Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 5
DagblaðiB. ÞriOjudagur 9. september 1975 5 ■BS ÍUitNKA jOXSfELW ViB Reykjavikurapótek var ástandiO likast borgarastyrjöid (Ljósmyndir Bjarnleifur) Öngþveiti við afgreiðslu Við afgreiðslu DAGBLAÐS- INS myndaðist mikil teppa af bflaumferð og gangandi fólki strax áður en blaðið kom til af- greiðslunnar, greinilegt var að allir vildu fá i hendurnar glóð- volgt eintak af fyrsta frjálsa og óháða dagblaðinu á íslandi. Fyrstu hóparnir af sölubörnum komust aðeins örfáa metra frá afgreiðslunni, en sneru siðan aftur til að fá fleiri blöð. Niðri i miðbæ var óli blaða- sali Þorvaldsson á sinu horni. Myndaðist þegar slikur hópur utan um hann að lögreglan þurfti að aðstoða hann til að verða ekki undir. Runnu 500 ein- tök út hjá honum á stuttum tima. Það var eins og einhver spenna lægi i loftinu, og hvar- vetna þar sem hópar fólks sáust á götunum, mátti bóka að sölu- barn frá DAGBLAÐINU væri miðpunkturinn. í óðagotinu varð einhverjum það á að selja aðeins annað blaðið, eða bæði blöðin á 80 krónur. Sá mis- skilningur var þó oftast fljótlega leiðréttur. Uppörvandi dómar „Þetta er gott blað”, eða eitt- hvað I þá áttina mátti oft heyra, eftir að fólk hafði flett i gegnum blaðið. Uppörvandi fyrir blaða- menn að heyra slikt! Upp úr 4 I gærdag var svo komið I af- greiðslunni að öll blöð voru gengin til þurrðar. Blöð i einstök hverfi, blaðasölur, út á lands- byggðina, höfðu verið afgreidd eins fljótt og hægt var. Nýtt fólk og nýtt kerfi reyndist i fyrstu nokkuð seint i svifum, en allt virtist þó koma heim og saman, — að mestu. Eflaust hafa ein- hverjir ekki fengið blaðið sitt og verða að taka við afsökunum okkar fyrir það. I gærkvöldi var blaðið svo vfðast hvar uppselt, enda þótt stórkostlegt magn hefði verið sent i blaðasölurnar og sölu- börnin selt þúsundir á götunum i miðborginni. Lögðu nótt við nýtan dag Að baki þessa fyrsta blaðs liggur mikil undirbúningsvinna fjölmargra aðila, sem starfað hafa saman við þröngan húsa- kost, en i mesta bróðerni. Segja má að menn hafi lagt nótt við dag til að gera útkomuna mögu- lega. Barizt hefur verið við vandamál allt frá lögbönnum niður i leit að skærum. öllum vandamálum hefur verið rutt úr veginum að sinni. En til þess þurfti samstarf tuga manna, ekki aðeins i Reykjavik, heldur um allt land. t gærdag fékk fólk svo að skoða fyrsta ávöxt þessa sam- starfs DAGBLAÐS-fólksins og fjölmargra aðila, sem komið hafa inn i myndina á siðustu vikum. Fólki fannst blaðið harla gott. Okkar verkefni er að sjálf- sögðu að gera gott enn betra, og það mun verða gert. —JBP— 1 biBtimanum var gott aB grlpa til DAGBLAÐSINS, og það gerði númer 78 hjá Strætó. „DAGBLAÐIÐ? Jú, takk, svo sannarlega”. Ung Reykjavikur- mær bíður eftir tikalli tii baka. Lada 2101 vél: 65 hestöfl með ofanáliggjandi knastás, rúmtak: 1197,6 cc girkassi: 4 gira áfram, alsam- hæfður og skipting I góifi, 5 manna þyngjJ 945 kg Verð kr. 858.672,- Lada 2102 vél: 65 hestöfi með ofanáliggjandi knastás, rúm- tak: 1197,6 cc girkassi: 4 gira áfram, alsam- hæfður og skipting I gólfi, 5 marnia, þyngd 1050 kg. Verð kr. 907.278.- Lada 2103 Topaz vci: 81 hcstafl með ofanáliggjandi knatstás, rúmtak 1452 cc gfrkassi: 4 gira áfram, alsam- hæfður og skipting i gólfi, 5 manna, þyngd 1030 kg. Verð kr. 988.740,- Einn af þessum þremur hiýtur að henta þér, þeir uppfylla óskir þinar um þægindi, lipurð, kraft, styrkleika og þaö sem er mest um vert, þeir eru sparneytnir og ódýrir I rekstri og innkaupi. Bjóöum góða greiösluskilmála BIFREIÐAR l LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 — Reykjavík — sfmi 38600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.