Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.11.1975, Qupperneq 7

Dagblaðið - 28.11.1975, Qupperneq 7
Dagblaðiö. Föstudagur 28. nóvember 1975. Erlendar fréttir REUTER Olíuleit ó Jótlandi Danskt fyrirtæki, DUC, hefur í næsta námuði oliuleit 3 km undir yfirborði jarðar i Hylderbjerg nærri Farsö á Norður-Jótlandi. Reiknaö - er með, aö boranirnar taki um það bil mánuð. Siðan verður borað eftir oliu i Rödding viö Skive. Talsmaður fyrirtækisins hefur lýst björtustu vonum með góðan árangur borananna, enda hafi jarðfræðilegar rannsóknir leitt i ljós, að oliu sé að finna á þessu svæði. Agnew blaða- fulltrúi Sinatra Spiro Agnew, fyrrum vara- forseti Bandarikjanna, hefur fengiö vinnu. Hann er blaðafulltrúi söngvarans Franks Sinatra, að sögn frönsku fréttastofunnar AFP. Varaforsetinn var i vikunni i Teheran, höfuðborg tran, ásamt söngvaranum, sem hélt þar tónleika fyrir blinda trana. Agnew, sem neyddist til að segja af sér embætti varafor- seta USA 1973 eftir aö upp komst um stórfelld skattsvik hans og mútuþægni, sagði fréttamönnum aö hann væri einnig kominn til tran i viðskiptaerindum. Portúgal: Fjöldahandtökur vinstrisinnaðra herforíngja Allsherjar herferð gegn vinstri- sinnum i porúgalska hernum virðist vera i úppsiglingu eftir að byltingartilraun var kæfð i vik- unni. Allt yfirbragð hers og stjórnmála hefur tekið á sig hóf- samari blæ. Talið er að yfirmaður öryggis- sveita hersins (Copcon), Car- valho hershöfðingi. og yfirmaður landhersins, Carlos Fabiao, sem voru settir af i gær, verði einnig reknir úr byltingarráöi hersins. Rúmléga fimmtiu vinstrisinn- aðir herforingjar hafa verið handteknir vegna byltingartil- raunarinnar og fjölda annarra er leitað. Útgöngubann er enn i gildi i Lissabon að næturlagi og blöð komu ekki út i morgum, þriöja daginn i röð. Hálfgert hernaðará- stand rikir enn i höfuðborginni, þrátt fyrir opinbera yfirlýsingu Costa Gomes forseta um að bylt- ingartilraunin hafi verið brotin á bak aftur. Rikisstjórn Azevedos forsæt- isráðherra hefur enn ekki hafið stjórnarstörf á ny. Costa Gomes forseti hefur þvi sem næst al- ræðisvald i landinu og er ekki vit- að hvenær rikisstjórnin hefur störf sin á ný. Hún hefur veriö i „verkfalli” siðan i fyrri viku. Sú var tiðin: Otelo Carvalho hershöfðingi (t.h.) ræðtr við Salgueiro Maia, liöfuðsmann, á fundi stjórnmálahreyfingar hersins i Lissabon i mai i vor. t>að var Maia, sem stjórnaði hersveitunum, er nú brutu byltingartilraunina á bak aftur. Fraser nýtur fylgis meiri- hlutans Leiðtogi frjálslynda flokksins i Astraliu. Malcolm Fraser lor- sætisráöherra bráðabirgða- stjórnarinnar, nýtur stuönings meirihluta þjóðarinnar. Þetta kemur fram i niöurstööum skoðanakönnunar, sem birt var i morgun, hálfum mánuöi áöur en kosningar fara fram i land- inu. Fraser kom i morgun fram opinberlega i fyrsta skipti siöan hann var skipaður forsætisráð- herra. Skoðanakönnun, sem birtist i blaðinu Sydney Sun, sýnir að á undanförnum tveimur vikum hafa vinsældir Frasers vaxiö um 22%, úr 23 I 55%. Gough Whitlam, fyrrum for- sætisráöherra sem var rekinn úr embætti af landstjóra Breta- drottningar. nýtur stuönings 42% þjóðarinnar, skv. skoðana- könnuninni. t siöustu könnun fyrirhálfum mánuði hlaut hann sama fylgi. Spónn: Tóragasi og vatni beitt Juan Carlos Spánarkonungur stóö i morgun frammi fyrir þvi, aö ekki væru allir þegnar hans jafn ánægðir með vikugamla stjórn hans, þrátt fyrir ánægða hópa fólks, sem fögnuöu honum á götum Madrid eftir aö hann tók formlega við embætti i gær. Mótmælaaðgerðir i Madrid, Barcelona og San Sebastian settu sinn svip á spænskt þjóðlif i gær. t Madrid komu rúmlega 2000 manns saman utan við stærsta fangelsi borgarinnar. Fleiri en nitján er bannað að koma saman til fundar skv. spænskum lögum. Lögreglan beitti vatnspump- um og táragasi. til aö dreifa mannfjöldanum, sem mótmælti náöunaráformum konungs. Fréttastofan Cifra sagði 22 manns, þar á meðal tiu leikara og fimm blaöamenn, hafa verið handtekna eftir mótmælaað- gerðirnar i Madrid. Þau hafa verið látin laus, en jafnframt var þeim gertað mæta fyrir rétt i morgun — raunar þann sama rétt og dæmir aðeins i