Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ ÞHIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1976. 15-16 þúsund skotvopn eru tíl í landinu „Ekki er ólíklegt, aö um 15 til 16 þúsund skotvopn séu nú til í landinu,” segir í athugasemd- um við frumvarp um skotvopn, sprengiefni og skotelda, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi. Skráning skotvopna hófst hér á landi á árinu 1936. Þá voru sett lög um meðferð þeirra, innflutning og sölu. Eftir upplýsingum frá lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík hafa tæplega sjö þúsund skot- vopnaleyfi verið gefin út í Reykjavík, frá því að byrjað var að skrá skotvopn. Þessi tala segir að visu ekki til um raun- verulegan fjölda skotvopna. Veldur því einkum, að stundum eru fleiri en eitt skotvopn skráð í sama leyfi, ef sami maður á fleiri en eitt skotvopn. Á móti kemur, áð í framangreindri tölu eru skotvopn, sem orðin eru ónýt, og skotvopn brott- fluttra manna úr umdæminú og einnig er í sumum tilvikum sama skotvopn skráð oftar en einu sinni, ef það hefur gengið -kaupum og sölum. Hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri fengust þær upplýs- ingar, að síðan 1968 hafi öll skotvopn verið endurskráð og hafa síðan þá verið endurskráð og nýskráð um eitt þúsund skot- vopn. Bæjarfógeti telur, að eitt- hvað sé ennþá af óskráðum skotvopnum í umdæminu, sem ekki hefur verið komið með til endurskráningar. Hjá bæjarfógetaembættinu í Kópavogi fengust þær upplýs- ingar, að rúmlega 600 skot- vopnaleyfi hafa verið gefin út þar frá því að embættið var stofnað 1955. Af framangreindu má ráða að skotvopn í landinu séu 15—16 þúsund. Flest eru þau haglabyssur og rifflar. Örfáar skammbyssur hafa verið skráð- Leyfi gefin út til 10 ára Samkvæmt frumvarpinu eru hvers konar eigendaskipti á skotvopnum óheimil, nema leyfi lögreglustjóra komi til, hvort sem eignarréttur yfirfær- ist við sölu, gjöf, erfð eða á annan hátt. Öll leyfi eiga nú að verða gefin út til ákveðins tíma og ekki lengri en 10 ára í senn. Nú skulu aðeins þeir, sem eru 20 ára og eldri, fá leyfi fyrir skotvopni. I gildandi lögum er ekki tilgreindur lágmarksald- ur. 1 sumum lögsagnarumdæm- um hefur tíðkazt, að yngri en 20 ára fái slík leyfi. Eiganda skotvopns skal óheimilt að lána það til afnota nema með leyfi dómsmála- ráðherra. Illa gengið frá sprengiefni Gerð hefur verið könnun á geymsluaðstöðu sprengiefna hér á landi. Hefur komið í ljós, að mjög skortir á, að geymslu- aðstaða sé fullnægjandi. Einungis er nú til ein sprengi- efnageymsla á landinu, sem getur talizt viðunandi. Geymslu þessa byggðu ríkið og Reykja- víkurborg á árunum 1968—9. Þó er ekki föst vakt í geymsl- unni, en mannheld girðing tal- in vera í kring. 1 athugasemd- um frumvarpsins segir, að koma þyrfti upp birgðastöðvum víða um landið. I frumvarpinu segir, að ekki megi selja yngri mönnum en 16 ára skotelda. Ráðherra er þó heimilt að ákveða, að yngri menn megi kaupa skotelda, ef um sé að ræða hættuminni skot- elda. —HH Flugleiðir: Skila þotu úr leigu og fú aðra úr leigu Nú eru Flugleiðir aö fá DC-8 þotuna, sem félagið leigði Cargolux í fyrrahaustoger hún að koma úr mikilli skoðun hjá United. Flugleiðir keyptu þotu þessa ásamt annarri eins í fyrra- sumar, eftir nokkurra ára leigu- kaupasamninga við Seabord í Bandaríkjunum, sem átti þær. Síðan leigðu Flugleiðir Cargolux aðra þotuna en tóku í stað hennar enn aðra á leigu hjá Sea- bord, sem verið er að skila um þessar mundir. Verður félagið með fjórar DC-8 þotur í sumar, tvær eigin, eina sem er leigð allt árið til Bahama flugsins og eina sem það hefur á leigu frá Seabord yfir annatimann í sumar. -G.S. vV Rritsijorn SÍÐUMÚLA 12 Sim ri 81312 Áskrriftrir Afgrcribsla Auglýsringar | ÞVERHOLTI 2 27012 Bandariskur innrásaprammi úr þjónustu Dana og i gegnum hendur Breta, fœr nýtt hlutverk á íslandi: 1 Stálsmiöjunni er verið að leggja síðustu hönd að smíði fulikomnasta sanddæluskips, er Íslendingar hafa átt. Db-mynd B.P. Nýja sanddœiuskipið þarf ekki hafnarmannviriá — getur siglt upp í fjöru hvar sem er og losað sig í land Bandarískur innrásaprammi, sem einkum var notaður í Dan- mörku við æfingar og fór síðar til Bretlands, er nú að verða að full- komnasta sanddæluskipi, sem hér hefur nokkurn