Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 3
Dagblaðið. MLðvikudagur 3. marz 1976.
NATO ó að styrkja Breta
til að hœtta veiðunum
MAGNUS V. FINNBOGASON
menntaskólakennari skrifar:
Ef Atlantshafsbandalagið telur sér
nauðsvnlegt að halda núverandi
aðstöðu sinni á Miðnesheiði verður
það að finna einhverja leið til að
stöðva hernað Breta á íslandsmiðum,
og það sem allra fyrst. Vegna
ofbeldis Breta og ósannindavaðals
þeirra í fjölmiðlum víðs vegar um
heim fjölgar þeim Islendingum dag-
lega sem efast um að íslenzka þjóðin
eigi heima í hópi þeirra þjóða sem
standa að Atlantshafsbandalaginu.
Auðvitað hef ég engar tölur til að
styðjast við um þessi breyttu viðhorf
manná en drcg ályktanir mínar af
umgengni og samtölum við allstóran
hóp manna hér í borg. Þessi viðhorfs-
breyting til Atlantshafsbandalagsins
er staðrevnd, því miður. Fólk segir
sem svo: Hvað eiga íslendingar að
gera í félagi við þjóðir sem láta sér
lynda að ein þjóð bandalagsins, ein
minnsta dvergþjóð heims sé beitt
vopnuðu ofbeldi og rænd auðlindum
sínum af annarri þjóð sama banda-
lags?
Allri heimsbyggðinni er kunnugt
að Bandaríkjamenn, voldugasta þjóð
Mlantshafsbandalagsins, verja
milljörðum dala árlega til hjálpar
vanþróuðum og fátækum þjóðum.
Getur ekki Atlantshafsbandalagið
beitt sér fyrir því að Bandaríkjamenn
láti ofurlítinn hluta þessa hjálparfjár
ganga til Breta? Verði upphæð
fjárins miðuð við að Bretar verði
skaðlausir þótt þeir hætti veiðum á
íslandsmiðum. Þessi hjálp til Breta
yrði auðvitað að halda áfram þar til
er Bretar hefðu rétt svo við efnahags-
lega að þeir væru sjálfbjarga.
Ef Bandaríkjamenn telja sér henta
að hafa varnarliðið á íslandi ættu
þeir að vera fúsir til að gera þessa
ráðstöfun Bretum til hjálpar og til
tryggingar aðstöðu sinni á íslandi.
Fram að þessu hafa, fáir aðrir en
róttækir vinstrimenn amazt við her-
itöð Bandaríkjanna á Miðnes-
heiði. En nú eykst þeirri stefnu
Hvernig var
það með
landbúnaðar-
mólin, DB?
HÖFUÐBORGARI SKRIFAR:
..Dagblaðið (DB) varð til eftir
heiftúðugar deilur við fjölskyldu eina
hér í bæ sem hafði þá hagsmuni að
selja bændum tæki ýmisskonar — og
gefa út dagblað. Þegar dagblaðið fór
réttilega að benda bændum á sitt-
hvað sem betur mætti fara í land-
búnaðarmálum urðu bændur æfir.
Þeir neituðu að hlusta á efascmdir
uni eigið ága-ti, enda þótt þar væri
deilt á þá rétlilcga. Þá varð
sprengingin. annaðhvort keyptu
baridur landbúnaðarvélarnar sínar
hjá heildsalanum, ciganda dag-
blaðsinsjmeð litlum staf), áfram eða
færu annað. þ.e. ef ritstjórinn
„illyrmislegi” léti ekki af starfi.
Jæja, það varð nú, sem bctur fer.
Upp úr því kom mun betra
DAGBLAÐ, eins og sala og vinsældir
tnunu sanna.
En, kæra Dagblað — gleymdu ekki
rótunum að því tré, sem þið eruð
orðnir. Gleymið ekki að skrifa um
landbúnaðarmálin. 'Fakið þau nú
fvrir, bæði í leiðurum og grcinum.
Og hættið ekki fvri eri cðlilegt mat-
viiruverð er á markaði hér.”
fylgi með hverri viku sem líður að
íslendingar eigi að segja sig úr
Atlantshafsbandalaginu og láta
varnarliðið hverfa á brott. Ef Bretar
halda áfram hernaði sínum og
veiðiskap á íslandsmiðum, má
fullvíst telja að íslendingar segi sig úr
bandalaginu strax eftir næstu al-
þingiskosningar, ef þeir hafa ekki
gert það áður. Þetta ættu Banda-
ríkjamenn að hugleiða og raunar
allar þær þjóðir, sem standa að
bandalaginu, ef þær álíta aðstöðuna
á íslandi einhvers virði.
En ef svo fer, sem líklegast er, að
átökin haldi áfram á íslandsmiðum,
verður auðvitað að efla gæzluna til
muna, hvað sem það kostar. Væri
fráleitt að fá leigða ísbrjóta, ef unnt
væri, t.d. frá Noregi eða Kanada?
