Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 1
friálst, úháð dauhlað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. 2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1976 — 78. TBL. 18 ára gamall piltur viður- kenndi morðið á Akureyri — getur enga ástœðu gefið fyrir verknaðinum LÖGBANN Á ÓSÝNDAN SPURNINGAÞÁTT? Nú hefur verið farið fram á endurupptöku þáttarins „Kjör- dæmin keppa”, á milli Norður- íands vestra og Norðurlands eystra. Að beiðni sr. Ágústs Sigurðssonar að Mælifelli tjáði sýslumaður Skagfirðinga, Jóhann Salberg Guðmundsson Jóni Þórarinssyni forstöðu- manni hjá Sjónvarpinu þessa ósk. Ágreiningur reis um fleiri at- riði en eitt, þar sem talið var, að ranglega hefði verið dæmt um svör. Ein spurningin, sem fram var sett, var um það, hvaða foss í Þjórsá væri vatnsmestur. Töldu vestanmenn undir for- ystu sr. Ágústs að rétt svar væri Þjófafoss, enda mun svo talið m.a. í Árbók Ferðafélags- ins og kennslubókum. Austan- menn töldu, að Urriðafoss væri vatnsmestur. Var það dæmt rétt svar. í frekari umræðu um réttmæti dómsins var hann rök- studdur með því, að Urriðafoss væri neðar í ánni og hlyti því að vera vatnsmeiri. Þessari niðurstöðu vilja vest- anmenn ekki una, og sem fyrr segir var þess farið á leit, að þátturinn yrði tekinn upp aft- ur. Umleitun um endurupptöku var þunglega tekið, og er enn ekki ljóst, hvort frekar verður að gert í málinu. —BS hann framdi verknaðinn var hann lítils háttar ölvaður. — Hann verður fljótlega sendur í geðrannsókn. -ÁT- Verknaðinn framdi ungur maður, 18 ára gamail. Hann getur enga haldbæra skýringu gefið á verknaðinum. Morðið á Guðbirnileð þeir þekktust ekki og höfðu Tryggvasyni, sem fannst látinn aldrei átt neitt saman að sælda. við Heiðarlund á Akureyri á Pilturinn hefur áður komið við sunnudagsmorgun, er nú upplýst. | sögu lögreglunnar á Akureyri vegna smáafbrota. Hann telst þó I ekki hafa verið einn af þeim ötulu í þeirri innbrotaöldu sem hefur gengið yfir Akureyri í vetur. Er | Það var síðla kvölds í gærkvöld sem játningin lá fyrir. Ungi maðurinn hafði verið tekinn til yfirheyrslu eins og margir fleiri, en framburður hans þótti slíkur, að ástæða væri til að kanna hann nánar. Menn frá Laugarvatni, sem voru á ferð á Akureyri, þóttust hafa séð hann á ferð aðfaranótt sunnudags en voru ekki alveg vissir í sinni sök. Síðar komu í ljós ýmis smáatriói, sem lögreglan á Akureyri vildi ekki greina frá, sem leiddu til þess að pilturinn játaði. Eina ástæðan, sem morðinginn getur gefið fyrir verknaði sínum, er sú, að hann hafi langað til að fremja svona glæp. í því augnamiði brauzt hann inn í sportvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar, skaut þar nokkrum skotum til að prófa byssuna og hélt síðan út. Guðbjörn heitinn hefur sennilega verið fyrsti maðurinn, sem hann mætti, þar Guðbjörn Tryggvason járn- iðnaðarmaður var 28 ára. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. tur verið að vorið sé á leiðinni? Mörgum hefur fundizt eins og þessi vetur muni aldrei taka enda og skal engan undra. En þó er eins og hitastigið hafi aðeins færzt uppávið undanfarna daga og það þarf ekki mikið til þess að fólk reyni að fara á stjá, þótt það fiýti sér misjafnlega mikið. DB-mynd BP. Mótmœlt til öryggisróðsins Sendiherra Islands hjá Sam- einuðu þjóðunum, Ingvi Ingvarsson, hefur afhent for- seta öryggisráðsins, Huang Hua frá Kina, bréf um landhelgis- málið. Bréfinu verður dreift meðal fulltrúa i ráðinu, en eng- ar frekari aðgerðir eru ráð- gerðar, enda ekki um þær beðið. ísland kvartar i bréfinu um, að flotaaðgerðir Breta innan ís- lenzkrar landhelgi séu um- fangsmiklar ofbeldisaðgerðir og hafi jafnvel frekar aukizt. Það sé skoðun íslenzku stjórn- arinnar, að tilgangur Breta sé að valda árekstrum, fyrst og fremst hugsanlega til að reyna að sökkva varðskipi. í öðru lagi njósni Bretar urn ferðir varð- skipanna, þegar þau séu að framfylgja lögum. ..Brezku freigáturnar eru næstum þrisvar sinnum stærri en íslenzku skipin og komast á tvöföldum hraða þeirra,” segir í bréfinu. Þá er lýst atburðum 27. marz, þegar brezka freigátan Dio- mede hafi meira en tuttugu sinnum reynt að sigla á Baldur. Prófmál um sparimerkjamálið? Kosfaði milljarð að bœta Sjá baksíðu Gústaf Agnarsson sterkasti maður á íslandi Sjá íþróttir i opnu Eldur i Neptúnusi Um klukkan níu í morgun kom upp eldur í togaranum Neptúnusi, þar sem hann lá við Ægisgarð. Fjölmennt slökkvilió kom þegar á staðinn og tókst að slökkva á tæpum hálftíma. Eldurinn í Neptúnusi var niðri í skipi, rétt framan við fírplássið. — Ekki var vitað ná- kvæmlega um skemmdir af völdum eldsins, en þær eru taldar óverulegar. —AT Howard látinn i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.