Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 12
12 Dagblaðið. Þriðjudagur 9. september 1975 Iþróttir Iþróttir Iþrc C íþróttir íþróttir Stefán Ilallgrímsson Hverjir koma inn gegn sovézkum? — síðori landsleikur íslands og Sovétríkjanna í Olympíukeppninni ó morgun íslenzka landsliöiö í knattspyrnu er nú í Moskvu — kom þangað á sunnudagskvöld eftir ferðalagið frá Belgiu. í gær var æft og samkvæmt upplýsingum, sem við fengum frá APN líkar is- lenzku leikmönnunum mjög vel við þær aðstæður, sem þeir eiga við að búa í Sovét. Æfingaaðstaða góð og annað eftir þvi. Siðari landsleikur Islands og Sovétrikjanna i forkeppni Olympiuleikanna verður á morg- un — annar landsleikur þjóðanna. f fyrri leiknum — á Laugardals- velli — sigruðu þeir sovézku með 2-0. ________ Firmakeppni í knattspyrnu Að sögn Gunnars Más Andrés- sonar gjaldkera þeirra Ar- menninga, ætla þeir að gangast fyrir firmakeppni i knattspyrnu utanhúss. Slik keppni er alltaf vinsæl og má búast við mikilli þátttöku. Þau fyrirtæki, sem hafa áhuga tilkynni þátttöku i sima 32608 milli klukkan 5 og 7 þessa viku. Þátttökugjald er kr 10.000.00. —hh tslenzku atvinnumennirnir þrir, þeir Asgeir Sigurvinsson, Guðgeir Leifsson og Jóhannes Eðvaldsson eru ekki hlutgengir i leikinn vegna þess að þeir eru at- vinnumenn — stundi eingöngu Iknattspyrnu eins og leikmenn sovézka liðsins, sem Islendingar leika við á morgun. En það er á ýmsan hátt farið á bak viö Oly mpiuhugsjónina. Það verða þvi að minnsta kosti gerðartvær breytingar á islenzka liðinu frá leiknum við Belgiu. Vörnin hlýtur að verða sú sama og á laugardag — eftir hina góðu frammistöðu við Belga — það er Arni Stefánsson i marki, Ólafur Sigurvinsson og Björn Lárusson bakverðir og Jón Pétursson og Marteinn Geirsson miðverðir. Þá er liklegt að Matthias Hallgrims- son og Gisli Torfason verði áfram framverðir — og inn kemur svo örugglega Jón Alfreðsson. Elmar Geirsson og Teitur Þórðarson verða i framlinunni — og þá eru komnir tiu leikmenn. Alls fóru 16 leikmenn til Sovét- rikjanna. Auk þeirra framantöldu Grétar Magnússon, Jón Gunn- laugsson, Karl Þórðarson, Arni Sveinsson, Hörður Hilmarsson og Þorsteinn Sveinsson. Karl kom inn sem varamaður i leiknum við Frakka — en Arni gegn Belgum og er liklegt að annar hvor þeirra verði ellefti leikmaður islenzka liðsins, þegar það gengur til leiks við sovézka björninn annað kvöld. STEFÁN ER f FREH TUGÞRAUTARMANM Árangur hans í tugþraut Reykjavíkurmótsins alveg sambœrilegi í Evrópukeppninni í tugþraut í Póllandi um helgina, þar voru samankomnir í harðri keppni. Sovétmen Það var sannarlega dæmigerð íslenzk veðrátta i sumar á sunnudag, þegar Stefán Hallgrímsson, fjöl- þrautarmaðurinn góðkunni úr KR, vann eitt mesta af- rek í íslenzkum íþróttum frá upphafi — hlaut 7740 stig í tugþrautarkeppni Reykjavíkurmótsins í frjálsíþróttum. Já, rok, úr- hellisrigning, nístingskuldi — en litið beit það á Stefán og nokkra aðra keppendur tugþrautarinnar. Við þessar aðstæður vann Stefán afrek, sem skipað hefði honum í sjötta sæti Evrópukeppn- innar i tugþraut, sem fór fram á sama tima i Póllandi — hvað árangur snerti, ef hann hefði keppt þar. Þetta er hreint ótrú- legt eins og veðurfari var háttað á sunnudag á Laugardalsvellinum — veður gat varla verið óhag- stæðara til keppni i erfiðustu þraut frjálsra iþrótta, tugþraut. Hvað hefði Stefán gert, ef hann hefði keppt við sömu aðstæður og þeir i Póllandi? — A laugardag var veður hins vegar eins gott og hugsazt getur á tslandi — og það kunnu keppendurnir á Laugar- dalsvellinum vel að meta — árangur þeirra var stórgóður. Eftir þann dag — fyrstu fimm greinar tugþrautarinnar — var Stefán með 4051 stig. Gerum samanburð á árangrinum i Pól- landi eftir fyrri daginn. Þá var Avilov, fyrrum heims- methafi og Olympiumeistari frá Sovétrikjunum, beztur i Póllandi með 4077 stig eða aðeins 26 stigum á undán Stefáni. Sviinn Raino Pihl varð i öðru sæti