Þeir ættu að geta verndað íslenzku
varðskipin. Að minnsta kosti hefðu
skipherrar brezku freigátnanna varla
mikinn áhuga á að stofna til árekstra
við öfluga ísbrjóta, þótt leikur þeirra
við íslenzku varðskipin sé helzt til of
ójafn.
Aldregi mat
hann fjór
lœkning sína
hefur lesandi eftir Hrafni Sveinbjarnarsyni oghvetur
lœkna til að meta starf sitt ekki um of til fjór
Sigurður Sigurðsson skrifar:
„Grein Þorsteins Thorarensen í
Dagblaðinu um laun og aukalaun
lækna voru orð í tíma töluð. A
margra vitorði cr að laun lækna hafa
verið há, geigvænlega há fyrir lítið
þjóðfélag eins og hið íslenzka.
Miklum erfiðleikum hefur verið
bundið að fá lækna til starfa úti á
landi. Rcykjavík og nokkrir hinna
stærri kaupstaðanna hafa setið að
læknunum. Þetta hefur orðið þess
valdandi að dreifbýlið býr við
öryggisleysi í hcilbrigðisþjónustu.
Einstaklingar innan stéttarinnar
hafa skrifað fjálglega um sveitasæl-
una og dýrðir dreifbýlisins. Um leið
hafa þeir lýst sjálfum sér scm hinum
mestu góðmennum og hugsjóna-
mönnum, vammlausum og víta-
lausum. En um leið og þeim, sem
hafa starfað úti á landi, hefur boðizt
starf í Revkjavík hafa þeir þotið.
Launamál læknastéttarinnar hefur
borið hátt, enda kaupið hátt. í því
sambandi vil ég nefna eitt dæmi,
vafalaust ekki einsdæmi. Ungur
læknanemi — takið cftir læknancmi
— fór um ftmm vikna skcið út á land
í sumar til afleysinga og fékk í laun
frá ríki, sjúkrahúsi, héraði og fyrir
„praksis” nær fjögur hundruð
þúsund krónur. Þá er eins da*mið um
tannlækninn sem fór úr bvggðarlagi
einu fvrir norðan með á þriðju
milljón króna eftir fárra vikna vinnu,
fra*gt.
Er nú furða |)ó fólki bliiskri |>egar
ein stétt er oflaunuð fram úr hófi?
Allt heilbrigðis- og almannatr>fgg-
ingakerfi landsins riðar nú til falls
vegna óhóflegs kostnaðar.
í inngangi að bók sinni Læknar á
íslandi, segir hinn ritsnjalli gáfu-
maður, Vilmundur heitinn Jónsson
landlæknir, að Hrafn Sveinbjarnar-
son læknir á Eyri við Arnarfjörð
(1170-1213) hafi „tekið læknisstarfið
þeim tökum er mega vera til fyrir-
myndar læknum á öllum tímum.”
En í Hrafns sögu Sveinbjarnarson -
ar segir svo um hann: „Aldregi mat
hann fjár lækning sína.” Mættu
íslenzkir læknar nú draga af nokkurn
lærdóm, það er: meta ekki starf sitt
um of til fjár.”
Raddir
lesenda
Spurning
dagsins
Hvaða vörur skorti þig.
helzt á meðan á verkfalli
stóð?
ELÍNBORG ASMUNDSDÓTTIR
húsmóðir: Mig skorti engar vörur nema
mjólk og það kom sér nú ekki mjög illa,
vegna þess að ég á ekki það ung börn.
JÓHANNES HANNESSON vörubíl-
stjóri: Það var aðallega mjólkina sem
skorti á mínu heimili. Auðvitað var
bensínið einnig af skornum skammti en
það urðu ekki nein teljandi vandræði
vegna þess.
SIGRÚN SIGTRYGGSDÓTTIR hús-
móðir: Það vantaði ekki neitt á mínu
heimili og þess vegna hefði verkfallið
mátt vera lengur. Að vísu gerðum við
innkaup fyrir verkfall og þá meiri en
venjulega.
JÓN GÚSTAFSSON bóndi: Ég var
nú gestkomandi hér í bænum og það
sem vantaði mest þar sem ég þekki til
var mjólkin. Fólk reyndi að fara sem
minnst á milli til að spara bensínið svo
þetta var ekki eins slæmt og það hefði
getað orðið.
SJÖFN JÓHANNSDÓTTIR af-
greiðslustúlka: Það voru mjólkurvör-
urnar sem vantaði á mínu heimili og
svo var revnt að spara bensínið. Það var
ágætt að Afengisverzlunum var lokað,
það er vara sem hægt er að vera án.
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR hús-
móðir. Aldeilis ekki neitt. Ég cr frá
Akranesi og þar fórum við.út í svcitina
og fengum mjólk.