Dagblaðið - 29.09.1975, Side 2

Dagblaðið - 29.09.1975, Side 2
2 Dagblaðið. Mánudagur 29. september 1975. Innbrot í Iðnskólann Iðnskólar virðast vinsæl skotmörk afbrotamanna. í fyrri viku var eldur borinn að skólanum i Keflavik og ó laug- ardaginn var framið innbrot i Iðnskólann i Reykjavik. Þar var stolið Aristo M-64 vasa- tölvu, sem kostar nær 16 þús. kr., Lamy penna, sem kostar tæplega 4000, og smááhöldum. Húsráðendur héldu að söku- dólgurinn hafi látið loka sig inni húsinu en lögreglumenn telja liklegra að hann hafi komizt inn um einhverja smugu. —ASt Óheppilegur Norðursjávarfari Tveir menn voru handteknir á Hringbrautinni eftir að þeir höfðu brotizt inn i kjallaraibúð við götuna og komizt þar yfir smáræði af peningum. Voru þetta piltar 23 ára gamlir og annar þeirra velþekktur hjá lögreglunni og er enn geymd- ur i fangageymslu. Piltarnir höfðu ráðið sig til Norðursjávarveiða en brottför dróst og leiddi það til drykkju þeirra. Svo fór að skipstjórinn tók að leita manna sinna og fann þessa hjá lögreglunni. Leizt honum ekkert á afbrota- lista þess, sem enn er inni, og taldi hann ekki heppilegan til veru I erlendum höfnum og mun sá ekki fara á Norðursjó- inn i bili. —ASt. Stal lyfseðli og falsaði Lyfseðillinn hljóðaði upp á deyfilyf. Seðillinn var með áprentuðu nafni héraðslæknis- ins á Eyrarbakka, en sá sem með hann kom I apótek i Reykjavik þótti grunsamlegur og var þvi lögreglan tilkvödd. Við rannsókn kom i ljós að hér var á ferð maður sem veriö hafði á Litla-Hrauni en losnað s.l. miðvikudag. Fór hann til læknisins á Eyrar- bakka og fékk saklaus lyf hjá honum. En honum tókst að stela einum lyfseðli úr blokk á borði læknisins og falsaöi hann á áðurnefndan hátt. En lengra en i apótekið komst hann ekki með fals-seðilinn. —ASt. • • Olvaður, próflaus á stolnum bíl Ungur piltur I Keflavfk rétt- indalaus og ölvaður, tók bif- reið móður sinnar ófrjálsri hendi aðfaranótt sunnudags og bauö félaga sinum i öku- ferð. *' ökuferðinni lauk með þvi að billinn valt út af vegi og er stórskemmdur eftir. Piltarnir sluppu hins vegar frá ævintýr- inu án meiðsla. —ASt. Enn aka menn undir áhrifum Lögreglumenn á flestum stöðum utan Reykjavikur áttu rólega helgi. Dansleikir fóru yfirleitt vel fram og umferð- aróhöpp og önnur slys litilfjör- leg. Akureyrarlögreglan, tók þó tvo ökumenn aðfaranótt laugardags, sem hún grunar um ölvun við akstur. Nokkur slik mál komu og upp á Kefla- vfkurvelli og i Reykjavik. —ASt. Hruflaðist og skarst í andliti Drengur hljóp fyrir bil á Bárugötu i Vestmannaeyjum kl. rúmlega 5 á föstudaginn. Slapp hann við beinbrot en hruflaðist mikið i andliti og varð að sauma saman sár hans. Drengurinn er nú á góð- um batavegi i sjúkrahúsi. —ASt og stofnunum skólans. Málefni menntaskóla i dag eru afar mörg og fjölbreytileg, svo segja má ekki veiti af að starfsskipting verði viðhöfð við stjórnun hans. Aukinheldur má geta þess að Menntaskólinn við Hamrahlið er langfjölmennasti menntaskóli á landinu. Nem- endur við skólann eru um 1360 og skiptast I 812, sem er reglu legir nemendur, og 548 i öldungadeild. Sem fyrr sagði er „þrieyki” sem þetta algjört nýmæli við skólastjórn hér á landi og halda menn jafnvel að „þrieykis- stjóm” sú, sem nú rikir i Portú- gal, hafi sótt hugmynd sina upp iMenntaskólann við Hamrahlið. Þrleykiö á stjórnarfundi. Frá vinstri: Hjálmar ólafsson, Jón Böövarsson og Jörgen Pind. Kváðu þeir þremenningar samstarfið hafa gefið góða raun og mætti vel athuga hvort ekki bæri jafnvel að stefna að slfkri stjórnskipan menntaskóla i framtiðinni. —BH 1 Menntaskólanum við Hamrahlið var sú nýbreytni tekin upp f haust, þegar Guð- mundi Arnlaugssyni rektor var veitt leyfi frá störfum fram aö áramótum, að við starfinu tóku þrir