Dagblaðið - 08.09.1975, Síða 7

Dagblaðið - 08.09.1975, Síða 7
Dagblaöið. Mánudagur 8. september 1975. túrlárétt eftir gólfi losnar mað- ur við þennan óþarfa tengilið sem stöpullinn er og gólfið sjálft verður bakgrunnur, hluti af myndinni. Caro er brautryðj- andi i þessari tegund af skúlp- túr, en þessu þarf fólk hérlendis að venjast, það þarf að læra að lesa skúlptúr á þennan hátt, nið- ur á við. „Skriðin” eru svo eins- konar „relief” án ramma og þau hafa vegginn sem bak- grunn. A.I.: Er einhver munur á vinnubrögðuni þinum eftir þvi hvort þú vinnur svifmynd eða gólfmynd? H.S.: Já. Ég geri bæði teikningar og módel af „Svifun- um”, en gólfverkin vinn ég aftur á móti mun frjálsar, úr þeim málmbútum sem ég hef safnað að mér hverju sinni. Ég hef gaman af þvi að eiga miklar birgðir af járni til að moða úr. Það er viss likamleg upplifun sem fæst við það að vinna gólfskriðin, ■ maður lyftir járni, færir það til og festir. Maður er i raun að vinna þau með öllum likamanum, fremur en með augum og höndum ein- göngu. A.I.: Nú eru „Gólfskriðin” og „Fansarnir” y firgripsm ikil verk sem hlykkjast eftir gólfinu. Vilt þú að fólk gangi inn i þau til að „upplifa” þau, eða skoði þau úr fjarlægð með þvf að hring- sóla, eins og hefðbundinn skúlp- túr? H.S.: Það kom maður á sýninguna hjá mér nýlega sem fannst eitt „Gólfskriðið” vera svo dæmalaust gott verk vegna þess að hann gat setið á þvi. Ég hef aldrei getað skilið þennan hugsunarhátt. Skúlptúr er ekki til að ganga inn í, til þess höfum við hús. Ég vii að fólk gangi i kringum verkin og grandskoði þau þannig, lesi i rólegheitum úr formunum og tengingu þeirra. Aftur á móti hef ég oft gaman af þvi þegar börn koma i heimsókn og leika sér innan um verk min, það gefur þeim visst lif. En þá erum við að sjálfsögðu komnir út i leikföng, sem er jú allt annar hlutur. A.I.: Hversvegna málar þú þinn skúlptúr og hvað ræður lit- unura? H.S.: YfirJeitt hugsa ég um liti á verkum frá upphafi. Þeir eru e.t.v. tilfinningaatriði sem byggjast á stemmningu hvers verks. Séu tvö vérk unnin frá svipuðum grunni, þá kemur fyrir að þau fá sama litinn. Járnið sjálft ræður þarna nokkru um, mér finnst að það sé einfaldlega efni sem ég geti málað án þess að eiginleikar þess tapist, sem er ekki hægt þegar um eir eða trémyndir er að ræða. A.I.: Ert þú aldrei hræddur við að iiturinn dragi athygli áhorfenda frá massa og form- skipun? H.S.: Hann hlýtur að gera það að einhverju leyti. Hann má ekki vera svo skerandi skær að hann dragi athyglina alveg frá forminu. Liturinn getur iika lengt verkið saman á virkan hátt. Hins vegar finnst mér að min litavinna sé i rauninni nokkuð einhæf. A.I.: i hvernig umhverfi viltu helst sjá þinn skúlptúr? H.S.: Svifmyndirnar get ég varla imyndað mér nema innandyra. Gólfmyndirnar þurfa aftur á móti slétt plan sem má ekki vera stallur. Ef þær eru útiviðþurfa þæreinhverja veggi i nánd til að hverfa ekki, vegna þess hve opnar þær eru sem konstrúksjónir. Þær fúnkera best í lokuðu rými. A.I.: Hvernig er svo vinnuað- staöan hér að Korpúlfsstöðum? H.S.: Eíins og þú veist fékk Myndhöggvarafélagið hér ókeypis aðstöðu, sem ég fyrir minn part hef notað mér. Þetta var fyrir tveim árum, en siðan hefur félagið rætt um staðinn i sifellu, en ekki gert handtak. Hér er nefnilega hægt að gera heilmikið ef menn kæra sig um, nóg er plássið. Þessi aðstaða er i raun á við margföld lista- mannalaun og þvi er sárgræti- legt að ekkert skuli vera gert. Þetta er ein ástæðan fyrir þvi aö ég held mina sýningu hér, til að vekja athygli á staðnum og þeirri aðstöðu sem hér býðst. Hallsteinn á sýningu sinni á Korpúlfsstööum. A.I.: Svo við vikjum að þess- ari sýningu, þá virðist mér hún skiptast i þrennt, i svifmyndirn- ar „Svifin”, í „Skriðin” á veggj- unum og „Gólfskriöin” og „Fansarnir” á gólfi. Ert þú e.t.v. að kanna þrennskonar af- stöðu gagnvart myndverki meö þessum þrem tegundum verka? H.S.: Jú, það mætti lita þannig á sýninguna. Staðsetn- ing myndverks skiptir óskap- lega miklu máli. Samband áhorfanda verður allt öðruvisi við gólfmynd en t.d. svifmynd eða veggmynd. Svif- mynd verður að hanga þannig að áhorfandi komist i rétt sam- bandvið formskipun hennar allt i kring og taki einnig til greina léttleika hennar, það að hún svifur. Með því að leggja skúlp- LANCOME UTSOLUSTAÐIR: REYKJAVÍK ÓCtJLUS — Austurstræti 7 SÁPUHÚSIÐ — Vesturgötu 2 BORGARAPÓTEK — Alftamýri 1—5 HOLTSVAL — Langholtsvegi 84 Snyrtivörudeildin GLÆSIBÆ — Alfheimum 74 MÓNA LÍSA — Laugavegi 19 Snyrtistofan ÚTLIT — Garðastræti 3 Snyrtistofan Hótel Loftleiðum HAFNARFJÖRÐUR HAFNARBORG — Strandgötu 34 AKRANES Verzlunin ELVA — Kirkjubraut 6 Keflavik Verzlunin EDDA — Hafnargötu 61 AKUREYRI VÖRUSALAN — Hafn- arstræti 104

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.