Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 9
Dagblaðiö. Mánudagur 29. september 1975.
9
óbreyttir borgarar
myrtir i hefndarskyni
íbúar borgarinnar, sem frétta-
menn hafa náð tali af, segja lög-
reglu og hermenn eiga til að
skjóta á skugga — og jafnvel að
skjóta af ásettu ráði á saklausa
borgara og eigur þeirra i gremju
yfir að ná ekki til byssumann-
anna.
Gatachew hershöfðingi þrætti
fyrir þetta en sagði þó, þegar
'fréttamaður Reuters gekk á hann
nýlega, að vissulega væri ekki
alltaf hægt að komast hjá þvi að
óbreyttir borgarar særðust i bar-
dögum yfirvalda við skæruliða.
Hann þrætti einnig fyrir ásak-
anir þess efnis, að hermenn
stjórnarinnar færu stundum að
degi til inn i hverfi, þar sem
skæruliðar hefðu verið um nótt-
ina, og dræpu saklausa ibúa i
hefndarskyni.
Byssumenn koma og
fara hljóðlaust
Að sögn mannsins, sem ræddi
við fréttamann Reuters og sagð-
ist vera fulltrúi PLF, nota skæru-
liðarnir sömu aðferð og mafian,
þ.e. að flytja byssumennina frá
landsbyggðinni inn i borgina til að
vinna verk sin: gera út af við ó-
vinina.
Þriggja manna herdómstóll
skæruliðanna situr i leynum i As-
mara og dæmir fjarverandi óvini.
Ef einhver er fundinn sekur, er
honum fyrst gefið tækifæri til að
snúa af villu sins vegar. Hann fær
þrjár viðvaranir. Sendimenn
stjórnarinnar fá tækifæri til að
hafa sig á brott og kaupmenn og
aðrir fá tækifæri til að útvega
peninga eða vörur. Gangi hinn á-
kærði ekki að þessum kröfum
frelsisfylkinganna er nafni hans
bætt á dauðalistann.
Næst gerist það að orðsending-
um er komið til uppreisnarmann-
anna á landsbyggðinni. Byssu-
menn laumast inn i borgina, hitta
tengiliði sina, sem sjá þeim fyrir
vopnum, visa þeim á útvalda
staði fyrir morðið og benda á
fórnarlömbin. Byssumaðurinn
afgreiðir sitt mál og læðist aftur
út i sveitina eftir að hafa skilað
vopninu.
Þessi aðferð skýrir hvers vegna
morðin eru oft tvö og þrjú sama
daginn. Að sögn heimildarmanns
Reuters hafa einungis tveir
byssumenn náðst og verið hengd-
ir til þessa. Hann bætti þvi við, að
stúlkan i blómabúðinni hefði ver-
ið útvalinn byssumaður ELF —
en ekki farið að fyrirmælum.
Borgin friösældarleg
þrátt fyrir blóðið
Þrátt fyrir ógnaröldina, sem
geisar i Asmara, virðist borgin
friðsæl og hljóðlát, a.m.k. i
björtu, þó að hundruð hermanna
og lögreglumanna gangi um
götur og fylgist vel með öllu sem
gerist. Vörður er um allar opin-
berar byggingar. Eftir átta mán-
aða blóðsúthellingar virðast
ibúar borgarinnar hafa vanizt þvi
að dauðinn komi skjótt og óvænt.
Ibúarnir hafa sætt sig við tómar
sölubúðir, sem ýmist hafa lokað
vegna slæmrar afkomu eða þá
þess að útlendir eigendur — yfir-
leitt Italir — hafa flúið land.
Allar verksmiðjur voru þjóð-
nýttar i byltingunni i fyrra, þegar
Haile Selassie var steypt af stóli.
Afköst þeirra nú nema ekki nema
um helmingi af afkastagetu, þvi
skæruliðarnir ráðast bæði á aö-
flutningslestir, hráefnis- og út-
flutningslestir fullunninnar vöru
á fáförnum og illa vörðum sveita-
vegum.
A þjóðvegunum er þessu öðru-
visi farið. Þar fer enginn um
nema i fylgd hermanna, sem
ganga á undan i leit að leyniskytt-
um og jarðsprengjum.
En skæruliðarnir halda áfram
að birtast og hverfa eins og eld-
ingar.