tíma verið. Fyrirtækið Björgun h/f i Reykjavík, sem rekur sanddælu- skipið Sandey, keypti prammann frá Bretlandi og •Stálsmiðjan h/f er nú að ljúka endurbyggingu hans skv. hollen/.kum teikning- um og með hoiu o/.kuui lækjum. Kristinn Guðbrandsson. for- stjóri Björgunar h/f, sagði í gær, að skipið ætti aö verða tilbúið um næstu mánaðamót og færi þá heint i verkefni Það mun bera þúsund tonn, en vegna byggingar- lags — skipið er mjög breitt og mokað upp í skipið um leið og flatbotna —- gengur það ekki dælt er. Um klukkustund tekur nema átta til níumíiurþrátt fyrir að fylla skipið við góð skilyrði og þrjár 350 hestafla vélar. annan eins tíma að losa. Hugmyndin að baki þessu er að koma upp grunnskreiðu sand- dæluskipi, sem geti landað beint upp í fjöru og þurfi engin hafnar- mannvirki til að leggjast að. Sagði Kristinn að það kæmi sér mjög vel víða úti á landi, og myndi tilkoma skipsins þannig víða stór- lækka byggingarkostnað, þar sem erfitt hefur verið með aðdraj*i á hráefni í steypu. Þá er skipið þannig útbúið, að efnið kemur þurrt upp úr því og auk þess að geta dælt í sig er stór krani aftast á þvi, sem getur Kristinn bjóst við, að skipið myndi fullbúið kosta 250 til 300 milljónir króna. Þrátt fyrir stærð þess verða aðeins sex menn um borð, enda er unnt að stjórna vélum, dælum og spilum úr brúnni. Auk skipstjóra verður þá stýrimaður, vélstjóri, kokkur og tveir hásetar. Björgun h/f mun áfram reka Sandey, sem fyrr er nefnd. enda mun nýja skipið einkum fara í fjarlægari verkefni. sem ekkert skip hér hel'jir gelað sinnt til þessa. —G.S. Er vöruúrval grœnmetis- verzlunarinnar meira en yður grunar? Vegna fréttar þeirrar í Dagblaðinu fimmtudaginn 1. apríl að nóg væri til af grænmeti í Danmörku, sem hægt væri að flytja til íslands, hvenær sem væri, vill Grænmetisverzlun land- búnaðarins vekja athygli á þeim vörutegundum.sem hjá henni eru til. Frá Danmörku er til um þessar mundir hvítkál rauðrófur og sellerírót.... Rauðkál og gulrætur eru til frá Hollandi. — Allt er þetta ferskt grænmeti. Hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna er úrvalið öllu meira. Af innlendu grænmeti er til steinselja, salat og gúrkur. Þá er til bandarískt iceberg salat, blómkál og paprika. Einnig á Sölufélagið von á frönskum eða spænskum tómötum fyrir páska. Reiknað er með því að verðið á þeim tómötum verði all verulegra lægra en á síðustu sendingu sem kostaði 1.200 krónur hvert kíló. Nýja verðið mun verða 800-900 krónur kilóið. -ÁT- Hótelin: Neita að taka við Reykvík- ingum „Við verðum að vernda gesti hótelsins,” sagði móttökustjóri á einu hótelanna hér í bæ okkur þegar spurzt var fyrir því Reyk- víkingar fengju ekki greiðlega gistingu á hótelum í Reykjavík. Reykvíkingar geta að öllu jöfnu ekki fengið gistingu á Reykja- víkurhótelunum nema að undan- genginni rannsókn og verða tilvonandi gestir þá að færa fram góð rök, svo sem ónýt hitaveita, húsið brunnið eða annað sem gerir þeim ómögulegt að búa heima hjá sér. „Ef um fjölskyldu- erjur er að ræða, eru þær ekki nægjanleg ástæða til að fá inni á hóteli,” sagði einn vonsvikinn sem reynt hafði árangurslaust að komast inn á hótel í Reykjavík á laugardagsnóttina. Neyddist hann til að fara heim til kellu sinnar i bólið, hvort sem honum líkaði betur eða verr, þrátt fyrir rifrildið. Hótelin í hans eigin heimabæ höfnuðu honum á þeirri forsendu að hann væri Reykvíkingur. -BH. Sjólfstœðismenn í Garðabœ þjappa sér saman um mólgagn Sjálfstæðismenn í Garðabæ hafa stofnað hlutafélag um útgáfu blaðsins Garða. Stjórnar- formaður er Benedikt Sveinsson hrl., en aðrir í stjórn eru þeir dr. Gunnar Sigurðsson, verk- fræðingur, og Valdimar J. Magnússon, framkvæmdastjóri. Málgagn sjálfstæðismanna í Garðahreppi, nú Garðabæ, hefur komið út áður, en eins og Bene- dikt Sveinsson sagði í viðtali við Dagblaðið, „með mestum krafti fyrir kosningar.” Áformað er, að blaðið komi út tíðar en áður, og er stofun hluta- felagsins liður í þeirri ætlan. 50 aðilar hafa skrifað sig fyrir framlagi hlutafjár, sem-nemur kr. 500 þúsundum króna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 78. tölublað (06.04.1976)
https://timarit.is/issue/226979

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

78. tölublað (06.04.1976)

Aðgerðir: