Dagblaðið - 28.11.1975, Side 6

Dagblaðið - 28.11.1975, Side 6
6 Pagblaðift. Föstudagur 28. nóvember 1975. Höfundur heimsmetabókar Guinness myrtur í London Ross McWhirter, sem ásamt tviburabróður sinum Norris, samdi metsölubækurnar i flokki „Heimsmetabóka Guinness”, var skotinn til bana á heimili sinu i London I gærkvöld. Kona hans var vitni að morðinu. Lögreglan telur að morðið sé verk Irska lýöveldishersins IRA. Undanfarna þrjá mán. hefur gengið yfir sprengjufar- aldur i London, sem kostað hefur 8 mannslif og sært rilm- lega 200 manns. Talið er aö IRA hafi staðið á bak við allar sprengingarnar. McWhirter, sem var fimmt- ugur,bauöstnýlega til að greiða 50 þúsund sterlingspund (17 millj. isl. kr.) til hvers þess, er veitti upplýsingar, sem leiddu til handtöku sprengjumann- anna. Viö þaö tækifæri sagöi hann að sér væri ljóst, að hann væri oröinn „helzta skotmark” sprengjumannanna. Að sögn lögreglunnar var Mc- Whirter að opna útidyrnar fyrir konu sinni þegar tveir skot- menn, sem höfðu falizt I garöin- um við húsið, höfu skothrið. Hann dó skömmu eftir aö komið var með hann á sjúkrabUs. Kona hans slapp ómeidd. Moröið hefur vakiö mikinn ó- hug I Bretlandi. Morðingjaruir komust undan i bil konu hins myrta. Múrverk — Flísalagnir Getum bætt við okkur múrverki og flisa- lögnum. Gerum föst tilboð. Upplýsingar i sima 71530. Kjarvalsmyndir Sala á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval fer fram föstudag, laugardag og sunnudag ,28.-30. nóvember i Brautarholti 6 frá kl. 14 til 22. 18881 18870 Bílasalan Höfðatúni 10 Seljum i dag og næstu daga: Fiat 128 1974 ...............................kr. 650.000.00 Morris Marina 1974 ..........................kr. 750.000.00 Toyota Carina 1974 ..........................kr. 1200.000.00 Mazda 616 1974.........................................kr. 1100.000.00 Mazda 818 1973............................................kr. 900.000.00 Peugeot 504 1974 .............................kr. 1600.000.00 Dodge Charger hard-top 1970 .................kr. 900.000.00 Volvo 144 de luxe 1969 ..................... kr. 650.000.00 Datsun 1200 1972 .............................kr. 600.000.00 Datsundisil 1972 ............................ kr. 850.000.00 Land Rover disil 1973 ........................kr. 1100.000.00 Bilar fyrir fasteignatryggö veöskuldabréf, 3-5 ára: Volkswagen 1300 1974 ........................ kr. 790.000.00 Ford Torino hard-top 1969 ....................kr. 800.000.00 Mercedes Benz 230,6 cy 1 1968...........................kr. 1075.000.00 Mercedes Benz 508, sendibill, 1971........................kr. 2000.000.00 selst meö mæll.talstöö og stöövarplássi. Látiö skrá bilinn strax. Okkur vantar mikiö af alls konar bilum. Viö seljum alla bila. Opiö alla virka daga kl. 9-6. — Laugardaga kl. 10-3. Bílasalan Höfðatúni 10 Símar: 18881 - 18870 Nálastungur lœkna heyrnarleysi Þessi piltur er nemandi viö heyrnleysingjaskólann I Kanton. Lækning hans gengur prýöilega. Kinverskir læknar hafa á und- anförnum sex árum beitt nála- stunguaöferðinni „akupunktur” meö góöum árangri til aö ráða bót á heyrnarleysi. Tilraunir sinar hafa læknar