Dagblaðið - 02.01.1976, Qupperneq 8
8
Dagblaðið. Föstudagur 2. janúar 1976.
„MUN AFTUR MORGNA
- ÚR ÁRAMÓTARÆÐU FORSETA ÍSLANDS
„Islendingar eru að upplagi
og uppeldi bjartsýnir og trúa á
framtiðina. Vist skelfur jörð i
sumum héruðum og jarðeldar
sjóða upp úr og eru til i allt. Vist
er þorskastrið og vist er þröngt i
sameiginlegu búi voru. Allt er
þetta háskasamlegt, það væri
barnaskapur að dyjast þess.”
Þetta sagði forseti Islands, dr.
Kristján Eldjárn, i áramóta-
ávarpi sinu. Hann sagði enn-
fremur: ,,En i þjóðfélagi voru
er lika mörgu góðu að hrósa, ef
hið betra væri talið, og þjóðin er
æðrulaus og að ég hygg i góðum
hugum og tekur undir niður-
lagsorð Aldamótaijóðanna:
„Mun aftur morgna”, nú
þegar vér leggjum á siðustu
fjórðungsáfanga þessarar ald-
ar..”
„Vér höfum neyðzt út i ófrið
við grannþjóð vora og gamla
viöskiptaþjóö, sem vér viljum i
raun og veru aðeins eiga góð og
friðsamleg skipti við,” sagði
forseti lslands. „Hér er komið i
óvænt efni, en um það tjóar þó
ekki að fást, þvi að lif liggur við.
Þessi nýársdagur er að þvi leyti
meiri timamót en aðrir nýárs-
dagar, að aldrei áður hefur
þetta islenzka einkunnarorð
verið viðlika skýru letri skráð,
svart á hvitu: fiska eða
farast.”
—HH
Fengu sín 200 þúsundin hvor í rithöfundastyrk frú útvarpinu:
Fiskverðið komið
MEÐALHÆKKUN TAL-
ONEITANLEGA
MIKIL UPPÖRVUN
IN 1%
Samkomulag hefur tekizt um
fiskverð og standa að þvi allir
fulltrúar i yfirnefnd. Meðalhækk-
un má meta, að sé um 1 prósent,
að sögn Ingólfs Ingólfssonar, sem
situr i yfirnefnd af hálfu seljenda.
Ingólfur sagði, að verðið væri til
bráöabirgða. Þvi er aðeins ætlað
aö standa út janúar, þar til endur-
skoðun sjóðakerfis sjávarútvegs-
ins lýkur. Verðbreytingar eru
ekki aðrar, að þvi er tekur til
þorsks, ýsu og ufsa, en þær, sem
fram koma af breytingum á
stærðarflokkum. Þvi er erfitt að
meta, hve mikil verðbreytingin
er, en það fer að sjálfsögðu eftir
afla. Komið var til móts viö kröf-
ur sjómanna þannig, að nú telst
„stór þorskur” sá, sem er 70
sentimetrar og þar yfir, en mörk-
in voru áður við 75 sm. Stór ýsa
telst nú sú, sem er yfir 52 senti-
metra en áður var miöaö við 54
Um 20% hækkun verður á verði
á skarkola og hrognum.
Stærðarflokkarnir eru annars
þannig, að þorskur 54—70 sem
telst miðlungsstór. Miðlungsufsi
telst 54—80 sm.
í yfirnefndinni sátu, auk
Ingólfs, Jóns Sigurðsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, sem var
oddaniaður, Arni Benediktsson
og Eýjólfur Isfeld Eyjólfsson
fyrir kaupendur og Kristján
Ragnarsson fyrir seljendur.-HH
Dagblaðið býður blaðburðar-
börnum sinum og sölubörnum i
dreifingarklúbbi blaðsins til
jólatrésfagnaðar um helgina.
Blaðburðarbörnin eiga að koma
á morgun, laugardag, en sölu-
börnin á sunnudaginn.
