Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Þriðjudagur 9. september 1975 3 TÆKNINEMAR GRIMMIR í GARÐ MENNTAMÁLAYFIRVALDA: TELJA HÆTTU Á AÐ SKÓUNN LEGGIST NIÐUR Nemendur Tækniskóla (slands telja nú mikla hættu á því, að skólinn leggist með öllu niður vegna óútkljáðrar iauna- deilu kennara og stjórn- valda menntamála og fjármála. Leita þeir nú stuðnings hjá nemendum allra framhaldsskólanna við tilraunir sinar til þess að koma í veg fyrir, að þannig fari. Hafa þeir jafnframt lýst fullri á- byrgð á hendur stjórn- valda vegna þessara og annarra aðgerða af nem- enda hálfu í þessu brýna hagsmunamáli. . Við skólann starfa 10 fastir kennarar en á niilli 40 og 50 stundakennarar. Að sögn for- ystumanna nemcnda telja kennarar Tækniskólans, að þeim beri sömu laun og hlið- stæðir kennarar við Háskóla islands fá, enda sé að öllu leyti um hliðstæða kennslu að ræða. Til dæmis er unnt að Ijúka há- skólastigi i byggingartækni- fræði i Tækniskólanum. Auk þess er hliðstæð kennsla að þvi inarki, scm rafmagnstækni- fræði og véltæknifræði er kennd hér við Tækniskólann. Almennur fundur nemenda á- telur harðlega þau vinnubrögð menntamálaráðuneytisins að hafa ekki leyst þessa deilu, svo að kennsla gæti hafizt á eðlileg- um tima þ.e. 1. sept. Hin harða gagnrýni nemenda á þetta ráðu- neyti er reist á þeim rökum, að með þvi að kasta þessu vanda- máli yfir til fjármálaráðuneyt- isins, án þess að fylgja þvi eftir, hafi ráðuneyti menntamála brugðizt hlutverki sinu. Ekki er vitað, til hvaða ráöa nemendur Tækniskólans fara fram á, að aðrir skólanemendur gripi þeim til hjálpar, en sjálfir mæta þeir á miövikudaginn i sinum skóla. Verði þessi deila þá ekki til lykta leidd og kennsla hafin, telja þeir að skólahaldið sé niður fallið og hvetja til sam- úðaraðgcrða. -BS - Brosir blíft í gapa- stokk! Ekki eru það alúðlegar mót- tökur, sem nýliðarnir i Menntaskólanum i Hamrahlið eiga i vændum. Byrjandans raunireru margar, þar á með- al eru þessar móttökuathafnir i skólunum, sem orðnar eru hefð hjá hverjum skóla. t gær voru þeir i Hamrahliðinni að æfa sig fyrir „jamberingar". sem fram fara siöar i vikunni. Þá lenti hún þessi laglega stúlka i gapastokknum. — og tók þvi hreint ekki illa. (Ljósm: Ragnar Th. Sigurðsson). Stuðnings-maðurinn gerður 7/séra,# Annar ófanginn í Hawaiiferðina — nœst er það spurningin um höfuðborg Kanada Sóknarbörnum i Nessókn þótti heldur vandast málið, þegar þul- urinn boðaði kynningarmessu, sem fluttyrði af umsækjandanum Óskari Friðrikssyni. Áður var kunnugt um umsækjendurna séra Guðmund óskar Ólafsson og séra Örn Friöriksson. Mikill áróður er liaföur i frammi fyrir umsækjendur og gefa sumir „stuðningsnienn” til- heyrandi, en ekki alltaf að sama skapi viöeigandi upplýsingar um keppinautana um brauðið. Sjáifir fara þeir að öllu mcð þeirri hóf- semi, sem einkennir þjóna guðs. Fyrrgreind kynning stafaði af mistökum þular, en vitað er, að Óskar Friðriksson veitir forstöðu skrifstofu, sem stuðningsmenn annars umsækjenda reka, en Ste- fán Pálsson stýrir skrifstofu hins. Á kjörskrá eru nærri 6 þúsund manns, þar af 1.238, i Seltjarnar- neskaupstað, sem heyrir undir Nessókn. Hafa Seltirningar að vonum talið eðlilegt, að þeir fengju sérstakan prest. Leit út fyrir, að þeir tækju ekki þátt i prestkosningum þeim, sem verða i Nessókn hinn 21. september næstkomandi, en nú mun þó svo hafa skipazt, að Seltirningar ganga til kosninganna sem önnur sóknarbörn i Nessökn. — BS — Seun fer að kdlna á Fróni. Suður á Hawaii verður þó engu siiku að dreifa, og kannski verð- ur einhver af föstum áskrifend- um DAGBLAÐSINS einmitt á sólarströndum þar syðra um sama leyti og við verðum að moka okkur út úr snjósköflun- u m. Kn sem sagt, getraunin okkar heldur áfram i dag, — 2. hluli hennar fylgir hér með og nú er spurt um höfuðborg Kanada. Safnið úrklippunum saman og sendið okkur, þegar 8 hlutar getraunarinnar hafa verið birt- ir. Sem fyrr er nauðsynlcgt að láta ekki fljótfærnina ráða. Kannski er rétt að spvrja ein- hvern sér fróðari um landafræði — eða þá að fletta upp i upplýs- ingaritum? 2. Hvað heitir höfuðborg Kan- ada? A: Montreal B: Toronto C: Ottavva

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.