Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 2
Dagblaðið. Miðvikudagur 3. marz 1976. EFLUM EINKAFRAMTAKIÐ SIGGI FLUG skrifar: „Það sést æ betur hve illa við íslendingar erum á vegi staddir stjórnarfarslega séð og ekki sízt við- skiptalega séð, því að við fáum ekki lengur það verð fyrir afurðir okkar sem við þurfum til þess að halda þeim lífsgæðum sem við höfum vanið okkur á undanfarin ár. Það er sorglegt til þess að vita að á meðan við stöndum í deilu við Breta um lífsafkomu okkar, máski um alla framtíð, skuli alþingismenn vera að rífast um hvort stefna beri að því að koma sjónvarpssambandi á til allra sveitabýla á landinu og hvort eigi að stækka tiltekinn fjöida símstöðva auk ýmissa annarra ónauðsynlegra mála sem tíma Alþingis er sóað í að ræða um. Allt þetta er aðeins sýndar- mennska, eins og einn þingmanna komst að orði, — sýndarmennska til þess að villa um fyrir tilvonandi kjósendum því það vita allir — einnig þingmenn — að ekki er hægt að sigla þjóðarskútunni áfram fulla ferð eins og ekkert hafi gerzt, því það hlýtur að koma að því að við getum ekki slegið ný lán til þess að borga þau gömlu, svo ekki sé nú talað um verðtryggðu spariskírteinin sem ríkis- sjóður verður að innleysa þegar þar að kemur. Hér virðist því miður öllu vera stjórnað frá degi til dags, engin heildaráætlun virðist vera til til þess að fara eftir og peningar fengnir að láni úti í horni á meðan hægt er. Eftir hverju er verið að bíða? Heldur ríkisstjórnin að einhvers konar „MANNA” detti af himnum eins og forðum? Heldur rikisstjórnin í raun og veru að þetta geti gengið svona áfram? í mjög athyglisverðri grein Hall- dórs Jónssonar verkfræðings kemst hann að þeirri niðurstöðu að rekstur ríkisbúsins á síðustu árum haFi orðið þess valdandi að ríkið, þessi allsherj- ar ófreskja, hafi beinlínis lamað allt einkaframtak í landinu, enda fleiri og fleiri ályktanir gerðar af hinum ýmsu þrýstihópum sem byrja á því að „Ríkisvaldið beiti sér fyrir” o.s.frv. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni „að beita sér fyrir þróun einkareksturs í landinu”, en íiann hefur af alveg óskiljanlegum orsökum orðið að lúta í lægra haldi fyrir sósíalisku flokkunum og er enn að beita sér fyrir þessum kenningum samanber frumvarp um sjóefna- vinnslu á Reykjanesi, væntanlega ríkisfyrirtæki. Nú hafa flugfélögin okkar verið sameinuð. Þau voru reyndar lamin saman á móti vilja margra hluthafa þeirra og er nú svo komið að „ríkið” hefur skipað tvo „kommissara” til þess að fylgjast með rekstri FLUGLEIÐA vegna ríkisábyrgðar sem nauðsynleg þótti vegna mikillar fjárfestingar. Fyrir ötula og dugmikla forustu einkaframtaksins eignuðumst við tvö flugfélög sem hafa borið hróður ís- lands víða um höf og um leið sýnt fram á að einkaframtakið má sín, ,,ef það fær að vera í friði”, en það er nú ekki alveg svo. Var það nokkurt tiltökumál þó að ríkið ábyrgðist eitthvað fyrir flugfé- lögin? Stendur ekki ríkisábyrgð að baki nær öllum stórstígum fram- kvæmdum hér á landi? Ríkisábyrgð Flugleiða virðist að vísu vera nokkuð há, EN HVAÐ ER ORÐIÐ UM KRÓNUNA OKKAR? Flugfélögin okkar urðu sem betur fer tvö, annars er ég hræddur um að lítil þjónusta hefði skapazt, og ég er því miður hræddur um að þjónustan eigi eftir að breytast eitthvað þegar ekki verður um nema eitt flugfélag að ræða. Halldór Jónsson segir í greininni, sem ég ætla að leyfa mér að endur- taka hér (með leyfi höfundar): „Ríkisafskipti fara stöðugt vaxandi á íslandi hvaða stjórn sem situr. Skattastefnan, verðbólgan og verð- lagsákvæðin hafa leitt til þess að allt lausafjármagn hefur verið rúið aí atvinnufyrirtækjunum. Ekkert er lengur hægt að gera nema með ríkis- frumkvæði. Sjáið, þarna er gjaldþrot kapítalismans á íslandi, segja sósíal- istarnir okkar óþolinmóðu. Þurfum við frekar vitnanna við?” Burt með öll ónauðsynleg ríkisaf- skipti, lofum einkaframtakinu að njóta sín og eflum með því sjálfs- traust framtakssamra manna. Mér datt þetta (svona) í hug.” ÁTROÐNINGUR VÉLSLEÐA í FÓLKVANGI BLÁFJALLA! Ósmekklegor augtýsingar MAGNÚS SKÚLAS. HRINGDI: „Vélsleðar og átroðningar vélsleða á fólkvanginum í Bláfjöllum hefir talsvert verið til umræðu í dagblöðunum undanfarið. Yfirleitt hefur það allt verið á einn veg — það er kvartað er undan átroðningi vélsleða. Nú er búið að banna akstur vélsleða á fólkvanginum í Bláfjöllum og vafalaust hafa margir verið því fegnir, enda ekki þurft að horfast í augu við urrandi vélsleða. En því er aldeilis ekki að heilsa, enn vaða uppi urrandi vélsleðar öllum til mikilla leiðinda og miska. Vélsleðar eru mengun þarna í Blá- fjöllum — hávaðamengun. Þessi tæki vaða um allt og ekkert eftirlit er haft með þeim eða því að banninu sé framfylgt. Því miður, og ég efast ekki um að ég tala fyrir munn þúsunda skíðaunnenda þegar ég vil eindregið mælast til að þessir sleðar verði með öllu gerðir útlægir úr fólkvanginum í Bláfjöllum.” LESANDI HRINGDI: í flestum dagblöðum hef ég rekizt á klausur í auglýsingadálkum undir flokknum „Einkamál.” Ég vil lýsa furðu minni á því að þvílíkar auglýsingar sem þærr sem þarna má lesa, séu teknar til birtingar. Þær eru allar mjög ósmekklegar og hljóða allar upp á það sama, þ.e. aðili æskir kunningsskapar við annan af gagn- stæðu kyni. Til að kóróna þetta allt er algengt að sjá setningar sem þessa: „má vera gift eða giftur”. Hvers konar hugsunarhátt hefur þetta fólk eiginlega? Fólk hlýtur að vera orðið langt leitt sem auglýsir svona. Mér finnst að dagblöðin eigi ekki að birta svona vitleysu því fólk hlýtur að hafa einhver önnur ráð til að afla sér kunningsskapar. Um sjötíu ára reisu íslenzkra sálarrann- | sóknarmanna •Stefndi djarfur djúpið á dreki, löðri þveginn. Fyrir stafni í ljóma lá landið „hinumegin.” Skýrum rökum reifír menn 'enndu fleygi um sæinn. ^.óið og siglt í senn »vo gekk allt í haginn. Vlóti stormi mjög var beitt, nargur veginn orðum, DÓkstafstrú með anda eytt, jnninn sigur forðum. Jða árin. — Löng er bið,— engra þó til stranda. Senjar veitir breiðmynnt lið. jókstafstrúarfjanda. )rauga verður dróttu meint, laprast handa styrkur. dafið ávinnst hægt og seint, íöfnin týnd í myrkur. ú er löngu þrotið þrek.— >æfa í hálfu kafí dliglapin æskubrek íti á miðju hafi. lökin ára brostin breið, jaksar eftir skutur. jutlar undir skekktri skeið ikáldfíflanna hlutur.