Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.09.1975, Qupperneq 3

Dagblaðið - 29.09.1975, Qupperneq 3
Dagblaðiö. Mánudagur 29. september 1975. 3 Fyrst lútersk hjónavígsla, svo mormónavígsla ## EIGINLEGA EINS A BAÐUM STOÐUM ## — segir brúðguminn „Hún var i Bandarikjunum i eitt ár og tók þessa trU og hefur haldið henni i nærri fjögur ár. Ég er lúterstrúar, og þess vegna varð úr, að giftingin yrði tvöföld,” sagði brúðguminn, Lárus Valbergsson, i viðtali við Dagblaðið. Þetta mun hafa verið fyrsta mormónabrúðkaupið á fslandi. Það fór fram á heimili brúðar- innar eftir að lútersk hjóna- vfgsla hafði farið fram i Há- teigskirkju. Prestur var séra Ami Pálsson, en trúboði mor- móna, Byron Gislason, gaf hjónin siðan saman öðru sinni. „Hann las yfir okkur þessa venjulegu áminningu og gaf okkur siðan saman. Þettavar eiginlega eins á báðum Tveir prestar mismunandi trú- arbragða innilega ánægðir með útkomuna. Séra Árni Pálsson, Þórhildur, Lárus og Byron Gislason. „Vilt þú....?” Athöfnin I Há- teigskirkju. stöðum,” sagði Lárus. Konan heitir Þórhildur Einarsdóttir. „Ég hef litillega kynnzt trú- boðum mormóna og lizt ágæt- lega á, en ekki ætla ég að hætta lúterstrú, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn,” sagði Lárus. „Við eigum einn son, og hann var skfrður samkvæmt lúters- trú. Sfðan mun hann ráða sjálf- ur, þegar hann vex upp, hvaða trú hann velur. Það er ekki ákveðið hvað verður gert um síðari böm.” Láms sagði, að nokkrir Is- lendingar hefðu tekið mor- mónatrú. Með Byron Gislasyni, sem er Vestur-fslendingur, eru tveir synir hans, tviburar, sem eru nýkomnir frá Kóreu til að aðstoða hann við trúboðið hér. Þetta þýðir ekki, að þú hafir leyfi til fjölkvænis, sögðum við, og brúðguminn svaraði, að fjöl- kvæni væri ekki lengur við lýði hjá mormónum. —HH 54 andstœðingar „hersetu" ó íslandi boða til róðstefnu Boðað hefur verið til ráðstefnu um herstöðvarmál i félagsheimil- inu Stapa I Njarðvik sem hefst laugard. 11. okt. kl. 12.30 og stendur þann dag og sunnudaginn 12. okt. Fundarboðendur em 54 andstæðingar „hersetu” á ís- landi. Fólki viðs vegar um land hefur verið sent fundarboð, þar sem fram kemur það markmið ráðstefnunnar að ræða núverandi stöðu herstöðvarmálsins, tengsl þess við önnur sjálfstæðis- og utanrikismál og leiðir til að vinna gegn þvi, að erlend herseta á fs- landi verði varanleg. Ráðstefnan er opin öllum sem aðhyllast þetta markmið. Þeir sem hana vilja sitja, verða að láta skrá sig til þátttöku'áður en'hún hefst eða i upphafi hennar og greiða 1500 króna ráðstefnugjald. í kyrrþey Hópur ungmenna úr Hjálpar- sveit skáta vann það þrekvirki i sumar að klifa 4800meíra rúma upp á tind hæsta fjalls Evrópu, Mont Blanc. Mont Blanc er sem kunnugt er i Frakklandi, I vest- anverðum ölpum. í þessum frækna hópi ungmenna var ein stúlka. Við reyndum að setja okkur i samband við fjallgöngufólkið en Fjögur framsöguerindi verða flutt. Gils Guðmundsson talar um hersetu á fslandi og baráttu gegn henni (sögulegt yfirlit). Magnús Torfi Ólafsson fjallar um hersetu á íslandi i ljósi nýrra viðhorfa á alþjóðavettvangi. Ólafur Ragnar Grimsson flytur erindi um áhrif hersetunnar á islenzkt atvinnu- og