Dagblaðið - 31.10.1975, Qupperneq 9
Dagblaðið. Föstudagur 31. október 1975.
taka þátt í gengisfellingargróðan-
um. Hvergi hefur bólað á neinu
eftirliti eða aðhaldi til að draga úr
sóun og gjaldeyriseyðslu til ger-
samlega óarðbærra byggingar-
framkvæmda og tækjaútvegunar
rikisbankanna.
1 sumum tilfellum hefur
samanburður orðið sárgrætileg-
ur. Það hefur þekkzt á stöðum,
þar sem þörf var fyrir lifsnauð-
synlega þjónustustarfsemi, að
engin hafnargerð fór fram, engar
endurbætur fengust á flugvelli,
brýn vegagerð eða brúargerð
dróst árum saman, sjúkrahús
vantaði, ekkert fé fékkst i lækna-
miðstöð, en staðurinn eignaöist
sina bankahöll eða tvær.
Það þarf ekki að taka fram, að
heldur ekkert eftirlit hefur verið
með framkvæmd þessara verka.
Rikisbankar framkvæma aldrei
nein útboð á hundraða milljóna
framkvæmdum, kaup á rándýr-
um innibúnaði, harðviðarklæðn-
ingum i hólf og marmaraklæðn-
ingu á gólf, skriftvélaútbúnaði,
tölvum, peningaskápum og hólf-
um, prentun eyðublaða hefur
aldrei verið boðin út eða leitað
margra tilboða og hagstæðustu
kjara og leikur orð á að persónu-
legir hagsmunir og hygling ráði
gerðum. Ekki veit ég þetta með
vissu, en hvernig er hægt að vita
nokkuð, þar sem engin upplýsing
eða eftirlit er með neinu?
Mér er ómögulegt að sjá annað
en sjálfir rikisbankarnir hafi
undanfarið gengið á undan i
margs konar óhófi, ósóma og
siðlausn. Það er alkunna að þeir
eiga sök á þvi, að lóðaverð i
miðbænum hefur sprungið upp úr
öllu skynsamlegu valdi. Sjálft
alþingi mátti nýlega kenna á
þessu, þegar það varð að punga út
með 70 milljónir fyrir Þórsham-
ar, um helmingurinn af þvi verði
á rætur að rekja til óraunsærrar
verðþenslu sem sjálfir ríkisbank-
arnir hafa búið til á lóðaverði.
Verðið er ekki i neinu samræmi
viö arðgildi eignanna, og jafn-
framt hætta á þvi að arðgildið fari
minnkandi á næstunni, þvi að
með áframhaldandi útþenslu
bankanna er nú stefnt að þvi að
eyða viðskiptagildi t.d. Austur-
strætis. Það eru aðeins gerviarð-
bærviðskipti bankanna, sem geta
staðið undir þessu. Allt hefur
þetta lika gerzt eftirlitslaust frá
hendi þjóðvaldsins.
Útþensla bankanna hér á sið-
ustu árum er i rauninni algerlega
óskiljanleg. Lausleg athugun
bendir til þess að umsvif i banka-
höllum og útibúum sé hvergi i
heiminum orðin meiri miðað við
mannfjölda en hér á landi. Eink-
um hefur þetta hriðversnað á sið-
ustu árum, svo að Svisslendingar
og Libanonsmenn eru varla nema
hálfdrættingar á móti okkur. A
sama tima fer fyrirgreiðsla bank-
anna við almenning siminnkandi.
Bankakerfið gefur út almenn
fyrirmæli um að draga úr eða
stöðva útlán en það undarlega er
að þetta leiðir ekki til að dregið
sé úr starfi i bönkunum. Reglan
er: Þvi minni fyrirgreiðsla, —- þvi
meira starfslið, vélar, tölvur og
húsnæði. Eitt fyrirbærið er fjölg-
un bankastjóra við Landsbank-
ann. Siðast þegar ég vissi voru
þeir orðnir sex, aðal- og aðstoðar-
bankastjórar, kannski þeir séu
orðnir sjö, engar tilkynningar eru
gefnar út um það, engin embætti
auglýst laus til umsóknar. Fjöldi
bankastjóra er orðinn svo mikill,
að sumir þurfa ekki að mæta i
móttöku nema fimmtu hverja
.viku. Hvað þeir eru að gera þess i
milli veit enginn. Það er sagt að
þeir sitji inni i lokuðu herbergi
og séu djúphyglir að ,,marka
bankastefnuna”.
