Helgarblaðið - 05.06.1992, Qupperneq 17

Helgarblaðið - 05.06.1992, Qupperneq 17
Helgar 17 blaðið_ Aldagamalt hatur vakið til lífs Einhvemtíma í heimsstyrjöldinni síðari bar svo til að þýskur herforingi, nýkominn af vígstöðvunum í Júgóslav- íu, mættí á herráðsfúndi hjá Fiihrer Þriðja ríkisins og gaf skýrslu um ástand og horftir í hemaðinum gegn skæmher Utos. Herforingi þessi lét við það tækifæri í ljós sérstaka hrifningu á framgöngu og vígamóði bosnísk-múslímskra herflokka, sem börðust með Þjóðverjum og bandamanni þeirra, króatísku ústasja-stjóminni. í einum bardaganum, sagði her- foringinn frá, höfðu menn Titos verið reknir á flótta og skilið eftir í valnum marga fallna og særða. Einn múslíminn hefði þá brugðið hníf og slátrað í einni runu mörg- um særðum skæruliðum, tíu eða tuttugu kannski. Hefði múslími þessi þó sjálfúr verið særður á handlegg og ekki getað notað nema aðra höndina. Þjóðarbrot í lífshættu Af öllum íbúum Júgóslavíu voru líklega bosnískir Serbar í mestri lífshættu í því stríði, e.t.v. að ffá- töldum gyðingum og sígaunum. Bosnía hafði verið innlimuð í Króatíu og þáverandi stjóm Króa- tíu ákvað að „króatisera" þennan landauka með því að knýja alla rétttrúnaðarkristna landsmenn (þ.e.a.s. Serba) til að taka kaþólsku (þ.e.a.s. að gerast Króatar). Þeir Bosníu-Serbar sem ekki gengju að þessu skyldu drepnir. Og króatíska ústasja- stjómin lét í því ekki sitja við orðin tóm. Nánast eina úrræðið fyrir Bo- sníu- Serba þá, sem ekki vildu kasta trú og þjóðemi en þó halda lífi, var að flýja á fjöll og ganga í her guðleysingjans og alþjóðasinn- ans Titos. I þeim her vora að vísu menn af öllum þjóðum Júgóslavíu, en hlutfallslega flestir og líklega langflestir vora Serbar og Svart- fellingar. Og tiltölulega margir Serbanna vora frá Bosníu og Króa- tíu. Bosnía-Herzegóvína, 51.000 ferkílómetra svæði sem mikið til er fjöll og skógar, varð og vegna landslags og gróðurfars partísön- um Titos ómetanleg, kannski mik- ilvægari en nokkur annar lands- hluti. I þvi stríði vora margir bosnískir múslímar Þjóðveija og Króata megin. Trúskipti aðals Tölum um mannfjölda þjóða/'trú- flokka þeirra þriggja, sem Bosníu- menn skiptast í, ber illa saman. Tölur frá síðustu áram benda til þess að múslímar séu fjölmennast- ir, en í sumum heimildum eldri eru Serbar taldir fleiri. Vera kynni að fjöldamorðin á Serbum þarlendis í heimsstyrjöldinni hefðu valdið ein- hveiju um þessar breyttu tölur. Þetta er sumt af því, sem liggur á bak við núverandi ógnaröld í Bo- sníu, þar sem þúsundir hafa látið lífið, tugþúsundir særst og mörg hundruð þúsund flúið land. Meðan dauðastríð hins fjölþjóð- lega ríkis Júgóslavíu fór aðallega ffam i Króatíu heyrðist stundum sagt: Þetta verður ekkert hjá því sem gerist er það brýst út í Bosníu. Og það urðu orð að sönnu. Hin fimm lýðveldin, sem sam- bandslýðveldið sáluga samanstóð af, geta með miklum eða a.m.k. talsverðum rétti kallast þjóðríki. Bosnía-Herzegóvína er hinsvegar þriggja þjóða/trúflokka land. Það ástand á rætur að rekja til 15. aldar er Ósmans-Tyrkir lögðu landið undir sig. Fram að því höfðu Bosníumenn um skeið allir verið kristnir, eins og aðrir suð- urslavar. En