menn. Þeir Jón Böðvars- son, Hjálmar ólafsson og Jörg- en Pind. Er þetta algjör nýlunda hér á landi að skóla skuli stjórn- að af „þrieyki” sem þessu. Menntamálaráðuneytio setti Hjálmar Ólafsson staðgengil rektors en Jón Böðvarsson að- stoðarskólastjóra i hans stað. Samningur var gerðúr ' um' hvaða málaflokkar heyrðu und- ir hvern þeirra, og i grófum dráttum er skiptingin þessi. Jörgen Pind hefur að mestu umsjón með nemendum og námi þeirra, fylgist með skóla- sókn og breytingum sem nem- endur kunna að æskja á náms- greinum sinum. Hjálmar ólafsson kemur fram fyrir hönd skólans út á við, setur hann og áritar prófskir- teini. Hefur umsjón með skóla- húsinu og stjórnar öldunga- deild. Jón Böðvarsson sér um kenn- ara og nefndir kennara, sam- skiptin við ráðuneytið, stjórnun kennarafunda og „þrieykis- funda”. Umsjón með skrifstofu Þríeyki við stjórn í Hamrahlíðarskóla KVENNADÓMSTÓLL SETTUR A LAGGIRNAR Fjallar um afbrot og yfirgang gegn konum „Það er kannski ekki alveg rétt að kalla þetta dómstól held- ur einhvers konar upplýsinga- miðstöð,” sagði Kristin Didrik- sen okkur, er við leituðum hjá henni upplýsinga vegna frétta- tilkynningar um alþjóðlegan kvennadómstól. Það munu vera kvenlaga- nemar, viðs vegar að úr heimin- um, sem standa aö stofnun þessa dómstóls. Þær héldu fund i Paris siðastliðið vor og sögðu þar hver annarri frá afbrotum og yfirgangi gagnvart konum i sinum heimalöndum. A þeim upplýsingum byggðu þær siðan skipulagningu félagsskaparins og ákváðu að skipta afbrotum gagnvart konum i fimm mála- flokka, sem eiga að ná yfir hvers konar afbrot viðs vegar um heiminn: 1. Likamlegt ofbeldi og kyn- ferðisafbrot. 2. Valdbeiting viðvikjandi barn- eignum. 3. Yfirgangur innan fjölskyld- unnar. 4. Fjárhagsleg þvingun 5.,Stjórnmálaleg, trúarbragða- leg og/eða hugmyndafræðileg undirokun. A íslandi var myndaður starfshópur, sem i eru fimm konur, reyndar allar úr Rauð- sokkahreyfingunni. Kristin kvaðst þó vilja taka fram að starfsemi hópsins yrði engan veginn takmörkuð við þá hreyf- ingu, heldur óskaði hún eftir að konur alls staðar að tækju þátt i starfseminni. Nú hlýtur kostnaður við dóm- stól sem þennan að vera tölu- verður. Sagði Kristin að þau mál væru nú i athugun. Hún nefndi sem dæmi, að i Noregi hefðu konur fengið nokkurn stuðning frá opinberum aðilum og einnig hefðu þær safnað pen- ingum sjálfar. Kvennadómstóllinn stefnir að þvi að koma saman i Brussel i desember næstkomandi, og þar verða kynnt og rædd þau mál, sem borizt hafa. Einnig er á- formað aö tvær konur frá hverju landi komi og segi frá þvi órétt- læti, sem þær eru beittar. Þær konur, sem vilja koma vandamálum sinum á framfæri, geta haft samb. við Kristinu, sem býr að Bárugötu 7 i Reykja- vik. Sagði hún að lokum, að þær þyrftu ekki að vera feimnar við að tjá sig, þvi að starfshópurinn er bundinn þagnarskyldu, og nöfn yrðu ekki birt nema með leyfi sendenda. —AT— Strœtisvagnaferðum í Breiðholt fjölgað 12-14 MILLJÓNIR KOSTAR AÐ REKA HVERN STRÆTISVAGN Hraðferðavögnum strætisvagn- anna á leiðinni Breiðholt/Miðbær verður frá og með deginum i dag fjölgað um helming á timabilinu frá kl. 7—9 að morgni og frá kl. 5—7 siðdegis. Verður þessi áætlun I gildi alla daga vikunnar nema laugardaga og sunnudaga. Verða ferðirnar þvi hér eftir á hálftima fresti á þessari leið. Þá hefur verið ákveðið að gera tilraun með sérstakar ferðir á milli hverfa i Breiðholti. Sú leið nefnist Hólar/Bakkar. Vagnar á þeirri leið aka á timabilinu frá kl. 9 að morgni til kl. 5 siðdegis mánudaga til föstudaga. Þessar ferðirhófustlika i morgun. Er ek- ið á heilum og hálfum timum frá Suðurhólum og ekið um Austur- berg, Norðurfell, Breiðholts- braut, Stöng, Arnarbakka rétt- sælis til baka um