Dagblaðið - 02.03.1976, Síða 11
11
Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
„Sól”.
borgarsvæðinu aðrar en að Kjarvals-
stöðum, og list og menningarmál
almennt eftir því sem tækifæri gefst.
Vonast ég til að fá annan gagnrýn-
anda til liðs við mig innan skamms.
Vil ég þakka það traust sem fjöldi
fólks hefur sýnt mér á síðustu vikum.
A.I.
OLGANDI FORM
Um sýningu Gunnars Arnar Gunnarssonar í Norrœna húsinu
Við íslcndingar eigum ekki ýkja
marga listmálara sem byggja verk sín
á hreinni, tilfinningalegri úrvinnslu
ólgandi lita. í verkum slíkra málara
skiptir föst mvndbygging ekki höfuð-
máli og liti sína nota þeirekkj til þess
að fylla upp í gefnar útlínur. Lit-
styrkur og litasambönd er sú undir-
staða sem slíkir ■ málarar byggja á,
hugsanir sínar og tilfinningar tjá þcir
með lit og áhorfandinn verður að
geta móttekið mvndvcrk þeirra í
þeim anda. Málarar af þessu tagi eru
oftast nefndir „expresssjónistar” og í
þeim flokki eru þeir Ásgrímur, Kjar-
val, Jón Engilberts, Svavar Guðna-
son og Kristján Davíðsson allt skap-
menn með ríka tilfinningu fyrir
tjáningargildi lita. Gunnar örn
Gunnarsson hefur nú með sýningu
sinni í Norræna húsinu skipað sér í
flokk með þessum mönnum.
Mikil vinnusemi
Þetta cr fimmta sýning Gunnars
Arnar á fimm árum og mundu
margir telja slíkt prógram hverjum
góðum listamanni ofraun. Ln Gunn-
ar örn hcfur gegnum þátttöku sína í
atvinnulífinu tileinkað sér einstaka
vinnusemi og einbeitingu. Listsköp-
un er honum ströng vinna og hann
eyðir ekki dýrmætum tíma í að bíða
andríkis, hcldur leikur hann sér að
línum og litum uns hugmyndirnar
birtast. Þctta verður þó ekki til þess
að verk Gunnars Arnar verði ktild og
steríl, því hann hefur á þeim fáu
árum sem hann hefur málað þróað
með sér stórkostlegar litagáfur og
handbragð sent virðist síferskt í krafti
sínum.
Frá byrjun hefur Gunnar Örn
haidið sig við þá tjáningarmögideika
sem mannslíkaminn býður upp á,
hnoðað hann, tætt og stýft til þess að
koma til skila þeim tilfinningum sem
sótt hafa á hann hverju sinni.
Lærisveinn Bacons
Átrúnaðargoð hans í þessum
efnum var (og er) bretinn Francis
Bacon sem með mjög sérstæðum
fígúratífum stíT sínum og frjálslegum
mcðförum andlits og búks tjáir á
miskunnarlausan hátt umkomuleysi,
einangrun og grimmd nútímamanns-
ins. En þótt ljóst sé að Gunnar Örn
hafi verið Bacon sammála í mynd-
rannsókn hans á nútíma tíðaranda,
sýna málvcrk Gunnars að hann var
frá byrjun hrifnari af kompónistan-
um Bacon. hvernig hann staðsetti
fígúrur sínar á mvndfleti og hvernig
hann rímaði saman fígúru og bak-
grunn.
En þar scm Bacon breytir í mál-
verki sínu ekki grundvallarstrúktúr
líkamans og notar tiltölulcga fáa liti
saman, þá var Gunnari FLrni aftur á
móti tilfinningaleg nauðsyn að rann-
saka hversu langt hann gæti gengið í
þá átt að limlesta líkamsformið á
myndfleti og blanda saman sterkum
litum. En hann gerði sér einnig grein
fyrir því að málverk af þessu tagi
þarfnast kjölfestu, eigi það ekki að
verða stjórnlaus hringiða lita.
Þessvegna leggur Gunnar örn mikið
upp úr sterkum láréttum og lóðrétt-
um bakgrunnsáherslum sem sviðsetja
líkams „uppákomuna,” styrkja hana
og hafa einnig myndrænt gildi sem
afstrakt form.
