Dagblaðið - 14.01.1976, Side 10

Dagblaðið - 14.01.1976, Side 10
10 MBIMW frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Daghlaðið hf. Kramkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Kitstjóri: Jónas Kristjánsson Kréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ititstjórnarfulltrúi: Ilaukur Helgason iþróttir: Hallur Simonarson llönnun: Jóhannes Heykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Ilallsson, HelgiPétursson, Katrin Pálsdóttir, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Práinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreilingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Kitstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-*' greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Fyrsta, annað og... Eitt af stórfenglegri uppboðum sið- ari ára hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Forustumenn Alþýðuflokksins hafa gengið milli manna og boðið Al- þýðublaðið og þjónustu þess til sölu. Alþýðuflokkurinn er hættur að vera marktækur stjórnmálaflokkur. Ann- ars vegar er fylgið þorrið og hins veg- ar eru skuldir á vegum flokksins orðnar svo hrika- legar, að meginverkefni forustunnar er orðið að breyta pólitiskri aðstöðu flokksins i peninga. Benedikt Gröndal sneri sér fyrst til Dagblaðsins og bauð þvi á leigu „frumburðarrétt” Alþýðublaðs- ins i Blaðaprenti, þar sem blað hans mundi hætta að koma út um áramót. Átti Alþýðuflokkurinn i staðinn að fá til afnota fjórar siður i Dagblaðinu og tuttugu milljónir á ári til að halda úti Alþýðublað- inu sem vikublaði. Þessu neitaði Dagblaðið, enda kemur ekki til greina, að neinn flokkur fái að hafa afskipti af efni þess. Hins vegar bauðst Dagblaðið til að leigja prentunaraðstöðu Alþýðublaðsins á tiu milljónir króna á ári, þar sem það hefði sparað blaðinu mikla fjárfestingu i eigin prentsmiðju. Alþýðuílokkurinn leitaði næst tilboðs frá Tima- mönnum, sem höfðu mikinn áhuga á að ná helmingi atkvæða i stjórn Blaðaprents. Með stuðningi Sam- bands islenzkra samvinnufélaga gerðu þeir Bene- dikt tilboð i Alþýðublaðið. Um einstaka liði þess eru upplýsingar ekki ljósar, en alténd var það ekki nógu hátt að mati foringja Alþýðuflokksins. Mestum árangri náði Benedikt Gröndal, þegar hann sneri sér til Visis. Bilasalar Visis samþykktu að bjóða i Alþýðublaðið það, sem upp var sett. Þeir voru fúsir til að greiða tuttugu milljónir króna á ári á þann hátt að standa undir taprekstri Alþýðublaðs- ins sem dagblaðs. í staðinn heimtuðu þeir, að Benedikt Gröndal sæi um, að aðlögunartimi Dagblaðsins i Blaðaprenti yrði styttur svo hastarlega, að þvi tækist ekki að koma sér upp prentsmiðju i tæka tið og yrði að hætta að koma út i nokkrar vikur. Þetta var ekki auðsótt og kom Alþýðublaðið ekki út i nokkra daga, unz Alþýðuflokkurinn samþykkti skilyrðið. Af samningi Alþýðublaðsins og Visis er ljóst, að Visir getur haft töluverð áhrif á ritstjórn Alþýðu- blaðsins. Samstarfið byrjaði lika þjónustusamlega af hálfu Alþýðublaðsins. A föstudaginn nefndi Al- þýðublaðið tólf sinnum nafn Visis i leiðara og sagði leiðara hans ,,merkilegan” og „athyglisverðan”. Og á laugardaginn var nánast sama fyrirsögn á sama efni i leiðurum beggja blaðanna. Enda dettur engum heilvita manni i hug, að pen- ingavaldið á Visi vilji ekki fá eitthvað meira en litið i staðinn fyrir tuttugu milljón króna