Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 12
12 Dagblaðið. Miðvikudagur 3. marz 1976. Irina og Alexander 'þegar þau hlutu Olympíutitilinn í Innsbruck á dögunum. Efst hjó öllum dómurunum! Sovézku heimsmeistararnir í listhlaupi á skautum — parakeppni — hjónin frægu Irena Rodnina og Alexander Zaitsev hófu vörn titils síns með miklum glæsibrag í heimsmeistara- keppninni í Gautaborg í gærkvöld. Hið stutta prógramm þeirra var hreint frábært og allir níu dómararnir voru með þau í efsta sætinu. Aðeins einn þeirra gaf þeim þó hámarksein- kunnina sex — sá sovézki. í öðru sæti voru Romy Kermer og Rolf Oesterreich A-Þýzkalandi — en þau urðu í öðru sæti í Innsbruck. í 3ja sæti voru Irina Vovobjeva og Alexander Vlasov Sovétríkjun- um, rétt á undan Manuela Gross og Uwe Kagelmann, Austur-Þýzkalandi. Unga, bandaríska parið, Tai Babilonia, 15 ára, og Randy Gardncr, 17 ára, frá Los Angeles, var í fimmta sæti, en hefur mögu- leika á að komast jafnvel í verðlaunasæti þegar að frjálsu æfingunum kemur. W Armenningor Reykjavíkur- meistarar Fjórði leikur Reykjavíkurmótsins í sund- knattleik fór fram í Sundhöllinni 25. febrúar og áttust þar við Ármann og KR. Þetta var heldur tilþrifalítill leikur. Eftir fyrstu lotu var staðan 0-0. Eftir aðra lotu 3-1 fyrir Ármann og eftir þriðju 6-1. Leiknum lauk með yfirburðasigri Ármanns 7-1. Mörk Á gerðu: Stefán Ingólfsson 2, Sig- urður Þorláksson 2, Pétur Pétursson 2, Ingvar Sigfússon 1. Mark Æ gerði Ólafur Stefánsson. Dómari var Sigmar Björnsson. Fimmti leikur Reykjavíkurmótsins var svo háður í Höllinni 1. marz og þá áttust við KR og Ægir. Þessi leikur var mjög jafn, en Ægir hafði þó forustu allan leikinn fram í síðustu lotu. Staðan eftir fyrstu lotu var 2-1 og eftir aðra 3-2, og eftir að þriðju lauk var staðan 5-3. En í síðustu lotunni voru gerð átta mörk og tókst þá KR að jafna rétt fyrir leikslok. Mörk KR gerðu: Ólafur Gunnlaugsson 6, Hafþór B. Guðmundsson 1, Erlingur Jóhann- esson 1. Mörk Ægis gerðu: Guðjón Guðnason 6, Þórður Valdimarsson 1, Árni Stefánsson 1. Dómari var Gunnar Kjartansson. Eftir þennan leik var það ljóst, að Ármenn- ingar eru sigurvegarar í þessu Reykjavíkur- móti, þó að einn leikur sé eftir. Staðan eftir fimm leiki er sú, að Ármenningar hafa fengið 6 stig, KR hefur 3 stig og Ægir l stig. Síðasti leikur mótsins verður þriðjudaginn 9.3. kl. 21.30 og þá leika Armaim og KR. Verður erfitt, því allir vilja sigra meistarana — sagði Mike Ferguson, hinn nýi þjólfari Islandsmeistara Akurnesinga, en honn skrífaði undir samning við þó í gœrkvöld „Við bindum miklar vonir við starf Mike Ferguson í sumar,” sagði Gunnar Sigurðsson, for- maður knattspyrnuráðs Akraness,en í gær gengu Akurnesingar frá samn- ingi við þjálfara fyrir næsta keþpnistímabil. ,,Ferguson er mjög áhugasamur og sú nýjung er í samningi okkar við hann að hann mun koma mikið við sögu í þjálf- un yngri flokka ÍA og við erum alveg sérstaklega ánægðir með það.” ,Jú, ég hlakka til starfsins í sumar,” sagði Ferguson, þegar við ræddum við hann á Hótel Loftleiðum. vona að mér takist að halda áfram hinu góða starfi sem George Kirby hefur unnið uppi á Skaga. Liðið hefur nú tvö ár í röð unnið í deildinni og tvisvar verið í úrslitum bikar- keppninnar. Einnig hefur Akranes staðið sig ágætlega í Evrópukeppni. Auðvitað verður erfitt að halda þessu uppi — allir vilja vinna meistarana. Ég mun ekki breyta neinu —heldur reyna að bæta við það sem strákarnir eru góðir í að gera, það er spila góðan fótbolta. Ég fór upp á Skaga og sá aðstæður og hitti strákana. Mér leizt vel á mig, völlurinn virðist ágætur þó óneitanlega verki furðulega hversu nálægt sjónum hann er. Ég fékk boð um störf í Englandi, en aðeins við þjálfun. Ég vil líka fá að stjórna, vera ábyrgur fyrir því sem ég Mike Ferguson á Loftleiðahótelinu. geri. Þetta er ástæðan fyrir því að ég kem til Akraness. Maður öðlast mikla reynslu. DB-mynd h.halls. Eins og er leik ég með 4. deildar liði Rochdale. Við erum nú í 9. sæti og í bikarnum þurfti Norwich að leika þrisvar við okkur áður en úrslit fengust. Við töpuðum. Ég hef að