Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 21
Dagblaöiö. Þriöjudagur 9. september 1975 21 Verð þarf ekki alltaf að vera i beinu samræmi við gæði, þrátt fyrir að það liti út fyrir að vera nokkuð útbreiddur misskilning- ur. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem fréttamaður Dag- blaðsins aflaði sér i verðsaman- burðarleiðangri sinum á dögun- um, færist þó i vöxt, að neytend- ur kynni sér betur hvað er á boðstólum i verzlunum, hver verðmunur er á svipuðum vör- um og hvað gæti reynzt hag- stæðast að kaupa. Gæði eru oft spurning um smekk fólks. Avaxtasúpa frá Vilko, sem kostar ef til vill 30-40 krónum meira en ávaxtasúpa frá Maggi, þarf ekki að vera betri i sjálfu sér, en fólki getur þótt hún bragðbetri, hægari til framreiðslu og svo framvegis. Og eins ber að taka tillit til þess viö verðsamanburð, hvort tekur 5 minútur eða 30 mínútur að laga matinn, og þvi kann að vera hæpinn sparnaður i að kaupa vöru, sem aðeins er litið eitt ódýrari, þegar reiknað er með vinnu, rafmagnseyðslu, af- skriftum af pottum og pönnum og þar fram eftir götunum. En vangaveltum sem þessum er fyllsta ástæða til að taka með fyrirvara, hver og einn neytandi verður sjálfur að gera upp við sig, hvað honum þykir hentug- ast og hagkvæmast. 175 eða 246 fyrir sykurkilóið Fyrr á þessu ári spratt sykur- verð upp úr öllu valdi. Kostaði þá sykurkilóið rúmlega 400 krónur þar til nokkrir kaup- menn tóku sig saman, keyptu mikið magn af sykri og komu verðinu niður fyrir 200 kr. á kiló. Þá var viða i verzlunum hægt að sjá — og kaupa — sams konar sykur á tvenns konar verði, allt eftir hvar i hillunni hann var. Svipaða sögu er að segja þegar söluskattshækkun verður. I verðsamanburðarleiðangri Dagblaðsins var ódýrasta syk- urinn að fá i SS-Glæsibæ, þar kostar kilóið 175 krónur, en er aðeins til i tveggja kilóa pakkn- ingum. Einnig er hægt að fá sykurkilóið á 175 kr. i Hagkaupi — ef keyptur er 50 kg sekkur,en að öðrum kosti 185 kr. 1 Kaup- garði kostar sykurkg 180 kr. i 50 kg sekkjum og fæst ekki öðru- vfsi. í Hólagarði i Breiðholti kostar sykurkg 206 kr. og fæst einvörðungu i 2 kg pakkningum. KRON selur einnig sykur i tveggja kg pakkningum og kost- ar hann 198 kr. hvert kg. Hjá Silla & Valda kostar kg 244 kr. og i Kjörbúð Dalmúla 246 kr., þar er það dýrast. Hveiti er dýrast i Hólagarði, þar kostar 522 kr. 10 lbs poki. Sams konar poki kostar i KRON 436 kr., 452 kr. i Dalmúla, 470 kr. i SS-Glæsibæ, 475 kr. i Hagkaupi og sama magn myndi kosta 495 kr. í Kaupgarði, en þar fást að- eins 2 lbs pokar. 94 kr. munur á slögum Með hámarksálagningu mega slög kosta 274 krónur en i Hagkaupi er hægt að gera kjarakaup, þar kosta þau aðeins 180 krónur. KRON er næst hag- stæðast, þar fæst kilóið fyrir 210 krónur, Silli & Valdi selja kg á 254 kr. en SS, Kjörbúð Daimúla og Hólagarður halda sig við Verðsamqnburður Dagblnðsins: MESTU MUNAR Á EGGJUM OG KJÚKLINGUM A tif i Þaö færist mjög I vöxt, aö fólk beri saman verö á vörum i verzlunum — þaö sannar m.a. uppgangur stórra vöruhúsa á borö viö Hagkaup, Kaupgarö o.fi. Einnig taka kaupmenn