Dagblaðið - 31.10.1975, Side 8
8
Dagblaðiö. Föstudagur 31. október 1975.
MWBIAÐID
írjálst, úháð dagblað
ÍJtgefandi: Dagblaöiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason
tþróttir:'Hallur Sfmonarson
Hönnun; Jóhannes Reykdal
Blaöamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurösson,
Erna V. Ingólfsdóttir Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Ólafur
Jónsson, ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrfmur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guömannsdóttir, Maria óiafsdóttir. \
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þórleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Ilannes Eirfksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson t
Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands.
t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaöaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiösla Þverholti 2, sfmi 27022.
Ekki meiri mjólk í kúnni
í iðnrikjunum umhverfis okkur er
viðast litið á sjávarútveg sem eins
konar landbúnað, sem litið kvigildi á
þjóðfélaginu, er óhjákvæmilega sé
rekið með tapi og þurfi verulega
styrki frá hinu opinbera. Þannig er
þetta til dæmis i Bretlandi og Vestur-
Þýzkalandf og nú siðast einnig i Noregi.
Hér er sjávarútvegurinn og þar með talinn fisk-
iðnaðurinn hins vegar undirstöðugrein, sem aðrar
atvinnugreinar byggja að nokkru leyti á tilveru sina
og sem heldur uppi umfangsmikilli yfirbyggingu
þjóðfélagsins. Fiskveiðar og fiskvinnsla gegna hér
sama hlutverki og stóriðjan gegnir i hinum gamal-
grónu iðnrikjum.
Þjóðfélagið skattleggur undirstöðugrein sina með
tiltölulega einfaldri aðferð, sem ekki kemur fram á
skattseðlum. Með gróflega rangri gengisskráningu
flytur það peninga frá sjómönnum, útgerð, fisk-
verkafólki og fiskvinnslu og dreifir þeim út i þjóðfé-
lagið. Með þessum hætti fá aðrir landsmenn tekju-
auka, um leið og staðið er undir viðamiklu rikis-
bákni og annars ósjálfbjarga landbúnaði.
Þetta hefur verið hægt, af þvi að við erum i
fremstu röð i fiskvinnslu og sennilega fremstir allra
i fiskveiðum. Hér er vel þjálfuð og dugleg stétt
sjómanna, skipa- og tækjakostur óvenju góður og
nálægð miða og hafna með bezta móti. Enda eru
aflabrögð islenzkra skipa tvisvar til tiu sinnum
meiri á hvern sjómann en i fiskveiðum annarra
þjóða. Þetta er okkar sérgrein, okkar stóriðja.
Ekki bera aðilar þessarar undirstöðugreinar
samt mikið úr býtum. Sjómenn eru hér tekjulægri
en i nágrannalöndunum. Fiskverkafólk er hér mun
tekjulægra en i nágrannalöndunum. íslenzk útgerð
á i mesta basli, siglir i skuldafeni og getur ekki
endurnýjað sig nema með 80—90% lánum. Fisk-
iðjan á i sama basli og hefur meira að segja minni
fjárfestingu en landbúnaðurinn á hverju ári.
Erfiðleikarnir eru svo miklir, að rikið og
bankarnir eru i vaxandi mæli að taka yfir stjórn
þessarar greinar. Þjóðhagsstofnunin reiknar út,
hve mikið rikið þurfi að millifæra til að gera fisk-
veiðar og fiskiðju upp á núlli á hverju rekstrarárh
Risið hefur flókið kerfi millifærslusjóða sem er að
slita sundur samband rekstrarhagkvæmni og tekna
i útgerð. Þetta er hálfgildings rikisrekstur, sem er
smám saman að spilla afköstum fiskveiða og fisk-
vinnslu og um leið að slátra kúnni, sem þjóðin lifir
á.
Um leið kalla þrýstihópar þjóðfélagsins stöðugt á
meiri mjólk úr kúnni. Bezt hafa komið sér fyrir
þrýstihópar landbúnaðar og byggðastefnu, sem
gina með sjálfvirkum hætti yfir lunganum úr
fjárfestingarpeningpm þjóðarinnar. Næst koma
þrýstihópar félagslegs réttlætis, sem telja, að á þvi
sviði getum við haldið til jafns við auðugustu
iðnaðarþjóð Evrópu, Svia.