framlag á ári. Hinu stórfenglega uppboði lauk þvi i siðustu viku. Miklum fjárhagsáhyggjum var þá létt af Benedikt Gröndal uppboðshaldara, þegar hann sló hamrinum i borðið, fyrsta, annað og þriðja högg og tilkynnti, að Alþýðublaðið hefði verið selt hæstbjóðanda á tuttugu milljónir króna á ári. _______Dagblaðið. Miðvikudagur 14. jamiar 1976. EFTIR LÁT CHOU EN-LAIS: Gamla kynslóðin heldur völdum — en yngri menn verða atkvœðameiri smám saman Völdin I Kina færast nú smám saman í hendur nýrrar kynslóö- ar eftir lát fyrsta og eina for- sætisráöherra alþýöulýöveldis- ins, Chou En-lais. Asamt Mao Tse-tung,sem ný- lega varö 82 ára, átti Chou stærstan þátt i uppbyggingu hins nýja Kina eftir sigur kommúnista 1949. Chou var frá- bær stjórnandi og margir eru þeirrar skoðunar að hann hafi átt mestan þátt i þvi að miöla málum i menningarbyltingunni sem skók Kina á siðasta áratug. Ungu mennirnir biða sins tima. Þeir atkvæðamestu eru frá Shanghai og á Vesturlöndum gjarnan kallaðir „Shanghai- mafian”. Frá vinstri: Chang Chun-ciao, Wang Hung-wen og Yao Wen-yuan. Margvislegir erfiðleikar Þaö er vegna menningarbylt- ingarinnar sem erfiðleikarnir viö valdayfirfærsluna veröa enn meiri. Chou tókst aö hafa hemil á ýmsu á þessum umrótaárum en ekki er talið að honum hafi tekizt að verða pólitiskur bjarg- vættur mannsins sem liklegast tekur við embætti forsætisráð- herra, Tengs Hsiao-pings. Teng hvarf úr opinberu lifi i menningarbyltingunni. Um tima var á kreiki orðrómur um að hann hefði framið sjálfsmorð en Chou En-lai sjálfur varð til að neita þeim sögum. Teng birt- ist skyndilega á nýjan leik i veizlu sem haldin var til heiðurs Norodom Sihanouk, þjóðhöfð- ingja Kambódiu, 1973. Siðan hefur vegur hans stöðugt farið vaxandi. Sem stendur er hann næst valdamesti maður Kina — á eft- ir Mao formanni sjálfum. Hann gegnir ábyrgðarstöðum, ekki aðeins i rikisstjórn heldur og i flokknum og hernum. 1 veikind- um Chous gegndi Teng embætt- um hans, þannig að verði hann skipaður forsætisráðherra væri aðeins um titilbreytingu að ræða. Voru allir með i göngunni miklu Sérfræðingar um kinversk máléfni virðast á einu máli um að valdafærslan frá Chou til Tengs sé aðeins formsatriði. Valdaskiptih hafa einnig þau á- hrif að yngri flokksmeðlimir fá aukna festu innan flokks og stjórnar. Valdamestu menn Kina til þessa hafa nær ein- göngu verið menn sem tóku þátt i „göngunni miklu” með þeim Mao og Chou áður en kommún- istar náðu völdum ’49. Þeir menn sem nú taka við völdum i Kina ásamt Teng hafa lengi verið viðbúnir þessari stundu. A siðasta flokksþingi, sem haldið var i byrjun siðasta árs, mátti greinilega sjá að kin- versku leiðtogarnir vissu að hverju stefndi. Undirbúningur löngu hafinn Flokksþingið varð siðasta meiriháttar opinbera fram- koma Chous. Mao formaður var ekki á þinginu sjálfur og það var til að undirstrika að gömlu leið- togarnir eru nú senn allir og að undirbúningur fráfalls þeirra var hafinn. Nýir leiðtogar eru reiðubúnir að taka við, ekki að- eins i orði heldur einnig á borði. Fremstur þeirra er tvimæla- laust Teng Hsiao-ping. Hann er fyrsti varaforsætisráðherra og jafnframt varaformaður kommúnistaflokksins. Hann á einnig sæti i fastanefnd mið- stjórnarinnar sem hefur hvað mest völd i kinversku þjóðlifi. Teng er varaformaður her- málanefndar miðstjórnarinnar en þar eru teknar lokaákvarð- anir