Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Miðyikudagur 3. marz 1976. 13 Reynum aö lenda þar nærri. Kannski vita þeir um týndu Ofar skýjum i leitarvélinni ánar eru engir englar og hvernig getum við lent I þessu Jú, ég er viss y—jj, um það,- Var þetta ekki Indiánaþorp? Kcature» Syodicatc. Inc.. 1974. Wotld rightt re»erved. ' t; c Iþróttir þróttir Iþróttir Eþróttir " ,;V Fallegur er farkostur Ý mis Á morgun, fimmtudag, eru fimm ár liðin frá því Siglingaklúbburinn Ymir var stofnaður — en 4. marz 1971 komu saman 14 áhugamenn um sigingar, sem starfað höfðu á vegum siglingaklúbbs æskulýðsráðs, og stofnuðu klúbbinn. í upphafi vara bátakostur félagsins lánsbátur frá æskulýðsráði, einn segl- bátur og trillubátur, sem breytt hafði verið í seglbát. í dag eru félagar hins vegar 76 að tölu og félagið hefur til umráða eigið húsnæði við Vesturvör í Kópavogi. Fé- lagsmenn eiga báta sína sjálfir og nú eru á vegum fél. eftirtaldir bátar: einn Cresent, tveir Flipper og átta Fire- ball segulbátar. Þá eru tveir 25 feta Quarter-toner, einn 27 feta Vega og einn 38 feta Ohlson. Félagar Ýmis halda upp á afmælið með kaffidrykkju á föstudagskvöld kl. 20.00 að Álfhólsvegi 32 í Kópavogi. Myndin áð ofan er frá æfingu félags- manna — og fallegur er farkosturinn. Skórra, en betur mó ef duga skal gegn Slövum! — íslenzka landsliðið lék við Nancy — franskt 1. deildarlíð í gœrkvöld og sigraði með níu marka mun, 26-17. Allir leikmenn liðsins skoruðu Þetta var talsvert skárri ‘leikur hjá íslenzka lands- liðinu í handknattleik hér í Nancy en í Metz á mánudagskvöld. Við unn- um með 26-17 — eða níu 'marka sigur gegn Nancy- liðinu, sem leikur í 1. deildinni frönsku. Liðið er um þessar mundir í fimmta sæti og mjög svipað að styrkleika og Metzliðið. Fyrir nokkrum dögum léku Metz og Nancy í 1. deildinni og lauk leiknum með eins marks sigri Metz-liðsins, sagði Ólafur H. Jónsson, fyrirliði íslenzka landsliðs- ins í símtali við Dagblaðið í Nancy í gærkvöld. En þó þetta væri skárri leikur er þó ekki þar með sagt, að hann hafi verið góður af okkar hálfu. Það þarf mikið að bæta í leik Iiðsins ef ekki á illa að fara í Olympíuleiknum á sunnudag — en batamerki frá fyrri leikjunum, lands- leiknum í Luxemborg og svo leiknum í Metz, voru greinileg. Einkum þó síðari hálfleikurinn. Mikill handknattleiksáhugi er í Nancy og áhorfendur allmargir á leikn- um í gærkvöld. Liðið vann sig upp í 1. deidina á síðasta leiktímabili og hcfur staðið sig vonum framar í keppnirini í vetur. Það hefur þremur frönskum landsliðsmönnum á að skipa, sagði Ólafur ennfremur. Talsvert jafnræði var með liðunum framan af í gærkvöld. — Mikið skorað og í hálfleik hafði íslenzka landsliðið náð tveggja marka forskoti, 13-11. Varnarleikurinn var ekki nógu góður eins og ellefu mörk Frakkanna segja til um — og markvarzlan heldur ekki nógu góð. í byrjun síðari hálfleiksins náði íslenzka landsliðið hins vegar algjörum yfirburðum gegn franska liðinu. Fvrstu fimmtán mínúturnar skoraði liðið sex mörk gegn einu marki franska liðsins. Þessi kafli var góður af hálfu liðsins — en auðvitað ein- kenndist leikurinn af því, að hér var um æfingalcik fvrir stórátökin á sunnudag að ræða, og því mikið um mannaskipt- ingar. Lokatölur urðu svo 26-17. Állir íslenzku leikmennirnir skoruðu í lcil^num — nema markverðirnir Guðjón Erlendsson og Ólafur Benediktsson. Tveimur leikmönnum íslands