gert á heyrnleysingjaskóla skammt utan við borgina Kanton. Nemendur þar eru rúmlega 300 og segja læknar, að 76% þeirra barna, sem gengiöhafa i skólann siöan 1969 hafi fengið heyrn aftur, ýmist að hluta eða alveg. Fréttamaður Dagens Nyheter i Kina segir frá þessu I grein i DN nýlega. Hefur hann eftir læknun- um, að ekki sé nóg að beita nála- stungum aðeins i kringum eyrun, heldur um allan likamann, eink- um hand- og fótleggi. Beztum árangri náðu læknarn- ir, er barn, er hafði veriö heyrn- arlaust frá fæðingu, fékk fulla heym eftir sex mánaða vist á skólanum. Yfirleitt tekur lækn- inginmiklu lengri tima. Reynslan hefur leitt i ljós, aö árangur næst að meðaltali ekki fyrr en eftir sex ára meðferð, en sá timi mun eiga að styttast eftir þvi sem reynsla lækna og hjúkrunarfólks eykst. Læknarnir viö heyrnleysingja- skólann telja mjög mikilvægt i þessu sambandi að hafa gott samstarf og samband við fjöl- skyldur heyrnarlausu barnanna. DÆMDUR FYRIR AÐ OFRÆGJA PÁFA í BÓK OG KVIKMYND Bandariski rithöfundurinn Robert Katz var i gær dæmdur i 14 mánaða skilorðsbundiö fang- elsi á Italiu fyrir að ófrægja minningu Piusar páfa tólfta i kvikmyndinni „Fjöldamorð i Róm”. Framleiðandi myndarinnar, Carlo Ponti (eiginmaöur Sophiu Loren) og leikstjórinn, George Pan Cosmatos, voru hvor um sig dæmdir i sjö mánaöa skil- orösbundiö fangelsi fyrir sama brot. Það var eftirlifandi frænka Píusar páfa, Elena Rossignani greifaynja, sem stefndi Katz á þeirri forsendu, að athuga- semdir rithöfundarins I bók hans og kvikmynd um páfann væru ófrægjandi. „Fjöldamorð i Róm” fjallar um hefndardráp nasista á 335 Rómverjum i marz 1944 eftir aö 33 SS-hermenn höföu verið myrtir þar. 1 bókinni og kvikmyndinni — sem gerð er eftir bókinni — er þvi haldið fram, að Pius páfi hafi vitaö um áætlanir nasista um hefndarmoröin, en ekkert gert til að koma i veg fyrir þau. Réttarhöldin hafa staðið yfir i tvö ár. Meðal vitna voru fjórir fyrrum foringjar i þýzku her- sveitinni, sem átti þátt i hefnd- armorðunum. Katz sagði við fréttamenn eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp, að hann hygðist á- frýja honum og að hann reikn- aði með að verða sýknaður aö fullu og öllu. ,,Ég er mjög vonsvikinn yfir þessum úrskuröi,” sagði hann. „Ég tel ekki aö vinna min á sviöi sagnfræði eigi svona með- ferö skilið i frjálsu lýðræöis- þjóðfélagi.” ' Þetta var i fyrsta skipti, sem italskur réttur úrskurðar um störf páfa. Afstaða Piusar til nasista i striðinu hefur oftlega orðið tilefni deilna. Katz segist hafa fullkomnar sannanir fyrir staðhæfingum sínum. Aðalhlutverk myndarinnar leikur Richard Burton. Hann leikur þýzka SS-höfuðsmanninn Herbert Kappler, sem raunar situr enn I fangelsi á Italiu fyrir að fyrirskipa hefndarmorðin. Italski leikarinn Marcello Mastroianni leikur rómverskan prest, sem í rauninni var ekki til. Er þetta Loch Ness skrímslið? Brezki náttúrufræðingurinn Sir Peter Scott, sem skýrði frá þvi I vikunni, að hann hefði séð ljósmyndir af margnefndu skrimsli I vatninu Loch Ness I Skotlandi, hefur nú málað þessa mynd af „Nessie” og systur hennar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.