Dagblaðið - 03.03.1976, Side 9

Dagblaðið - 03.03.1976, Side 9
Dagblaðið. Miðvikudagur 3. marz 1976. 9 < ROWIN CROWIN Andstœðingar sjómannasamninganna segja: „Samið um Samningar Sóknarkvenna samþykktir: Kvenfólkið orðið óhrœdd- ora við rœðustólana Khushendra heitir Ármann hér: SELUR ÍSLENZKUM AUSTURLENZKA GRIPI „Við héldum afar fjölmennan fund í fyrrakvöld, þar sem samningar Sóknarkvenna voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum gegn þrem,” sagði Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, formaður starfsstúlknafélags- ins Sóknar. Fundurinn var haldinn í Lindarbæ og var þar fullt út úr dyrum. Miklar og fjörugar umræður urðu. Aðalheiður sagði.að áberandi væri hversu miklu meiri fundarsókn hefði verið í félaginu í vetur en áður og sérstaklega væri það almennara að konur kæmu upp í ræðustól og tjáðu sig hispurslaust og einart um málefni þau sem væru á dagskrá. Hún sagði einnig, að hjá Iðju, félagi verksrtiiðju- fólks, væru konur í æ ríkari mæli farnar að láta til sín heyra úr ræðu- stól. Vafalaust ætti þetta mikið rætur sínar að rckja til hinnar miklu sam- stöðu sem konur sýndu á kvennaárinu margumrædda. —EVI Ungur Indverji frá Singapore flutti hingað til lands fyrir rúmum 10 árum ásamt ungri íslenzkri stúlku. Þau höfðu kynnzt í Englandi, cn þaðan kom Khushendra Desai með háskólagráðu í hagfræði. Ekki liðu nema nokkrir mánuðir þar til hann hafði ásamt eiginkonu sinni komið á fót nýstárlegri verzlun í ReykjaVÍk, Jasmin, en hún opnaði í september 1966. Og nú er Khushendra Desai orðinn ágætur íslendingur, þrátt fyrir að útlit hans minni stöðugt á sólbakað föðurland hans í austri. Hann talar ágæta íslenzku og héitir þar að auki Ármann Jóhannsson! Verzlun Ármanns hefur dafnað vel í höndum hans og hefur nú opnað í eigin húsnæði á Grettisgötu 64, á horni Barónsstígs og Grettis- götu. Þar býður eigandinn og starfs- fólk hans upp á austurlenzka undra- veröld, alls konar listmuni og gjafa- vöru frá veröld sem við íslendingár þekkjum mest af afspurn. — JBP — verri kjör" Eitt af því sem fært hefur verið fram gegn kjarasamningunum, sem samninganefndir gengu frá í sjó- mannadeilunni, er að við rýrnandi afla þýði umsamin skiptaprósenta verri kjör. Sjómenn, sem andstæðir eru samningunum, hafa bent á að auk- inn hlutur, sem sjómenn áttu að fá út úr kjarasamningum, mundi ekki vega það upp, ef aflinn minnkaði um þrjátíu prósent enn éitt árið. Því hafa harðorðir andstæðingar samninganna sagt sem svo, að samið hafi verið um kjararýrnun. Stuðningsmenn samninganna telja þessa staðhæfingu mjög ósanngjarna. Sjómenn hafa hins vegar yfirleitt unað vel við samningana sem gerðir voru að því er tekur til kauptrvgg- ingar. — HH Khushendra Desai alias Ármann Jóhannsson sýnir viðskiptavini listmuni frá Austurlöndum. Ferðaútvarp og segulband 3 bylgjur Verð: 28.980.- Innbyggður, mjög næmur hljóðnemi. Sjálfvirkt stopp á segulbandi. Sjálf- virkupptaka. Rafhlöðumælir. Lang- bvlgja, miðbylgja og FM bvlgja. C’rown stcndur fvrir sínu. BUÐIRNAR / Skipholti 19, við Nóatún sími 23-800 Klapparstig 26 simi 19-800 Sólheimum 35 sími 33-550 Sendum hvert 6 land sem er Verð: 38.950.- W.TIMI ao Tækið er hægt að stilla þannig að það taki upp eftir ákv. tíma. Crown CRC 502 vekur vður með útvarpinu cða segulbandinu. Þér getið sofnað út frá tækinu, því það getur slökkt á sér, þegar þér óskið. Hægt er að taka beint upp á segulbandið úr út- varpinu án aukatenginga. Crown CRC 502 er hægt að tengja við plötuspilara og taka beint upp. Inn- bvggður spcnnubr .tir f. 220 volt. Gengur cinnig f. rafhlöðum. Innbyggður hljóðnemi.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.