Dagblaðið - 09.09.1975, Page 9

Dagblaðið - 09.09.1975, Page 9
Dagblaðiö. Þriöjudagur 9. september 1975 9 OMAR VALDIMARSSON Persneskur koddaslagur Olíuauðurinn segir til sín Kvöld eitt i júni stauluöust tveir bandariskir viðskiptajöfr- ar inn i sjúkrahús i Teheran i iran meö dularfullt maga- verkjakast. Þeir voru háttaðir niður i rúm og sváfu vært um nóttina. Morguninn eftir yfir- gáfu þeir sjúkrahúsið, eftir öll- um sólarmerkjum að dæma búnir að ná fullum bata. Stað- reyndin var nefnilega sú, að hvorugur þeirra kenndi sér minnsta meins. Þeir voru ein- faldlega að útvega sér svefnstað yfir nóttina. Orþrifaráð á borð við þetta eru aðverða algeng i Teheran, þar sem skortur á hótelrými er meiriháttar vandamál og vax- andi eftir þvi sem fleiri og fleiri erlendir kaupsýslumenn sýna áhuga sinn á að eiga viðskipti við innlend fyrirtæki; oliugróð- inn 'dregur yfirleitt til sin fólk. t borginni eru þrjú fyrsta flokks hótel og þau eru fullbókuð 12 mánuði fram i timann. Sjúkra- hús borgarinnar lita nú grun- semdaraugum á alla útlend- inga, sem þangað koma skyndi- lega, sérstaklega ef um er að ræða miðaldra karlmenn. Áætlað er, að hótelrýmis- skorturinn i Teheran sé 2000- 4000 rúm. Meira að segja ferða- mennirnir eru hættir að láta sjá • sig. Fjöldi leigufluga hefur verið afpantaðurog ýmsir ferða- skrifstofustjórar ráðleggja við- skiptavinum sinum að sleppa tran og fara heldur annað, þar sem menn geta verið vissir um að geta hallað höfði sinu yfir nótt. Þessi skortur er bein afleiðing af stórauknum oliutekjum Irans. Með oliuauðnum þyrptust til landsins verzlunarmenn einkafyrirtækja og rikisfyrir- tækja, æstir i að létta undir með - dýnu i tómri sundlauginni. Framkvæmdaráðunautur nokk- ur frá Nýja Sjálandi varð að vera i herbergi ásamt frönskum hjónum og tveimur öörum kaupsýslumönnum. Hvernig fannst honum nóttin? var hann spurður. — Áhugaverð, svaraði hann. Margir hóteleigendur og hótelstjórar i höfuðborg keis-, aradæmisins ásaka gesti sina fyrir ástand mála. Bókanir, segja þeir, eru ekki gerðar eða staðfestar fyrr en fólk er lent i borginni og þeir hafa erlendar ferðaskrifstofur grunaðar um að panta hótelherbergi, sem þær hafa alls ekki selt enn. Undirborðsborgarnir geta oft útvegað strönduðum ferða- manni herbergi yfir nóttina og fréttir hafa borizt um okur — meira að segja gerðist það ný- verið, að eitt hótela borgarinnar missti eina af fjórum stjörnum sinum vegna þessa. Þá eru stympingar á milli gesta og starfsfólks orðnar algengar i anddyrum hótela. En ekki er þar með sagt, að ekkert sé gert i málinu. Stór- fyrirtæki i Bandarikjunum eru að átta sig á og aðlagast vanda- málunum og taka þvi á leigu heilu ibúðarblokkirnar til að leigja út. Það hefur aftur á móti haft i för með sér, að leiga hefur rokið upp úr öllu valdi og al- gengt er að borga fyrir hús með 20 herbergjum sem svarar 4-6.5 milljónir á ári. Jafnframt hafa stjórnvöld sett af stað þriggja ára skyndi- áætlun, sem ætlaðer að þrefalda hótelrými i Teheran, eða i u.þ.b. 17000 hótelrúm. Verktakar eiga kost á 60% lánum með aöeins 6% vöxtum og áætlað er að stór- lækka innflutningstolla á nauð- synjavörum til hótelreksturs á næstunni. —óv hrósa menn happi, ef þeir geta orðið sér úti um bedda eða vind- sæng á gólfinu i skrifstofu hótel- stjórans. Teheran: Nýsjálenzka ráögjaf anum þótti „athyglisverð” nóttin, sem hann dvaldi ásamt frönskum hjónum og tveimur kaupsýslumönnum í sama hótelherbergi. t ekki óvirðulegra hóteli en Royal Teheran Hilton hefur komið fyrir hvað eftir annað, að gestir, sem ætlað hafa i gufu- bað, hafa ekki komizt inn fyrir sofandi fólki og dýnum. t Arya Sheraton hótelinu borga menn undir borðið fyrir að fá að sofa á trönum við að eyða nýfengnum auði. Risaþotur, sem áður komu til Teheran hálftómar, eru nú troðfullar og hótelskorturinn fer að segja til sin. Einn kaupsýslumaðurinn neyddist til að fá sér hótelher- bergi i Isfahan og ferðast dag- lega 500 km leið til höfuðborgar- innar. Hann var „heppinn”. Forstjórar og framkvæmda- stjórar stórra bandariskra fyrirtækja hafa neyðzt til að fá sér herbergi i fimmta og sjötta flokks hótelum sem áður fyrr voru einvörðungu athvarf flæk- ingshippa úr ýmsum áttum. Sumir forstjóranna verða meira að segja að eyða nóttum sinum i hægindastólum hótelanddyra. En þrátt fyrir þetta koma þessir sömu kaupsýslumenn aftur og aftur. Þróunin er ör i tran um þessar mundir og mikl- ir peningar eru i umferð. Menn neyðast til að borga þrefalt og fjórfalt fyrir tveggja manna herbergi ásamt þremur eða fjórum öðrum — og sérstaklega \ þjóðarbúskapnum Hætta fyrir efnahagslífið Það er ástæða til að benda á, að þessi siauknu umsvif rikisins verða smám saman til að þrengja að þeim hluta efna- hagslifsins, sem annast fram- leiðsluna og við verðum að lok- um öll að lifa á. Þessi þróun dregur úr möguleikunum til að byggja upp sterkt framleiðslu- þjóðfélag, sem staðið getur und- ir kröfunum um bætt lifskjör ár frá ári. Hætta er á, að núverandi rikisþensla leiði til sama þjóðfé- lagssjúkdóms hér og i Dan- mörku eða sérstaklega Bret- landi, þar sem útbelgt rikis- bákn, lélegur framleiðsluvöxt- ur, staðnandi lifskjör og mikill viðskiptahalli viö útlönd halda öllu efnahagslifi nú i heljar- greipum. Er unnt að skera niður rikisbáknið? Ég vil hér nefna nokkrar hug- myndir, sem ég hygg geta verið vænlegar til framkvæmda: 1. Afnema innlendar niður- greiðslur á matvælum algjör- lega. Þetta ætti ekki að mæta mikilli mótspyrnu hjá bænda- samtökunum, þvi þau hafa allt- af talið sér þetta óviðkomandi. Neytendur mundu sjálfsagt þiggja, að skattar þeirra lækk- uðu á móti að sama skapi, en þarna væri þá hægt að lækka tekjuskatta einstaklinga um 2/3 til 3/4. Hins vegar þyrfti að auka barnabætur og ellilifeyri nokkuð á móti til að bæta tekjulitlu fólki þessa breytingu. 2. Gera þarf almenningi skylt að greiða alla læknisþjónustu, fullu verði, sem hann notar i hófi. Verði einhver hins vegar að nota slika þjónustu umfram ákveðið hámark, er sjálfsagt að rikið taki þátt i kostnaðinum. Það er velferðarsósialismi á al- gerum villigötum að ætla að niðurgreiða alla læknisþjónustu og lyf i belg og biðu án tillits til nauðsynjar fyrir slikt. 3. Einn stærsti þátturinn i rikisútgjöldunum er alls konar eyrnamerktir skattar og fram- lög til lánasjóða. Nema þessar upphæðir um 3,3 milljörðum kr. árið 1974. Framlög þessi koma til af þvi að sjóðirnir lána allir út fé með miklu lægri vöxtum en verðbólgunni nemur. Eigið fé þeirra eyðist upp og þeir þurfa þvi sifellt nýtt bíóð. Þannig tek- ur rikið með sköttum með ann- arri hendinni til að rétta lántak- endum verðbólguhagnað af lán- töku með hinni. Oftast eru þess- ir skattar lagðir á lántak- endurna sjálfa, þannig að hér er ekki um annað en stóra hringrás að ræða, sem engum gerir gagn. Ég fæ ekki séð t.d., hvaða gagn það gerir annars vegar að veita húsbyggjendum hagkvæm lán úr Byggingarsjóði rikisins en á móti er lagður á þá 3 1/2% launaskattur, sem 2% renna af til Byggingarsjóðs, auk þess sem sjóðurinn fær álag af tekju- skatti og tolltekjum rikisins. Væri ekki nær, að húsbyggjend- ur greiddu fyrir húsnæðismála- lánið, þannig að verðbólgugróði þeirra af lántökunni verði eng- inn, en á móti yrði launaskatt- urinn og hin gjöldin lægri? Ef lánsfé fjárfestingarlána- sjóða yrði lánað út á þeim vöxt- um, að enginn verðbólgugróði fengist af fénu fyrir lántakend- ur, mundi sjálfsagt heyrast ramakvein úr öllum áttum um vaxtaokur o.s.frv. En á móti yrði vel hægt að sýna fram á. að inngrip rikisins til styrktar slik- um lánasjóðum gæti orðið miklu minna og skattar lægri á móti. Þannig gætum við með timan- um byggt upp sjálfstæðara. traustara og heiðarlegra efna- hagslif. þar sem rikið er ekki i sifellu notað sem tryggingarfé- lag án iðgjalda tii að bæta upp skussahátt og sérhverja mis- fellu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.