efnahagslif. Fjórða framsögu- erindið verður álit starfshóps um efnið: hersetan og verkefnin framundan. Almennar umræður verða um framsöguerindin og nefndir fjalla um þau. Undirbúningsnefnd, sem tekur við tilkynningum um þátt- töku, skipa: Einar Bragi rithöf- undur, Elias Snæland Jónsson rit- stjóri,Gils Guðmundsson alþm. og Finnur Torfi Hjörleifsson. gekk fremur erfiðlega. Þó hitt- um við að máli sennilega fyrstu islenzku stúlkuna sem komið hefur við á tindi Mont Blanc. Kvað hún sig og félaga sína hóg- vært fólk og hugmyndin hjá þeim hefði verið sú að hafa hljótt um ferðalagið og gefa sem minnst upp við fjölmiðla. En við óskum fjallgöngugörp- unum til hamingju með afrekið og fyrstu islenzku stúlkunni til að klifa Mont Blanc. —BH Klifu Mont Blanc SÆRINGAMAÐURINN KEMUR Austurbæjarbió stendur þessa dagana i samningum við dreif- ingarfyrirtæki kvikmyndarinnar „The Exorcist” og munu samn- ingarnir komast á hreint um miðja næstu viku. Forstjóri biós- ins reiknar þó frekar með að samningar náist og sýningar á myndinni geti jafnvel hafizt um mánaðamótin október-nóvember. Þegar filman kemur til biósins á eftir að þýða hana og það tekur sinn tima, svo sýningar geta þvi ekki hafizt fyrr en i fyrsta lagi um önnur mánaðamót eins og fyrr greindi. Áskrifendur athugið Hlutafjárútboð Dagblaðsins Mikilvægur þáttur þeirrar ætlunar að gef a út f r jálst, óháð dagblað er sá, að eigendur þess séu starfsmenn blaðsins og lesendur þess. Starfsmönnum buðust hlutabréf þegar í upphafi. Það boð þágu þeir strax og iðrast þess ekki, því að augljóst er, að hver dagur, sem liðinn er f rá því að útkoma blaðsins hófst, hefur skilað góðri afkomu. Það er að vísu langt um- fram allar vonir, en staðreynd samt sem áður. Þúsundir íslendinga kaupa Dagblaðið í lausasölu á degi hverjum. Til þeirra lesenda er því miður ekki unntað ná. Nöfn þeirra eru hvergi til á skrá. Hverjir áskrif endur Dagblaðsins eru, vitum við hins vegar. Og við treystum því, að þeir vilji frjálst, óháð dagblað. Því kjósum við þá sem meðeigendur okkar að rekstri blaðsinsog bjóðum þeim nú hlutabréf. Stærð hlutabréfanna er mjög í hóf stillt, til þess að sem f lestir áskrifendur geti orðið hluthafar. Fyrir aðeins eitt þúsund krónur getur áskrifandi gerzt hluthaf i í Dagblaðinu. Stærri hlutir bjóðastað sjálfsögu einnig. Skilyrði er, að kaupandi sé áskrifandi að blaðinu. Þetta boð stendur til 1. nóvember n.k. Hringið í síma 27022 (3 línur) og látið skrá yður sem kaupanda að hlutabréf i eða fáið nánari upplýsingar, ef þörf er á. Símaþjónustan verður opin frá 9 til 22 hvern dag til 1. nóvember. Vinsamlega afsakið það, ef illa gengur að ná sambandi. Skiptiborð Dag- blaðsins er mjög áhlaðið. Auk venjulegs álags berst mikill f jöldi áskriftar- pantana daglega og beiðnir um birtingu smáauglýsinga eru miklu f leiri en við var búizt, svo sem blaðið ber með sér. Svo virðist sem Dagblaðið þjóni þar stærri markaði en vitað var, að væri í landinu. Þar af leiðir, að hlutabréfa- þjónustu verður aðeins unnt að veita í síma 27022 ÁSKRIFENDUR DAGBLAÐSINS Gjöriðsvovel. Síminner 27022 (3 línur}Opiðtil kl.22á kvöldin. Virðingarfyllst Dagbiaðiðhf.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.