Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 14
14 RUNAR JUL. SÓLÓPLÖTU Dagblaðið. Miðvikudagur 3. marz 1976. BYRJAÐUR A í NEW YORK „Ég fer núna á eftir til New York og byrja í Soundtek-stúdíóinu á morgun,” sagði Rúnar Júlíusson í viðtali við Dag- blaðið, rétt áður en hann hélt af stað i gær. „Hef fengið til liðs við mig nokkra góða stúdíómenn þarlenda og mun ljúka við sólóplötu.” Rúnar sagði, að hann vildi leggja á það áherzlu, að fyrirtæki Hljóma myndi að sjálfsögðu ekki verða lagt niður, eins og margir virtust halda. Hins vegar væri enn óljóst hvort þeir myndu taka upp fleiri hljómplötur á vegum þess. „Við ætlum að skoða það mál svona undir vorið. Sennilega verður úr, að við stofnum hver sitt fyrirtæki utan um hugmyndir hvers og eins,” sagði Rúnar enn- fremur. Gunnar Þórðarson hélt utan í gær með fjölskyldu sína til London en þar mun hann ætla að dvelja fram á sumar a.m.k. — HP. Þeir Rúnar og Gunnar hafa nú að mestu slitið samstarfi, en þrátt fyrir það er ekki ætlun þeirra að leysa upp Hljómafyrirtækið. Teikn.: JKG. GALDRAKARLAR GALDRAKARLAR: Frá vinstri eru Pétur Hjálmarsson, Hreiðar Sigurjónsson, Stefán Stefánsson, Sophus Björnsson, Birgir Einarsson, Hlöðver Smári Haraldsson og Vilhjálmur Guðjónsson. DB-mynd: Ragnar Th. - ný stórhljómsveit Nýjasta og jafnframt sérstæðasta hljómsveitin í dag nefnist Galdra- karlar. Uppistaða hljómsveitarinnar er gamla Bláberið, sem hætti að leika saman í nóvembcr síðastliðnum, er það var bannað á Kcflavíkurflug- velli. Bláber fékk síðan til liðs við sig þrjá blásara, og hafa þeir gjörbreytt hljórrsveitinni til hins betra. Galdrakarlar buðu blaðamönnum og (jðrum völdum gestum að hlýða á leik sinn í síðustu viku. Að loknu snittuáti og kókþambi renndi hljóm- sveitin í gegnum prógrammið. Að sjálfsögðu ber mest á blásurunum þremur, þar eð menn eru ekki vanir slíkri lúðrasveit í íslenzkum popp- hljómsveitum. Ltigin eru sitt úr hverri áttinni, — aðallega þung rokklijg, sem tæplega eiga eftir að gera Galdrakarla að vinsælli dans- hljómsveit. Vafalaust hafa þeir félagar þó valið þessi lög vitandi vits um að þeir væru að byggja upp prógramm, sem er ætlað til hlust- unar frekar en dansa eftir. Þrátt fyrir þetta má segja að hljómsveitin hafi hlotið mjög góðar viðtökur, því að þegar hún lék fyrir almenning í Klúbbnum á síðasta fimmtudag varð hún að spila tvö aukalög við litlar vinsældir dyravarða, en þess meiri ánægju áhevrenda. Rekstur stórhljómsveita eins og Cíaldrakarla er svo sannarlega ekki dans á rósum. Eflaust er mörgum í fersku minni erfiðleikar hljómsveita á borð við Acropolis, Islandiu og anriárra þess háttar. Vegna meðlima- fjölda gcngur oft á tíðum erfiðlega að fá næga atvinnu, þar sem veitinga- menn vilja af skiljanlegum ástæðum heldur ráða til sín fámennar hljóm- sveitir. En eigi að síð.ur kann svo að fara, að Galdrakarlar eigi eftir að slá í gegn þrátt fyrir stærð sína, — viðtökurnar í Klúbbnum bentu eindregið til þess. Hljómsveitina Galdrakarla skipa eftirtaldir: Vilhjálmur Guðjónsson gítar- og saxófónleikari, sem einnig þenur harmónikku í gamla Rolling Stoneslaginu, Backstreet Girl. Hlöðver Smári Haraldsson leikur á hljómborð og flautu, Pétur Hjálmarsson er bassaleikari og aðal- söngvari hljómsveitarinnar og Sophus Björnsson trommuleikari. Þessir framantaldir léku allir í Bláberi.