Þessi fjölgun bankastjóra er
eitt af þvi sem hefur gerzt alger-
lega' eftirlitslaust, engin lög eru
fyrir þvi, engar stjórnvalds-
ákvarðanir. Bankinn er sjálfráð-
ur, i þversögn við launakerfi,
hvernig hann hyglar sinum elsku
vinum, gefur gott sumarfri, lax-
veiðitima, 13. launamánuð. Þetta
ku vera mikilvægt fyrir alla þjóð-
ina að búa bankastjórum frið og
lifsöryggi svo þeir séu duglegir
við að „marka bankastefnuna”.
Sannleikurinn er sá að eftirlits-
leysi með rikisbönkunum nær
ekki lengur neinni átt. Mestur
hluti af valsi þeirra með peninga
hefur ekki lengur nokkurn
skynsamlegan tilgang. Það sem
hér er á seyði er i rauninni að inn-
an hvers banka og milli banka
hefur risið furðulegt hefðarkapp-
hlaup samtvinnað eins konar
baráttu til hærri embætta, valda
og upphefðar. Dýrar innréttingar
i afgreiðslum banka eru ásamt
afgreiðslum nokkurra samvinnu-
félaga einsdæmi i þjóðlifinu.
Engin þörf er fyrir þetta óhóf. Þó
ér það svo að ef einn banki klæðir
með marmara, þarf sá næsti helzt
9
\
að klæða með porfýr. Ef einn
fær sér gullhúðaðar rúð-
ur, þá liður ekki á löngu
áður en skipt verður um
rúður i þeim öllum. Alltaf eru
búnar til skýringar, innréttingar
ku þurfa að vera „sólid”, gull-
gluggar ku vera heilsusamlegir
laxveiðar gera islenzku þjóðinni
ómetanlegt gagn, eins og nýlega
kom fram i grein, þar sem Jónas
Haralz ber blak af sjálfum páfan-
um:
„Laxveiðar eru alvörumál á
tslandi. Bæði Seðlabankinn og
Landsbankinn hafa talið það
skipta miklu máli fyrir þá sjálfa
og starfsemi þeirra, og þá um leið
fyrir þjóðina alla.að vel sé tekið á
móti útlendum gestum. Þeir hafa
litið svo á, að það fé, sem til slikr-
ar gestamóttöku sé varið, skili
rikulegri ávöxtun i aukinni þekk-
ingu og skilningi á landi okkar og
þjóð og aðstæðum öllum. Reynsla
beggja bankanna hefur verið sú,
að flestir hinna erlendu gesta
meti það sérstaklega mikils að
geta stundað laxveiðar i nokkra
daga.”
Undarleg tilviljun, fyrir fimm
árum stóð svohljóðandi klausa i
japönsku blaði: „Vændiskonur
eru alvörumál i Japan. Japanskir
bankar hafa talið það skipta
miklu máli fyrir þá sjálfa og
starfsemi þeirra, og þá um leið
fyrir alla japönsku þjóðina, að vel
sé tekið á móti útlendum gestum.
Þeir hafa litið svo á, að það fé
sem til slikrar gestamóttöku sé
varið, skili rikulegri ávöxtun i
aukinni þekkingu og skilningi á
landi okkar og þjóð og aðstæðum
öllum. Reynsla japanskra banka
hefur verið sú, að flestir hinna
erlendu gesta meti það sérstak-
lega mikils að geta stundað
vændiskonur i nokkra daga.”