sig saman og geta þannig lækkaö vöruverö — en samt er mismunur oft ótrúlega mikili. hæsta verðið, 274 krónur. Kaup- garður vinnur sjálfur úr sinum slögum, þannig að þar mun fást ágætis rúllupylsa. Te er alls staðar mjög svipað, kostar frá 44 krónum (20 pokar af Melrose’s) i Hagkaupi og upp i 49 krónur i SS. Aðrar tegundir (i pokum) eru einnig til, flestar eitthvað dýrari, en liklega ger- ast beztu kaupin i kinversku tei i 100 poka pakkningum; ein- hverjum kann að þykja slikt te misjafnlega gott. Nú orðið eru algéng hrisgrjón, sem ýmist eru búin undir mjög stutta suðu, eða þá suðu i sjálf- um umbúðunum (boil-in-bag). Við völdum þó River Rice, al- gengustu tegundina af „gamla skólanum”, og i þvi gerast beztu kaupin i Kjörbúð Dalmúla, þar sem einn pakki, sem vegur eitt enskt pund, kostar 79 krónur. Dýrast er það i' KRON, 98 krón- ur. Kaupgarðurselur slika pakka á 94 krónur, Hólagarður á 95 krónur, Silli & Valdi á 98 krónur en Hagkaup og SS á 92 krónur. Marmelaði og sulta Af appelsfnumarmelaði eru til margar teg. ódýrasta marmelaðið islenzkt fæst i Hag- kaupi og kostar 254 krónur, en i Kaupgarði fæst þó ódýrara marmelaði, danskt, sem kostar 251 krónu. Um er að ræða 450 g pakkningar. Dýrasta marme- laðið fundum við i Silla & Valda á 296 kr., en þar fékkst einnig 360 g pakkning á 225 krónur. Hagkaup á einnig danskt marmelaðiá 272 kr. SS selur is- lenzkt á 272, danskt á 273, sænskt á 276 og irskt á 296 krón- ur. Dalmúli átti eina tegund, danska, sem kostar 311 krónur, Hólagarður átti 340 g pakkningu á 283 kr., islenzka 400 g pakkn- ingu á 238 og aðra 400 g danska á kr. 285. KRON átti þrjár tegund- ir, 450g á kr. 267, 293 og 345. Þegar kom að sultu var úr vöndu aðráða,sérstaklega hvað varðaði islenzka framleiðslu, þvi hún var með öllu ómerkt. Pokinn af jarðarberjasultu frá Val var ódýrastur i Kaupgarði, kostaði 179 krónur, Sanitas-poki kostaði 220 krónur i Kjörbúð Dalmúla, en dýrust var 450 gramma pakkning i SS: 491 króna. t öðrum verzlunum var verðið allt þar á milli. A eggjum munaði 145 krónum á kilói i Hagkaupi (350 kr.) og Silla & Valda (495 kr.). Eggja- kfló i Kaupgarði kostar 410 kr., 415 kr. i SS, 390 i Dalmúla og 430 kr. i KRON og Hólagarði. I þriðju Breiðholtsverzluninni, Straumnesi v/Vesturberg, sá- um við egg auglýst á 370 kr. hvert kiló. 150 kr. munur á kjúklingakilóinu Kjúklingar voru ódýrastir i KRON á kr. 710 en dýrastir i Hólagarði á kr. 860 hvert kg. 1 Kaupgarði var verðið 730 kr., i Hagkaupi 770, i SS og hjá Silla & Valda kr. 780 og i Dalmúla kr. 750. Unghænur voru ódýrastar i Dalmúla, kr. 450 hvert kg, en siðan hjá Silla & Valda á kr. 489 hvert kg, en KRON fylgdi fast á eftir með kr. 490. Dýrast var unghænukilóið i Hólagarði, þar sem verzlunarstjórinn gaf okk- ur upp 560 kr. á kiló. Kaupgarð- ur átti ekki unghænur i augna- blikinu, Hagkaup seldi á 500 kr. 1 kilóið og SS á 525. Tómatsósa var svipað vanda- mál og marmeiaðið, þegar kom að innlendri framleiðslu: engar visbendingar um magn og sam- setningu. Ódýrasta tómatsósan, sem virtist i sambærilegu magni, kostaði 163 kr. i Kaup- garði og var itölsk. Valstómat- sósan i plastflösku var dýrust hjá Silla & Valda á kr. 226, KRON og Hólagarður seldu sams konar flöskur á 223 krónur og Hagkaup á kr. 202. Libby’s tómatsósa kostaði frá 168 krón- um i Kaupgarði og upp i 186 krónur i Dalmúla. Sardinur voru ódýrastar hjá Silla & Valda á 76 krónur, en þar voru einnig til islenzkar sardin- ur á 80 g 118 krónur dósin. Sama verðvará islenzkum sardinum i SS, Dalmúla, og Hólagarði, Kaupgarður seldi islenzkar sar- dinudósir á 110 krónur, Hag- kaup á 107 krónur. Norskar sar- dinur kostuðu 91 kr. og 126 kr. i SS, 115 i Hagkaupi, danskar sar- dinur kosta 110 kr. i Hagkaupi, 118 i SS, 124 hjá Silla &Valda og 133 i KRON. Pakkasúpa frá 48 kr. — 184 kr. Mjög misjafnt verð var á pakkasúpum en yfirleitt virtist Vilko-súpa dýrari. Dýrasti súpupakkinn fékkst i SS, Toro, á kr. 184. Ódýrasti pakkinn var af gerðinni Royco, kostaði 48 krón- ur i KRON. 1 Kaupgarði kostaði pakkasúpa frá 89 kr.-149 kr., i Hagkaupi 69-89, i SS 117-184, hjá Silla & Valda frá 102 kr.-124kr., i Dalmúla frá 90 kr.-160 kr., i Hólagarði frá 99-142 og i KRON frá 44-120. Rúsinur voru i mismunandi pakkningum, en algengastar virðast vera sólskinsrúsinur frá Kalifomiu, sem koma i 250 g pakkningum og kosta frá 128 kr. (SS) og upp i 133 kr. (KRON). 425 gramma pakkning kostar i Hagkaupi 256 kr., 340 g hjá Silla & Valda kr. 168. Kina eða Ástralia? Niðursoðnar perur i heildós- um fengust ódýrastar i KRON, s-afriskar, og kostuðu 210 krónur. Algengt verð á perum var I kringum 250 krónur á dós en dýrastar voru perurnar i Hólagarði, kostuðu 294 krónur dósin. Þærperureru ástralskar, en Hólagarður býður einnig upp á ástralskar perur á 280 krónur. 1 öðrum verzlunum var verðið allt þar á milli. Mest ber á áströlskum perum og banda- riskum, einnig eru til s-afriskar og Silli & Valdi áttu kinverskar perur. KRON og Hagkaup selja ó- dýrustu hálfdósirnar af gulrót- um og grænum baunum, is- lenzkar á 118 kr. Dýrastar voru bandariskar dósir á 190 krónur i SS-Glæsibæ, Silli & Valdi áttu ekki slika vöru, Kaupgarður og Dalmúli selja hálfdósina á 120 krónur, SS og Hólagarður á 130 krónur og einnig eru til franskar gulrætur með grænum baunum i Hagkaupi á 175 krónur. 1 öðrum verzlunum er svo væntanlega enn annað verð, en hér látum við staðar numið — i bili, neytendur sjálfir taka við. VW hljóðkútar í 1200-1300-1302-1303-1500 Verð kr. 5.480 með þéttingum og krómrörum G.S. varahlufir Ármúla 24, sími 36510 Frímerkjamiðstöðiit, Skólavörðustíg 21 a Sími 21170 Q! Tannlœknar óskum«ftir að ráða tii starfa nokkra tannlækna við skóla- tannlækningar borgarinnar. Upplýsingar um starfið veitir y firskóla tannlæknir. Skriflegar umsóknir með uppiýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar til yfirskólatannlæknis eigi siðar en 17. september n.k. Heilsuverndarstöð Reykjavikur Iðnaðarlóð Vil komast i samband við aðila, sem hefur stóra iðnaðarlóð á Reykjavikursvæðinu til umráða með samvinnu um byggingu eða kaup á lóðinni. Upplýsingar i sima 33110. _______

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.