Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 24
HMEBIAÐIÐ frfálst, úháð dagblað ÞriOjudagur 9. september 1975 TAYLOR ÍSVÉLAR Eiríkur Ketiisson Smáauglýsingar Dagblaðsins hafa þegar tekið forystu. — símamóttaka S. 23472 — 19155 83322 IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAflÐJAN SIMI: 19294 HVER TEKUR AF SKARIÐ? ASÍ EÐA RÍKISSTJÓRNIN? Þýzku njósn- ararnir senn án íslenzkra vista:______________ Afgreiðslubann á þýzku eftirlits- eða frekar njósnaskipin var til um- ræðu hjá rikisstjórninni, þegar blaðið fór í prentun í morgun. Margt benti til þess, að annaðhvort ríkis- stjórnin eða alþýðusam- tökin mundu grípa til þess- ara aðgerða, þótt ekkert hefði enn verið endanlega ákveðið. „Þaö er vissulega sjálfsagt aö athuga, hvaö viö getum gert i þessu striöi,” sagöi Björn Jóns- son, forseti ASl I morgun i viðtali viö Dagblaöið. Björn sagði, aö vel kæmi til greina, að islenzka verkalýös- hreyfingin gripi til aðgerða gegn þýzku eftirlitsskipunum, til dæmis meö þvi að koma i veg fyr- ir, aö þau fengju afgreiðslu i höfn- um. Það voru þýzk verkalýðsíélög, sem hófu aögeröir gegn islenzk- um skipum með löndunarbanni. Þetta var gert með vitund þýzku stjórnarinnar og óbeinu sam- þykki. Björn taldi ekki ósennilegt, að máliö yröi tekið fyrir á miö- stjórnarfundi Alþýðusambands- ins á miðvikudaginn. Slikar aögerðir væru „engan veginn út úr kortinii.” Uppivöðslusemi þýzku eftirlits- skipanna fer vaxandi. —HH Móðir og 4 börn í bílslysi: Húsið rifnaði af jeppanum — engan sakaði Fjögur börn á aldrinum 6-16 ára voru með móður sinni i kraft- miklum jeppa, sem hvolfdi á þjóðveginum fyrir austan Markarfljótsbrú klukkan 16.30 á laugardaginn var. Við veltuna skekktist toppurinn svo, að hann losnaði af bilhúsinu, þegar bif- reiðin rann á þakinu nokkurn spöl eftir veginum. Varð toppurinn loks alveg laus og i honum þrjú barnanna. Slösuðust þau ekkert. Fjórða barnið sat I framsæti við hlið móður sinnar sem ók bilnum. Voru bæði i bilbeltum. Slapp barnið ómeitt, en konan skarst nokkuð, og var óttazt, að hún hefði skaddazt eitthvað meira. Var hún flutt á Borgarspitalann i Reykjavik, þar sem hún liggur enn. Liður henni vel eftir atvik- um. „Þetta var ljót aðkoma”, sagði Guðjón Einarsson, lögreglu- maður á Hvolsvelli, i viðtali við DAGBLAÐIÐ. Kvað Guðjón það ganga kraftaverki næst, að þarna skyldi ekki verða alvarlegt slys, en sennilegt mætti teljast, að bil- beltin hafi að minnsta kosti bjargað þeim, sem fram i sátu. Óhappið virðist hafa orðið með þeim hætti, að konan á jeppanum, sem er Chevrolet-Blazer frá Þor- lákshöfn, hafi ætlað að fara fram úr bil, sem á undan var. Hafi þá jeppinn farið svo út I végarkamb- inn, að konan hafi snarsveigt inn á veginn aftur með þeim af- leiðingum, sem að framan greinir. —BS FJÓRIR STRIPLINGAR Á — ökumaður kappklœdd stúlka Um verzlunarmannahelgina bauð Lionsklúbburinn á Reyðarfirði gömlu fólki i ferða- lag upp á Héraö. 