Ja, það má segja, að það er
ekki dónalegt að geta verið á lax-
veiðum „fyrir þjóðina alla”. En
hér gildir það sama og annars
staðar, ekkert eftirlit frá neinum
aðila, hvort laxveiðin er einungis
fyrir útlenda gesti. 1 Japan var
það mesta hneykslið, að það voru
japönsku stjórarnir sjálfir sem
mest nutu gæðanna. Hvi þá ekki
hér, eru laxveiðarnar nokkuð
annað en hluti i hefðarkapphlaup-
inu, er ekki aðallega verið að
hjálpa þjóðinni til að styrkja
innbyrðis vináttuklikur?
Gallinn er nefnilega sá, að
innan bankakerfisins gildir ekki
andi upplýsingar, heldur for-
myrkvunar. Engar upplýsingar
ekkert eftirlit.
1 ljósi þessa hljómar það harla
undarlega, þegar aðalbankastjóri
Landsbankans kemur fram i
sjónvarpi og talar eins og sið-
gæðispostuli yfir islenzkum
alþingismönnum, sakar þá um að
vanrækja skyldur sinar og segir,
að draga þurfi skýrari linur milli
þingmanna, framkvæmdavalds
og embættisvalds. Þetta er að
visu aiv.eg rétt, en á sama tima
sér þessi háttvirti aðalbanka-
stjóri ekki að það er ennnauðsynl.
að draga skýrar linur á um-
máli hans sjálfs. Hvort er hann
bankastjóri Landsbankans eða
upprisandi pólitiskur forustu-
maður? A það kannski að vera
hlutverk bankastjóra Landsbank-
ans að taka að sér siðgæzlustörf
fyrir alþingi. Kannski ætti að
snúa hlutunum við og banka-
stjórn Landsbankans að kjósa
gæzlustjóra með alþingi. Eða er
þetta allt misskilningur, var það
ekki bankastjórinn, sem kom
fram i sjónvarpinu, heldur hinn
nýi upprisandi pólitiskur forustu-
maður?
Skyldi ekki vera þörf fyrir ao
draga linurnar pinulitið skýrara.
Fyrir nokkrum árum beitti
Bjarni heitinn Benediktsson sér
fyrir þvi að aðskilja persónur
bankastjóra og stjórnmála-
manna. Af þvi að Pétur bróðir
hans var bankastjóri, varð hann
að hætta tilraunum til að fara i
framboð. Helgi Bergs dró sig út
úr framboðum, eftir að hann varð
bankastjóri. Jóhannes Nordal er
það skynugur maður, að honum
dytti aldrei i hug að brjótast til
pólitiskra valda og væri það hon-
um þó auðvelt. En Jónas Haralz
ætlar að snúa hlutunum við. Með
áberandi tvöföldu siðgæði er hann
nú að ryðjast til forustu i póli-
tiskum flokki og hugsanlegt er að
hann beiti bankavaldinu fyrir sig.
Það er alkunna að hann beitti sér
fyrir þvi á sl. ári að veita Reykja-
vikurborg stórkostlega fyrir-
greiðslu, ég held um 300 millj.
kr., á sama tima og litli alþýðu-
maðurinn var að snúa bónleiður
frá búð. Auðvitað var þetta mjög
nauðsynlegt, en er kannski sam-
hengi milli þess og að skömmu
siðar var sami maður kjörinn i
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins?
Þetta getur auðvitað enginn vit-
að, ekki frekar en Armannsfells-
málið — aðeins óheppileg og
einkennileg tilviljun, sem stafar
af því að linurnar eru ekki skýrar.
Það er nauðsynlegt að skýra
linurnar, hvort er einhver maður
formaður byggingarsjóðs Sjálf-
stæðishússins eða borgarráðs-
maður? Hvort er annar maður
aðalbankastjóri Landsbankans
eða risandi forustumaður i póli-
tiskum flokki?
,,Ég get lagt hönd á helga bók! ”
En hver tekur mark á sliku, ef sá
sem i hlut á hefur tvöfalt siðgæði,
eitt fyrir almenning, annað fyrir
sjálfan sig, eins og ég hef bent á
að virðist alltof mikið rikjandi i
rikisbönkunum.
