Dagblaðið


Dagblaðið - 08.09.1975, Qupperneq 1

Dagblaðið - 08.09.1975, Qupperneq 1
MBBUUn írjálst, áháð dagblað Mánudagur 8. september 1975 40 síður II. bloð Glaðlegar stúlkur leystu úr spurningum áhugasamra sýningargesta, sem stundum mynduðu glaðværan farartálma framan við sýningarbás DAGBLAÐSINS. ÁTÖK FÆÐA AF SÉR DAGBLAÐIÐ Það má kalla eina undursamlega ráðstöfun skaparans/ að þrír þeir viðburðir/ sem drógu hvað helzt úr áhrifum drungans i veðrinu á höf- uðborgarsvæðinu/ áttu vissa samleið i tímanum. Ekki verða þeir allir kall- aðir hitamál/ þótt svo vildi til, að einn þeirra tók sér svið að Laugarvatni og annar í Laugardals- höllinni, en þangað teygð- isteinn angi þriðja máls- ins. Þessir viðburðir voru bændaráðstef nan, Al- þjóðlega vörusýningin og Vísis-málið. Forvitin glaðværð — þungbúnar lögbannsgerðir Að kvöldi sunnudagsins 31. ágúst var sýnt, að höfuðdags- straumurinn myndi ganga hjá, án þess að hafa i för með sér nokkrar breytingar á veðrinu. Loft var enn þungbúið, þegar dagur var að kvöldi kominn og allan daginn var búið að ganga á með rigningarhryðjum. Krakkar treystu sér varla i bió og langvarandi suddinn lagðist eins og hækkandi búvöruverð á sálir fólksins. Aðeins bjart- sýnismenn gerðu sér vonir um sæmilegt haust, en einnig þeir gerðu sér grein fyrir tvisýnunni. Inni á göngum Laugardals- hallarinnar var ys og þys, eins og á fjölförnu borgarstræti um hádegisbilið. Ungt fólk leiddist og skoðaði húsgögn i björtum sýningarbásum, foreldrar gengu með börn um svæðið, og ungar, glaðlegar stúlkur leystu úr spurningum sýningargesta eftirföngum. Þarna var forvitin glaðværð i andrúmsloftinu, feg- insamleg hvild frá sumarlöng- um veðurdrunga, þótt ekki væri nema i nokkrar dagstundir. Það var einhver alvarleg mótsögn i návist þungbúinna lögbannsaðgerða á sýningar- deild þeirra, sem boðuðu komu nýs dagblaðs á Islandi, og alger andstæða við undirtektir og við- mót tugþúsunda manna, sem þarna' fóru um. Mikill fjöldi manna tjáði stuðning við frjálst og óháð dagblað og gerðust mjög margir áskrifendur að þvi. Það er áreiðanlega eins- dæmi, að svomargir menn hafi gerzt fastir kaupendur blaðs, sem ekki var einu sinni byrjað að koma út. Hver eru rökin fyrir þeim al- mennu, vinsamlegu viðtökum, sem ákvörðun um útgáfu nýs dagblaðs hefur mætt? Hvað liggur að baki þeim átökum, sem leiddu til þeirrar ákvörðun- ar? Enda þótt hér verði rakin meginatriði hinnar sýnilegu at- burðarásar, fer þvi viðs fjarri, að nokkuð sé skyggnzt ofan i málið eða þvi gerð viðhlitandi skil að þessu sinni. Til þess er málið einfaldlega ekki svo til lykta leitt, að það sé heppilegt eða jafnvel hægt. Hér fléttast nefnilega saman á furðulegan hátt fjárhagsleg staða ein- staklinga og hópa annars vegar og pólitiskt tafl hins vegar. 1 þriðja lagi koma við sögu metn- aðar- og tilfinningamál, sem snerta tvo fyrrnefndu þættina ekki nema óbeint. Engan þess- ara þátta má þó vanmeta, þegar saga málsins verður skoðuð, þar sem.gild rök hniga að þvi, að þeir séu sums staðar óslitan- lega saman tvinnaðir. Víöavangshlaup og valdatafl Þegar Hörður Einarsson lög- maður hugðist setjast i sæti Visisritstjóra fyrir um það bil fjórum árum, hófst eins konar viðavangshlaup. Lá leiðin um misjafnlega greiðfærar yfir- ráðalægðir og hæðir og fyrir- tækja- og hlutafjárskóga þá, sem eignaraðild og aðstaða blaðsútgáfunnar byggðust á. Þeir Jónas Kristjánsson rit- stjóri og Sveinn R. Eyjólfsson framkvæmdastjóri lögðu fyrstir af stað. Þeir þjófstörtuðu ekki, náðu bara bezta viðbragðinu og hurfu nærri þvi strax úr augsýn annarra keppenda, sem voru bæði fáir og bjartsýnir á, að sið- ar i hlaupinu yrði farið