Jólatrésfagnaður þessi verður
„Þetta er óneitanlega mikil
uppörvun”, sagði Jón Björnsson
rithöfundur i morgun þegar
Dagblaðið rabbaði við hann
. Hann hlaut 200 þúsud krón-
ur úr rithöfundastjóði ríkis-
útvarpsins, og sömu upphæð
haldinn að Brautarholti 6. efstu
hæð og stendur frá kl. 4—7 báða
dagana. Þarna verður margt til
skemmtunar, — leikir, spurn-
ingakeppni, jólasveinar koma I
heimsókn og jólasveinar
Dagblaðsins, þeir Ómar Valdi-
marsson og Helgi Pétursson,
hlaut Björn Bjarman rithöf-
undur, en þeir félagar sjást hér
óska hvor öðrum til hamingju
með verðlaunin, sem afhent
voru við hátiðlega athöfn á
gamlársdag. Hvorugur þeirra
rithöfundanna átti verk á bóka-
syngja og leika lausum hala.
Hljómsveit Karls Adolfssonar
sér urh tónlistina.
Nú er búið að afhenda miða til
blaðburðarbarnanna, en sölu-
börn þau sem eru i dreifingar-
klúbbnum fá sina miða i dag og
á morgun i Þverholti 2. A sunnu-
markaði á siðasta ári, en Jón
sagði okkur að hann hefði
tvenns konar verkefni á
prjónunum þessa stundina. Á
myndinni er Jón Björnsson til
vinstri, en Björn Bjarman til
hægri (DB-mynd Bjarnleifur)
daginn gefst starfsfólki
Dagblaðsins einnig kostur á að
koma með sin börn. Þau sem
geta ekki komizt á sunnudaginn
mega koma daginn áður.
Starfsfólkið þarf ekki að sýna
miða við innganginn.
—AT
JÓLATRÉSFAGNAÐIR DAGBLAÐSINS
blaðburðarbörnin koma á laugardag, en sölubörnin á sunnudag
Takmarkað svigrúm í kjarasamningum
Tryggja má
núverandi
rauntekjur
heimilanna
— Úr áramótarœðu forsœtisráðherra
„Þjóðin öll stendur nú and-
spænis þvi vandasama verkefni
að ráða kjaramálum sinum
fyrir næsta ár farsællega til
lykta. Nú rlður á að tapa þvi
ekki, sem áunnizt hefur. En
vissulega eru aðstæður erfiðar.
Horfur um hag þjóðarbúsins á
árinu, sem i hönd fer, eru þann-
ig, að kjaraákvarðanir geta að-
eins miðazUvið það að tryggja
núverandi rauntekjur heimil-
anna og fulla atvinnu. Þetta
verður bezt gert með þvi að
ákveða nú hóflegar kjarabreyt-
ingar, sem virða þau takmörk,
sem þjóðarbúinu eru sett, og
stefna að þvi að draga úr verð-
bólgunni.”
Þetta sagði Geir Hallgrims-
son forsætisráðherra i áramóta-
ávarpi sinu. Hann sagði, að það
væri mikill og gleðilegur
árangur að takast skyldi að
komast þannig gegnum mis-
vindi liðins árs, að ekki kæmi til
atvinnuleysis. Þá hefði dregið
verulega úr verðbólguhraðan-
um siðari hluta ársins. „Þessa
jákvæðuþætti i þróun efnahags-
mála, þrátt fyrir andbyr, ber að
verulegu leyti að þakka, hve
hófsamlega og hyggilega var
staðið að kjarasamningum á ár-
inu,” sagði forsætisráðherra.
Um landhelgismálið sagði
hann meðal annars: „Við skul-
um ekki vænta skjótrar lausnar
á deilunni við Breta. Þegar þeir
láta af hersiglingu sinni um
islenzka lögsögusvæðið og
togarar þeirra hætta ólöglegum
veiðum, kann lausn að finnast.
Til þess verður brezka ríkis-
stjórnin þó að viðurkenna villu
sins vegar. Vegna þrýstings fá-
menns hóps sendi hún flota sinn
á vettvang, en nú bendir margt
til þess, að herskipaihlutun á
Islandsmiðum sé alls ekki i
samræmi við réttlætiskennd
brezku þjóðarinnar.”
Forsætisráðherra ræddi um
deilur innanlands og sagði:
„Við skulum ekki láta spjóta-
glamur glepja okkur sýn, svo að
við berjumst innbyrðis í stað
þess að snúast sameiginlega
gegn þvi, sem okkur er and-
stætt.”
—HH