Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 23
Öskar Ingimarsson hefur unnið við þýðingar hjá sjónvarpinu frá upp- hafi, m.a.s. nokkru lengur, því hann var byrjaður að þýða myndir áður en útsendingar hófust. Hann vinnur í leiklistardeild útvarpsins fyrir hádegið. Ljósm. DB—Bjarnleifur.j — Ef um er að ræða líkamlegar pyntingar eða einhvern annan óhugnað, sem börn geta ekki þreifað á held ég ekki að þeim sé hollt að sjá þættina,” sagði Óskar Ingimarsson þýðandi þáttanna um þrælahaldið sem eru á dagskránni kl. 21.55 í kvöld. Á ég þar við börn sem eru á fyrstu skólaárum sínum. Staðreynd er að sum ung börn, þ.e. börn sem ekki eru komin á skólaaldur, horfa þó nokkuð á sjónvarp og stundum jafnvel langt fram á kvöld,” sagði óskar. „Þýðendur sjónvarpsþátta fengu á sínum tíma bréf frá Jóni Þórarins- syni þar sem hann fór fram á að þeir gerðu viðvart ef að þeirra dómi eitt- hvert það efni kæmi fyrir í þáttum sem ekki væri við hæfi barna. Mér fannst fyrsti þáttur þrælahaldsins vera þannig, að hann gæti verið nefna þætti í sjónvarpinu eins og t.d. Columbo.” — Hvað finnst þér t.d. um myndaflokkinn um heimsstyrjöldina? Finnst þér að banna eigi skóla- börnum að horfa á þann flokk? „Ég hef satt að segja ekki hugsað út í að ástæða væri til þess. Þetta eru allt sögulegir atburðir sem hafa gerzt. Sama má segja um þræla- haldið. Allar þær persónur sem þar koma við sögu hafa verið til og þeir hlutir sem þar eru sýndir hafa allir gerzt.” Þetta sagði þýðandi Þrælahalds- ins, óskar Ingimarsson. Vonandi verða þættirnir fluttir fram fyrir ít- alska skemmtiþáttinn sem er á dag- skránni á undan. Það mætti að skaðlausu sleppa honum alveg úr dagskránni. Satt að segja skil ég ekki til hvaða aldursflokks slíkur þáttur á að höfða. Ég hef a.m.k. ekki talað við neinn sem hefur haft gaman af þeim þætti, hvorki úr hópi barna eða ung- linga, fullorðinna eða gamalmenna. —A.Bj. Doran Godwin leikur lafði Nugent landsstjórafrú á Jamaica. Hún olli miklu hneyksli heima hjá plantekru- eigandanum David Lisle þegar hún dansaði við svartan þjón á dansleik þjónustuliðsins. Þátturinn sem er á dagskrá í kvöld nefnist Þakklátir bændur og fjallar um uppreisn þræla á plantekrunum sem bæld var niður með harðri hendi. Þeir, sem börðust fyrir afnámi þrælahalds, fengu litlu áorkað. Pitt forsætisráðherra átti við fleiri vanda- mál að stríða þar sem var stríðið við Frakka. Samt sem áður var afnám þrælahaids og þrælasala samþykkt á þinginu. Sjónvarp í kvöld kl. 21,20: Fjallað um jazz síðustu óra — í lokaþœttinum um sögu jazzins i kvöld Lcikendur í Glerdýrunum sem sýnd eru á ,\kureyri: Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir og Þórir Steingrímsson. óhollur börnum og gerði viðvart um það. Síðan hefur mér ekki fundizt ástæáa til þess. Annars er mjög erfitt að draga mörkin í þessum efnum, en maður reynir eftir beztu getu að gera það samvizkusamlega. Annars finnst mér að nokkurs ósamræmis gæti í um eru oft sýndar myndir sem ýmis- legt gerist í sem er jafnvel miklu óhugnanlegra en það sem kemur fyrir í þrælahaldinu. Eins mætti Þá er komið að lokum dönsku þátt- anna um sögu jazzins. í kvöld verður áttundi þátturinn á dagskrá og fjallar aðallega um þróun jazztónlistarinnar frá 1960 fram á þennan dag. Óumflýj- anlega verður einnig komið lítillega inn á rokktónlistina, — svokallað jazzrokk sem bandaíska hljómsveitin Blood Sweat end Tears átti stærstan þátt í að rvðja braut. ,,Þessir átta þættir hafa að mínum dómi gert sögu jazztónlistarinnar allgóð skil,” sagði þýðandinn, Jón Skaftason, er við ræddum við hann. „Flokkurinn hófst í New Orjeans, þaðan var haldið til Chicago, New York og síðan vítt og breitt. Mest hefur verið fjallað um bandarískan jazz en þó var örlítið drepið á evrópska tónlistarmenn. Þeir fengu hins vegar frekar lélega dóma.” Nokkur bið verður nú á því að sjón- varpið sýni jazzþætti. Þó verður Sjónvarpið i kvöld kl. 20/40: VAKA Það er mikið ó sig lagt til að afla efnis — Farið i agalegustu flugferð ó íslandi „Ég vona að þess sjáist ekki merki fram eftir prógrammi hversu flug- veikur ég var. Við komum inn á frumsýningu á Rauðhettu eftir að hún var byrjuð. Höfðum farið með einni af þessum litlu rellum á meðan verkfallið stóð yfir, einmitt til þess að geta náð þessari sýningu. Þetta er áreiðanlega agalegasta flug sem farið hefur verið í á íslandi.” Já, það er stundum mikið á sig lagt til þess að koma efni til flutnings hjá þeim í sjónvarpinu. Sá sem þetta mælti er