um land, sem þeim yrði léttara yfirferðar i stórum stökkum en þeim félög- um. Þessi bjartsýni byggðist eink- um á tvennu: Annars vegar á gagnkvæmu trausti innan vé- banda lokaðs hóps pólitiskra samferðamanna, en hins vegar á þeim barnalærdómi, sem margir þeirra höfðu fengið að vegarnesti, að þeim mun lengri sem leiðin væri, þvi meira byggöistá úthaldinu. Vegalengd hlaupsins ætluðu þeir að á- kvarða eftir fjárhagslegu út- haldi. Þetta gat orðið langt hlaup, ef með þurfti. Ritstjórastólar við aðalmál- gögn stjórnmálaflokka á Islandi hafa löngum verið þrep á leið upp mannvirðingastigann i átt að þingsæti. Stöðu ritstjóra fylg- ir meðal annars yfirleitt sæti i miðstjórn flokks, og þangað inn er yfirleitt ekki hleypt neinum . vonarpeningi. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun, að Hörður Einarsson hafi ætlað að fara þessa leið með tilstyrk vina sinna, þegar aðrar og tafsamari leiðir voru farnar að vekja óþol. Ritstjórasætið var ekki laust fyrir og sat Jónas Kristjánsson sem fastast. Jókst af þessu máli nokkur snerra, sem stóð með litlum hvildum i nærfellt ár. Lætur nærri, að henni lyki um svipað leyti og laxveiðitimanum i Viðidalsá haustið 1973. Ásóknin i ritstjórastólinn hafði gersamlega runnið út i sandinn, en svo þótti blaða- mönnum tæpt standa um tima, að þeir lýstu þvi yfir, að þeir myndu ganga út af ritstjórn Visis þann dag sem ritstjóra- skipti yrðu með þeim hætti, sem að hafði verið stefnt. 1 þessu var full alvara, en á það reyndi ekki og var nú allt kyrrt fram um áramótin næstu og menn sáttir að kalla. Ekki var enn tekið að vora um dali og fjöll, þegar farið var að þreyta laxinn i ritstjóramálinu á Visi. Kom þetta i fyrstu eink- um fram i afskiptum af manna- ráðningum á ritstjórn blaðsins. Ágerðust þessi og önnur afskipti jafnt og þétt allt fram til vorsins er leið. Var þá orðið ekkert um að villast að hverju stefndi, enda þótt þvi væri vart trúað fyrr en á aðalfundi Reykja- prents hf., að reynt yrði að bera þá Jónas og Svein ofurliði með tilstyrk hlutafjármeirihluta fyrir opnum tjöldum. Albert tekur af skariö Til aðalfundar Reykjaprents var boðað i 14. viku sumars, en þá byrja heyannir. Stjórnarfor- maðurinn flutti skýrslu stjórn- arinnar. Var hún samfelld gleðitiðindi vegna góðrar af- komu fyrirtækisins, vinsælda blaðsins og áhrifa. Þar bar eng- an skugga á utan einn. Jónas Kristjánsson ritstjóri var sagður um það bil að hætta störfum að eigin ósk eftir þvi sem bezt varð skilið. Þakkaði stjórnarformaðurinn honum af hjarta og hrærðum huga vel unnin störf fyrir Visi i 9 ár. Var orðið nokkurt útfararsnið á aðalfundinum, þegar Albert Guðmundsson kvaddi sér hljóðs. Gerði hann að tillögu sinni, að fundurinn lýsti fyllsta trausti á Jónas Kristjánsson og að reynt yrði til þrautar að fá hann til þess að ritstýra Visi áfram. Þetta var ekki inni i myndinni, sem Ingimundur og félagar hans höfðu dregið upp af þessum fundi. Þarna var komið að kjarna málsins fyrr en áætl- að var. Alltaf hafði verið gert ráð fyrir þvi, að ritstjóramálin yrðu afgreidd af sjálfu sér um leið og stjórnarkjörið. Baldvin Tryggvason, sem var fundarstjóri, spurði Albert, hvort hann vildi ekki taka tillög- una aftur. Albert kvaðst sjálfur myndu leita eftir aðstoð við málaflutning, ef hann teldi þess þörf. Afþakkaði hann ábendingu fundarstjóra mjög ákveðið. Var nú ekki um neitt að velja. Til- lögu Alberts varð að bera undir atkvæði fundarmanna. Þegar hér var komið, rikti fullkomin óvissa um það, hvern- ig atkvæði myndu falla. Þórir Jónsson (Ford-umboðið) var ekki á fundinum, en Sveinn R. Eyjólfsson fór með atkvæði hans og ekki vitað um neinn fyr- irvara