Dagblaðið - 02.03.1976, Page 6
6
Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976.
Þœgilegir, norskir leðurstólar
Verð kr. 64.000.—
Heimilið
SOGAVEGI 188 — SlMI 37210
Nýkomið:
Leðursandalar ó kvenfólk
Stœrðir: 36—41
Verð: 2*900* —
Skóbúðin,
Snorrabraut 38
sími 14190
Snumostúlkur
óskost strax
Blófeldur, Síðumúla 31,
sími 30757
Lousor stöður
Ráðgert er að veita á árinu 1976 nokkrar rannsóknarstöður til 1-3
ára við Raunvísindastofnun Háskólans. Til greina koma stöður við
eftirtaldar rannsóknastofur: Eðlisfræðistofu, efnafræðistofu, jarðvís-
indastofu, reiknifræðistofu og stærðfræðistofu.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennsla
þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs
verkfræði- og raunvísindadeildar og stjórnar stofnunarinnar, og skal
þá m.a. ákveðið, hvort kennslan skuli teljast hluti af starfsskyldu
viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ýtarlegri greinargerð og skilríkjum um mennt-
un og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 31. mars n.k. Æskilegt er að umsókn
fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækj-
anda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu
vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til
menntamálaráðuneytisins.
26. febrúar 1976.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
u
Smurbrauðstofan
BJOFININM
NjólsgÖtu 49 - Sími 15105
SLA-hreyfingin undirbýr bankaránið...Ef ég hefði ekki staðið mig vel... ætluðu þau að drepa mig”.
Patty samdi ekki
ávörpin sjálf
— segir sérfrœðingur í málfari og ritstíl
Hljóðrituð byltingarávörp Patriciu
Hearst til umheimsins voru ýmist
skrifuð eða lesin fyrir af tveimur
kvennanna, sem áttu þátt í brott-
námi hennar, að því er sérfræðingur í
málfari og ritstíl bar fyrir rétti í gær.
Oliver Carter dómari féllst á
mótmæli sækjenda og úrskurðaði
að vitnisburður sérfræðingsins dr.
Margaretar Singer sálfræðings við
Kaliforníuháskóla, væri ekki tekinn
gildur fyrir kviðdómnum. Sagði
dómarinn að slíkur vitnisburður
hefði aldrei fyrr verið tekin gildur
fyrir alríkisdómstól.
Dr. Singer sagði að þrjár fyrstu
hljóðritanirnar, sem borizt hefðu frá
Patty Hearst, í febrúar og marz 1974,
hefðu að hluta til verið hennar eigin
smíð. í þeim hvatti hún föður sinn til
að beita sér fyrir 'matargjöfum til
fátækra svo hún fengi að fara frjáls.
Aftur á móti sagði dr. Singer að
þrjár síðari hljóðritanir, þar sem
Patty fordæmdi fjölskyldu sína og
sagðist hafa gengið til liðs við
Symbíónesíska frelsisherinn um leið
og hún tók sér byltingarnafnið
,,Tania”, hafi verið lesnar fyrir af
Angelu Atwood, einum „her-
manna” SLA.
Síðasta hljóðritunin, sem gerð var
þremur vikum eftir að Atwood og
flestir aðrir félagar SLA létu lífið í
skotbardaga við lögregluna í Los
Angeles, var saminn af félaga Patty á
flóttanum, Emily Harris, sagði dr.
Singér.
Dr. Singer sagði það vera fyllilega
mögulegt að þekkja málfar og ritstíl
einstakra manna með „vísindalegri
nákvæmni.” Hún sagði einnig, að
ræður SLA-foringjans „Cinque”
hefðu verið samdar af Angelu
Atwood.
Dr. Singer er eitt síðasta vitnið,
sem verjendur Patty leiða fram áður
en kviðdómurinn fær málið til
meðferðar og dóms. Það gæti orðið á
fimmtudaginn.
Fárviðri á Norðursió:
Borpall rak á land
— sex drukknuðu
Þrátt fyrir ofsalegan storm, sem
geisaði á Norðursjónum í gær, komust
fjörutíu og fjórir menn lífs af, er lífbáti
þeirra hvolfdi. Mennirnir voru hluti
áhafnar olíuborpalls, sem strandaði í
ofsaveðrinu í gærmorgun eftir að hafa
rekið stjórnlaust um hafið. Borpallurinn
getur siglt fyrir eigin vélarafli og var á
leið til Bergen til viðgerðar, eftir aé
hafa verið staðsettur á borunarsvæði
Norðmanna í Norðursjónum.
Björgunarbáturinn. sem er af nýrri
gerð, yfirbyggður, með sa*ti fyrir yfir
fimmtíu manns og sætisólum, þar scm
farþegarnir eru spenntir í sa*tin. er
talinn hafa orðið þeim sem náðu að
komast inn og loka að sér til lífs. Sex
Norðmenn, sem sáust hanga utan á
bátnum, hurfu í hafið, enda fór
stormurinn vfir með um 150 kílómetra
hraða.
Að sögn eins skipbrotsmannanná,
Reidar Dehli, mun borpallinn hafa
farið að reka stjórnlaust, er vélar hans
höfðu ekki undan ofviðrinu. Strandaði
hann um klukkan þrjú í fyrrinótt og
fyrirskipaði stöðvarstjórinn öllum að
yfirgefa pallinn.
Borpallurinn, sem er talinn rúmlega
52ja milljarða króna virði, er ónýtur,
þar sem hann liggur á strandstað.
Veður eru válynd á INoröursjo, par sem oiiuvmnsla íNorömanna ter tram. Sex létu
lífið þar í gær.