1 bakaleiðinni var numið staðar við sæluhúsiö á Fagradal. Þá mætti bæði ljón- um og öldruðum óvenjuleg s jón: Fjórir ungir menn voru þar að leik gersamlega kviknaktir. Piltar þessir höfðu komið niður á Reyðarfjörð og opin- berað þar nekt sina, meðal annars haldið til verzlunar i sjoppu á staðnum. Að sögn Sigurjóns Scheving, lögreglu- þjóns á Reyðarfirði, höfðu þeir komið þangað i bil, sem stúlka ók. Hún var þó kappklædd, FERÐ meira að segja i lopapeysu. Fólkinu var visað frá Reyöar- firði og hélt þá upp á Fagradal, þar sem það geröi hinum öldruðu hverft við, sem fyrr segir. Seinna hélt það áfram för sinni um Austurland og lyktaði með þvi, að einn piltanna var tekinn ölvaður við akstur. Hann var þá að visu i fötum. Fólkið er úr Reykjavik. ANNA MARÍA, KONSTANTIN OG JUAN BALLI HJÁ INGIMAR EYDAL CARLOS Á Þá höfum við Islend- ingar eignazt okkar konunglegu hljómsveit. Á föstudaginn gerðist það i klúbbi hljóm- sveitarinnar Los Valldemosa i Palma á Majorku, að Konstant- in fyrrum Grikklands- konungur og Anna Maria drottning hans ásamt Juan Carlos, rikiserfingja Spánar, sóttu dansleik hljóm- sveitar Ingimars Ey- dals. Ingimar og fólk hans var að ljúka klukkustundar dagskrá, þegar hið eðalborna lið gekk i salinn. Varð hljómsveitin að leika I aðra klukkustund til og lauk því þannig, að konungurinn útlægi þakkaði Ingimar sér- staklega með handabandi. Anna Marla fékk sinn skerf, danslag, sem Helena Eyjólfsdóttir söng á dönsku. Troðfullt var I klúbbn- um og var að sögn gerður góður rómur að leik hljómsveitarinn- ar — svo ekki sé minnzt á nær- veru kóngafólksins. -ÓV. Landhelgisgœzlan um Þjóðverjana: „NÆR ENGRI ÁTT" „Þetta nær engri átt. Við von- um, að eitthvað verði gert á rikis- stjómarfundinum i dag, þar sem fjallað verður um hugsanlegar aðgerðir gegn eftirlitsskipunum þýzku,” sagði Hálfdán Henrýsson stýrimaður, starfsmaður Land- helgisgæzlunnar, i morgun i við- tali við Dagblaðið. Eftirlitsskipih gefa stöðugt upp, hvar varðskipin eru. Sautján þýzkir togarar voru við landið I gær. Þar af voru sjö fyrir innan mörkin, og fóru varðskip á stúfana og stugguðu þeim út fyrir. A stjórnarfundinum i dag verður fjallað um, hvort grlpa eigi til aðgerða gegn þýzku eftir- litsskipunum, til dæmis með þvi að neita þeim um afgreiðslu i is- lenzkum höfnum. —HH Jafnvel stjörn- urnar okkur í hag Nýtt dagblað er fætt. Hver skyldi stjörnuspáin vera fyrir gærdaginn. Jú, hún er svona: „Framfarir á þessu ári verða góðar. Kæruleysi I peningamálum virðist liggja i loftinu i árslokin. Varastu öll áform um að verða ríkur „á einni nóttu”. Tákn eru á lofti um stórkostlega vináttu við þig.” Jú, við væntum framfara og þeirra mikiila. Ekki mun okkur verða brigzlað um kæruleysi i fjármáium, og við vitum vei að við verðum ekki rikir á einni nóttu. Vin- áttan er vonandi sú vinátta, sem við bindum vonir við að eiga við lesendur okkar. Sú vinátta og það samband sem verður milli okkar og les- enda er frumforsenda þess að biaðið okkar verði gott blað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.