Egill Eðvarðsson sem sér um Vöku áð þessu sinni. Hann hefur einu sinni áður séð um þennan þátt og þá lá leiðin einnig norður í efnis- leit. „í stuttu máli er þetta örstutt heimsókn í leikhús þeirra Akureyr- inga og Húsvíkinga. Við reynum á engan hátt að skilgreina þessa starf- semi þeirra eða gefa neinar stórar upplýsingar um neitt eitt sem lá fyrir eða hafði verið gert. Það eina, sem vakti fyrir okkur, var að reyna að gefa rétfa mvnd um þessar leiksýn- ingar og það sem gerist í kringum þær,” sagði Egill. Hann bætir svo við: „Við vorum eins og rottur í kjöllurum og skúma- skotum. Þvældumst fyrir allan tím- ann frá því að leikararnir mættu til þess að sminka sig, leiktjöld voru sett upp og þangað til síðasti maður var farinn.” Þeir sem voru með í ferðinni voru Haraldur Friðriksson kvikmynda- tökumaður, Jón Arason hljóðupp- tökumaður, Katrín Gísladóttir að- stoðarstúlka að ógleymdum Agli sjálfum. Leikritin, sem við sjónvarpsáhorf- endur fáum að fylgjast með, eru barnaleikritið Rauðhetta og Glerdýr-| in, sem bæði eru sýnd á Akureyri, og svo „Pétur Gautur” sem frumsýndur var á Húsavík þann dag sem Gunnar Eyjólfsson, sem leikur Pétur Gaut, varð fimmtugur og nákvæmlega voru liðin 100 ár síðan fyrst var byrjað að sýna þetta þckkta og fræga verk. Þess má einnig geta að Leikfélag Húsa-: víkur verður 75 ára á þessu ári. EVI skemmtiþáttur með Sammy Davis sunnudagskvöldið 7. marz þar sem ein- hver keimur af jazzi kemur eflaust við sögu. — ÁT — Meðal jazzleikara sem koma fram í þættinum í kvöld eru trymbillinn Art Blakey (sá svarti) og píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Dave Brubeck. Dagblaðið. Mið\ ikudagur 3. marz 1976. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. l'ilkynningar. 15.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.50 M iðdegissagan: ,,Hofstaðabræður” eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Jón R. Hjálmarsson les (5). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.00 Fréttir. Tilkvnningar. (16.15 Veðurfrcgnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Njósnir að næturþcli” eftir Guðjón Sveinsson. Höfundur les sögulok (12). 17.50 Framburðarkennsla í dönsku og frönsku. 17.50 Veðurfregnir.Dagskrá kvíilílsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. nikynningar. 19.55 V'innumál. Þáttur um lög og rétt á vinnúmarkaði. Umsjónarmenn: Arnmundur Back- man og Ctinnar Eydal lögfneðingar. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur. Eiríkur Stefánsson syngur íslenzk lög. Kristinn Gestsson leikur á píanó. b. Á ferð fyrir tuttugu árum. Ágúst Vigfússon flytur ferðaþátt eftir Jóhannes Ásgeirs- son. c. Tvö kvæði eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Gunnar Valdimarsson les. d. Lárus gamli. Torfi Þorsteinsson bóndi í Homafirði flytur frásögu. e. Þar dali þrýtur. Óskar Halldórsson lektor flytur síðari hluta frá- sögunnar um skáldin á Arnar- vatni eftir Jón Kr. Kristjánsson á Víðivöllum í Fnjóskadal. f. Kórsöngur. Karlakórinn Fóst- bræður svngja lög við miðalda- kvcðskap eftir Jón Nordal. Söng- stjóri: Ragnar Björnsson. 21.50 Útvarpssagan: „Kristnihald undir Jökli” eftir Halldór Laxness. Höfundur les (16). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (14) 22.25 Kvöldsagan: ,,í verum”, sjálfsævisaga 'fheódórs Friðriks- sonar. Gils Guömundsson les síð- ara bindi (26). 22.45 Djassþáttur Jóns Árnasonar. 25.50 IYéttir. Dagskrárlok. Múla ^ Sjónvarp MIÐVIKUDAGUR 3. marz 18.00 Björninn Jógi. 18.25 Robinson-fjölskyldan. Brezkur myndaflokkur byggður á sögu eftir Johann Wyss. 4. þáttur. Árás kattarins. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.50 Ballett er fyrir alla. 1. þáttur endursýndur af sérstök- um ástæðum. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Vaka Þátturinn fjallar að þessu sinni um Ieikstarfsemi á Akureyri og Húsavík. Umsjón Egill Eðvarðs- son. 21.20 Ú r sögu jazzins. Lokaþáttur. Rakin saga jazzins síðasta aldarfjórðunginn. Meðal þeirra sem koma fram eru: Art Blakcy,' Dave Brubeck, Ornette Coleman, Gil Evans, Milt Jack- son, John Lewis og Gcrry Mulli- gan. Þýðandi og þulur Jón Skaptason. (Nordvision ;•— Danska sjónvarpið) 21.55 Baráttan gegn þrælahaldi. 5. þáttur. Þakklátir bændur. 22.45 Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 21,55 í kvöld: „LÍKAMLEGAR PYNTINGAR 0G ÓÁÞREIFANLEGUR ÓHUGNAÐUR Á EKKIERINDITIL BARNA" — segir þýðandi Þrœlahaldsins, Óskar Ingimarsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.