Dagblaðið - 14.01.1976, Page 11

Dagblaðið - 14.01.1976, Page 11
Dagblaðið. Miðvikudagur 14. janúar 1976. 11 úr sama héraði og Li. Hann er sextiu og þriggja ára gamall, næstum tiu árum yngri en þeir Li og Teng, og talinn vera einn valdamesti hershöfðinginn i landinu. Chen er yfirmaður hersveit- anna i Peking og nágrenni. Á undanförnum árum hefur meira borið á honum opinberlega en nokkrum öðrum kinverskum hershöfðingja. Á liðnu hausti var Chen formaður sendinefnd- ar til Hanoi og á þjóðhátiðar- daginn var hann formaður sér- legrar sendinefndar rikisstjóm- arinnar i Urumchi i Sinki- an-héraði sem er eitt mikilvæg- asta hérað Kina. Þeir Teng og Chen áttu náið og gott samstarf á timum göngunnar miklu þeg- ar Teng var um tima pólitiskur umsjónarmaður herdeildar Chens. Ungu mennirnir biða sins tima Þessir þrir varaforsætisráö- herrar — Teng, Li og Chen — eru taldir mynda kjarna þess hóps sem liklegasthefur völdin i Kina á næstu árum. En þetta er aðeins fyrsta skrefið i þeirri við- leitni að láta nýja kynslóð manna taka við. Þá kynslóð skortir alla reynslu úr löngu göngunni og baráttunni við Jap- ani og hermenn Kuomintang. Nokkrir þessara ungu manna eru þegar nokkuð þekktir utan Kina. Fremsturþeirra — eða að minnsta kosti sá sem oftast er nefndur — er Shanghai-maður- inn Wang Hung-wen sem orðinn er eins konar tákn hinnar ungu kynslóðar. Hann er aðeins fer- tugur að aldri og er talinn einn valdamesti maður Kina. Hann er einn af varaformönnum flokksins og á sæti i fastanefnd miðstjórnarinnar. Hvar er Wang? Siðan i haust hefur þó borið á umræðum og getgátum um að hann hafi fallið i ónáð enda hef- ur hann ekki komið fram opin- berlega i Peking um nokkurra mánaða skeið. Siðan i júli i fyrra hefur nafn hans aðeins tvisvar verið nefnt opinberlega en ekkert bendir þó til að hann hafi verið sviptur embættum sinum. Og auk þess hafa menn áður horfið af sjónarsviðinu i Kina um stundarsakir, saman- ber Teng sem nú er að verða valdamesti maður landsins. Dánargjöf Schevings — um sýningu á dánargjöf Gunnlaugs Schevings á Listasafni íslands Fyrir okkur sem fjöllum um myndlist á íslandi, svo og áhugamenn alla, er skortur á upplýsingum það sem oft gerir okkur lífið leitt. Fyrir utan timamótaverk Björns Th. Bjömssonar, „Islensk mynd- list”, er afar fátt um bækur sem innihalda einhverjar haldgóðar upplýsingar um islenska mynd- list og myndlistarmenn. Að visu hafa verið gefnar út vandaðar bækur um nokkra helstu lista- menn okkar en þar hafa eftir- prentanirnar oftast verið látnar tala máli listamannsins, stund- um heldur slælega, en lesmál hefur verið með minnsta móti. Hafa áhugamenn þvi þurft að leita i úrklippusöfn vitt og breitt um bæinn eða þá að elta uppi kunnuga menn. Þegar nýtt Listasafn Islands er loksins orð- ið að veruleika, trúl. öðru hvor- um megin við næstu aldamót, hlýtur næsta skrefið að vera það að koma upp rannsóknastofnun um Islenska myndlist með sam- starfi Listasafns og Háskóla fs- lands. Þar ætti að vera á einum stað allt það sem skrifað hefur verið um islenska list, úrklippu- safn, segulbandsupptökur og ljósmyndir, auk safns af lit- skyggnum til kennslu og at- hugana. Æskilegt væri að stofnun sem þessi hefði greiðan aðgang að skipuíegu arkivi verka i eigu Listasafns tslands, fullgerðum myndum, teikningum, formyndum eða öðru rissi. Allt eru þetta heim- ildir um listsköpun og vatn á myllu hvers þess sem leggja vill fyrir sig fræðilegar rannsóknir á islenskri menningarsögu eins og hún kemur fram i myndlist. En meðan þessi stofnun er ekki fyrir hendi verða menn sem áður að eyða óþarfa tima i endalaus hlaup eftir ártölum. Stór gjöf Tilefni þessara hugleiðinga og draumóra er sýning sú sem nú stendur yfir á hluta dánargjafar Gunnlaugs Schevings i Lista- safni Islands. Arfleiddi lista- maðurinn Listasafnið að flestu þvi sem I vinnustofu hans var: oliumálverkum, vatnslita- myndum, túskskissum, býants- og blekteikningum, litkritar- myndum, grafik, collage, auk teikni-og dagbóka. Hlýtur þetta að vera með stærstu gjöfum sem Listasafnið hefur fengið, samtals hátt i 2000 verk. í þrengslunum hjá Listasafninu hlýtur það að vera erfitt fyrir- tæki að flokka þessi verk og geyma, fyrir utan það að engin aðstaða til nákvæmra rann- sókna á þeim er fyrirhendi þar. Fjöldi þessara verka og fjöl- breytni hlýtur að koma mörgum á óvart. Allir þekktu málarann Scheving og hinar voldugu sjáv- armyndir hans, færri vissu um ævilangan áhuga hans á vatns- litum og enn færri hafa vitað um hina miklu og yfirveguðu undir- búningsvinnu hans fyrir hvert meiriháttar oliumálverk. Markviss rannsókn Hvað vinnu siðastnefnda við- kemur halda margir að mynd- listarmenn hafi litið fyrir þvi að búa til myndir og þvi er okkur öllum hollt að sjá hvernig Gunn- laugur rannsakar markvisst alla möguleika myndflatarins i formyndum, I þeim tilgangi að finna það sjónhorn og jafnvægi sem honum hentar. Einna flestar formyndir hér eru fyrir „Hákarlinn tekinn inn” sem hangir frammi i forsal safnsins og er hrein unun að sjá hvemig listamaðurinn prófar myndgildi hákarlsins sjálfs i efri hluta myndarinnar þangað til að hann finnur þá stöðu sem gefur honum mest óljóst jafn- vægi, jafnvægi sem ekki gerir hreint og slétt „design” úr myndinni. Hér má einnig sjá formyndir að fleiri stórum málverkum en, eins og Olafur Kvaran segir i formála að sýningarskrá, væri það mesti misskilningur að lita einvörðungu á þessar teikning- ar sem aðdraganda að málverki þvi margar þeirra eru sjálfstæð og örvandi listaverk. Af þessari sýningu að ráða virtist Gunn- laugur næraldrei iðka teikningu af einskærri áhyggjulausri ánægju, eins og t.d. Kjarval gerði óspart, heldur er hún hon- um æfing (eins og i skútumynd- unum nr. 4) eða þá hrein undir- búningsvinna. Föst og ákveðin teikning Samt sem áður er teikning Gunnlaugs aldrei stirð og óvönduð, ef frá eru skildar byrj- endateikningar, heldur föst og ákveðin og gædd vissri mýkt. Það er aftur á móti i landslags- og húsamyndum sinum, einkan- lega vatnslitamyndunum, sem Gunnlaugur kemur fram inni- legur og afslappaður. Sjó- mannamyndir hans virðast nær ávallt hafa ýtt undir hið episka i listamanninum en i landslags- myndum er ekki nein slfk pressa á honum. Þær eru þýðar og ljóðrænar og oftast gerðar með breiðum pensli, ekki kannski af sömu skerpu og vatnslitamyndir Asgrims, en ásæknar eru þær samt. Á siðari árum átti Gunnlaugur það til að blanda saman vatnslitum og lit- krit I landslagsmyndum og eru nokkrar þeirra mynda til sýnis hér. Sem heild valda þær nokkr- um vonbrigðum þótt skemmti- legtilþrif megi finna i nokkrum þeirra. Voldug málverk Siðan eru hér sýndar nokkrar epískar myndir Gunnlaugs, oliumálverkin stóru. Eru þær allar stórfenglegar að sjá og makalaust örugg er öll bygging þeirra, auk þess sem litaskyn höfundar er með þvi sérkenni- legasta og heilsteyptasta sem finnst i islenskri myndlist. Alls eru sýnd 56 verk á þessari sýningu, 14 oliumálverk, um 30 vatnslitamyndir og svo ýmiss konar undirbúningsteikningar og formyndir. Vonandi gefst al- menningi tækifæri til að sjá fleira úr þessari veglegu dánar- gjöf, t.a.m. collage-myndir og teiknibækur listamannsins. „Haustnæturhiminn” Staðan í landhelgismálinu Grindavik kunngjöra að þjóðin sættir sig ekki lengur við for- ustuleysið og skort á samræmi i þvi að hér skuli sitja varnarlið á friðartimum, en þegar verja á Island fyrir hernaðarárás fs- lendinga vegna reynist það einskis nýtt. Einnig lýsir sér i aðgerðum Grindvikinganna sú mikla tortryggni i garð stjórn- valda er rikir meðal sjómanna, útgerðarmanna og mikils meirihluta þjóðarinnar eftir gerð þýzku samninganna. I þeim var islenzka þjóðin látin afsala til handa rlkustu þjóð Evrópu 60 þúsund tonnum af fiski að verðmæti i dag á þýzka markaðnum 