm þá utan við miðbæinn og kæmu ekki inn í íbúðabyggð. Geirsgatan yrði ein- ungis venjuleg miðbæjargata og umferð um hana fremur hæg. Guð- rún vill einnig skoða þessa hug- mynd í tengslum við áform um miklar uppfyllingar vestan við Örfirisey og fyrirhugaða ibúða- byggð þar. Sú byggð gæti nýtt stofnbrautina yfir hafnarmynnið til að komast fram hjá miðbænum. Brú yfir hafnarmynnið leysir ekki þann vanda sem Geirsgötunni er ætlað að leysa að mati Þorvalds hjá Borgarskipulagi. Hann sagði að Geirsgatan bæri umferð sem væri á leið inn í miðbæinn og aðeins lítill hluti af þeirri umferð væri á leið hjá. Þorvaldur taldi hins vegar að brúargerð gæti orðið timabær þegar búið væri að gera landfyllingar á grynningunum og skeijunum út ffá Orfiriseynni og þar risið nýtt íbúð- arhverfi. „Þá gæti umferð þessa leiðina orðið áhugaverð," sagði Þorvaldur. í svari borgarverkfræðings við fyrirspum Guðrúnar Jónsdóttur um brú yfír hafharmynnið segir að Föstudagurinn 5. júnl kostnaður yrði mun meiri en við að leggja Geirsgötuna í göng. Auk þess er talið að aðdráttaraflið yrði lítið þar eð leiðin yrði rúmlega ein- um kílómetra lengri en Geirsgötu- leiðin. í svarinu segir að þessi lausn sé augljóslega mun lakari kostur en Geirsgata í göngum. Því vaknar sú spuming hví hætt sé við göngin? Hví ekki göng? „Það er bara peningamál,“ sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson, „göngin kosta miklu meira en þessi kynslóð hefur efhi á að borga svona ofan á allt annað.“ Hann sagði það einnig sína persónulegu skoðun að gjámar sem hlytu að myndast sitt hvom megin við þessi stuttu göng yrðu mjög ljótar. „Aðkeyrslan veldur umhverfisáhrifum sem þarf að at- huga,“ sagði Þorvaldur. Guðrún Jónsdóttir telur göngin mun betri kost en að leggja braut- ina á hafnarbakkann þar sem hún skeri þá ekki á tengsl miðbæjar og hafhar. Hins vegar er Guðrún sam- mála Þorvaldi um að athuga þurfi vel hvemig göngin koma upp. Hún hefúr einkum áhyggjur af því hvemig göngin gætu komið upp við Mýrargötuna. Sjálf hugmyndin um tengsl hafh- ar og miðbæjar nýtur víðtæks stuðnings og jafhvel þeir sem tala fyrir lagningu stofhbrautarinnar eft- ir Miðbakka telja að tengslin séu tryggð með göngubrú og þremur umferðarljósum á svæðinu. Hags- munaaðilar í miðbæ líta það hýru auga að fá skemmtiferðaskipin og aukið líf í tengslum við hafhar- svæðið. Spumingin er bara hvemig stofnbraut kemur inn í þessa heild- armynd: Höfn - hraðbraut - bær. Lifandi tengsl miðbæjar og hafn- ar og aðgangur borgarbúa að strandlengjunni er eitt af verðmæt- um Reykjavíkurborgar að mati Guðrúnar Jónsdóttur. Hún vill halda í þessi verðmæti og óttast að stofnbrautin á hafnarbakkanum spilli aðdráttarafli hafnar og mið- bæjar og skemmi þá möguleika sem tengslin þama á milli skapa fyrir endurlífgun miðbæjarins. Amar Guðmundsson f * Gisting * Veitingar * Ferðamannaverslun * Bensín og olíur Mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrár I Það stansa flestir í Staðarskála. ■ . ■ i 'r ,;S/rAt>Ami\ vSÍ/' Staðarskáli, Hrútafirði, 8-23.30 Tel. (95)11150, Fax (95)11107

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.