Dagblaðið - 14.01.1976, Síða 15

Dagblaðið - 14.01.1976, Síða 15
Dagblaðið. Miðvikudagur 14. janúar 1976. 15 HIFUR KEYPT VELGENGNINA Efst í horninu er Elton John í hlutverki sinu í poppó- perunni „Tommy", þar sem hann er að keppa um heimsmeistaratitil sem poppstjarna. Elton John er þekktur að þvi að vera skrsutlega og fáránlega klæddur og á eitthvert stærsta safn af gler- augum sem um getur í sögunni. Velgengnina, sem stundum reynist miög skammvinn, hafá sumir keypt dýru verði, logið, stolið og jafnvel drepið til þess að öðlast hana. Oftast nær hefur það einnig kostað annað og meira, það er að segja lffsham- ingju fólksins, sem velgengnina hefur hlotið. ,,Súper”-stjarnan Elton John hefur látið mikið i sölurnar fyrir velgengnina og ekki vilað fyrir sér að fórna öllu á altari frægð- arinnar. Ef þið efizt um .þetta skuluð þið hlusta vel á plöturnar hans „Captain Fantastic” og „Brown Dirt Cowboy”. — „Jú, þetta eru bitur lög”, segir Elton John. ,,Ég get held- ur ekki i'myndað mér nokkurn, sem ekki hefur átt sinar óham- ingjusömu stundir, á leið sinni á tind frægðarinnar”. Hann segir einnig að söngur sinn sé mjög einlægur, — hann sé ekki með nein látalæti og get- ur ekki skilið vegna hvers fólk sé að gagnrýna hann fyrir þetta. Elton John hét áður Reg Dwight og var faðir hans i brezka hernum. Fyrir utan að gera son sinn hálftaugaveiklað- an með ströngu uppeldi var hann mjög spar á ást sina til sonarins. Faðir hans hataði popptónlist og til þess að gera honum til geðs lék Elton Chopin istaðinn fyrir popp, en einungis þegar faðir hans hlustaði á. Þegar hann var að heiman hamaðist Elton og lék ekkert nema popp. Honum fór mikið fram og loks kom að þvi að hann fór að semja sjálfur. Pianóiðvarðbrátt bezti og,að honum fannst stundum. eini vinur hans. Honum fannst hann vera of lágvaxinn, of feitur og einhvern veginn i alla staði ó- mögulegur. Það er athyglisvert að þrátt fyrir þá staðreynd, að hann var mjög feiminn, fór hann að heiman þegar hann var sautján ára gamall og gerðist liðsmaður popphljómsveitar sem hlotið hafði nokkra frægð og kallaði sig „Bluesology”. Hann ferðaðist með þessari hljómsveit og félagarnir héldu tónleika næstu þrjú árin. Og kvöld eitt hitti hann Lindu. Hún var mjög falleg stúlka en himinhá i loftinu, rúmlega 187 cm á hæð. Hann varð yfir sig ástfanginn af þessari himna- lengju og flutti hún inn til hans i ibúðina i London, sem hann leigði með vini sinum, laga- smiðnum Bernie Taupin. En sælan stóð ekki lengi. Linda hafði engan áhuga á popptónlistinni og skömmu áður enbrúðkaupið skyldi standa rak Elton hana á dyr. Sfðan þetta ævintýri gerðist hefur Elton John helgað sig popptónlistinni algjörlega, en hvort hann hefur alveg lagt kvenfólkið á hilluna skal látið ó- sagt. En eitt er vist að hann lætur ekkert koma á milli sin og poppsins og leggur allt i sölurn- ar fyrir það. Það virðist enginn endir á þvi hvað poppstjörnur gera til þess að vekja á sér athygli. Nýlega kom Elton John fram á hljóm- leikum i Bandarikjunum og var klæddur i „base-ball” búning, sem var alsettur glitrandi stein- um. Hljómleikarnir voru haldnir á leikvelli Dodgers félagsins i Los Angeles og áhorfendur voru I4b þúsund! Hann hefði vel getað haldið aðra hljómleika næsta dag, þvi þúsundir urðu frá að hverfa, en nota átti