Dagblaðið - 02.01.1976, Side 11

Dagblaðið - 02.01.1976, Side 11
greint var satt og rétt frá staðreyndum um dauða Franks Olsons kom i ljós að ekki aðeins við vorum sem steini lostin, heldur einnig — ef marka má viðbrögð fólks — bandariska þjóðin. Þess vegna var ætlun okkar að aðgerðir okkar i' þessu máli gætu orðið til hjálpar i þeirri viðleitni að beina augum og athygli almennings að starf- semi CIA.” í tuttugu og tvö ár hefur Olson-f jölskyldan neitað að trúa þvi að f jölskyldufaðirinn, Frank, hafi einfaldlega svipt sig lifi. 11. júni i sumar (75), þegar frú Olson las CIA-skýrsluna frægu, fór hún að skilja hvað hafði gerzt. 1 skýrslunni las frú Olson, að „i einu tilfelli, á meðan tilraunirnar með LSD voru að hefjastvar efnið reynt á starfs- manni hermálaráðuneytisins, án hans eigin vitundar, á meðan hann var á fundi með starfs- mönnum CIA sem unnu að eiturefnatilraununum.... Eftiráhrifin urðu töluverð og hann var sendur til New York ásamt fulltrúa CIA, en þar átti hann að njóta aðstoðar sál- fræðings. Nokkrum dögum siðar stökk hann út um glugga á tiundu hæð hótelsins, sem hann dvaldist á, og beið bana af.” Frú Olson talaði við fyrrum yfirmann eiginmanns sins, Vincent Ruwet, herliðsforingja, og fékk staðfest hjá honum að eiginmaður hennar væri einmitt sá sem talað var um i CIA-skýrslunni. Eftir að Olson-fjölskyldan hafði greint frá sönnum kring- umstæðum dauða fjölskyidu- föðurinsrigndi bréfum og grein- um yfir blöð vestra — sem sagt hafa jafnvel enn meira frá CIA-málum en islenzk blöð — og evrópsk — um fólk, er lifið hafði leikiðgrátt fyrir þátttöku þess i starfsemi CIA. mála fyrir handriti móður sinnar i april 1949. En engin skýring fylgir á þvi af hverju útgáfa dróst eða hvað gerir hana timabæra nú úr þvi ekki varð af henni fyrr. Þetta skiptir nú svo sem ekki máli. Hvað sem útgáfusögu henn- ar liður er Minningar úr Horna- firði dálitil perla i þjóðlegum is- lenskum fróðleik, svo vinsælli bókagrein á hverri jólakauptið. Og aldrei sliku vant er bókin eink- ar vel og nostursamlega úr garði gerð yst sem innst. 1 fyrrnefndum formála getur Vilmundur Jónsson um tildrög bókarinnar: móðir hans tók efnið saman að þrábeiðni Vilmundar og konu hans, komin á niræðis- aldur, en þau hjón hreinskrifuðu siðan handritið, minningar gömlu konunnar úr bernsku sinni i Hornafirði og syrpu hennar af skýringa eða útlegginga á þvi sem þar fór fram. Liney Jóhannesdóttir fæddist og óx upp á fornu og frægu höfuð- bóli, Laxamýri i Þingeyjarsýslu, þar sem faðir hennar og föður- bróðir tóku við búi af sinum föður, Sigurjóni. Frásagnarefni hennar er i fyrsta lagi jörðin og ættin, fólkið hennar og annað heimafólk á Laxamýri á þessari löngu liðnu bernskutið. Það er safn næmlegra og skáldlega dreginn smámynda úr sveitinni i fyrri daga: bernskuminningar sem gætu sjálfsagt sumar hverjar verið komnar aftan úr forneskju eins og segir i upphafi bókar. En einkum felst efni bókarinnar i mannlýsingum ættmenna og heimafólks, dregnar fáum en skýrum dráttum þótt einatt hvili hornfirskum sögnum. I bókinni er svo aukið við þetta efni tveimur sérstökum frásöguþáttum henn- ar, nokkrum skýringargreinum Vilmundar læknis við frásagnir móður sinnar og loks bréfi sem hann skrifar Þórhalli syni sinum ungum um ferð um sögustöðvar móður sinnar sumarið 1935. Þetta efni er gott og gilt. En það eru vit- anlega minningar og frásagnir Guðrúnar sjálfrar sem máli skipta i bókinni. Guðrún Guðmundsdóttir hefur mátt muna tvenna tima. Hún var fædd árið 1863 og ólst upp á einni af 12 hjáleigum frá fornu hefðar- setri, Bjarnanesi i Hornafirði. Minningaþættir hennar hér i bók- inni greina frá bernskuárum hennar þar á Taðhól frá foreldr- um hennar, ætt þeirra og upp- vexti og stofnun hjúskapar, frá daglegum störfum og lifsháttum og barnleikjum þeirra systkina. Frásögnin teygir sig sem sé langt á aðra öld aftur i timann, enda er það mála sannast að hér er greint frá horfnum heimi sem fæsta nú- tiðarlesendur mun óra fyrir ann- ars staðar en i bókum sem þess- ari. Til marks um það er að Guð- rún býráfjóslofti fyrstu bernskuár sin, en það er næsta þrep i húsa- kynnum fyrir neðan