Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 11
11 Dagblaðió. Miðvikudagur 3. marz 1976. N síðaslliðnu ári og sömu sögu er að segja um sölu á heimilistækjum og fatnaði. Sala á dráttarvélum hefur minnkað um 25 prósent þrátt fyrir mikla þörf í Argentínu þar eð efna- hagslífið er byggt á landbúnaði. Bœndur og kaupmenn standa saman Nautgriparæktendur og bændur á hinum gjöfulu sléttum, ullarbændur í suðurhluta landsins og bómullar- ræktendur tóku höndum saman við smákaupmenn og verziunareigend- um í umfangsmiklu verkfalli, til þess að mótmæla áframhaldandi óvissu í efnahagslífinu. Krefjast menn ábyrgra tillaga um endurbætur af hendi ríkisstjórnar- innar og vilja herða eftirlit með verkalýðshreyfingunni sem þeir segja að sé að riðlast vegna aukinna áhrifa vinstrisinnaðra félaga. Kröfum sínum til stuðnings hafa menn hótað að greiða ekki skatta. r Utlendingar eiga stórfyrirtœki Stærri fyrirtæki, sem flest eru í eigu erlendra aðila, fóru með gætni framhjá verkfallinu, en lýstu yfir stuðningi við aðgerðir hinna auk þess sem þeir tilkvnntu að vissra aðgerða væri að vænta frá þeim ef ekki rættist úr efnahagsástandinu. Sem endurspeglun af ástandinu hefur fjárfesting í iðnaðarfyrirtækj- um minnkað um 25 prósent og samkvæmt spá fvrir árið í ár er búizt við enn frekari samdrættiú því sviði um 37 prósent. Iðnaðarróðuneytið óttast hróefnaskort Iðnaðarráð Argentínu hefur varað við mögulegum skorti á nauðsynleg-' asta hráefni vegna þess hversu inn- flutningur hefur dregizt saman og vilja þeir halda því fram að atvinnu- levsi geti stóraukist. Vegna hins gífurlega greiðsluhalla ríkissjóðs, sem nú nemur nánast 60 prósentum, hafa framkvæmdir þess dregizt verulega saman og eru bvggingarverkamenn þar í skotmáli. Efnahagsráðherra landsins, Emilio Mondelli, sem varð ráðherra í síðast- liðnum mánuði, sá sextándi í röð- inni, eftir að Maria Peron tók við völdum, er ekki álitinn ge.ta brevtt miklu um ástandið auk þess sem stjórnmálaástandið vegna forsetans er mjög ótrvggt. Vilja að stjórnin segi af sér Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Ricardo Balbin, sagði í umræðum um valdabaráttuna milli forsetans og þeirra sem vilja að hún segi af sér að Argentína væri nú að syngja sitt síðasta. Efnahagsráðherrann hefur látið skipa nefnd til þess að gera tillögur um umbætur og eru þær umbætur taldar hafa í för með sér hækkun skatta og aukin fríðindi fyrir þá erlenda fjárfestingaraðila, er áhuga hafa á Argentínu. Þó er hans mesti höfuðverkur að reyna að greiða eitthvað af hinum geysiháu skuldum landsins erlendis. 2 milljónir dollara i vaxtargreiðslur Samkvæmt heimildum er álitið að landið verði að greiða allt að tveimur milljörðum dala í erlendar afborg- anir á næstu fjórum mánuðum, þar af eru ellefu hundruð milljónir gjald- fallnar í byrjun apríl. Argentína á lítið upp í þessar greiðslur. Talið er, að til séu um 618 milljónir dollara í erlendum féhirzl- um og erfitt erað gera sér grein fyrir því hversu miklar tekjur út- flutningurinn á eftir að gefa af s£r. Þó segir Mondelli að hann muni geta greitt þessar skuldir eða a.m.k. frestað gjalddögum a6 einhverju leyti. Utflutningurinn á nautakjöti er talinn munu aukast um' 130 þúsund tonn á þessu ári og hefur þá náð 400 þúsund tonnum vegna aukinnar eftirspurnar. Vegna mjög góðrar uppskeru er búizt við því að hveiti- uppskera og útflutningur þrefaldist í fimm milljónir tonna. Vaxandi nautakjötsframleiðsla Aukningin á þessum sviðum getur kannski rétt við tapið á maís- og sykurútflutningi, sem álitið er verða um 800 milljón dollara virði minni á þessu ári vegna kuldakastsins í desember. Framleiðendur véla og annarra iðnaðarvara eru ekki álitnir geta komið undir sig fótunum fyrr en síðar á þessu ári vegna þess hversu þrautpíndir þeir atvinnuvegir eru. Stórlón nauðsynlegt