- — Blásararnir eru Birgir Einarsson trompetleikari. Stefán S. Stefánsson og Hrciðar H. Sigurjóns- son, sem leika báðir á saxófón. —ÁT „Skýríst öðru hvoru megin við helgina — hvort Hljóðriti h.f. fœr 24-rósa tœki, segir Sigurjón Sighvatsson ,,Ég vonast til að málið skýrist endanlega öðru hvoru megin við helgina, en þá kemur hingað maður frá Associated Processes, fyrirtækinu sem við viljum kaupa 24-rása upp- tökutæki af,” sagði Sigurjón Sig- hvatsson, framkvæmdastjóri hljóð- versins Hljóðrita í Hafnarfirði, í sam- tali við DB í gær. Eins og áður hefur verið greint frá hér á síðunni þá hafa eigendur Hljóðrita h.f. haft mikinn áhuga á því að kaupa til landsins 24-rása upptökutæki, segulbandstæki og hljóðblendiborð, í stað þeirra átta rása tækja, sem hljóðverið á nú. Að sögn Sigurjóns hefur fátt eitt gerzt undanfarna mánuði, sem orðið hefur til að skýra málin en það hefur þó ekki orðið til þess að eigendur Hljóðrita hafi misst móðinn. Ef verður af kaupunum, kemur fyrst til landsins 24-rása segulbands- tæki en sjálft borðið kemur eitthvað síðar. Komist menn að- niðurstöðu, nú, þá ætti að geta orðið af þessum stórstígu framförum hér áður en mánuðurinn er allur og þarf ekki að fara í grafgötur um að með tilkomu 24-rása úpptökutækja hérlendis fengi íslenzkur hljórhplötuiðnaður einstakt tækifæri til að dafna. —ÓV EIKIN ALDREI BETRIEN NÚ — hafa œft af fullum krafti frá áramótum Eftir að Ólafur Kolbeins gekk í hljómsveitina Eik hefur verið fremur hljótt um hljómsveitina. Hún hefur komið fram á þremur dansleikjum, — tveimur í Klúbbnum og einu sinni í Tónabæ. Meðlimir Eikar hafa þó ekki verið aðgerðalausir að undanförnu. Svo til 1.1 K. Enn á ný komin í fremstu rtið hérlendra hljóinsveita. I)B-mynd: Björgvin Pálsson. stanzlausar æfingar hafa verið á hverjum degi, ,,og veitti ekki af,” eins og söngvarinn Sigurður K. Sig- urðsson komst að orði, er DB ræddi við hann. Nú er árangur æfinganna hins vegar að koma í ljós. Eftir að hafa hlýtt á Eikina síðastliðið sunnu- dagskvöld í Klúbbnum, komst undir- ritaður að þeirri niðurstöðu, að hljómsveitin hefurienná ný skipað sér í sæti með fremstu hljómsveitum okkar. Meðlimir Eikar eru nú í fullum blóma sem hljóðfæraleikarar, og Sig- urður söngvari stcndur fvrir sínu. Helzti ókostur hljómsyeitarinnar er sá, að valin hafa vcrið nokkur lög til flutnings, sem hæfa ekki rödd Sig- urðar. Hann hcfur sérstæða rödd, sem hæfir,ekki hverju sem er og kemur því dálítið leiðinlega út á öflum. En því sem hann nær, gerir nn mjög vel. — ÁT —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.