Stöng, Breið- holtsbraut, Norðurfell, Vestur- berg að Suðurhólum. Allmiklar umræður hafa orðið um þær breytingar, sem SVR á- kvað að gera á ferðum um Breið- holtshverfi. Erikur Ásgeirsson, forstjóri SVR, vill að það komi fram að stofnunin telur það hlut- verk sitt að veita góða þjónustu. A hinn bóginn verði að hafa i huga alla þá hagræðingu, sem unnt er að koma við, ef verða mætti til að draga úr útgjöldum borgaranna vegna SVR. Hver strætisvagn kostar 12—14 millj. kr. i rekstri á ári og af þvi má sjá hve miklar fjárhæðir eru i húfi. Laumaðist brolt ökumaður, sem grunaður er um að hafa verið ölvaður undir stýri, laumaðist af slysstað að- faranótt laugardagsins. Hans var leitað kirfilega án árangurs, en siðla nætur gaf hann sig fram og var þá ölvaður. Eftir stutta yfir- heyrslu viðurkenndi ökumaður að hafa verið ölvaður við akstur er slysiö varð. Slysið varð á Neshaga og ók bif- reiðin á gangandi mann og konu. Handleggsbrotnaði maðurinn en konan fótbrotnaði og bæði skárust er þau skullu á framrúðu bilsins. ökumaðurinn skildi bilinn eftir með lyklum i, en hvarf sjálfur, sem fyrr segir. Aðstæður benda ekki til mikils ökuhraða._____________—ASt. Liggur enn í dái Tvltugur piltur, Ölafur Eiriks- son, liggur enn meðvitundarlaus I gjörgæzludeild Borgarspitalans eftir umferðarslysiö sem varð I Grlmsnesi um fyrri helgi. 1 slys- inu fórust tveir félagar Ólafs en hinn fjórði er á góðum batavegi og úr allri llfshættu. Ólafur er höfuökúpubrotinn, auk annarra brota og meiösla er hann hlaut I slysinu. —ASt. Áhugi úr ýmsum áttum Mennirnir, sem handteknir voru við innbrotsiðju I Apóteki Kópavogs, eru enn báðir í gæzlu- varðhaldi og hafa lögregluyfir- völd fleiri staða en Kópavogs sýnt áhuga á piltunum. Komið er I ljós að I apótekinu leituðu þeir að ákveðnum pillum og einnig munu fleiri mál bland- ast inn I rannsóknina. Er annar mannanna I gæzlu þar og i sífelld- um yfirheyrslum. Rannsóknarlögreglan I Reykja- vík hefur hinn til meðferðar. Hef- ur hann verið úrskurðaður I 90 daga gæzluvarðhald vegna si- brota og verður nú afbrotalisti hans tekinn til meðferðar. ASt. Að drqgq fólk á asnaeyrum Það virðist vefjast fyrir Mjólkursamsölunni I Reykjavlk að annast þá sjálfsögðu þjónustu, sem hún hefur verið að reyna að myndast við að veita, með afgreiðslu mjólkur I einni mjólkurbúða sinna á sunnudags- morgnum. 1 þessa einu búð, að Laugavegi 162, er öllum Ibúum Reykjavikur ætlað að sækja, vanhagi þá um mjólk á sunnu- degi. A hverjum sunnudagsmorgni myndast þarna mikil örtröð blla og fólk verður að láta sér lynda að bíða langtlmum saman I biðröð eftir afgreiðslu. Minnir það einna helzt á biðraðirnar á haftatimum Islenzkrar verzlunar. I gærmorgun keyrði þó um þverbak I þessari frægu mjólkur- deild. Biðröðin var e.t.v. ekkert lengri en aðra sunnudaga, en hún náði langleiðina meðfram þessu stórhýsi einkasölunnar. Þvl tók fólk með jafnaðargeði að venju, en þegar mjólk var til þurrðar gengin kl. rúmlega 11.30 hitn- aði mörgum I hamsi, sem komiö höfðu langt að og lengi beðið. Þeir siðustu, sem mjólk fengu, - urðu að láta sér lynda pelahyrnur, og gefur auga leið hver óþægindi eru af sllku. Áfgreiðslustúlkurnar gátu ekkert um það sagt, hvort meiri mjólk yrði á boðstólum, kváðust ekki ná simasambandi við neinn ábyrgan aðila. Augljóst virtist þvl I gær að Mjólkursamsalan réði ekki við það verkefní, sem. hún er aö bisa við að inna af hendi með þessari mjólkursölu á sunnu- dögum. Vær þvl ráð, að hún gæfi t.d. Mjólkurbúi Flóamanna eftir aðstöðu til þessarar mjólkursölu. Þar virðast ráöa málum menn, sem kunna að fitja upp á nýjung- um og vilja veita viðskiptavinum einhverja þjónustu, og um leið koma fram við þá af fullri virðingu. —ASt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.