Sterk kjölfesta
Méð þá kjölfestu gctur Gunnar
Örn leyft sér að meðhöndla líkam-
ann eins og leir og láta gamminn
geysa í litanotkun. Af þessu tagi eru
málverk hans í vtri sal Norræna
hússins. Þar má enn finna snert af
Bacon í sitjandi eða liggjandi
fígúrum, einangruðum og aðþrengd-
um af einlita bakgrunnsfl(')tum, og
með pensli og sköfu hra iii Gimnar
Örn og ýtir til litum sínum af mikl-
um dramatískum krafti. En af þess-
ari sýningu er einnig ljóst að
einhverra breytinga er að vænta í
málverki hans á næstunni. í innri sal
hússins hengdi Gunnar nýjustu
mvndir sínar sem gefa ótvírætt í skvn
að inálvcrk hans séu að verða
klassískari að byggingu en áður og
einnig virðist formhugsun hans vera
að snúast yfir á óhlutbundnari veg.
Konulíkaminn er sem fyrr aðalinn-
tak þessara nýju mynda, en séður
beint á og heillegri en .fyrr. Fletir
skera ekki hvor annan eða renna
saman, heldur eru þeir skýrt
afmarkaðir á næstum geómetrískan
hátt á köflum. Örfáar þessara mynda
styðjast við hreinan natúralisma, eins
og t.a.m. hin gullfallega og munaðar-
fulla ,,Pia” nr. 43, sem hlýtur að vera
ein innilegasta og sérstæðasta konu-
mynd sem gerð hefur verið á landinu
• síðan Jón Engilberts leið, — en í
öðrum nýjum konumyndum reynir
Gunnar örn ekki að lokka fram
holdlega áferð og hvelfd form.
Flöt kvenform
í stað þess einbeitir hann sér að
efri hluta eða bol kvenlíkamans, flet-
ur hann út og breiðir úr honum uns
hann tekur yfir allan myndflötinn.
Kvenlegar línur eru í þessum
myndum, eins og ,,Sól” myndröð-
inni, en samvinna flatra afstrakt
forma er það sem virðist skipta lista-
manninn höfuðmáli. Þar reynir enn
meirálitinn en áður þar sem minni
formhreyfing er á fletinum, — en
liturinn bregst Gunnari Erni ekki
fremur en fyrri daginn. Hvað eftir
annað tekur hann áhættur með
skjannalitum, fjólubláu, sterkgrænu
eða vínrauðu, en tekst ávallt að finna
þeim mótvægi eða jafnvægi annars-
staðar á myndfletinum. í alnýjustu
mynd sinni, ,,Mynd” (nr. 2), sem
Listasafn íslands hefur keypt, er
Gunnar örn enn að víkka málverk
sitt og teflir saman markvisst teikn-
uðum flötum og frjálsum pensildrátt-
um með kvenformið sem viðmið-
un. Ljóst er að það form á enn eftir
að hvetja listamanninn til dáða og
væri gaman að sjá meiri fjölbreytni í
sviðsetningu þess í framtíðinni.
Ef eitthvað má að þesari sýningu
finna, þá er það helst að teikning
Gunnars Arnar er stöku sinnum
vafasöm, í skjóli kröftugra lita og
sumar portrettmyndir hans sýnast
mekanísk og vanabundin fyrirtæki.
Að öðru leyti er sýning hans mikill
listviðburður og enginn efi er á að
Gunnar Örn Gunnarsson á eftir að
koma við sögu í mótun íslenskrar
myndlistar á næstu árum.
Eftirmáli
Þar sem ég hef nú tekið við stöðu
framkvæmdastjóra listráðs að Kjar-
valsstöðum, taldi ég að ég yrði, því
miður, að hætta skrifum um mynd-
list við Dagblaðið og var búinn að
gera ráðstafanir þar að lútandi. En
vegna manneklu í myndlistargagn-
rýni hér á landi og fjölda-uppörvandi
áskorana, mun ég enn úm sinn reyna
að fjalla um helstu sýningar á höhið-
,,Pia”.
Þctta þykir sjálfsagt mál, enda er
almcnn og víðtæk mcnntun
hornstcinn framfara og vclmcgunar í
nútímaþjóðfélagi.
Nú cr það hinsvcgar svo, að þróun
og brcytingar á öllum sviðum sam-
félagsins eru orðnar svo örar og
stórstígar. að þiirfin á viðbótar-
mcnntun. cndurincnntun og cndur-
hírfingu vcrður brýnni mcð hvcrju
árinu sem liður ef menn eiga ekki að
staðna í gömlum formum með úrelta
eða ófullnægjandi þekkingu. Ýmsar
stéttir hafa búið svo um hnútana, að
þær geta með tiltölulega auðveldu
móti aflað sér þeirrar endur-
menntunar sem þörf krefur á
hverjum tíma, og á það ekki síst við
um tæknigrcinar og kennsluvísindi.
Afturámóti á mikill mcirihhiti
landsmanna. scm lokið hcfur
skvldunámi og ýmiskonar sérnámi.
ckki kost á að afla sér v.ábótar-
incimtunar ncma mcð anmm til-
kostnaði. Hér cr vissulega alvarleg
missmíð á menntakerfi þjóðarinnar
sem haft getúr afdrifaríkar
afleiðingar að minnstakosti fyrir þá
sem hafa ekki úr alitof miklu að
moða fjárhagslega. Það skýtur
óneitanlega skökku við, að sá hluti
landsmanna, sem er í fullum störfum
og framlciðir þau verðmæti sem
þjóðin lifir á og standa mcðal annars
undir gcrvöllu mcnntakerfinu, skuli
knúinn til að lcggja útí ærin fjárútlát
til að vcrða sér úti um viðbótar-
mcnntun, meðan þeir sem ekki vinna
fá alla sína menntun ókevpis.
Ég hef að sjálfsögðu fyrst og fremst
í huga það fólk, scm stundar nám í
bréfaskólum og námsflokkum. Hérer
uiii að ra*ða álitlcgan hóp, sem býr
við allt (jnnur kjör cn aðrir þeir scm
lcita scr mcnntunar. Námsflokkarnir
munu að vísu fá allríflcgan styrk frá
hlutaðcigandi ba*ja: fclógum, sem
hrckkur þó hvcrgi na*iii til að lækka
námskostnað svo sem eðlilcgt væri.
Bréfaskólinn scm hcfur nálcga tvö
Kjallarinn
Sigurður A. Magnússon
þúsund neinendur, fær í styrk frá
ríkinu á fjárlögum þessa árs hálfa
aðra milljón króna, sem mun svara
til kostnaðar við tvo til þrjá
nemendur við menntaskóla útá
landi. Annan kostnað við þennan
skóla verða nemendur sjálfir að
greiða og svo þau almannasamtök
sem að honum standa.
Hér er um að ræða misrétti, sem
með engum haldbærum rökum
verður varið, ef við viljum halda fast
við þá grundvallarreglu, að allir
þegnar þjóðfélagsins eigi heimtingu á
að njóta þeirrar menntunar sem
hugur þeirra stendur til og hæfileikar
þeirra leyfa.
í Svíþjóð er þessum málum þannig
háttað, að ríkið greiðir 75% af
kostnaði við bréfaskóla og náms-
flokka, enda er þar í landi litið á
menntun fullorðinna sem jafnsjálf-
sagðan hlut og skyldunám unglinga.
í Noregi og Finnlandi eru svipuð lög
í uppsiglingu og koma til fram-
kvæmda í náinni framtíð. Frumvarp
til laga um fullorðinsfræðslu mun
hafa verið samið hérlcndis með
hliðsjón af norsku lögunum, en hefur
ekki verið lagt fyrir Alþingi. Þetta
brýna hagsmunamál þeirra vinnandi
manna, sem vilja bæta og auka
menntun sína, þolir hinsvegar ekki
lengri bið. Það hlýtur að teljast
ómótmælanlegur réttur þeirra að
sitja við sama borð og annað náms-
fólk í þjóðfélaginu. Varla getur það
verið^ætlun ráðamanna að láta þá
sem verðmætin skapa gjalda þess að
þcir stunda sitt nám í frístundum
með fullri vinnu í stað þess að leggja
niður störf og hverfa alfarið að námi
í ríkisskólum?
Á það verður aldrei lögð of rík
áhersla, að öll menntun, hvers eðlis
scm hún kann að vera, stuðlar að
bctra og auðugra mannlífi, auk þess
scm hún cr nú talin meðal verðmæt-
ustu auðlinda allra þróaðra
þjóðfélaga.
Sigurður A. Magnússon
rithöfundur.