Nú erum við komnir nálægt leiðarenda. Við getum
ekki endalaust arðrænt útgerð og fiskiðju, þvi að
fiskunum i sjónum fer ört fækkandi. Jafnframt er
iðnaðurinn þess vanbúinn að taka við hlutverki
vinnuþræls þjóðarinnar, þvi að gengisskráningin
hefur haldið honum niðri eins og útgerð og fiskiðju,
spillt samkeppnismöguleikum hans innanlands og
hindrað útflutningsmöguleika hans.
Tvöfalt siðgœði
Það er fróðlegt, að undanfarið
hafa orðið umræður um hlutverk
stjórnunarþátta rikisins. Það er
vissulega gagnlegt, að menn
reyni að gera sér grein fyrir hlut-
verki og samverkun hinna ýmsu
þátta. Ævagömul stjórnarskrá
okkar, i rauninni samin fyrir
tveim öldum, gerir aðeins ráð
fyrir þriskiptingu rikisvaldsins, i
löggjafarvald, framkvæmdar-
vald og dómsvald. Nú vitum við
auðvitað miklu betur, að þetta er
allt saman úrelt vitleysa og þeir
aðilar eru miklu fleiri, sem takast
á um völdin. Vald Alþingis er i
fyrsta lagi sundurskipt i stjórnar-
lið og stjórnarandstöðu, sem
þurfa að semja saman um margt,
innan stjórnmálaflokkanna fer
svo fram margvisleg togstreita
og þar skiptir meginmáli forustu-
hlutverk og ráðherradómur
einstaklinga, einnig kemur fyrir,
að menn risa upp til áhrifa eins
og halastjörnur i óskiljanlegu
makki bak við tjöld, enginn veit,
hvaðan þeir hafa umboð, aðrir
komast til mikilla áhrifa, sem
ráðunautar eða einhvers konar
Pompadúrar, kannski stúku-
bræður i frimúrarahreyfingu eða
spilafélagar flokksforingja og
ráðherra.
Ekki er öll sagan sögð með þvi,
heldur hverfist i kringum þjóð-
málavanginn iðandi skarar em-
bættismanna og sérfræðinga.
Formlegt hlutverk þeirra á i
reyndinni að vera algerlega
undirsett. Þeir eiga að fram-
kvæma vilja ráðandi stjórnmála-
manna og vera hlutlægir ráðu-
nautar. En raunverulega þrengja
margir sér langt út fyrir þann
ramma og gerast þátttakendur i
valdabaráttu. Svo telja þeir sér
máttinn og dýrðina, þessir svo-
kölluðu frimerkjasleikjarar, þeg-
ar þeir veita þjóðkjörnum fulltrú-
um margvislega fyrirgreiðslu af
eigin náð og byggja sér upp
valdahnúta hingað og þangað i
kerfinu, oft með sterkum
persónuleika og með þvi að koma
inn i pólitiskar valdaklikur á bak
við tjöldin. Og stundum er sagt að
landinu sé stjórnað úr heitum
potti i sundlaugunum.
Þá ber æ meir á vaxandi ýtni og
völdum hagsmuna- og þrýsti-
hópa, sem hvergi er þó getið i
neinni stjórnarskrá. Þessir
þrýstihópar vinna bæði utan frá
með hótunum og innan frá með
þvi að styrkja áhrif sin i
stjórnmálaflokkum. Þeir eru
tvimælalaust mjög hættulegir
fyrir þjóðskipulagið, þvi að vald-
beiting þeirra er ólýðræðisleg og
leiðir á endanum til einræðis og
alþýðukúgunar. Þeir taka kliku-
hag ætið fram yfir þjóðarhag, þvi
að sjónhringurinn er mjög þröng-
ur. Það eru fyrst og fremst þeir,
sem eru smámsaman að breyta
samfélagi okkar i ormagarð
frekjulegrar kröfugerðar, þar
sem engin gildi eru lengur heilög.
Það er til vitnis um völd þeirra að
töluverður hluti alþingismanna
leyfir sér að státa af þvi að
þeir séu ekki i rauninni fulltrúar
þjóðarinnar, heldur hins eða
þessa þrýstihóps.
Hitt hefur mér þótt undarlegt,
að i þeim opinskáu umræðum,
sem fram hafa farið um valda-
kerfi samfélagsins, hefur gleymzt
að hyggja að einum voldugasta
aðilanum i keðjunni og þar á ég
við það sem oft hefur gengið undir
heitinu „bankavald”, en það er
fyrst og fremst völd og hlutverk
rikisbankanna, sem eru fjórir
eins og allir vita. Seðlabankinn
sem yfirbanki og þrir viðskipta-
bankar, að sumu leyti settir undir
hann. Það er staðreynd að hlut-
verk og staða rikisbankanna er
óljóst afmörkuð. Alþingi hefur
samþykkt rúmt orðuð lög um þá
með formlegum starfsreglum, en
siðan hafa þeir sjálfir tekið að sér
að útfæra þau og raunin hefur
orðið að þeir hafa tekið sér
langtum meira vald og sjálfstæði
en hollt er.