völlinn fyrir boltaleik. >v'v V- 'V / * 0 -V HVERNIG HEIMSMEISTARINN Heimsmeistarinn Mu- hamed Ali er mjög vel stæður og hefur nóg fvrir sig og sina að leggja þótt hann verði hundrað ára gamall. Eitt af þvi fáa sem Muhamed Ali talar ekki um i bók sinni „Sannleikurinn um lif mitt” er, hvernig hann hafi varið þeim milljónum dala sem hann hefur unnið sér inn sem boxari. Ali lætur nægja að segja frá þvi að brúttótekjur hans hafi verið 30.051.115 dollarar (sem er á sjötta milljarð isl. kr.) frá þvi hann kom fyrst fram i október 1960 og til leiksins við Joe Frazier 30. sept. s.l. Hafa þessir peningar runnið honum smátt og smátt úr greip- um eins og tilfellið hefur verið með svo marga fyrirrennara hans i hnefaleikarastéttinnis? Nei, alls ekki. Hann hefur allt sitt á hreinu, jafnvel þótt hann yrði hundrað ára gamall. Þegar hann kveður hnefaleikana fyrir fullt og allt, eftir svona tvo til þrjá leiki i viðbót, hefur hann tryggt sjálfum sér og fjölskyldu sinni áhyggjulausa framtið. Hann þarf ekki að leika fleiri leiki peninganna vegna — þvi hann er séður maður i fjár- málum. Þvi er haldið fram að Mu- hamed Ali hafi varið niu milljónum dala (rúml. einn og hálfur milljarður isl. kr.) til þess að kaupa oliuhlutabréf, fasteignir og iðnfyrirtæki Þetta er talið gefa honum a.m.k. eina milljón dala (170 millj. isl. kr.) i tekjur árlega. Oliuhlutabréfin hans stigu verulega eftir bar- dagana við Frazier en fyrir hann fékk Ali fimm millj. dala (850 millj. isl. kr.). Muhamed'Áli á landsvæði ná- lægt Chicago sem metið er á 400 þúsund dali (68 millj. isl. kr.). Einnig á hann æfingasvæði, sem nefnt hefur verið „Himnariki boxarans”, sem metið er á 500 þús. dali (85 millj. isl. kr.). Loks á hann „lúxus villu” i finasta hverfinu i Chicago, stórt sam- býlishús þar i borg fyrir utan hluta i alls kyns fyrirtækjum viðs vegar um Bandarikin. Bilakostur Múhameðs Ali er mikill og dýr. Hann er með bila- dellu og siðustu fréttir herma að heimsmeistarinn .eigi niu bila fyrir utan griðarstóran hús- vagn. Bilakosturinn saman- stendur af tveim Rolls Royce, einum fólksvagni, einum „station-bil”, einum jeppa, Chevrolet með rými fyrir niu farþega, einum Mercedes 300, einum Ford Falcon og einum á- ætlunarbil með baði, eldhúsi og farþegarými fyrir 20 farþega. Þegar Múhamed Ali fékk 10 þúsund dollara (um 1,7 millj. isl. kr.) fyrir undirskrift samn- ings við „The Louisville Sponsoring Group” keypti hann kirsuberiarauðan kádiliák. sem Niu milljónir dala (1530 milj. isl. kr.) virðist ekki vera há upphæð miðað við þær 30 milljónir sem Múhamed Ali hef- ur unnið sér inn, en það er sú upphæð sem hann hefur orðið að greiða i skatta. Skattalega séð fer Múhamed Ali betur út úr þvi að keppa utan heimalands sins og er það á- stæðan fyrir kappleikunum i Zaire, Malajsiu og Filippseyj- um. Fyrir leikinn við Fore- man fékk hann nærri 5,5 milj. dala og fyrir leikinn við Frazier i Manilla fékk hann 5 millj. dala Hann fer fram á að fá 7 millj. dala fyrir að keppa við Ken Norton og ennþá meira vill hann fá fyrir að keppa við Foreman á ný.Fyrir keppnina viðForeman og Frazier fékk Muhamed Ali meiri peninga en Joe Louis heimsmeistarinn fyrrverandi, vann sér inn á öllum ferli sinum. NOTAR PENINGANA SINA DÝRU VERÐI

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.