Fyrsta skrefið í framfaraátt er beiðni efnahagsráðherrans til Alþjóðabankans um 314 milljón dollara lán sem búizt er við að bank- inn samþykki, eftir að þing Argentíny hefur fjallað um fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1976 sem byggt er á neyðartillögum nefndarinnar í fjármálaráðuneytinu. Þó að Mondelli hafi hrópað á þinginu ,,Enginn lánar okkur framar — enginn trúir okkur lengur!” er álitið að hann hafi náð töluverðum árangri í að semja um greiðslufre-sti við bandaríska og vestur-evrópska banka. Hrópið úr djúpunum Þjóðleikhúsið: NÁTTBÓLIÐ eða í djúpinu eftir Maxím Gorkí Þýðandi: Halldór Stefánsson Lýsing: Kristinn Daníelsson Leikmynd og búningar David Borov- skí Leikstjóri: Viktor Strizhov. Það var á dögunum haft eftir hinum rússneska leikstjóra Náttbóls- ins, Viktor Strizhov, í blaðaviðtali að í Þjóðleikhúsinu væri svipað ástatt og j mörgum leikhúsum öðrum, að þar væru ýmsii nokkuð góðir leikarar, en aðrir aftur lakari eins og gengur. Nú veit ég svosem ekki hvernig þvílík hreinskilni mælist fyrir þar í leikhús- inu, enda má það kannski einu gilda. En heyrt hefur maður þá kenningu -að vegna nærveru sálar beri að við- hafa einhverskonar jafnaðarstefnu í orðum og ummælum um lcikara og list þeirra, annars geti farið verr... En hvað sem þessum hégóma líður Finnst mér að í hinni hversdagslegu athugun Strizhovs felist um leið merkileg sannindi. Og það er ljóst að innsýn þá sem hann hefur í dvöl sinni hér öðlast í leikhóp Þjóðleik- hússins hefur honum mætavel tekist að hagnýta sér í verki. Eftirtekt, ánægja og beinlínis hrifning áhorf- andans sem sýning Náttbólsins vekur í Þjóðleikhúsinu held ég að stafi ekki síst af því hve þróttmikil, sam- virk og velvirk áhöfn leiksins, leik- hópurinn í heild reynist í sýning- unni. En það helgast aftur af því að leikstjóra hefur tekist að fá hvern og einn leikara í hópnum til að leggja sitt besta af mörkum. Með leyfi að segja: ég kann ekki að rifja upp minnisverðari hlutverk þeirra Gísla Alfreðssonar eða Há- konar Waage, svo dæmi séu nefnd, en Andrés lásasmið og þjófinn Vassilí Pepel í Náttbólinu og Árni Tryggva- son er ágætur söngmaður. Hér koma líka ýmsir traustustu leikarar Þjóð- leikhússins fyrir i skipulega mótuð- um hlutverkum, skýrt dregnum mannlýsingum innan ramma þess litla samfélags sem leikurinn í fyrsta lagi snýst um: Baldvin Halldórsson, Ævar Kvaran, Kristbjörg Kjeld, Bessi Bjarnason, Herdís Þorvalds- dóttir. Og það er nýtt sem sjaldan skeður að sjá tvo okkar mikilhæfustu leikara af þeim sem nú eru í blóma starfs síns saman á sviðinu: Gísla Halldórsson og Róbert Arnfinnsson. Vel má það líka vera að einhverj- um þyki förumaðurinn Lúkas og Búbnov hattari „eftirminnilegustu” persónur sem fyrir ber í Náttbólinu. En hitt held ég að sé styrkleikamerki á sýningunni að þar er ekki reynt að skipa t.a.m. Lúkasi í forgrunn leiks- ins, beina athygli sér í lagi að honum sem þó kann að vera freistandi vegna hlutverksins og „boðskapar” sem þar má greina. Það gerist ekki margt í Náttbólinu, þar er ekki í fyrsta lagi verið að „segja sögu”. Frumdrög slíkrar frá- sagnar má að vísu sjá í ástarsögu þjófsins Vassilís og Natösju, systur húsfreyju: önnuKristínar Arngríms- dóttur. Samt er nær að líta á komu, dvöl og brottför Lúkasar, uppistöðu efnisins í Náttbólinu. Förumaðurinn er manngerð sem freistandi er að kalla „klassískt rúss- neska”, hann er spekingur með barnshjarta, maður sem lífið hefur elt á milli tannanna uns hann er orðinn lungamjúkur, eins og hann sjálfur kemst að orði, persónugerving góðvildar, óbifandi trúar á lífið sjálft og sigurmátt þess. í náttbólinu hafa spenntur þegar í upphafi leiksins, hópurinn sveifiast á augabragði milli geðshræringa, nötrar af hugaræsingu með miklum fyrirgangi til orðs og æðis. í seinni hluta slaknar á