var vísað af leikvelli í tvær mínútur hvorum af frönsku dómurunum, sem dæmdu leik- inn. Það voru þeir Páll Björgvinsson og Sigurbergur Sigsteinsson. Bræðurnir Gunnar og ólafur Einars- synir voru markahæstir íslenzku leik- mannanna í leiknum — skoruðu 5 mörk hvor. Páll Björgvinsson skoraði fjögur, ólafur H. Jónsson þrjú, Árni Indriðason tvö, Jón Karlsson tvö, bæði úr vítaköstum, og þeir Bjarni Jónsson, Sigurbergur, Steindór Gunnarsson, Jón Hjaltalín Magnússon og Friðrik Frið- riksson eitt mark hver. í dag höldum við yfir til Þýzkalands og leikum í kvöld við Huttenberg, sem leikur í Bundesligunni, vestur-þýzku, suðurdeildinni, sagði Ólafur H. Jónsson að lokum. íslenzku landsliðsmennirnir báðu fyrir kveðjur heim — allir eru frískir í vorveðrinu í Evrópu, og enginn hefur slasazt í leikjunum þremur. Það er rétt. Höldum heim.^ Fjögurá toppnum Derby County skauzt upp að hliðinni á Manchester United, Liverpool og QPR í gærkvöld þegar liðið gerði jafn- tefli við Leeds United á Elland Road. Derby hefur nú hlotið 43 stig — en Derby og QPR hafa leikið leik meir en Liverpool og Manchester United. En lítum á úrslit leikja í gærkvöld. Leeds — Derby 2. deild: Bolton — Oxford Luton — Southampton Orient — Charlton Vináttuleikur: QPR — Dinamo Kiev Þrátt fyrir tap Bolton í gærkvöld í 2. deild og stendur liðið bezt að vígi. Hins vegar biðu vonir Söuthampton um 1. deildar sæti mikinn hnekki þegar liðið tapaði sínum öðrum leik í röð — á laugardaginn fyrir neðsta liðinu York og svo Luton í gærkvöld. Leik Sunderland og Bristol City var frestað vegna þess að 10 af leikmönnum Bristolliðsins liggja nú í inflúensu. h.halls. Meistarinn í sœti Sovézki skautamaðurinn Vladimir Kovalev er með forustu eftir fyrsta dag heimsmeistarakeppninnar í listhlaupi á skautum í Gautaborg í gær — rétt á undan Olympíumeistaranum brezka, John Curry. Eftir skylduæfingarnar í Inns- bruck var Curry með talsvert betri stiga- tölu en Kovalev. Heimsmeistarinn Sergei Voíkov fékk ekki tækifæri til að verja titil sinn — en eftir skylduæfingarnar í Inns- bruck var hann í efsta sæti. Féll svo niður í það fimmta. Kanadamaðurinn, sem vakti svo mikla athygli í Innsbruck, var í fimmta sæti eftir keppnina í gær í Gauta- borg. Gullbjörninn ó 65 höggum Jack Nicklaus — Gullbjörninn frægi — sýndi alla hæfni sína í lokaumferðinni í golfkeppni í Florída í gær. Lék 18 holurnar á 65 höggum og sigraði samanlagt á 269 höggum. Frábær árangur og aðeins þríveg- is á síðasta keppnistímabili náðist betri skor í keppni atvinnumannanna. J.C. Snead, sem var jafn Nicklaus fyrir síðustu umferðina, lék á 68 höggum og varð annar með 272 högg samtals. • Eintracht vann Einn leikur var háður í Evrópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnunni í gær. Eintracht Fankfurt lék í Gaz í Austurríki — við Sturm og vann 2-0. Þeir Hoelzenbein á 73. mín. og Wenzel á 87. mín. skoruðu mörk vestur-þýzka liðsins. í kvöld verða fjöl- magir leikir í Evrópumótunum. Sviar unnu i Alsír Svíar sigruðu Alsírmenn í vináttuleik í knattspyrnu, sem fór fram í Alsír í gærkvöld. Aðeins 6 þúsund manns sáu leikinn og eftir markalausan fyrri hálf- leik skoraði Tomas Ahlström fljótlega í síðari hálfleik, gamla kempan Staffan Tapper bætti við öðru marki úr víta- spyrnu og þar við sat — 2-0 sigur Svía. Liðin leika aftur í Alsír á fimmtudag-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.