eftir innlimunina í Tyrkjaveldi snerust margir bos- nískir aðalsmenn til íslams og fengu með þvi haldið eignum sín- um og samfelagsstöðu. Dijúgur hluti alþýðu fór síðan á 16. og 17. öld að því fordæmi höfðingjanna. Þangab til fyrir rúmri öld • •• Fyrir þessum trúskiptum kann að hafa greitt að Bosnía var (og er) á mörkum kaþólsku af rómverskum uppruna og rétttrúnaðarkristni af grískum upprana. Því fylgdi blendni í trúnni, árekstrar og trúar- ofsóknir sem kunna að hafa leitt til þess að sumir Bosníumenn hafi orðið síður sterkir í sinni kristni en grannar þeirra og frændur. Bosnía var síðan hluti af Tyrkja- veldi Ósmansættar ffam á síðari hluta 19. aldar, eða þangað til fyrir rúmum 110 árum. Allan þann tíma vora embættismenn og stóijarðeig- endur, yfirstéttin sem sagt, úr hópi múslíma, sem voru íslamskri venju samkvæmt rétthærri en kristnir landar þeirra. Bosniskir múslímar voru yfírleitt meðal drottinhollustu þegna Tyrkjasoldáns, nema hvað þeim mislíkaði á 19. öld er hann fór á flot með breytingar ýmsar að vestrænni fyrirmynd. Óttuðust þeir að svoleiðis myndi grafa undan forréttindaaðstöðu þeirra. Ótti við endurkomu fortíöar Serbneskir/rétttrúnaðarkristnir Bosníumenn, vel þess vitandi að Tyrkjaveldi var á fallanda fæti og komnir með sjálfstæða Serbíu við hlið sér, voru þá famir að auðsýna Tyrkjum og íslömskum löndum sínum mótþróa, en allt svoleiðis var barið niður af grimmd. Þær að- farir leiddu ásamt með fleira til stríðs milli Rússa og Tyrkja, sem biðu ósigur 1878 og misstu þá Bo- sníu m.m., en landið var ekki sam- einað Serbíu eins og réttrúnaðar- krístnir landsmenn vildu, heldur lagt undir Austurríki-Ungveija- land. Sú ráðabreytni varð til þess að snúa reiði serbnesk-bosnískra þjóðemissinna gegn Austurríki og 28. júní 1914 skaut serbneskur Bo- sníumaður til bana ríkiserfingja Austurríkis-Ungverjalands í þeirri nú hartleiknu borg Sarajevo. Það banaskot varð kveikjan að heims- styijöldinni fyrri, sem leiddi til stofnunar Júgóslavíu undir serb- neskri forastu. íslamska fortíðin er annað atriði, sem liggur að baki bosnísku ógnar- öldinni. Af öllum hlutum síst vilja líklega bosnískir Serbar á ný kom- ast undir yfirráð islamskra landa sinna. Sú kynni að verða niður- staðan í sjálfstæðri Bosníu, þar eð múslímar era þar fjölmennastir þjóða/trúflokka. Skipt á milli Króatíu og Serbíu? í Bosníustríðinu hafa Króatar og múslímar staðið saman, en það bandalag er ekki trútt. I þýskum blöðum er þvi haldið fram að þeg- ar í fyrra hafi forsetar Serbíu og Króatíu, þeir Slobodan Milosevic og Franjo Tudjman, náð í megin Þorleifsson dráttum samkomulagi um að skipta Bosníu á milli ríkja sinna. Skuli Serbar fá norðurhluta landsins og sneið suðaustan af þvf (sem yrði þá innlimað í hina ,uýju“ Júgóslaviu, er samanstendur af Serbíu og Svartfjallalandi) en Króatía meiri- hluta Herzegóvínu, sem er suður- hluti lýðveldisins. Af um 4,5 miljónum Bosníu- manna kvað nú ein miljón vera flú- in land. Meðal þessara fómar- lamba stríðsins er fólk af öllum þjóðum landsins þremur, en músl- ímar þó að sumra sögn langflestir. Það heyrist að Milosevic og fleiri serbneskir ffamámenn vilji gjaman að sem