Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRlL 1976. Þetta er þjálfunarstöð ■ síðan þarf fólkið að komast á vinnumarkaðinn Heimsókn ó vinnu- og dagheimili fyrir Myndir: vangefna á Bjarkarósi Bjarnleifur „Eg er húsasmíöameistari, að mennt en svo eignuöumst viö hjónin mongólabarn. Viö vorum nokkuð fljót að sætta okkur við það og ég fór þá að vinna að málefnum vangefinna. Hér hef ég svo starfað frá upp- hafi.” Viðmælandi okkar er Hafliði Hjartarson leiðbeinandi pilt- anna á Bjarkarási, hægri hönd Grétu Bachmann forstöðukonu þessa vinnu- og dagvistunar- heimilis fyrir vangefna.Það tók til starfa í nóvember 1971. „Vangefnir eru auðvitað eins og annað fólk þeir gleðjast og hryggjast, en oft verður minnsta tiíefni hjá þeim til ánægju. Aðalatriðið er að þeir mæti góðu viðmóti,” segir Hafliði. „Það er aðeins hluti af fólkinu hér mongólar, á sumum er ekki hægt að sjá á útlitinu að sé vangefið. Mongólar skera sig úr vegna sérkennlegs andlits- falls. Þeir hafa styttri fingur og beina línu í lófa. Greind þeirra er misjöfn allt frá örvita og upp í það að geta verið í skóla eins og Öskjuhlíðarskólanum. Annars eru greindarpróf ekkert einhlít. Það er hægt að kenna vangefnum margt, svo framarlega sem aðstæður eru fyrir hendi. Ég hef til dæmis haft til meðferðar vangefinn sem hafði greindarvísitölu milli 30 og 40. Eftir þjálfun hér snar- hækkaöi hún. Því miður getur líka svo farið að fólkið fari niður á við. Við höfum fengið hingað fólk sem hafði greind til Það er mikið föndrað og málað i Bjarkarási þess að stunda nám í Höfða- skóla sem illa hefur samlagast umhverfi sínu og vinnustað.” Afskipti ríkis- valdsins til hreinustu skammar — Hvað er mest aðkallandi að gera fyrir vangefna í dag? — „Því er erfitt að svara. Verk- efnin eru svo ótæmandi. Frómt frá sagt eru afskipti ríkisvalds- ins af málefnum vangefinna til hreinustu skammar. Það er þjóðhagsleg nauðsyn að hinn almenni borgari átti sig á að vangefnir eigi að fá að vera innan um þá sem eru normal þegar þeir hafa getu til. Það hafa þeir svo sannarlega ekki fengið, þótt viðhorfin hafi breytzt til hins betra, sérstak- lega á síðustu árum. Eins og sézt hér er Bjarkarás fyrst og fremst hugsaður sem þjálfunarstöð. I beinu fram- haldi af því þyrftu að koma upp verndaðir og hálfverndaðir vinnustaðir, þar sem hinir van- gefnu fá starf við sitt hæfi. Það er sóun á góðum vinnukrafti i þjóðfélagi okkar að hafa ekki verkefni fyrir þá því að margt af þessu fólki er þrælduglegt. Hér eru til dæmis sex sem sauma á hraðsaumavélar .og hafa náð undraverðri leikni í meðferð þeirra. Það er saumað og smíðað Hér er líka heilmikil fram- leiðsla. Það eru saumuð visku- stykki, handklæði, gólfklútar, afþurrkunarklútar, sængur- fatnaður og svuntur. Þið sjáið vart vandaðri saumaskap. Og karlmennirnir smíða meðal annars mikið af múrbrettum. Núna erum við líka að pakka og búnta verkefni fyrir Umferðar- skólann, sem síðan eru send út tii krakkanna. — Hvað er átt við með vernd- uðum og hálfvernduðum vinnu- stöðum? „Verndaðir vinnustaðir eru þar, sem vangefnir eða öðruvísi fatlað fólk er eingöngu við starf, en hálfverndaðir eru þar, sem þeir vangefnu eru innan um heilbrigða. Þar þarf að rikja sérstaklega jákvætt andrúmsloft. Múlalundur er er eini ' staðurinn, sem mér er kunnugt um, sem tekur fatlaða Það er gott að vera í Bjarkarási, segja vistmenn okkur og finnst gaman að láta Bjarnleif mynda sig. Þær sauma sex á hraðsaumavélar og hafa náð mikiiii leikni í meðferð á vélunum. Þær gætu sómt sér vei á hvaða vinnumarkaði sem væri. Eitt af meginatrið- unum að gera sér grein fyrir fötlun sinni Eitt af meginatriðunum í þjálfun hinna vangefnu er að þeir geri sér grein fyrir fötlun sinni, viti af henni, alveg eins og ef þeir væru líkamlega fatl- aðir. Þess betra eiga þeir með að sætta sig við hana. Þeir þurfa að komast út í þjóðfélagið og vera og vinna innan um þá heilbrigðu, sem allra mest. Já, þegar ég tala um jákvætt andrúmsloft. þá minnist ég tveggja, sem fóru í vinnu á hin- um almenna vinnumarkaði. Hann fór til sjós og síðar fékk hann raunar vinnu í landi. Hún fór að vinna sem aðstoðarstúlka hjá stóru fyrirtæki. Bæði eru þau þrældugleg. Nú eru þau komin hingað.” — Hvað gerðist? — „Það þarf lítið til að vangefn- ir taki hlutina nærri sér, eins og það þarf lítið til að vekja með þeim gleði. Sennilega hefur bæði verið um að ræða fljótfærni þeirra sem þau unnu með og eins, að þau vangefnu Vangefnir eru auðvitað eins og annað fólk, þeir gleðjast og hryggjast. „Aðalatriðið er að þeir mæti góðu viðmóti.” segir Hafiiði Hjartarson leiðbein- andi piitanna í Bjarkarási. „Haidið þið kannski að við kunnum ekki að smiða góð múrbretti?” Það þarf líka leggja saman. að kunna að Það er sjálfsafgrelðsia og hver fer meo sinn oisk a toakka þegar húið er að borða. Handavinnukennarinn Jan ásamt nokkrum peirra muna, sem vist- menn búa til. hafi ekki verið búin að sætta sig nóg við fötlun sína og þess vegna fundizt þau vera útundan. Húsnœði fyrir verndaðan vinnustað vantar verkefni Öryrkjabandalagið, sem er bandalag flestra fatlaðra i land- inu, er komið með húsnæði fyrir verndaðan vinnustað og er smávegis byrjað með rekstur en vantar verkefni. Það er slæmt fyrir þjóðfélagið að verða af góðum starfskröftum vegna þessa. Fyrir nú utan það að hafa ánægjuna af þeim fötluðu við að afla sér eigin peninga.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.