Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 15
Dagblaðið. Miðvikudagur 3. marz 1976 r-“ 15 Bergljót Árnadóttir, nýtt andlit í kvik- myndaheiminum „Nýtt andlit í kvikmvndaiðnaðin- um á þcssu ári: Bergljöt Árríadóttir, 26 ára. Áður óþekkt íslenzk stúlka á að leika hlutverk Lvdíu í kvikmvnd sem gerð er eftir skáldsögu Hjalmar Söderbergs „Den alvarsamma lekcn.” Elskhuga hennar, blaðamanninn Arvid, leikur Stefan Ekman. „Hlutverkið kemur á heppilegum tíma.”, segir hún. „Ég er atvinnulaus cftir 1. febrúar.” \ þessa leið'hefst viðtal í sænska blaðinu Éxpressen í lok janúar sl. við Bergljótu Árnadóttur, íslenzku stúlkuna sem getið hefur sér gott orð í Svíþjóð fyrir leik. Bergljót er dóttir Árna Ársæls- sonar yfirlæknis og Ernu Sigurleifs- dóttur á Húsavík. Erna var sjálf þckkt leikkona bæði hjá Leikfélaginu og Fjalakettinum á sínum vngri árum. Bergljót lék í kvikmvndinni Sjö stelpur sem sýnd var á sænsku kvik- myndavikunni hér. Sú kvikmvnd var tekin árið 1973. Hlutverk Bergljótar var lítið en hún var talin fara mjög laglega með það. En margt hefur drifið á daga hennar síðan þá. Við skulum glugga aðcins nánar í sænsku greinina: Blaðamaðurinn hitti hana að máli í Skövde þar sem hún var í leikför mcð Riksteaterns Örebrocnsemblc en leikritið hét Jösses flickor. Það naut mikilla vinsælda og jafnan allir aðgöngumiðar scldir löngu fvrirfram. — Það er auðvelt að sjá Bcrgljótu fyrir sér í hlutvcrki Lvdíu, segir í grcininni. — Hún er lágvaxin en reisuleg, með alvarleg augu og fín- gert andlit. Það er aðeins hárið sem ekki passar. Sögupersónan cr Ijós- hærð en Bergljót er með þvkkt. dökkt hár, fléttað í óstýrilátar fléttur, þegar viðtalið átti sér stað. Bergljót segist ekki vera búin að mvnda sér ákveðna skoðun um Lvdíu en hún sé í miðju kafi að lesa bókina í annað sinn. Ekki voru liðnar nema fáeinar vikur frá því hún var í reynslu- myndatöku í Stokkhólmi og aðeins fáeinir dagar frá því hún frétti að hún fengi hlutverkið. — Ég veit ekki hver það var sem benti á mig, sagði hún, — og heldur ekki hve margar stúlkur voru revnslumyndaðar en það skiptir heldur ekki máli. Bergljót horfir raunsæjum augum til'töku myndarinnar og verður hálf- feimin þegar minnzt er á að þetta sé stórkostlegt tækifæri fvrir hana. — Ég geri mér geri mér grein fyrir að það er mikils virði að fá tækifæri til þess að leika í kvikmvnd, maður lendir í sviðsljósinu. Tekið verður eftir manni og það auðveldar að fá hlutverk í framtíð- inni. Bergljót cr samt ekki mikið fvrir að tala um sjálfa sig og'segir að hennar óskir og draumar séu ekkert meira spennandi en venjulegrar vinnukonu eða verkakonu. Það sé bara enginn sem spyr þær. Þá er sagt frá uppruna Bergljótar og að fjölskylda hennar sé flutt til íslands fyrir mörgum árum, og Berg- Ijót sé enn íslenzkur ríkisborgari. Hún notaði tækifærið til þess að lýsa vanþóknun sinni á ofbeldi Breta í þorskastríðinu. í Iok greinarinnar segir að það hafi næstum verið tilviljun að hún hafi lagt út á leiklistarbrautina. Hún valdi sér leiklist sem valgrein í menntaskólanum. Að loknu stúdentsprófi fór hún í Skara leik- skólann og síðan í ríkisleiklistarskól- ann í Stokkhólmi. Eftir að hún lauk námi hefur hún leikið hjá Skánska leikhúsinu í eitt ár og með leikflokki í Landskrona og sl. hálft ár hefur hún verið í leikflokki Ríkisleikhússins, eins og segir í upp- hafi greinarinnar. — Samningur minn við Ríkisleik- húsið rennur út um mánaðamótin (-1. febr.) segir hún, — þannig að þetta hlutverk kemur á heppilegum tíma. Hvað síðar gerist skal ég ekkert segja um. Það er dálítið erfitt að vera lausráðin, segir hún ennfremur. Loks er greint frá því að Bergljót sé ekki algjör nýliði á sviði kvik- myndaleiks en hafi leikið í Sjö stelpum og viti því hvað hún sé að fara út í. — Það verður gaman að leika aftur í kvikmynd, segir Bergljót. — Það er dálítið erfitt að hafa ekki áhorfendur þegar maður leikur og vera algjörlega á valdi kvikmynda- vélarinnar. En það gefureinnig mörg og góð tækifæri. Foreldrar Bergljótar voru búsettir í Svíþjóð um 12 ára skeið en fluttust til Húsavíkur fyrir fimm árum. A.Bj. n ÉBOWTW BEKaHT*~ FILMENS NYA KARLEKSPAR! 3JÖRN VINBERG Stetan Ekman och Bergljot i "Den allvarsamma leken" Bergljót hefur fengið annað aðalhlutverkið í myndinni Den alvarsamma leken. Mótleikari hennar er Stefan Ekman og eru þau kölluð „filmens nya kárlekspar!” í Svíþjóð. Taka myndarinnar hófst í byrjun febrúar. Þarna er Bergljót t.h. í hlutverki sínu í Sj<> stelp- um, þctla er lítið hlutverk en hún fer mjög laglega með það. Kvikmyndin var tekin árið 1973 og eins og segir í meðfylgjandi grein um Bergljótu hefur margt drifið á daga hennar síðan t>á. ýsZýX& V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.