Dagblaðið - 14.01.1976, Side 1

Dagblaðið - 14.01.1976, Side 1
friálst, nháð dagblað SAMTAKA NÚ! — öngþveiti í umferðinni rétt einu sinni Mikinn skafrenning og óveðursáhlaup með talsverðri veðurhæð gerði i Reykjavík i gær. Lögreglan var vel á verði og bað snemma dags um að- stoð hjálparsveita frá SVFt og skátum. Komu þessir sjálf- boðaliðar á vettvang með 12 stóra bila og sveit manna. Aðstoðarlið þetta ásamt lög- reglumönnum vann sleitu- laust að þvi að aðstoða bila sem stöðvazt höfðu og aðstoða fólk, sem i vandræðum var. Starfsmenn á moksturs- tækjum borgarinnar unnu sleitulaust við ruðning gatna allan daginn i gær 2.árg. — Miðvikudagur 14. janúar 1976 —11. tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022 Blaðamaður stœrsta blaðs Bretlands: „Almenningsálitið i Bretlandi hefur snúizt Islendingum i vil,” sagði Gordon Hughes, blaða- maður stærsta blaðs Bretlands, Daily Mirror, i morgun i viðtali við Dagblaðið. „Siðustu sjónvarpsmyndir og fréttir blaða um ásiglinguna á ALMENNINGSALITIÐ ISLENDINGUM í VIL" Þór i fyrri viku hafa haft mikil áhrif á almenning,” sagði hann. „að var ofurgreinilegt af myndunum, að brezka herskipið átti sökina. Auðvitað er álit manna i Hull og Grimsby enn andsnúið Is- lendingum.en hin venjulegi Breti spyr: Hvað i ósköpunum er brezki flotinn að gera við að kúga þjóö, sem á svo mikið undir fiskveiðum?” —HH Kópasker: VIÐGIRÐARSTARFIÐ AÐ FARA í GANG - FLYTJUM FÓLK FRÁ LEIRHÖFN „Það greip um sig almenn skelfing er jarðskjálftinn varð hér i gær, og þegar maður litur yfir þorpið hér, þarf eng- an að undra, að svo hafi ver- ið,” sagði Guðjón Petersen, fulltrúi Almannavarna i við- tali við Dagblaðið I morgun. Guðjón var staddur i Keidu- hverfi er jarðskjálftinn varð og hraðaði hann för sinni strax til Kópaskers, þar sem hann stjórnar nú björgunaraðgerð- um. „Flest húsin hér, sem eru um 40 að tölu, eru meira -eða minna sprungin og innan- stokksmunir stórskemmdir i öllum húsunum,” sagði Guð- jón ennfremur. „Austast i þorpinu eru 3 hús, sem af flestum eru talin ónýt. Von er á verkfræðingum til þess að taka út skemmdir hér og verður þá úr þvi skorið.” Sagði Guðjón, að sjálft könnunar- og viðgerðarstarfið væri nú að hef jast, á staðnum hefðu verið um 40 verkfærir menn i nótt, flestir frá Kópa-[ skeri. Þeim yrði nú skipt i fjóra hópa til þess að kanna skemmdir og hefja viðgerð á vatnsveitunni, til þess að meta skemmdir á húsum, til þess að reyna að koma frystihúsinu i gang og til þess að reyna aði lagfæra bryggjuna. Hún er mikið skemmd, fimm stórar sprungur, allt að 20 sentimetr- ar, hlutuðu bryggjuna niður. Jarðvegur allur i bænum er krosssprunginn og þarf að lag- færa allar götur. Þá eru brýr á þjóðveginum illa farnar. „Verið er að gera ráðstaf- anir til þess að flytja fólk, alls um 40 manns, sem farið var með út að Leirhöfn, til Rauf- arhafnar,” sagði Guðjón enn- fremur. „Ekki er talið ráðlegt að hafa svo margt fólk á bæj- unum þar, ef annar kippur kæmi. Þá verður fólkið frá Kópaskeri flest á Raufarhöfn, eða um 55 manns, aðallega konur og börn og gamalrúenni. Á Húsavik eru um 40 manns.” Ekki taldi Guðjón likur á þvi, að fólkið gæti flutt til baka um sinn. Bjóst hann fremur við þvi, að það myndi halda til Akureyrar og jafnvel til Reykjavikur og leita þar á náðir skyldmenna, þar til við- gerðir hafa farið fram á hús- um. „Algjört skilyrði fyrir þvi, að hægt sé að vera hér, er að vatnsveitan komist i lag og við vitum ekki ennþ'á, hvað hún er mikið skemmd,” sagði Guðjón. „Sem betur fer urðu engin slys á mönnum, þótt minnstu munaði, að illa færi i frysti- húsinu,” sagði Guðjón enn- fremur. „Enginn, sem ekki hefur upplifað svona jarð- skjálfta, fær skilið hvernig til- finning það er að hendast um og fá ekkert að gert. Dæmi eru til um það, að ljósakrónur hafi brotið af sér skerma þar sem þær héngu i loftinu, og þá getur fólk séð, hvers konar gauragangur var hér á ferðinni. Og eins og i Vestmannaeyjum, má búast við þvi, að fólkið, sem hér bjó, geri sér ekki grein fyrir þvi, hvað gerzt hefur fyrr en eftir TJONIÐ NEMUR HUNDRUÐUM MILLJÓNA — segir fréttamaður DB ó Kópaskeri — Baksíða Kjarnorkuvopn engin á íslandi — segja þeir í varnar- málanefnd og telja heimildir Þjóðviljans fyrir slíku rangar — bls. 8 Amerískar ástargœrur // // — eins viðkomu og ekta íslenik, segir Kaninn í auglýsingum um eftirlíkingu sína — bls. 4 Alvarlegt slys á Keflavíkurvegi — baksíða

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.