1 fyrra var mikið veður gert út
af þvi, að einhverjir islenzkir
auðmenn hefðu keypt ibúðir á
Spáni, að þvi er virtist fyrir
ferðatékka. En vissu menn það,
að Landsbanki Islands mun eiga
tvær lúxus-ibúðir i London? Hvar
hafa þeir fengið leyfi til að eyða
islenzkum gjaldeyri, — kannski
ferðatékkum? andstætt lögum til
fasteignakaupa i Bretlandi.
Jú, þvi er auðsvarað, þeir
gefa það leyfi sjálfir, þvi
að þeir eru sjálfir gjaldeyr-
isyfirvöld. Það er ekki
mikill vandi, en samt er þetta
enn eitt dæmið um tvöfalt
siðgæði. En svo er auðvitað hægt
að útskýra þetta og leggja hönd á
helga bók, — allt er auðvitað gert
fyrir þjóðina. Lúxusibúðirnar i
London hafa komið þjóðinni að
ómetanlegu gagni til að afla
erlendra lána. En hver dæmir um
það, hvort það er rétt, — hvað er
þessi grámyglaða helga bók alltaf
að flækjast fyrir hugsuninni? Hér
eins og annars staðar er ekki
nokkurt eftirlit né aðhald. Og við
spyrjum, eru ibúðirnar ekki að-
eins einn liðurinn i hinu
dæmalausa hefðarkapphlaupi?
Eða er nokkur furða þó litið hafi
komið út úr rannsókn gjaldeyris-
eftirlits bankanna á íbúðakaup-
um Islendinga erlendis?
Sensmóralinn af öllu þessu er
að mfnu áliti þessi: — Það er orð-
in brýn nauðsyn að koma á raun-
verulegu eftirliti og aðhaldi með
rikisbönkunum. Þetta verður þvi
brýnna, þegar það nú kemur
fram að skera á miskunnarlaust
niður fjárveitingar til þjónustu-
stofnana almennings. Þá verður
tafarlaust að stöðva þetta
gegndarlausa, óhugnanlega vals
með þjóðarfjármuni i hefðar-
kapphlaup.
Hitt er vandséðara, hvernig á
að gera þetta. Gallinn er að þing-
menn eru ekki nógu harðskeyttir
og ákveðnir til að stinga á
spillingarkýlum, margir þeirra
eru jafnvel i persónulegum skuld-
um við rikisbankana og þora sig
hvergi að hræra fremur en mýs
undir fjalaketti.
Það er lika vandi, að ekki má
skerða eðlilegt sjálfstæði rikis-
bankanna i viðskiptalifinu.
Tvö atriði koma helzt i huga. 1
fyrsta lagi er nú ljóst, að banka-
ráðin veita ekki aðhald og er þvi
eðlilegt að þau yrðu afnumin og
alþingi gripi til nýrra aðferða tii
að koma fram aðhaldi, t.d. að fela
Framkvæmdastofnuninni, sem
hefur miklu viðari útsýn, almennt
eftirlit með rekstri og fjárfest-
ingu rikisbankanna i þeim til-
gangi að stöðva þegar i stað
fáránlega eyðslu og hefðarkapp-
hlaup.
1 öðru lagi væri rétt að fela
endurskoðendum rikisreikning-
anna að framkvæma kritiska
rannsókn á rekstri bankanna og
skila áliti um úrbætur.
Nú er að sýna garnirnar, eins
og amrikaninn segir, þingmenn!
Frá VVellington, höfuðborg Nýja Sjálands.
Nýja Sjáland gerir um þessar
mundir einstæðar lögfræðilegar
tilraunir sem i upphafi vöktu
upp háværar raddir um að þær
væru i raun og veru opinber rit-
skoðun.
Ný lög, sem gilda fyrir öll
dómsstig, gera ráð fyrir þvi að
ekki megi birta nafn ákærðs
manns nema sekt sannist.