6000 milljónir króna eða 500 milljónir króna hvern mánuð ársins næstu 24 mánuði. Eru þetta verðmæti að jafnvirði ársframleiðslu is- lenzks landbúnaðar á 4 mánaða fresti eða þrefalt ársverðmæti islenzks landbúnaðar á ári næstu tvö árin. Og þjóðin og sjó- mennirnir, sem var lofað 200 milum i siðustu kosningum, fá niður i ekki einu sinni helming af 50 milunum sums staðar við landið eða niður i rúm 10% af 200 mílunum. Að auki eru Þjóð- verjum opnuð mikilvæg þorsk- fiskimið þótt þeir eigi svo til engan þorsk að veiða. Fordæming sjómanna á þess- um stjórnaraðgerðum er nú fram komin en þeir kefjast nú þess eina sem eftir er tiltækt, en það er allsherjarlokun sumra þessara svæða fyrir öllum tog- veiðum. Hér ganga sjómenn fram fyrir skjöldu og bjóða tim- anlega fórn til verndar framtið- inni. Ef skyggnzt er að baki að- gerða Breta hér kemur eftirfar- andi i ljós: Bretar eru að reyna að knýja fram uppgjöf Islend- inga fyrir næsta fund Hafréttar- ráðstefnunnar i New York i marz nk. Þeir hafa sagt skilið við önnur riki Efnahagsbanda- lagsins og skipað sér á bekk með 200 milna þjóðunum. Þvi horfa Bretar i marzmánuði fram á þá stöðu að berjast mef hernaðarofbeldi á móti 200 mil- unum við Island en með 200 á hafréttarráðstefnunni. Þvi verðuraðkúga Islendinga fljótt Brezku heimafiskimennirnir, sem lokuðu höfnum Bretlands i fyrra, hafa ekki látið til sin heyra i sambandi við aðgerðir brezku stjórnarinnar við Island. Brezka rikisstjórnin getur ekki öllu lengur gengið i berhögg við kröfur og hagsmuni þeirra sem er 100 milna einkafiskveiðilög- saga við Bretland. En gera á ör- væntingarfulla tilraun til að kúga Islendinga til samninga fyrst. Hér eru brezk stjórnvöld i algjöru timahraki. Skozki Þjóð- ernissinnaflokkurinn, sem er orðinn sterkasta stjórnmálaafl- ið i Skotlandi, krefst nú 200 milna fiskveiðilögsögu við Skot- land. Vitað erað brezka stjórnin getur aðeins staðið á móti þess- um kröfum i mjög takmarkaðan tima, þvi gerir brezka stjómin nú örvæntingarfullar tilraunir til að kúga tslendinga með hern- aðarofbeldi. Hinir ýmsu fiskistofnar við Bretlandseyjar sem gáfu af sér 1.5 milljón tonna á siðastliðnu ári, en af þvi magni tóku Bretar sjálfir aðeins 1/3 eða 500.000 tonn, eru yfirleitt svo ofveiddir að yfir þeim vofir .algert hrun nema verndaraðgerðir komi strax en það krefst útfærslu á fiskveiðilögsögu Breta i 100 mil- ur. Þvi gerir brezka stjórnin nú örvæntingarfullar tilraunir til þess að kúga Islendinga til upp- gjafar með hernaðarofbeldi. Hver dagur sem liður gerir brezku stjórninni erfiðara fyrir þvi stærri og stærri hluti brezku þjóðarinnar gerir sér ljóst dag frá degi að stjórnin er að fórna brezkum þjóðarhagsmunum fyrir hagsmuni hins fámenna hóps togaraeigenda i Hull og Grimsby. Brezka stjórnin getur þvi aðeinshaldið áfram hernað- arofbeldi sinu i mjög takmark- aðan tima. Hún er fyrirfram dæmd til að tapa. Þvi má ekki koma til þess undir neinum kringumstæðum að setzt verði að samningaborði við Breta nú ogsemja við þá, beygja sig fyrir hemaðarofbeldinu og afsala sér þjóðarverðmætum sem ekki eru til skiptanna. Hvert verðmæta- afsal til Breta á fiskauðlindum tslands þýðir nákwæmlega til- svarandi niðurskurð á lifskjör- um almennings á Islandi. Þessi verðmæti eigum við einir skv. Haagdómstólnum, náttúruauð- lindirsem Islandsem strandriki á eitt skv. starfsreglum NV At- lantshafsfiskveiðinefndarinnar. Jafnframt verði strax gripið til allra tiltækra ráða til mótvægis við ofbeldi Breta innan S.þ.. Evrópuráðsins, NATO og við Bandarikjastjórn,- skipakostur landhelgisgæzlunnar verði auk- inn til muna, tækja- og vopna- búnaður bættur. Um leið og ailir tiltækir möguleikar Islendinga eru nýttir til fulls er sigur Is- lands gegn hernaðarofbeldinu tryggður. Pétur Guðjónsson. form. Samtaka áhugamanna uni sjávarútvegsmál.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.