PETUR OG LANDIÐ
um sýningu Péturs Friðriks að Kjarvaisstöðum
Það er ekki nema von að
margir skuli hafa mikla ást á
verkum Péturs Friðriks (man
annars nokkur hvenær lista-
menn hófu að kalla sig svona
stuttum og laggóðum nöfnum:
Pétur Friðrik, Friðrik Páll, öm
Ingi o.fl.?) þvi hann getur verið
nokkuð glúrinn kólóristi, málar
hratt og snaggaralega og hefur
jafnframt lag á því að velja sér
það landslag að myndefni sem
helst er liklegt til að kippa I
hjartastrengi ættjarðardýrk-
andi tslendinga. Nú hefur Pétur
Friðrik sett upp mikinn mál-
verkamarkað að Kjarvalsstöð-
um og sýnir 89 myndir sem
flestar munu nú þegar hafa
selst. Nú er viðfangsefni hans
ekki neitt nýnæmi, landslag,
blóm, hús og vinnubrögð hans
ekki að heldur.
Hvað er það þá sem veldur þvi
aðfólk ryðstinn á sýningar hans
i ofboði tilað festa sér allt i saln-
um sem ekki er naglfast, — eins
og skeði á siðari sýningum
Kjarvals?
Að nefna Kjarval i þessu sam-
bandi er alls ekki út i loftið þvi
Pétur Friðrik er einn af mörg-
um sem farið hafa á eftir honum
i efnisvali og pensilmeðferð.
Hraungjótur, hraundrangar,
yggld fjöll, —allt er þetta nokk-
uð sem Kjarval hélt mikið upp á
og gerði okkur kleift að sjá upp
á nýtt. Hrynjandi þessa lands-
lags, samlyndi þess, ofsa og
litadýrð túlkaði Kjarval með iðu
hraöra pensilfara og var ekkert
aö dedúa við aukaatriði. Þarna
gripur Pétur Friðrik vinnu-
brögð sin og efni, e.t.v. af eðlis-
lægri þörf, e.t.v. vitandi um
þann sess sem „Kjarvalslands-
lag” hefur öðlast i vitund fjölda
fólks, sem annars er litið að
spekúlera i myndlist. Hér
virðist þvi mörgum að andi
Kjarvals svifi yfir vötnum og
þegar kemur að þvi að skreyta
alla þessa nýju húsveggi, sem
eru að risa i Reykjavik og ná-
grenni,hvað er þá islenskara og
meiri kveikja minninga en
landslag Péturs Friðriks, — þvi
nú er meistari Kjarval ekki
lengur lifandi?
Mið af Kjarval
Nú skulum við segja að Pétur
Friðrik taki mið af Kjarval af
einlægri þörf, og er ekkert við
þvi að segja sem sliku, þvi verk
Kjarvals eru mikill brunnur og
mikið til ókannaður, — enda er
eðli mikilla listamanna að geta
„kveikt i” yngri mönnum og
hvatt þá til dáða.
Þá verður íærisveinninn að
spjara sig, sýna hvað i honum
býr með þvi að finna sinar eigin
leiðir með hjálp læriföðurins.
Hér er það sem Pétur Friðrik
stenst ekki prófið þvi verk hans
kanna engar þær leiðir sem
Kjarval ekki hefur farið áður og
eins og skeður hjá mörgum öðr
um islenskum landslagsmálur-
um nær Pétur Friðrik svo til
aldrei að setja sitt persónulega
mark á málverk sin, þvi ef svo
væri, mætti réttlæta hið kjar-
valska i málverki hans. Glöp
Péturs Friðriks, eins og svo
margra annarra, er að láta
landslagið, einkum „uppáhalds-
staði”, stjórna málverkinu.
Þessi glöp felast i þvi að málar-
inn finnur sér „myndrænt”
mótif, sem gjarnan verða þau
hin sömu og Kjarval valdi forð-
um, sest siðan niður og lætur
það segja sér hvar áherslur i
myndinni eiga a-liggja og hvaða
litróf hann eigi að velja og mál-
ar svo eitthvað sem er eins ná-
lægt þvi að vera „eftirmynd” og
málverk getur orðið.*
Úreltur
hugsunarháttur
Snaggaralegi expressjónism-
inn i pensilförum Pétuis Frið-
riks nær aldrei að fela þá stað-
reynd að þar er málarinn samt
að reyna að koma til móts við
landslagið og bukka sig fyrir
þvi. Þessi „eftirmynda” hugs-
unarháttur er löngu úreltur þvi
þetta er hlutverk ljósmyndar-
innar.
Ef til villhefureinhvers konar
þjóðerniskennd og virðing fyrir
„helgum stöðum” hindrað
marga islenska landslagsmál-
ara i þvi að gegna sinu sanna
hlutverki, sem er að umbreyta
landslagi, finna sjálfa sig i þvi
og opna augu okkar fyrir þvi
sem við ekki sáum áður. Þess
vegna þarf landslagsmálari að
taka viðfangsefni sitt föstum
tökum, „dóminera” það og bera
virðingu fyrir þvi i sömu mund
og velja aðeins það úr þvi sem
hentar honum. Þann hæfileika
/5
hefur Pétur Friðrik ekki öðlast
enn, þótt hins vegar örli á meiri
persónuleika i myndum hans
eins og t.d. nr. 12 og nr. 40.
Sólarlagssmekkur
En þótt við gefum Pétri Friðr.
það, að hann líti alvarlega á
köllun sina, verður ekki hjá þvi
gengið að I mörgum myndum á
þessari sýningu er hann bein-
linis að koma til móts við yfir-
borðslegan „sólarlags”smekk
og pent stofustáss, einkanlega i
blómamyndum sinum og mynd-
um þar sem hann bregður bleik-
rauðri slikju yfir land, eins og i
„Sólarlag I Heiðmörk” nr. 63. í
myndum eins og þeirri siðast-
nefndu ber einnig á þvi sem
mjöghrjáir aðra islenska lands-
lagsmálara. Það et-, þeir geta"
málað myndefnið sjálft, hólinn
eöa fjallið, en ráða ekki við and-
N
Myndlist
Nr. 73 „Fyrir sunnan Hafnarfjörð"
rúmsloftið, eða veðrið, milli
augans og myndefnis. En eins
og margir málarar vita ræður
það óft úrslitum um útlit lands-
lags á hverjum tima og gefur
þvi jafnframt dýpt. En Pétur
Friðrik, eins og svo margir aðr-
ir, nær aldrei valdi á þvi dular-
fulla elementi og þvi eru myndir
hans flatar, þrátt fyrir ná-
kvæmlega úthugsað perspektif
á köflum'. Sólslikjulitir hans og
regntónar verða þvi aldrei
sannfærandi, þvi þeir eru aug-
ljóslega mekaniskt ámálaðir, en
eru ekki afleiðing af þvi sem er
að gerast i andrúmslofti milli
málara og mótifs. Ástæðan er
liklega sú að Pétur Friðrik er
allt of önnum kafinn við að
fylgja linum landslagsins eftir á
bókstaflegan hátt. Og út úr
vinnu hans kemur svo landslag
án veðurs, eins og mannsmynd
án höfuðs.
Betri málari
Mörgum mun sjálfsagt finn-
ast þetta orðið langt mál ábend
inga og aðfinnslna, — sem ég tel
þó réttlætanlegar vegna þess
hve margir málarar eins og
Pétur Friðrik falla i sömu gildr-
urnar, þótt það verði einnig að
segjast að Pétur Friðrik er betri
málari en flestir þeir landslags-
málarar, sem hafa opinberað
sig að Kjarvalsstöðum þetta ár-
ið, — enda er hann menntaður
listmálari.
Frekari skeggræða um þá
kveisu, sem þjáir islenska
landslagsmálun, verður að biða
betri tima. En óskandi væri að i
millitíðinni færu væntanlegir
kaupendur að kanna hug sinn og
spyrja sjálfa sig hvers vegna
þeir kaupi landslagsmálverk og
hvað þeir vilji fá út úr þvi.
Eftirmáli: Fyrir hálfum mán-
uði, er ég fór að skoða verk
meistara Kjarvals I húsakynn-
um hans, var búið að slökkva öll
ljós i salnum og skoðendur
rýndu I verkin i hálfrökkri. Nú
siðast, þegar ég kom, var salur
Kjarvals lokaður. Það væri ekki
úr vegi að spyrjast fyrir um
hvað sé á seyði.
um og sem vill gjarnan tala og
skrifa af meiri hreinskilni en
samtryggingarkerfið þolir.
En vegna alls þessa, og sér i
lagi vegna peningaþarfa, eru
dagblöðin og kjördæmablöðin
ofurseld flokksræðinu i landinu
og skrifa samkvæmt fyrirmæl-
um ofan frá eða aðeins eins og
forkólfarnir mæla fyrir um
hverju sinni, þess vegna hefur
islenzk blaðamennska ein-
kennzt af foringja- og flokks-
dýrkun.