miklu leyti séð um þjálfun liðins en ég byrjaði sem 18 ára strákur að leika með Blackburn Rovers, sem þá var í 1. deildinni ensku. Þá var ég sá eini í liðinu sem ekki var landsliðsmaður, allir hinir 10 léku með hinum ýmsu landsliðum Bretlandseyja. En Blackburn seldi leikmenn sína og féll í 2. deild. Þeirra á meðal var ég, var seldur til Aston Villa. Þaðan fór ég síðan til QPR og var í liðinu sem vann sig upp í 1. deild. Síðan lá leiðin til Gambridge og þá Rochdale Ég hef því verið atvinnumaður í 16 ár, ekki lítill tími. Ég geri mér grein fyrir því að það er dýrt fyrir áhugamannalið að ráða þjálfara en áhuginn hjá forystumönn- um ÍA er greinilega fyrir hendi og eins hjá mér. Ég hlakka því mikið til sumarsins, kem reyndar hingað milli 15. og 20. marz. Ég mun verða eins mikið og ég get í unglingastarfinu en auðvitað verður meistaraflokkur aðal- verkefnið og hefur forganp. En vissirðu að ég hafði aldrei heyrt getið um þorskastríð áður en ég kom hingað. Gunnar sagði mér frá því að Bretland og ísland væru í stríði, þorska- stríði. Þaðan sem ég kem hugsa menn ekki mikið um þorsk, meira um fót- bolta. Þú skilur, Rochdale er í útjaðri Manchester og skammt frá Liverpool.” h.halls. Bréf til íþróttasíðunnar: r # HUGLEIÐING UM D0MARAMAL ,,Því er ekki að neita að þjálfarar handknattleiksliða, svo og leikmenn, veita því oft athygli hver eigi að dæma mikilvægan leik framundan. Á því er engin furða. Ástæðan er nefnilega sú að handknattleiksreglurnar eru rnjög oft túlkaðar alrangt, og er það miður. Þegar tveggja dómarakerfið var tekið upp árið 1967 vonuðu menn að breyt- ing yrði á, og að túlkun á reglunum færi ekki eftir því hvaða dómarar dæmdu, heldur yrði dæmt nákvæmlega í sam- ræmi við það sem reglurnar kveða á um. En því miður er svo hér á landi, að túlkun reglna er mjög misjöfn, og sem dæmi má nefna að sumir dómarar kunna ekki einu sinni þá einföldu verkaskiptingu sem á að gilda milli markadómara og útidómara, enda sér maður það oft, að útidómari er að dæma línu á hornamann sem er að ,,fara inn” í horninu. Ástæðan er einföld: Dómarar hér á landi eru algjörlega eftirlitslausir, enginn ábyrgur aðili fylgist með störf- um þeirra til að gagnrýna þá eða hrósa þeim. Svo illa eru sumir dómarar að sér í reglunum að þeir túlka þær nákvæm lega eins og þeir gerðu fvrir 10-15 árum. Sumir þeirra hafa jafnvel ekki líkamlegt úthald til að hlaupa yfir salinn (20x40) á fullri ferð nema einu sinni í leik, já aðeins einu sinni. Annað mikilvægt atriði er, að um 70% þeirra kunna alls ekki að nota flautu, en það er einmitt eitt mikilvægasta atriði dómara að nota hana rétt, því hún er jú þeirra mál á leikvelli. Hvenær hefur það ekki gerzt, að leikmaður hefur haldið áfram í hraðaupphlaupi vegna þess eins að hann hefur ekki heyrt í flautu dómara? Hvers vegna er þetta svona? Jú, þú getur orðið handknattleiksdómari á einni helgi (laugardag og sunnudag) og svo er stundum nóg, að dæma æfinga- leiki til að ljúka verklega prófinu. Mín skoðun er sú, að hér verði að gera bragarbót á. Þyngja ætti dómara- prófið til muna og láta síðan dómara endurtaka prófið á þriggja ára fresti. Einnig ætti að koma því á, að viðkom- andi verði að sýna ákveðið líkamlegt þrek til þess að standast prófið. Menn ættu ekki að öðlast dómarapróf undir 19 ára aldri, því fyrr hafa þeir einfald- lega ekki öðlast þroska til að dæma erfiða leiki jafnt í yngri sem eldri flokk- um. Einnig verður að koma hér á aganefnd fyrir dómara, sem gæfi þeim stig fyrir hvern dæmdan leik. Fái þeir ekki ákveðinn fjölda stiga eftir keppnis- tímabilið, á hiklaust að svipta þá rétt- indunum en ekki gefa þeim kost á að éyðileggja heilu leikina fyrir liðum, sem æfa 4 — 5 sinnum í viku og vilja ná árangri. ÞAÐ Á EKKI AÐ VELJA DÓMARA í 1. DEILD EFTIR ÞVÍ HVERSU LENGI ÞEIR HAFA DÆMT, HELDUR EFTIR GETU Með virðingu Viggó Sigurðsson.” d SKIÐASKOLI INGEMARS STENMARK * Góð fjöðrun í hnjám auðveldar brunið töluvert. Þegar beygt er er þunginn settur á neðra skíðið og kantarnir notaðir að því marki sem þörf krefur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.