Að visu átti að vera varnagli á,
þar sem hið pólitiska vald kýs
þeim bankaráð, sem einu sinni-
var kallað „gæzlumenn” sem á
að veita aðhald og vera fulltrúar
hins þjóðkjörna valds til eftirlits
með gerðum bankastjóra. En
raunin hefur orðið sú, að banka-
ráðsmenn veita ekki nokkurt að-
hald. t þessar stöður eru oftast
valdir hógværir menn og félags-
lyndir, sem lita á það sem
skemmtilegan karlaklúbb að
setjast einstaka sinnum i mjúku
stólana við eikarborðið uppi á
fjórðu hæð i Landsbankanum og
aðalvandamálin virðast vera,
hvernig þeir eigi að skipuleggja
næsta laxveiðitúr. Þvi undarlegri
verður aðstaða bankaráðsmanna,
þegar leiða má likur að þvi, að
sumir hafi stundum ekki verið
fjárhagslega sjálfstæðir, heldur
stórskuldugir bönkum og þannig
algerlega undir löfflinum á þeim
sem þeir eiga að veita aðhald.
Einnig er það undarlegt, að sumir
þessara bankaráðsmanna hafa
verið eins konar útvaldir fulltrúar
stórfyrirtækja eða jafnvel þrýsti-
hópa sem sækja hart að komast á
lánsfjárjötuna á timum stórgróða
óðaverðbólgu.
Hvað sem um þetta er að segja,
þá er það vist, að það er mjög al-
varlegur hlutur á timum þeirra
miklu sviptinga i efnahagsmál-
um, sem nú eiga sér stað, að i
rauninni er hreint ekkert pólitiskt
aðhald með rikisbönkunum. Þeir
eru jafnvel svo uppblásnir af
eigin mikillæti að merki eru
þess að þeir reyni að snúa hlutun-
um við og taki sér það hlutverk i
sjónvarpi að veita alþingi póli-
tiskt aðhald.
Það hefur sýnt sig á undanförn-
um árum, að aðhaldsleysið með
rikisbönkunum á verulegan þátt i
þeirri efnahagslegu ringulreið,
sem hér hefur komið upp. Ráðriki
og eyðslusemi bankanna hefur átt
töluverðan þátt i að efnahagsað-
gerðir hafa farið út um þúfur og
gjaldeyrisvarasjóðir tæmzt.
Föstudags-
grein
ÆjgjjjSp- 3 mm
mmm-i '2
i
f sambandi við lausbeizlun
bankanna hefur það undarlega
oft komið i ljós, að þeir hafa tvö-
falt siðgæði, eitt fyrir þjóðina og
almenning, annað fyrir sjálfa sig.
Þetta kom berlegast i ljós, þegar
Seðlabankinn á sinum tima
predikaði þjóðinni alvöruþrungn-
um orðum aðgæzlu og sparnað, en
lagði á sinum tima út i furðulegt
snobbævintýri Arnarhólshallar.
En hinir rikisbankarnir hafa haft
alveg sams konar tvöfalt siðgæði,
einkanlega sá stærsti og efnað-
asti, Landsbankinn. Hvenær sem
átt hefur að sýna sparnað, þá
hefur viljað svo til að hann var að
leggja út i mestu útþenslu. Þegar
viðskiptamenn hafa gengið
bónleiðir frá búð, stundum hálf-
grátandi, þar sem enginn aur var
til að leysa vanda þeirra, horfðu
þeir á blanka bankann reisa æ
háreistari hallir, stofna æ fleiri
útibú. Hvenær sem gjaldeyris-
staða þjóðarinnar hefur verið
verst, þá hafa rikisbankarnir haft
forgöngu i að sóa sem mestu af
gjaldeyri, einkum fyrir gengis-
lækkanir, i allskyns rándýran
tölvuútbúnað, augsýnilega til að
V
NÝSJÁLENDINGAR
DEILA UM NAFN
BIRTINGAR
ÁKÆRÐRA OG
GRUNAÐRAí
AFBROTAMÁLUM