Dugleysi og undirlægjuháttur
blaða nær svo langt að þau
reyna með öllum ráðum, útúr-
snúningum og orðagjálfri, að
réttlæta allt sem foringjar
þeirra, ráðherrar og þingmenn
segja og gera — hversu aum-
lega sem að málum er staðið.
Þess vegna má segja með
fullum rétti að dagblöðin öll og,
að ég held, viku- og kjördæma-
blöðin hafi valið sér þann kost-
inn (þótt aumur sé eða litt sæm-
andi) að lofa allt sem flokksráð-
in og þingmenn viðkomandi
flokka ákvarða — þótt fyrirmæli
Kjallarinn
Garðar Víborg
og ráðagerðir höggvi I öllu'and-
stætt yfirlýstum stefnumálum
viðkomandi flokks. Þar, sem
áður, sýna þau fyllstu auðmýkt,
þótt ráð og gerðir foringjanna
brjóti I bága við yfirlýstar
stefnuskrár viðkomandi flokks
og gefin kosningaloforð.
Að kosningum loknum er fólk-
ið aukaatriði, eins og ljóslega
má sjá. Völdin eru tryggð og að-
staða fengin — jafnvel þótt
flokkarnir lendi i stjórnarand-
stöðu, allir fá sinn skerf eða sina
sneið úr stóru kökunni, — þar
eins og áður er skipt i fjöru að
róðri ioknum, sagan er ljót, en
hún hefur fast gildi i dag.
Flokkarnir deila sin á milli og
benda á ýmsar leiðir til úrbóta
— en aldrei finnast þó aðrar
leiðir en þær, sem nú i þrjátiu til
fjörutiu ár hafa verið farnar, —
vinstri og hægri er aðeins orða-
leikur sem fólk er fyrir löngu
hætt að taka mark á, mismun-
urinn er svo sára litill.
Stuðningsblöð rikisstjórnar
(hverju sinni) þora aldrei og
mega heldur ekki beita gagn-
rýni á sina rikisstjórn, — slikt
væru án efa „drottinssvik” og
peningatap, sem ekki má ger-
ast. Blöð, sem eru andstæð
rikisstjórninni, beita vægri
gagnrýni, þá helzt til smámála
sem litla eða helzt enga þýðingu
hafa til áhrifa á gang þjóðfé-
lagsmála, — tal þeirra er inni-
haldslaust og eykur á vantraust
hugsandi fólks.
Blöðin verða að söðla yfir til
meira lýðræðis og til meira
sjálfstæðis, hætta að dýrka
blinda foringja og flokkspólitik
og þau verða að ráðast gegn
rikjandi samtryggingarkerfi
gömlu flokkanna, — ef blöðin
hugleiða þessi sjónarmið kom-
ast þau að raun um að þessu
fylgir alvara og getur fært þeim
tiltrú á ný, sem i dag er að
mestu glötuð. Þegar við höfum
þá staðreynd I huga að land vort
byggir frjálslynd menningar-
þjóð, sem telur lýðræði, skoð-
anafrelsi og tjáningarfrelsi, eitt
af sinum aðalsmerkjum, er
hörmulegt að dagblöðin og fjöl-
miðlar skuli þannig bregðast
fólkinu, en þjóna i þess stað ein-
vörðungu föstu valdakerfi
gömlu flokkanna, og halda þar
með leyndum málum sem fólki
væri full nauðsyn á að vita og
þekkja.
Vissulega er stjórnmálabar-
átta i þjóðfélagi, sem teljast vill
þróað, menntað og lýðfrjálst,
nauðsyn.
En það getur ekki verið sama
hvernig að þjóðmálabaráttu er
staðið. Hér á landi er vart séð
annað en aðeins einn pólitiskur
flokkur sé til i landinu, nema
rétt vikurnar fyrir kosningar —
þá loga eldar sem kólna fljótt.
Ég tel það óhæfu að geta
aldrei fengið sannar og réttar
upplýsingar i nokkru máli sem
sköpum ræður fyrir fólkið og
þjóðarheildina. Lestur allra
dagblaðanna færir okkur litil
sannindi vegna missagna, sem
þar er að finna, — málin jafn-
óljós eftir serri áður, — þvi það
sanna kemur aldrei fram.
Von min er að „Dagblaðið”
komi breytingum hér á — og lof-
orð þess gefa okkur vonir um að
nú verði breyting til hins betra
og að blaðið verði frjálst óháð og
öllum opið. — A meðan svo er,
er ég fús til að rétta þvi hönd og
taka i spottann með þvi og þeim
sem að þvi standa.