fjósbaðstofu, menn og skepnur i nánasta sam- býli. Ekki man ég til að hafa séð slikum húsakynnum svo glögg- lega lýst annarsstaðar. En eftir þvi eru aðrar frásagnir af viður- ÓLAFUR JÓNSSON J' Bók menntir dul yfir rökum ævidaganna. Hér eru glöggar lýsingar afa hennar og ömmu. Sigurjóns og Snjólaug- ar á Laxamýri. Sigurjón er sagt að gangi að einhverju leyti aftur i gervi Sveinunga i leikriti Jóhanns sonar hans, Bóndanum á Hrauni. Og hér má sjá hvaða fótur er fyrir kostulegri smásögu, Jarðarför eftir Gunnar Gunnarsson, þar sem siðustu æviár og ævilok þeirra hjóna eru tilefni sögunnar. Og sagt er frá fleiri sögufrægum Þingeyingum — Benedikt á Auðn- um og Guðnýju konu hans i eftir- minnilegum kafla. En vitaskuld fer mest fyrir for- eldrum stúlkunnar i sögunni i frá- sögn hennar — við bakgrunn vinnufólks og sveitunga, alls þess sem gæti verið aftan úr for- neskjunni. Laxamýri er stórbýli og auður i garði. Og Jóhannes bóndi átti annan æviferil en gerðist um bóndasyni, skólageng- inn og hefur liklega staðið til að hann kæmist til meiri mennta, barst á ungum aldri til Ameriku og dvaldist þar nokkur ár áður en hann setti saman bú i föðurgarði. Það var vitaö fyrir, af bréfum Jó- hanns Sigurjónssonar til Jó- væri, klæðnaði og hversdags- störfum þar á hjáleigunum. Þetta eru látlausar frásagnir, fáorðar og umfram allt skil- merkilegar, þó að það sé fyrir alla muni ljóst að hér er greint frá bernskutið. En á meðal annars vegna hins tempraða frásagnar- tóns verða sumar persónulegri endurminningar Guðrúnar ein- kennilega hugstæðar, eins og frá- sögn af sviplegu andláti bróður hennar á barnsaldri, eða þá sag- anaf fyrstu jólum hennar. „Siðan hef ég aldrei þorað að hlakka til neins,” segir Guðrún að sögulok- um. Annar meginþáttur bókarinnar nefnist hornfirskar sagnir, sextiu stuttar frásagnir, langflestar eða allar tengdar eftirminnilegum til- svörum eða orðatiltækjum, kimi- legum, skringilegum eða á annan hannesar sem út voru gefin fyrir nokkrum árum, Bréf til bróður, að fjarska náið hefur verið með þeim þrátt fyrir mikinn aldurs- mun. Vel má vera að Jóhannes hafi að einhverju leyti komið bróður sinum i föðurstað, svo mikið er ljóst af bréfunum að Jó- hann telur sig eiga honum mikla þakkarskuld að gjalda. i bréfi ti! Jóhannesar kemur raunar fyrir eitthvert fyrsta snildarljóð Jó- hanns sem enn lifir, og þar er hann alskapaður. Gef mér hlátur þinn söngglaði sær. Þessar visur sendir hann bróður sinum að gjöf „kveðnar af mér, skornar út úr minu hjarta". Jóhann fékk að láta reyna á skáldskapinn i sinu lifi, Jóhannes hreppti hversdagskjörin. Hér er ekki reynt að ráða i rök ævi hans hátt einkennilegum, oftast þó með kuldaglettni. Þetta er skrýtl- ur og frásagnir af þvi tagi sem hvarvetna hafa gengið um sveitir lands, allstaðar var eitthvað skrýtið og eftirminnilegt að ger- ast, féllu orð og atvik sem loddu i minni og mynduðu uppistöðu lit- illar frásagnar. Og þessar frá- sagnir eru einkar skemmtilegt dæmasafn slikrar þjóðlegrar frá- sagnarlistar þar sem orðsvörin halda á loft endurminningu at- burða og sérkennilegra manna. Efnið i bók þessari kann að þykja smámunir, oe er það að visu. Gildi hennar liggur i látlausri upnrifjun smámunanna. hversdagslifs og fólks frá öldinni sem leið, timum sem virðast ekki undralangt undan, og eru þó ekki lengra i burtu en afar og ömmur okkar sem nú lesum. \ frekar en annarra, en endur- minningin um hann er aðalefni frásögunnar látin uppi eins og hún varðveitist i barnsminninu. Það hefur sýnilega verið dátt með þeim feðginum. og þegar þau skilja er bernskan úti og sögulok. Þórdis, móðir Lineyjar. feilur frá þegar hún enn er á barnsaldri. En einnig hennar mvnd er skýrt dregin i sögunni. Og ljóst er að við fráfall hennar hefur staðfestan verið úr búskapnum á Laxamýri. Það er eitthvað sem enginn veit er óvenjulega stiluð minningabók og býr yfir miklum skáldlegum þokka. Frásögnin er ofur einföld. ljós og skýr. En óvenjulegust er hún þó fvrir það að það er einsog allt sem mestu skiptir sé látið ósagt einhverstaðar á milli orðanna og frásagnanna.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.