i varnarmálum. ,,Faðir” efnahags- lifsins Nánustu samstarfsm enn Tengs eru varaforsætisráðherr- arnir Li Hisien-nien og Chen Hsi-lien. Li er þeirra þekktastur utan heimalands sins og að verulegu leyti ábyrgur fyrir þeim gróskumikla stöðugleika sem verið hefur i efnahagslifi þjóðarinnar undanfarin ár. Hann á sæti i miðstjórn flokks- ins og hefuroftlega verið nefnd- ur sem mögulegur eftirmaður Chous. Chen Hsi-lien er ættaður Gömlu leiðtogarnir munu halda völdum i Klna á næstu árum. Frá vinstri eru þeir Teng Hsiao-ping, Chen Hsi-lien og Li Hsien- nien. Ég vildi vekja sérstaka at- hygli þjóðarinnar á hinni geig- vænlegu þróun undanfárandi vikna i verndar- og varnarmál- um fiskveiðilandhelgi Islands. Ekki er nóg með að brezkt hem- iðarofbeldi i krafti afls sins fremji nú tilræði við þjóðartil- veru íslendinga með ráni Ur þeim eina og ofveidda fiski- stofni sem er undirstaöa yfir helmings þeirra verðmæta sem islenzka þjóðin á til endurgjalds fyrir hinn mikla og margbreyti- lega innflutning sinn, heldur berast okkur nú fréttir dag eftir dag af grófum ásiglingartil- raunum brezku herskipanna á varðskip okkar sem óhjá- kvæmilega fylgir lifshætta skipshafna okkar. Svo er ofstop- inn algjör að hin óumdeilda 3 milna landhelgislina er einu sinni ekki virt, skip undir stjórn brezku rikisstjórnarinnar látin gera aðsúg að islenzku lög- gæzluskipi innan 3 milnanna og sigling fiskirannsóknaskips heft á islenzku hafsvæði. öll brezku skipin utan togar- anna eru hér skv. skipun og á á- byrgð brezku stjórnarinnar, all- ar aðgerðir þeirra einnig þar sem þau eru öl! undir stjórn brezks flotaforingja sem brezka stjórnin ber ábyrgð á. Megin- regla herstjórnar er að ekkert er gert nema skv. skipun ofan frá. Ekkert brezku ofbeldisskip- anna aðhefst neitt nema skv. skipun yfirflotaforingjans á Is- landsmiðum. Pétur Guðjónsson Þegar slíkt ástand rikir og það sem nú er upp komið i is- lenzkri fiskveiðilögsögu ber is- lenzkupn stjórnvöldum að gripa til hvers þess ráðs sem tiltækt er til þess að vernda lif og tilveru þjóðarinnar. A sama tima og is- lenzkir varðskipsmenn eru dag eftir dag i lifshættu situr rikis- stjórn tslands á margra klukku- tima fundum til þess að komast að hvernig hún eigi að sýnast en i raun gera ekki neitt. Þó er sú ákvörðun hjákátlegust er rikis- stjórnin ákveður að bæta fyrir fyrri vanrækslu i kynningu á baráttu okkar hjá rikisstjórnum NATO-rikjanna með þvi að senda einn og sama manninn i 11 höfuðborgir, næstu tveim til þrem vikum skal á glæ kastað þar til árangur ferðarinnar gæti allur skilað sér i stjórnstöðvar NATO. Er hér á ferðinni ennþá eitt dæmið um seinaganginn og kunnáttuleysið i meðferð mála á alþjóðavettvangi og hinum ströngu manngangsreglum i aflfræði alþjóðastjórnmála. Hér þýðir ekki að tala máli sem er eitthvert sérislenzkt fyrirbrigði og annaðhvort skilst alls ekki eða er misskilið og rangtúlkað. Rikisstjórn íslands verður hér að tala á máli hinnar hefðbundnu aflfræði alheims- stjórnmála. Hik, kjarkleysi, að- gerðaleysi er staðfesting á van- mætti i augum andstæðingsins og kallar aðeins á ennþá dólgs- legri aðfarir ofbeldisaflanna og er visasti vegurinn til þess að stuðla að hrottaverkum og manntjóni, nákvæmlega eins og þróun undanfarandi vikna vitn- ar skýrast um. Atburðir laugardagsins i

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.