spenn- unni og koma einstakar persónur leiksins skýrar fram við bakgrunn hópsins í heild. Þetta er sjúkt, hysterískt samfélag, það lifir lífi sínu við ómannleg kjör. En þessi baksýn persónulýsinga og atburða er um leið hljómgrunnur hinna stoltlegu orða um mátt mannsins, vonartraust leiksins. Og hljómbotn, bakgrunnur leiks- ins helgast að sjálfsögðu af mannlýs- ingum hans, Ijóslifandi einstakling- unum í samfélagi náttbólsins. Maxím Gorkí þekkti að sögn náið af eigin raun hinn öreiga lýð Rússlands sem hér er lýst. Og því má veita OLAFUR JÓNSSON Leiklist w safnast saman ýmisleg úrhrök mann- félagsins, sem svo eru nefnd, skip- brotsfólk sem dregist hefur í djúpið og dregur þar fram lífið við aumleg kjör. En gamli maðurinn snertir streng í hvers manns brjósti, vekur von um nýtt og betra líf þrátt fyrir allt. Þær vonir bregðast að vísu fijótt og vel: von Vassilís um nýtt líf með Natösju sinni, hins drykkjusjúka leik ara: Bessa Bjarnasonar um lækn- ingu... En Satín spilahrappur og morðingi: Rúrik Haraldsson hendir boðskap Lúkastar á lofti í frægum orðum um mátt og tign mannsins, manninn sjálfan sem hinn æðsta sannleika, mælikvarða allra hluta. Sverrir Kristjánsson kemst svo að orði í leikskránni að Gorkí hafi tekið trú sína á manninn „við samvistir með úrhrökum Rússlands... á langri göngu um órudda vegu þar sem mannlífið tíðum hafði sokkið dýpst”. Þá trú leggja þeir út berum orðum í leiknum Lúkas og Satín. Og hún er í rauninni lífskvika leiksins, þess litla samfélags á ystu nöf sem saman hefursafnast í náttbólinu. Samfélag fólks í Náttbólinu skiptir sem sé meira máli en einstaklingarnir innan þess og afdrif þeirra. Það er samfélag utangarðsmanna og skip- brotsfólks sem hvert er sér um örlög, ná ekki saman, hvort til annars nema að litlu leyti. í sýningu Þjóðleikhúss- ins kann boginn að þykja hátt eftirtekt að hið yfirspennta andrúms- loft í sýningunni kemur að sínu leyti heim við samtímaheimild: frásögn leikhússmannsins Stanislavskís af heimsókn sinni í þvílíkan gististað öreiganna, sem birt er í leikskránni. En af mannlýsingum í sýningunni skal hér, auk þeirra sem fyrr var getið, aðeins minnst á afdankaðan barón og fjársvikara: Erling Gíslason, torgsölukonuna Kvösnju: Guðrúnu Stephensen, fjarska trúverðuga „rússneska” kerlingu, og Nöstju skækju: Steinunni Jóhannesdóttur, nærfærna, innilega kvenlýsingu í ein- faldleik sínum og besta verk hinnar álitlegu leikkonu sem ég hef séð. Náttbólið er klassískt verk í rúss- neskum bókmenntum, verk sem ætla má að sé fastlega bundið sínum stað og tíma, öldinni sem leið. Er það nú víst? Með einfaldri breytingu leik- myndarinnar í seinni hluta leiksins var rofin innilokun, einangrun nátt- bólsins, veittist útsýn yfir óendanlega víðáttu slíks samfélags. Er það tóm ímyndun að í þessari mannlífslýsingu mætist þrátt fyrir allt samtíð og saga, Maxím Gorkí og Alexander Solsénit- sín, Lúkas förumaður og Ivan Deni- sovits? En hvað sem líður slíkum útlegg- ingarefnum af leik og sýningu hafa þeir komið góðu heilli í Þjóðleikhúsið Viktor Strizhov leikstjóri og David Borovskí, höfundur leikmyndar: hafi þeir þökk fyrir komuna. Það er viðurkennt að iðnaður hefur notið alltof lítillar athvgli ráða- manna á undanförnum árum. Jafn- framt virðist Ijóst að sjávarútvegur og landbúnaður muni ckki standa undir jöfnum og örum hagvexti á næstu árum sem nauðsvnlegur er í nevzluþjííðfélagi cins og er hér á landi. Meginhluti þess vaxtar, sem nauðsvnlegur er, hlýtur að ciga sér stað í iðnaði. Til þcss að svo megi verða verður margt að brcytast. Otflutningsiðnaður crlcndra þjóöa byggist í fiestum tilfcllum á mjög sterkum heimamarkaði. Á heima- markaði hafa iftnfyrirta*kin fengið að hlaupa af sér hornin og læra af reynslunni. Þar hefur smám saman bvggst upp tækniþekking og verk- kunnátta og fyrirtækin hafa með árunum lært að beita hagkvæmustu aðferðum við framlciðsluna og þann- ig aukið sariikeppnisliæfni sína. Hér á landi virðist ekki nauðsynlegt að fara þcssar troðnu slóðir. Markaður- inn hér á landi er líka í flestum tilléllum alltof smár til þess að leyfa slíka tilraunastarfsemi. Öflug iðnfyrirtæki, sem bvggð eru á innlendri tækniþekkingu og verk- kunnáttu, eru ekki hrist fram úr erminni einungis með því að veita fjármagn til bvggingár þeirra. Minna má á það að fyrir u.