pólitisk- um málum. Að sögn Cifra voru hinir hand- teknu fremst i hópi mótmæl- enda, hrópandi slagorð og veif- andi krepptum hnefum. Einn var sagður hafa boriö ólöglegan áróður og annar ljóð eftir chil- eanska Nóbelsskáldið Pablo Neruda, þar sem Franco er gagnrýndur. t Baskaborginni San Sebasti- an fór um eitt þúsund manna hópur um götur og krafðist fullrar sakaruppgjafar. Lög- reglan dreifði hópnum með skotvopnum — án þess þó að meiðsli hlytust af. t Barcelona hélt um 1000 manna hópur mótmælafund og krafðist sakaruppgjafar og auk- innar heimastjórnar fyrir austurhéruöin i Katalóniu. Hópurinn hafði dreifzt áður en lögreglan kom á staöinn, en á götunni skildu menn eftir sig flugrit, sem undirrituð voru af Katalóni'uráðinu — samstarfs- nefnd lýðræðissinna i Katalóniu. ENGAR TRÚAR- OFSÓKNIR í SOVÉT — segir sendinefndin á þingi Alkirkjuráðsins Sendinefnd sovézku rétttrúnað- arkirkjunnar á þingi Alkirkju- ráðsins i Nairobi, sem nú stendur yfir, hefur þverneitað aö trúarof- sóknir séu stundaðar i Sovétrikj- unum. Það voru fullyrðingar tveggja kirkjunnar manna i Moskvu um þetta, sem voru tilefni yfirlýsing- ar sendinefndarinnar. 1 henni sagði, að rétttrúnaðarkirkjunni væri frjálst að aia upp nýja kynslóð kristinna manna sam- kvæmt gamalli trú og venjum — svo lengi sem það brýtur ekki i bága við lög um aðskilnað rikis og kirkju. Kirkjumennirnir i Moskvu skrifuðu fundi Alkirkjuráðsins i Nairobi og fóru fram á aðstoð viö ofsótta kristna menn i Sovétrikj- unum, einkum þá, er settir hafa verið á geðveikrahæli vegna skoðana sinna. t svari sendinefndarinnar. sem undirritað var af formanni utan- rikisdeildar kirkjunnar i Moskvu. sagði að báðir mennirnir væru stórlega varasamir. Annar væri uppreisnarmaður innan kirkj- unnar og hinn alþekktur andstæð- ingur kirkjulegrar samvinna. Angola: Asakanir stórveldanna ganga ó víx’ Suður-Afrika styöur þjóðern- issinnahreyfinguna UNITA i Angola vegna ótta s-afrisku stjórnarinnar viö aukin áhrif Sovétrikjanna i Afriku. Þau á- hrif séu ógnun við vestrænt lýð- ræði. Þetta er haft eftir áreiðan- legum heimildum i Pretóriu. Ekki hefur veriö skýrt frá fjölda s-afrlkanskra hermanna i Angola né magni eða tegundum vopna, sem þangaö hafa verið send. Enginn stuðningur Kina Kinverjar hættu að veita hernaðaraðstoð til allra þriggja sjálfstæðishreyfinganna i Angola „eftir að þær komust að samkomulagi viö portúgölsku stjórnina um sjálfstæði lands- ins,” aö þvi er segir i opinberri yfirlýsingu kinversku sendinefndarinnar hjá Samein- uðu þjóöunum I New York. t yfirlýsingunni sagöi, aö fylking- arnar þrjár heföu „allar ástæð- ur til að endurreisa samstöðu sina og enga ástæöu til ágrein- ings, klofnings og stríðsað- gerða.” Kinverski sendiherrann hjá SÞ, sem undirritaði yfirlýsing- una, sagði i svari viö sovézkum ásökunum um að Kina hefði af- skipti af innanrikismálum Angola, að það væri slúður og ekki annaöen „viðurstyggilegt” bragð þjófsins, sem hrópar „gripið þjófinn”. Bandariskir ráðgjafar? Þjóðarhreyfingin t;l frelsunar Angola (FNLA) hefur borið til baka fréttir um að hermenn frá Zaire og Portúgal ásamt banda- riskum hernaðarráðgjöfum berðust með henni i Angola. Þaö var timaritið „Unga Afrika”, sem gefiö er út i Paris, sem skýröi frá þvi i vikunni, að 4- 6000 hermenn frá Zaire, nærri 1000 frá Portúgal og um það bil 200 bandariskir hernaðarráð- gjafar berðust með liðsmönnum FNLA. Neitun FNLA á fréttinni var flutt af zairísku fréttastof- unni Azap. USA kemur i veg fyrir sölu á farþegavéluin til Angola. Hin kommúniska alþýöufylk- ing til frelsunar Angola, MPLA, hefur sakað bandariska utan- rikisráðuneytið um aö hafa koniið i veg fyrir að flugfélagið i Angola fengi keyptar tvær þotur af gerðinni Boeing 707. Banda- riska sjónvarpsstööin NBC sagði frá þessu i gærkvöldi i fréttasendingu frá Luanda. Fréttamaður NBC hafði þetta eftir samgönguráðuneyti stjórnar MPLA. Að sögn voru MPLA-mennirn- ir þegar búnir að borga flugvél- arnar, þegar fyrirskipun kom frá bandariska ráðuneytinu um aö afhenda þær ekki. I Washington sagðist tals- maður ráðuneytisins ekkert vita um máliö.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.