um meðferð þeirra i svo óvæntu tilviki sem þvi, sem upp var komið. Við atkvæðagreiðsl- una hlaut tillaga Alberts yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, en sýnilegt þótti, að þeir Sveinn og Ingimundur hefðu gert sam- komulag um hjásetu, a.m.k. með eitthvað af þeim umboð- um, sem þeir fóru með. Nú gat ekki lengur dulizt, að full alvara var i taflinu og að hér var eins og i kvikmynd sviðsett- ur sá ágreiningur, sem svo mjög hafði verið talað um að vera mundii Sjálfstæðisflokknum, og þá einkum á milli Gunnars Thoroddsens og Geirs Hall- grímssonar. Ekkert skal fullyrt um það, hversu sannsöguleg þessi mynd var um það efni, en hinu má ekki gleyma, að sam- keppnin um bændafylgið i land- inu er af öðrum toga, eftir þvi sem séð verður, og persónuleg kappgirni i pólitiskum frama- vonum einstaklinga enn öðrum. Fróðlegt verður að skoða þessa þætti nánar, þegar þokunni létt- ir. Stjórnarkjör fór þannig, að Ingimundur Sigfússon, Guð- mundur Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen, Sveinn R. Eyjólfs- son og Þórir Jónsson hlutu kosn- ingu i aðalstjórn. Enda þótt Sveinn færi með atkvæði Þóris á aðalfundinum, var mikill vafi talinn leika á þvi, hver afstaða Þóris yrði til deilumálanna, þegar á hólminn kæmi. 1 vara- stjórn voru kjörnir Hörður Ein- arsson, og Sigfús Sigfússon. bróðir Ingimundar. Samsæri þagnarinnar — yfirlýsing Sveins Þessi aðalfundur varð frægur og mikið um hann rætt manna á meðal. Hans var getið i fréttum útvarps og sjónvarps og sumra blaða, einkum Þjóðviljans og Alþýðublaðsins. Timinn, Morg- unblaðið og Visir þögðu að heita mátti. Ljóst var, að úrslit voru ráðin á aðalfundinum i ritstjórnar- málum Visis. Hins vegar var ekki vitað, hver þau yrðu, fyrr en stjórnarfundur var haldinn. Á milli aðalfundarins og fyrsta stjórnarfundar urðu gifurlegar umræður um málið sem fyrr segir. Kvað svo rammt að hvers kyns missögnum, að hinn 24. júli sá Sveinn R. Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri sig tilknuinn að birta yfirlýsingu vegna þeirra. Meðal annars vék hann að þvi atriði i ræðu formanns á aðal- fundinum, sem vitnað hafði ver- ið til i fjölmiðlum með þeim skilningi, að Jónas hefði nánast gert samning um að hætta rit- stjórastörfum á Visi. Tók Sveinn af öll tvimæli um, að slikt væri hið mesta ranghermi. Jónas hefði alls ekki sagt upp störfum og hvorki fráfarandi né nýkjörin stjórn hefðu á nokkurn hátt bókað neitt um, að störfum Jónasar myndi ljúka á næstunni og að aldrei hefði verið um það rætt, að honum yrði yfirleitt nokkurn tima sagt upp störfum. ;Hins vegar kvað Sveinn hið rétta i málinu vera það, að Jónas hefði „gefið til kynna, að hann hygðist hætta störfum við blaðið”, eftir að framkvæmdir hefðu verið samningar milli ein- stakra hluthafa um umfangs- miklar tilfærslur á hlutafjár- eign i félaginu Reykjaprenti hf., svo og Járnsiðu hf. Þessar til- færslur hefðu þýtt það, að úr áð- urnefndum félögum hefðu geng- ið menn, sem Jónas taldi ó- heppilegt að missa sem sam- starfsmenn. Úr þessum samn- ingum hefði enn ekki orðið af á- stæðum, sem Jónasi væru óvið- komandi, og þvi út i hött og eng- an veginn timabært að gefa opinberar yfirlýsingar um að hann væri að hætta sem ritstjóri Visis. Þá vakti Sveinn athygli á áskorun aðalfundar til Jónasar. þar sem hann var hvattur til að „endurskoða” afstöðu þá, sem kynnt hafði verið. Með öðrum orðum hefur enn ekkert gerzt, þegar Sveinn gefur þessa yfir- lýsingu. annað en það, að aðal- fundur útgáfufélags Visis hefur vottað Jónasi Kristjánssyni traust og farið þess á leit við hann að vera áfram ritstjóri

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.