þ.b. 11 árum var tekin sú ákvörðun að leyfa minkaeldi hér á landi. Á þessum 11 árum hefur minkum í minkabúum fjölgað úr ca 900 í 10000, en cnn eru þessi minkabú rekin með tapi og framlciðnin eftir hvern mink er of lág, miðað við það scm hún þarf að vcra, til þess að framlciðslan borgi sig. Aöalástæðan fyrir lágri fram- leiðni er tvímælalaust sú að innlend tækniþekking er ckki fyrir hendi á rekstri minkabúa. Þjóðverjar telja að það þurfi einn mannsaldur til þess að bvggja upp nýjan iðnað í sérhverju þjóöfélagi. Hér er átt við það að uppbvgging ta*kniþekkingar og reynslu er flókið og vandasamt verk og er vcrkefni sem venjulega er levst á heilum mannsaldri. Auk þeirra atriða, sem hér að l’raman eru talin, fjármagns, ta*kni- þekkingar og verkþekkingar, þarf að- búnaðm að iðnaði hér á landi að vera samba*rilegur við aðbúnað í iðnaðarlöndum umhverfis okkur ef iðnaður á að þrífast hér. Erlendir iðnrekendur, sem hingað hafa komið með það í huga að reisa hér iðnfyrirtæki, hafa fijótt kynnzt því að ytri aðbúnaður að iðnfvrir- tækjum er allur annar en gerist er- lcndis. Alls konar höft og skattar eru lögð á framleiðsluna á öllum fram- leiðslustigurrL Skynsamleg arðsemis- sjónarmið gilda ekki hér á landi heldur byggir atvinnureksturinn í mörgum tilfellum á verðbólgugróða með allskonar óeðlilegu braski. Hinir erlendu atvinnurckendur gera því eitt af tvennu: snúa við og fara heim tii sín eða krefjast þess að lögum sé' brevtt til þess að eðlilegur grundvöll- ur skapist fyrir atvinnurekstur þeirra, samanbcr Álverksmiðjuna í Straums- vík og Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. í fimmta lagi er nauðsvnlcgt að sömu sjónarmið ríki gagnvart upp- byggingu í iðnaði og í öðrum at- vinnugrcinum. Þess munu mörg dæmi að sjávarpláss hafi fengið tvo skuttogara á undanförnum tvcim til þrem árum, en ef sama bvggðarlag hefði haft áhuga á að byggja verk- smiðju, sem hefði kostað u.þ.b. 1,5 Kjallarinn Reynir Hugason skuttogara eða eitt þúsund milljónir í byggingu, er ha*tt við að þcim hefði gengið verr að fá fjármagn til þeirra hluta. Þessu til sannindamcrkis má nefna að sjóefnavinnsla á Reykjanesi er búin að vera í athugun um fimm- tán ára skeið, sykurverksmiðja í Hveragerði er búin að vera í athugun um prettán ára skeið, hveitimylla er búin að vera í athugun í um tíu ára skeið og svo mætti lengi telja. Ástæð- an fyrir því að þessi nýiðnaðarfyrir- tæki hafa verið svo lengi í athugun er meðal annars sú að inn í hið íslenzka opinbera kerfi er ekki byggð nein braut til að beina nýiðnaðarhug- myndum inn á er þær geti síðan fylgt allt frá hugmynd til fram- kvæmdar. Engin kerfisbundin útilok- un á vonlausum hugmyndum á sér heldur stað. Þannig er verið að velta á milli tannanna í tíu til tuttugu ár nokkrum mismunandi skvnsamlegum nýiðnaðarhugmyndúm án þess að nokkur endanleg afstaða sé tekin til þeirra fyrr en einhver pólitískur harðjaxl kcmur fram á sjónarsviðið og hrindir þcim í framkvæmd, oft meira fyrir tilviljun en vcgna áhuga á iðnaðaruppbyggingu cða vegna augljósrar hagkvæmni þeirra. Revndar komast fæstar hugmyndirn- ar í framkvæmd en halda þó áfram að velta áfram og vinda upp á sig um áratuga skeið. Á þessu þarf að verða bót hið fvrsta. REYNIR HUGASON, Verkfra*ðingur. /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.