Undantekningar eru að sjálf-
sögðu til. Þær eru þessar: Ef
hinn ákærði óskar eftir að nafn
sitt verði birt og ef rétturinn tel-
ur að yfirgnæfandi likur séu til
þess að nafnbirting sé i þágu al-
mennings. Einnig getur hvaða
óbreyttur borgari sem er farið
fram á nafnbirtingu þar sem
leynd þess getur orðið til þess að
aðrir séu grunaðir. Að sjálf-
sögðu gerir hið siðastnefnda þó
ekki út um að nafnbirting verði
leyfð.
Siðan lögin gengu i gildi fyrir
hálfum öðrum mánuði hefur
verið tiltölulega hljótt um þau.
Astæðan er sú að á þeim tima
hefur enginn komið fyrir rétt i
Nýja Sjálandi ákærður fyrir
morð, nauðgun eða aðra álika
alvarlega glæpi, þannig að i
rauninni hefur ekki reynt á
þessi nýju lög. Almenningur
hefur aldrei fengið tækifæri til
aö reka upp það harmakvein
sem við mátti búast.
Almenningur
afskiptalaus
Þessi nýja löggjöf er i upphafi
hugmynd frjálslyndra umbóta-
sinna i Verkamannaflokknum,
stjórnarflokknum, og aö sögn
nutu þeir dyggilegs stuðnings
lögfræðilegra ráöunauta rikis-
ins i dómsmálaráðuneytinu.
Þegar lagafrumvarpið var
lagt fram á þinginu i Wellington
snemma á þessu ári brugðust
dagblöð illa við og töldu að verið
væri að gera tilraunir til rit-
skoðunar.
Ýmsir lögfræðingar og lög-
regluþjónar gerðu einnig sinar
athugasemdir — en almenning-
ur lét málið að mestu leyti af-
skiptalaust.
Stjórnarandstaðan, Þjóðern-
isflokkurinn, sem á góða mögu-
leika á að vinna þingkosning-
arnar sem fara fram i lok nóv-
ember, hefur lýst yfir eindreg-
inni andstöðu við lögin og jafn-
framt, að komist hann til valda
þá verði þau þegar i stað numin
úr gildi. Sir John Marshall,
fyrrum forsætisráðherra og
virtur lögmaður, hefur marg-
sinnis lýst biturri óánægju sinni
með lögin.
Kemur þetta tslendingum
spánskt fyrir sjónir enda þekkj-
ast hér ekki nafnbirtingar nema
um morð sé að ræða og þá yfir-
leitt ekki mörgum til að dreifa.
Andstaða pressunnar
Formaður blaðamannasam-
bands brezka samveldisins,
Lord Barentson, sendi stjórn
Nýja Sjálands skeyti frá London
og mótmælti slikum takmörk-
unum á prentfrelsi i landi þar
sem hugsjónir frjálsrar pressu
hefðu alltaf verið i hávegum
haföar.
Ritstjóri Kvöldblaösins i höf-
uðborginni Wellington, J.M.
Robson, hefur sagt um lögin að
þau séu eins og ,,af himnum
send” fyrir þá sem lifa á slúðri
og sögusögnum.
Nefnir hann sem dæmi að ef
þingmaður frá Wellington kæmi
fyrir rétt vegna ölvunar við
akstur — og slikt hendir þing-
menn i Nýja Sjálandi og víðar —
þá myndu allir 14 þingmenn
svæðisins með tölu liggja undir
grun.
„1 kosningabaráttu gæti ó-
svifin andstaða gert mikið mál
úr tilefni sem þessu,” segir rit-
stjórinn, ,,og þannig skaðað
þingfulltrúa og stjórn landsins i
heild.”
Embættismennog blaðamenn
virðast þó vera sammála um
eitt: allmargir mánuðir liða þar
til endanlega verður séð hvaða
tilgangi þessi nýju lög þjóna og
hvort þau komi að þvi gagni
sem höfundar þeirra gerðu sér
vonir um.