Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 10
Dagblaðið. Þriðjudagur 9. september 1975 10 Orþreyttir — Jim Carroll (til vinstri) og Doug Nassif eftir að hafa sett maraþonmetið i tennisleik — leikið I 75 klukkustundir sam- fleytt. Hendur þeirra voru eins og hróir hamborgorar.. — eftir að hafa leikið tennis 75 klukkustundir samfleytt, sett maraþonmet og þar með komizt í metabók Guinness „Viö höfum greitt hroöalegt gjald fyrir þann árangur, sem við náöum. Kannski var hann þess viröi — aö fá nöfn okkar i metabók Guinness, og þó. Ég glataöi æsku minni þarna á tennisvellinum — skildi eitthvað eftir af sjálfum mér þar," sagöi Doug Nassif, ungur Kaliforníu- búi, tveimur árum eftir að hann og félagi hans, Jim Carroll, höföu sett heimsmet — ma ra þonhei msmet i tenniskeppni: leikið samfleytt í 75 klukku- stundir — og það keppnis- tennis. „Þetta reynum viö aldrei aftur," bætti Nassif viö og brosti hörkulega. Tennis i rúmlega þrjá sólar- hringa, og Carroll bætti við. ,,Ég vona að ég lendi aldrei aft- ur i öðru eins kvalræði. Eftir keppnina féll ég meðvitundar- laus niður i rúm mitt — vissi ekkert af mér næstu vikuna.” Þessir ungu piltar frá Garden Grove i Kaliforniu — æskuvinir og báðir 21 árs að aldri — reyndu fyrir tveimur árum við maraþonmetið i tennis. bað tókst, og i ár er það viðurkennt i metabók Guinness. Sagt frá þvi með þremur linum. ,,Við erum ósköp venjulegir strákar og hafði ekki tekizt að ná umtalsverðum árangri i iþróttum,” sagði Nassif. „En þarna var tækifæri okkar til að verða eitthvað. Það tókst — við börðumst við hitann i Suður- Kaliforniu og þokuna á daginn — við eyðimerkurkuldann á næturnar. Fyrsta klukkustundin var erfiðust — og þá áttum við eftir sjötiu og fjórar.” Og Caroll tekur upp söguþráðinn. „Þetta virtist óframkvæmanlegt. bað er að segja, þegar okkur leið sem verst. En viljastyrkurinn var fyrir hendi - við hvöttum hvor annan sem nest við gátum. Særingará þann sem fyrr gæf ist upp. Blöðrurnar létu ekki á sér standa — fæturnir hræðileg ir og hendurnar eins og hráir hamborgarar. Bakverkir, harð- sperrur — en samt gátum við hlaupið. Lokadagurinn rann upp og alls konar ofskynjanir. Erfitt að greina rétt frá röngu — tennis spaðarnir virtust stundum stefna á okkur, netið teygðist fram og aftur. En við héldum áfram að leika. Fóikið sem fylgdist með okkur, tók á sig hinar furðulegustu myndir — eins og i spéspeglasal. Ljós og myrkur rann saman.” Eldra heimsmetið var 73 klukkustundir og 25 minútur. Til þess að bæta það léku Nassif og Carroll saman i tviliðaleik gegn hinum og þessum — sjálfboða- liðum, sem gáfu sig fram og virtust óþreyttir og afar erfiðir tvimenningunum. Samkvæmt reglunum fengu félagarnir fimm minútna hvild á hverri klukkustund — fimm minútur fyrir hverjar fimmtiu og fimm, sem þeir léku. Q Utvarp 13.30 i léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: „Dagbók Þcódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna Olafsdóttir les (8). Einnig flutt tónlist eftir Þeódórakis. Jónsson syngur lög eftir Pál Isólfsson, Árna Thorsteins- son, Björgvin Guðmundsson og Sigfús Einarsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur með;Páll P. Pálsson stjórnar. e. Sinfóniuhljóm- sveit l^lands leikur „Upp til fjalla”, hljómsveitarsvitu eftir Árna Björnsson-, Páll P. Pálsson stjórnar. 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. þriðja og siðasta erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 21.00 Úr erlendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Serenata nr. 2 i A-dúr eft- ir Johannes Brahms. Filharmóniusveit Slóvakiu leikur; Carlo Zecchi stjórn- ar. 22.00 Fréttir. 15.00 Miðdegistónleikar: islensk tónlist a. Siguröur Ingi Snorrason og Guðrún Kristinsdóttir leika klarinettusónötu eftir Jón Þórarinsson. b. Sigriður E. Magnúsdóttir syngur lög eftir Þórarin Jónsson. Ólaf- ur Vignir Albertsson leikur á pianó. c. Pétur Þorvalds- son og Ólafur Vignir Albertsson leika á selló og pianó lög eftir Sigfús Einarsson. d. ólafur Þ. 17.30 Sagan: „Ævintýri Pickwicks” eftir Charles Dickens. Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Asatrú.Jón Hnefill Aðal- steinsson fil. lic. flytur 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (12). 22.35 Harmonikulög.Franconi leikur. 22.50 A hljóðbergi„,Myndin af Dorian Greý” eftir Oscar Wilde; Hurd Hatfield les. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Útvarp kl. 19,35: Arabiskar heimildir um Ásatrú Guðsdýrkun blót og trúarsiðir Ásatrúarmanna til forna verður efni þriðja erindis Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, fil. lic„ um Asatrú i útvarpinu í kvöld.' Fyrri erindi fjölluðu um flokkun trú- arbragðanna mcð hliðsjón af öðrum trúarbrögðum og um heimildir um Asatrú, guði og ýmsar kenningar um tengsl guða Ásatrúarmanna við aðra guði þeirra tima á indó- evrópska menningarsvæðinu. „Þessi erindi eru einvörðungu út frá trúarbragðasögulegu sjónarmiði,” sagði Jón Hnefill i samtali við Dagblaðið um helg- ina. „Ég kem hvergi inn á þann söfnuð Asatrúarmanna, sem nú hefur verið löggiltur hér og þekki ekki mikið til hans. Að visu kom Sveinbjörn Beinteins- son, forstöðumaður safnaðar- ins, ásamt tveimur öðrum eitt sinn i tima i Háskólanum, þar sem ég hef kennt trúarbragða- sögu litillega, og svöruðu spurn- ingum stúdenta og veittu upp- lýsingar um söfnuð sinn. Það voru fróðlegar tveggja tima samræður, sem við áttum þar.” Jón Hnefill sagðist byggja er- indi sin að nokkru leyti á sam- timaheimildum úr arabiskum ritum. Arabiskir ferða- og fræðimenn komust i kynni við Asatrúarmenn á Norðurlöndum á timum Ásatrúar og rituðu talsvert um siði þeirra og trúar- brögð. „Eins hef ég aflað mér heimilda i kveðskap frá þessum tima, svo sem Hávamálum,” sagði Jón. Að baki þessum þremur er- indum liggur mikil vinna, sem staðið hefur með hléum i nokkur ár. Jón sagðist siðan hafa i sum- ar tekið einn mánuð i að vinna endanlega úr þeim gögnum, sem hann hefði aflað sér. Ekki kvað hann ákveðið, hvort erindin kæmu út i bókar- formi, en neitaði þvi hisnvegar ekki, að hann hefði hug á að taka saman bók um þessi efni. „Það er ekki það langt komið,” sagði Jón Hnefill, „að það taki þvi að tala mikið um það, enda er geysileg vinna, til að svo megi verða, óunnin. Þessi erindi gætu þó hugsanlega orðið stofn i slikri bók.” • Jón Hnefill flytur erindi sitt i útvarpi kl. 19.35. —óv. Útvarp kl. 17,30: LEIKARI MA EKKI LEIKA OF MIKIÐ" „Það er eiginlega hægt að byrja að hlusta á „Ævintýri Pickwicks” hvar sem er i sög- unni, þvi hún cr tiltölulega sunduriaus og kaflarnir meira og minna sjálfstæðir”. Svo fórust Kjartani Ragnars- syni, leikara orð, þegar Dag- blaðið ræddi við hann um lestur hans á þessari frægu sögu Charles Dickens. „Sagan er annars dálitið erfið i lestri”, hélt Kjártan áfram, „þvi hún er að miklu leyti samtöl og þvi hef ég reynt að lyfta svolitið undir persónurnar, allavega þær, sem eru gegnumgangandi i allri sög- unni. Maður verður náttúrlega að passa sig á sliku, þvi fátt er eins v.ont og leikari, sem leikur of mikið”. „Ævintýri Pickwicks” var önnur bók Dickens og bar hróð- ur hans um viða veröld. Ævin- týrin birtust fyrst i greinaformi i brezka blaðinu Morning Chronicle, sem Dickens var blaðamaður við. Greinir þar frá Pickwick og félögum hans og ýmsum ævintýrum, sem þeir lenda i. Kimni sögunnar er mjög sérstæð og leynist i henni all- snörp ádeila á lifið i Bretlandi á þeim tima, sem sagan var skrif- uð, 1835-1840. Bogi Ólafsson þýddi söguna, sem lesin er allmikið stytt. I dag les Kjartan 8. lestur, en alls verða þeir 16. —ÓV. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Lifandi myndir. Þýskur fræðslumyndaflokkur um upphaf kvikmyndagerðar i Berlin. 6. þáttur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 20.50 Svona er ástinBandarisk gamanmyndasyrpa. Þýð- andi Jón O. Edwald. 21.40 Dauðadæmd borg (A City that Waits to Die). Fræðslumynd frá BBC um jarðskjálftarannsóknir og tilraunir til að varast slikar hamfarir. í myndinni er fjallað um stórborgina San Fransiskó, sem stendur á hættulegu jarðskjálfta- svæði. og möguleikana á að forða borginni og ibúum hennar frá tortimingu. Þýð- andi og þulur Jón Skaftason. 22.40 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.