flestir múslímar flýi Bo- sníu, þar eð að þeim fömum yrði auðveldara að innlima hana í Serb- íu cða skipta henni með Króötum. I fréttum af stríðinu í Bosníu hafa Serbar mest verið hafðir fyrir sökinni um manndráp og eyðilegg- ingu. Það stafar að líkindum að einhveiju leyti af því að þeir hafa til þessa verið liðflestir og best vopnaðir og því getað eyðilagt meira en hinir. En sé nánar rýnt í fféttir af vettvangi verður ekki séð að mjög hallist á með serbneskum „sétníkum" (kölluðum eftir kon- unghollum skæraliðum i heims- styijöldinni síðari), króatískum „svartstökkum" (með hugarfars- tengsl aftur á bak til ústasja) og íslömskum „grænhúfúliðum“ (grænt er helgur litur i íslam) hvað grimmd og hryðjuverkum viðvík- ur. Strí&ib „einkavasbist" Alija Delimustafic, innanríkis- ráðherra Bosníu og múslími, hefúr hvatt trúbræður sína til að drepa tíu Serba fyrir hvem drepinn múslíma. Af serbnesku sétníka-foringjun- um er hvað illræmdastur Zeljko Raznjatovic, kallaður Arkan, sem fyrir stríð var kominn á lista hjá Interpol fyrir ýmsa glæpi. í bos- nísku ógnaröldinni þrífast hann og fleiri álíka eins og fiskar í vatni. Menn Arkans hafa við hertöku ís- lamskra og króatískra þorpa og bæja myrt óbreytta borgara tugum saman, gjaman með því að skera þá á háls. Islamskan bænakallara einn negldu þeir lifandi við moskuhurð. „Þetta er villimennska, án hlið- stæðu í hinum siðmenntaða heimi,“ er skrifað í hið kunna Belgrad-blað Borba. Sumir telja að erfitt kunni að reynast að binda enda á óffiðinn, hvað sem líður meira eða minna langt komnum samningum Mi- losevic og Tudjmans og annarra ráðamanna. Serbneski herinn (fyrr- verandi júgóslavneski sambands- herinn) hefúr dregið sig að miklu leyti út úr óffiðnum, aðallega vegna þess að stríðið er orðið svo óvinsælt i Serbíu að sagt er að átta eða niu af hveijum tiu mönnum, sem þar séu kvaddir í herinn, fari í felur eða úr landi. Lömun Serbíu- hers af þessari ástæðu hefúr hraðað áður hafinni „einkavæðingu“ striðsins. Arkan og aðrir álíka af öllum stríðsaðilum taka það yfir. Og enginn trygging er fýrir því að þeir hlýði fyrirmælum frá Belgrad, Zagreb eða öðram höfúðborgum. Lifaó af landinu Þeim kvað hafa orðið gnótt til liðs meðal glæpa- og ævintýra- manna af ýmsu tagi og meðal Bo- sníumanna sjálffa, sem þora ekki að hætta við að drepa hver annan niður vegna þess að þeir þora ekki að treysta hver öðrum. Og ógnar- öldin undanfarið hefúr vakið alda- gamalt hatur til lífs á ný og bætt dijúgum við það. Herflokkamir lifa á landinu, iæna borgir og þorp og flóttafólk sem á vegi þeirra verður, „alveg eins og í þrjátíuárastriðinu," sagði króatískur kennari og þýskutúlkur. Serbneskir hermenn, sem stöðvuðu hóp íslamsks og króatisks flótta- fólks, rifú af bömum þess leikföng sem þau höföu tekið með að heim- an, brutu leikföngin og tróðu niður í aurinn. Ástæða: hermennimir voru reiðir yfir þvf að aðrir her- menn, sem flóttafólk þetta haföi áður hitt, höföu rænt það ðllu sem rænandi var. Serbneskir bardagamenn og drepnir múslimar í Bijeljina í NorSur- Bosniu - „eins og i þrjótiuórastri&i". FÖstudagurinn 5. júni

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.