með 4068 stig, Tadeusz Janczenk, Póllandi, þriðji með 4062 stig. Fjórði var Lerouge, Frakklandi, með 4048 stig — eða þremur lakari en Elias Sveinsson, ÍIÍ, náði sínum bezta árangri i tugþraut og skortir aðeins 180 stig á Olympiu- lágmarkið. Stefán. Fimmti maður var Kratscher, Austur-Þýzkalandi með 4047 stig og sjötti Suvitte Pekka, Finnlandi með 4039 stig. íþróttir Fleiri voru ekki með yfir 4000 stig og þarna kepptu þá frægir kappar eins og Yves Leroy, Frakklandi, Lennart Hedmark, Sviþjóð og Rudolf Zigert, Sovétrikjunum. Siðari daginn er litinn sam- jöfnuð hægt að gera — allar að- stæður voru Stefáni Hallgrims- syni, Eliasi Sveinssyni, Vilmundi Vilhjálmssyni og Valbirni Þor- lákssyni svo mjög i óhag miðað við það sem gerðist i Póllandi — en samt stóðu þeir vel fyrir slnum hlut. Stefán hefði náð sjötta sæti með árangri sinum — Elías orðið i 18. sæti. t 110 m grindahlaupinu’ hagnaðist Stefán aðeins á með- vindi.hljóp á 14.8 sek. — en aðrir keppendur bættu litið árangur sinn eða ekki. Ef við tökum sam- jöfnuð á Stefáni og Valbirni i grindahlaupinu kemur bezt i ljós, að Stefán var i „góðu stuði”., meðvindurinn var ekki afgerandi. Valbjörn, sá mikli keppnismaður, hljóp á 15.0 sek. — eða var við sitt bezta i sumar. Hann hefur sigrað Stefán nokkrum sinnum i suraar i 110 m grindahlaupi — nú var Stefán hins vegar hinn sterki maður hlaupsins. 1 öllum öðrum greinum tugþráutarinnar siðari daginn á Laugardalsvellinum dró óveðrið úr árangri keppenda — og napurlegt væri það, ef Stefán fengi ekki hinn frábæra árangur sinn, 7740 stig, löggiltan sem Is- landsmet vegna meðvindsins i grindinni. Já, beinlinis hlægilegt miðað við aðrar greinar — en lög eru lög, og þeim verður að fylgja. Litum þá á úrslitin i Póllandi — og geri með 774 7320 og stigum. 1. Litvi 2. Avil( 3. Katu 4. Hedi 5. Suvi 6. Schr 7. Suur 8. Janc 9. Krat 10. Pihl 11. Zige 12. Kru{ 13. Pott 14. Leyc 15. Mari 16. Lyth 17. Pyni 18. Mis, 19. Seho 20. Gem 21. Lero 22. May 23. Hein 24. Nikil 25. Bacfc 26. Lero Frakk óheppin íslandsmet Ingi í roki og rignii — Hljóp 400 metra á 57.8 sek. í Gautaborg hefur alveg náð sér eftir meiðslin sh — Ingunn Einarsdóttir var ákaflega ánægð með árangurinn sinn í hlaupinu og nýja islandsmetið í 400 metrum — 57.8 sek., sagði Jóhannes Guðmundsson, þegar við ræddum við hann í Svíþjóð í gær. „Hún hljóp gegn beztu hlaupakonum Svíþjóðar þarna á mótinu í Gautaborg í gær og gaf þeim lítið eftir — varð í þriðja sæti", sagði Jó- hannes ennfremur. Eftir keppnina i Gautaborg i gær hélt Ingunn til Vesterás, þar sem hún mun keppa i kvöld. Okk- ur tókst þvi ekki að ná i hana hjá Jóhannesi —en hann sagði okkur af hlaupinu. Það var rok og rigning á Gauta- borgarvellinum, þegar hlaupið fór fram. Ingunn og Lilja Guð- mundsdóttir, sem keppti einnig i hlaupinu, bjuggust þvi ekki við góðum árangri — en það fór á aðra leið hvað Ingunni snerti. Tvær beztu hlaupakonur Svi- þjóðar á vegalengdinni tóku einnig þátt i hlaupinu — stúlkur, sem hlaupið hafa á milli 53-54 sekúndur. Greinilegt var að Ing- unn hræddist þær ekki og hélt al- veg i við þær mest allt hlaupið — en þær sænsku voru aðeins á und- an i mark. Sú fyrri var tæpri sekúndu á undan. Timi Ingunnar var 57.8 sek. og bætti hún Islandsmet sitt frá i fyrra um tvö sekúndubrot. Það var gott afrek við þær slæmu að- stæður, sem voru i Gautaborg. Lilja hljóp allvel, en var þó nokkuð frá sinu bezta afreki á vegaiengdinni — hljóp á rúmum 59 sekúndum. Þær héldu svo til Vesterás eftir keppnina — og þar keppa þær i kvöld. Ingur fremst vegaler þá möi brjóskli keppni skurða með á{ siðar fó var hæj fór þett; i ágúst. alveg r hennar til. Ingun steinhis ann og sagði J ekki bú innan v ingunni lega á ó sagði Jc var væi Lolli var aðeins sex ára, er móðir hans dó. Ég var bara skrifstofumaður og varð mjög að leggja aö mér til að hann ''•^-.fengi góða menntun.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.