— BK Þingmenn landsbyggðarinnar: Verður skipt um þá alla nœst? Hvenær þrýtur þolinmæði lands- byggðarmanna gagnvarl ríkisstjórn og stjórnarþingmönnum? Nú á diigunum var hinn illræmdi olíusjóður fiskiskipa lagður niður og var tími til kominn að margra áliti. En það var gert meira: til þess að hjálpa hinum illa stöddu sunnlcnzku togurum, sem höfðu fcngið hvað mest greitt úr hinum illræmda sjóði, var ákveðið að fella niður söluskatt af olíu til fiskiskipa. Ivn rneð þessu var stjórnin að lofa upp í ermina sína, eins og svo oft áður því með þessari niðurfellingu söhískattsins varð ríkissjóður fvrir tekjunússi. I>á var farið að líta í kringum sig cftir einhverjum sem Ivægt væri að kreista án jíess |)ó að hann skra*kti ol hátl. Og hverjir urðu fyrir valinu? Þeir landsbyggðarmenn seiu.nota olíu til hitunar húsa sinna. Þeir voru valdir þrátt fyrir það að hið háa oliuverð nú undanfarið hafi verið að sliga þá allflesta. En það vantar ekki að það er farið pent út í jíessa píningaraðferð, olíulítrinn látinn hækka um 1.33 krónur (takið cftir nákvæmninni, reiknað upp á 3 aura). Hvað gerir svo þcssi aukaskattur mikið yfir árið fyrir þær fjölskyldur sem í honum lenda? Það er mjög vægt áætlað að nota jvurfi 800 lítra af olíu á mánuði til kyndingar á meðalíbúð og raunar mun meira víða. Þetta verða 9000 lítrar á ári og það margfaldað með 1.33 krónum gerir svo mikið sem 12.708 krónur í þenrian aukaskatt árlega. Þannig erum við lands- byggðarmenn farnir að taka stóran |>átt í útgerðarkostnaði á óarðbærum skipum á Suðurlandi. Að vísu veit sjávarútvegsráðherra okkar, sem eins og allir vita er Vest- firðingur, að landsbyggðarfólk er duglegt fólk og vinnur mikið og hefur því væntanlega hugsað sem svo að okkur muni lítið um þennan skatt. En það vill nú svo til að hann er einnig heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. Samt, eða kannski þess vegna, 1ætur hann elli- og örorkulífeyris- þega, sem basla við að kynda gömlu húsin sín af vanefnum og njóta lítils olíustyrks taka þátt í útgerðar- kostnaðinum. En sjáum svo annað dæmi. Þeir Sunnlendingar, sem búa við tiltölulcga mjög lágan kyndingar- kostnað |)ar sem þeir hafa hitaveitu, sleppa sem sé alveg við þennan skatt og er þetta þó mun fjölmennari hópur en við sem greiða |)urfum skattinn. Það hefði nú e.t.v. verið hægt að taka þessum skatti með þögninni ef þetta væri einsdæmi í svona skatt- lagningu. En svo er nú bara ekki, því miður. Því var til dæmis hreyft á Alþingi fyrir nokkrum dögum hvað dreif- býlismenn greiða mun hærri síma- gjöld heldur en Reykvíkingar til dæmis. Þá þarf vart að minna á flutningsgjöldin og fleira sem fylgir því að búa úti á landi og kostar ærið fé . Þá þótti sjálfstæðispostula þeirra Reykvíkinga, Albert Guðmundssyni, ástæða til að kveða sér hljóðs og lýsa því fjálglega yfir að Reykvíkingar væru orðnir langþreyttir á því að vera sífellt að greiða niður hina ýmsu þjónustu fyrir landsbyggðarfólk. Það vill nú svo til að við Vest- firðingar eigum 7 fulltrúa á Alþingi og þar af 5 stjórnarsinna. Enginn þessara manna sá ástæðu til að vekja athygli Alberts á hinum nýja skatti sem verið var að leggja á fólkið á landsbyggðinni. Hins vegar voru þeir allir samþykkir því að skattur þessi yrði lagður á og að greiða atkvæði með honum. Stjórnarsinnar, getum við haldið áfram að kjósa þessa menn á þing kjörtímabil eftir kjörtímabil úr því þeir sofa sífellt á verðinum þegar hagsmunamál okkar í dreifbýlinu ber á góma? Er ekki tími til að við kjósum menn á þing eftir raunverulegum áhuga þeirra fyrir okkar kjördæmum en ekki eftir fagurgala þeirra fjórða hvert ár? HEIÐAR SIGURÐSSON Hlíðarvegi 15, ísafirðj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.